Morgunblaðið - 28.05.1966, Síða 3

Morgunblaðið - 28.05.1966, Síða 3
Laugardagur 28. maí 1966 MORGUNBLAOIV Sr. Jón Auðuns dómpróf: „Kom yfir um og hjálpa oss", bað fulltrúi Evrópu, sem vitrað- ist Páli nóttina í Tróas. Hver kemur nú og hjálpar? Hér þarf nýja menn, sem mæla á nýju máli við nýja kynsló'ð og syngja Drottni nýjan söng en ekki það gamla söngl, sem ný kynslóð hvorki hlustar á né skilur. Hér þarf menn, sem þekkja kraft andans og þora að láta leiðast af honum inn á nýja vegi að nýjum og stórum mark- miðum. Nú er hvítasunna. Gefi Guð þann þyt í lofti, þann „aðdynj- anda sterkviðris“ og andans storm og kraft, sem endurfæði oss frá kaldri efnishyggju og kælandi heimslund, — til Krists. o stríð // / 44 þefta er indœlt \ frumsýnt 2. júní m [Heimsfrægur franskur látbrag&sleikari væntanlegur i byrjun júni SÖNGLEIKURINN „Ó þetta er indælt stríð“ verður frum sýndur í Þjóðleikhúsinu 2. júní n.k. Leikstjóri er Kevin Palmer seim sett hefur söng- leik þennan á svið í Englandi, Kan.ada og víðar. Þýðinguna gerði Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur. Son gleikurinn fjallar úm athurði, sem áttu sér stað í heimsstyrjöldinni fyxri og lýs- ir, oftlega af nöpru háði, þessu blóðugasta tímabili sög unnar, sem í leikskránni er kaliað „fáránlegt slys“. Höfundar leíksins eru þau Joan Littlewood og Gharles Chilton og byggja þau söng- leikinn á heimildum í opin- berum skýrslum, persónuleg- um endurmininingum og skýr- ingarrituim. Söngleikurinn varð fyrst til á sviði Theatre Royal í Stratford árið 1962 og vann þá Kevin Palmer að upp setningu hains með höfundin- um Joan Littlewood. Eins og fyrr er getið setii Palmer leik inn á svið í Kanada og hlaut þá þrenn verðlaun fyrir upp- setninguna. Leikurinn hlaut einnig 1. verðlaun á sinum tíma á leiklistarhátíð í París. Una Collins hefur teiknað búninga og leiktjöld fyrir sýn inguna en hún gerði einnig leikmyndir fyrir fyrstú sýn- inguna í Stratford. Hlutverk í leiknum eru 17 og með þau helztu fara Gísli Alfreðsson, Gunnar Eyjólfsson, Jón Sigur bjömsson, Ómar Ragnarsson, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson, Helga Valtýsdótt- ir, Margrét Guðmundsdóttir og Þóra Friðriksdóttir. Hljóm sveitarstjári er Magnús Blön- dal Jóhannssan. Þá er þess að geta, að I byrj un júní er von á franska lát- bragðsleikaranum heimsfræga Marcel Marceau og mun hann sýna í Þjóðleikhúsinu dagana 6. og 7. júní. Venjulegir frum sýningargestir hafa ekki for- gangsrétt að þessum sýning- um. Á hvítasunnu PÁLL postuli er á trúbo'ðsferð um Litlu-Asíu. Óvænt atvik hafa hvað eftir annað orðið á vegi hans og knúið hann inn á leið- ir, sem hann hefði ekki valið sjálfur. En reynslan sýnir æv- inlega eftir á, að þetta var veg- urinn, sem hann átti að ganga. Honum kemur ekki sú fjar- stæða í hug, að tilviljanir hafi veri'ð hér að verki. Hér þekkti hann handleiðslu andans. Andinn hefir leitt Pál og sam- ferðamenn hans til Tróas, þar sem mjótt sund aðskilur Asíu og Evrópu. Um nóttina vitrast honum Makedoníumaður, sem biður: „Kom yfir til Make- doniu og hjálpa oss“! Hinum megin sjávar blánar af strönd Évrópu. Það er Evrópa, sem kallar á hjálp. Páll skilur óðara þann boðskap, sem nætur- sýnin ber honum: Kristur vill að hann fari méð fagriaðarerindið til Evrópu. Páll hikar ekki. Hann leggur þegar af stað. Þannig berst kristindómurinn til Evrópu, sem veriður megin- heimkynni hans um aldaraðir, eftir að Asía hefir hafnað honum að mestu. í Asíu hafði vagga hans staðið. Framtíðin beið hans í Evrópu. Fulltrúi Evrópu hafði að næturlagi, í draumi eða vöku, Marcel Marceau. Bridgemótið: Norðmenn unnu i karía- flokki, Svíar í kvennafl. ísl. sveitimar í 3. sæti Norðurlandamótinu í bridge lauk í gær og báru Norðmenn sxgur úr býtum í opna flokkn- um, en Svíar sigruðu í kvenna- flokkL Lokastaðan í opna flokknum varð þessi: 1. Noregur 67 stig 2. Svíþjóð 60 — 3. ísland 52 — 4. Danmörk 35 — 6. Finnland 26 — Lokastaðan í kvennaflokki larð þessi: 1. Svíþjóð 23 stig 2. Finnland 15 — 3. Noregur 13 — 4. tsland 9 — 5. Danmörk 0 — 6. umferð: Urslit 1 2 síðustu umferðim- um i opna flokknum urðu þessi: Noregur II — Finnl. II 98:93 4-2 ísl. II — Danmörk H 135:58 6-0 Svíþjóð II — Finnl. I 119:55 6-0 Svíþjóð I — Danm. I 99:46 6-0 ísland I — Noregur I 93:24 6-0 7. umferð: Danm. II — Finnl. II 113:97 5-1 Noregur H — Finnl. I 75:29 6-0 Danm. I — ísland II 121:101 5-1 Svíþ. II — Noregur I 110:67 6-0 Svíþjóð I — ísland I 92:74 5-1 Úrslit í 5. umferð í kvenna- flokki urðu þessi: Noregur — Danmörk 187:150 6-0 Svíþjóð — Finnland 175:97 6-0 Norðurlandameistarar Noregs eru Þessir: Erik Höie, Louis Anore Ström, Hans Bie, Svein Hj. Andreasen, Henning Riise, Leif Salteröd. Tore Jensen. Willy Varnás, Gunnar Johansen og Andreas Schröder Nielsen. Fyrirliði sveitanna er Björn Larsen. Norðurlandámeistarar Svíþjóð ar í kvennaflokki eru: Anna-Lisa von Barth, Britt Blom, Karin Eriksson. Eva M&rt ensseon, Gunnborg Silborn og Karin Warmark. Fyrirliði er Lotty Saaby-Christiansen. Islenzku sveitirnar náðu þriðja sætinu í opna flokknum og er það árangur sem allir mega vel við una. Er þetta bezti árang- ur sem íslenzkir spilarar hafa náð á Norðurlandaroóti. íslenzka kvennasveitin vann einn leik, gerði jafntefli í öðr- um, er tapaði tveimur. Er þetta allgóður árangur. Mótið fór mjög vel fram og rómuðu allir keppendur aðbún- aðinn sem var Bridgesambandi íslands til mikils sóma. Fram- kvæmdastjóri mótsins var Þórð ur H. Jónsson, en keppnisstjóri var Norðmaðurinn Per Elind. Við mótið starfaði um 80 manns og var allt skipulagt og fram- kvæmd eins og bezt verður kos ið. I gærkvöldi voru mótsslit og verðlaunaafhending í hófi er Bridgesamiband Islands hélt keppendum og starfsmönnum að Hótel Sögu. Fararstjórar er- lendu sveitanna þökkuðu Bridge sambandi íslands fyrir ágætar móttökur og Gylfi Þ. Gísla- son, menntamálaráðherra, ávarp aði erlendu gestina. K jilL-lL. m + OnOuOOOQ ♦ B3K mmmmu 000000^001: iOO OOOO ÖOE3D Lionn + so + 000011 lillOOÖ A OOOOEfjO IOOOO * 000000 lOOO + OO 00000 p 0000 onon birzt Páli í gervi makedónsks manns. Og Makedonía verður fyrsta landi'ð í Evrópu, sem kristindómurinn festir verulegar rætur L Á bak við þetta sá Páll post- uli handleiðslu andans. Hátíð andans heldur kristnin í dag. En brjóst eru köld, því að í stað lifahdi reynslu fyrir krafti, handleiðslu og furðuverkum andans, hafa menn fengið guð- íræðikenningar um heilagan anda, sem nútímamönnum eru óskiljanlegar og fjarlægar og fæstir gefa gaum. 19 aldir fullar eru liðnar síð- an Makedoníumaðurinn vitra’ð- ist Páli og bað um hjálp. Og enn hrópar gamla Evrópa og biður um sömu hjálp. Tróas er týnd. Þar vakir nú enginn Páll postuli og heyrir neyðarópið að vestan. Milljónir manna syngja í dag -um heilag- an anda. En heilagur andi hefir nú engan yfirburðamann á sínu valdi til að boða Evrópu Krist í þeim búningL að nútíðin heyri og skiljL „Kom yfir um og hjálpa oss“, bað næturgesturinn, fulltrúi Ev- rópu fyrir 19 öldum. Svo er nú komið fyrir gömlu Evrópu, áð þannig má hún biðja enn, hún og allur kristinn heimur. Kom, og hjálpa oss, hver sem þú ert, ef þú getur gert Krist að lifandi veruleika í lífi manna að nýju. Ég held að ekkert voðalegra geti komið fyrir mannssálina en að verða viðskila Kristi og loka leiðunum milli hans og sín. Ég held að engin velgengni, engin önnur auðlegð, andleg eða efna- leg, geti komið í staðinn fyrir þann auð, sem Kristur hefir veitt vestrænni menningu, vestrænum heimi, og virðist einn geta gefið honum. Mér er ofraun að hugsa til enda þá hugsun, að kynslóðir framtíðar eigi að lifa án Krists, viðskila hugsjónum hans, án samfélags við hann. Framundan eru tímar stór- kostlegri tæknimenningar en vfð sjáum enn. Sú framtíð er lokkandL og óhugnanlega mörg- um sýnist hún hið eina eftir- sóknarverða. Án Krists er slík framtíð ískyggileg. Ekki aðeins vegna þess, að tæknimenning á atómöld getur orðfð voðaleg í höndum manna, sem hafa hana eina að markmiði. Ekki aðeins vegna þess, að hún getur leitt ómælanlega ógæfu yfir mann- kynið, ef hún er í höndum manna, sem ekki þekkja og virða heilög réttindi einstaklingsins og ekki þá ábyrgö, sem maðurinn •ber skilyrðislaust á verkum sín- um og nær óralangt út yfir gröf og dauða. En ég á ekki við þetta eitt. Ég á við það, að án Krists og kristilegs mats á einstaklingnum og eilífu gildi hans, týnist, glat- ast maðurinn á þeirri öld vél- væðingar og óhemjulegrar tækrii menningar, sem nú er að hefj- ast og enginn sér fyrir endann á. —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.