Morgunblaðið - 07.06.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.06.1966, Blaðsíða 1
32 síður Innkanái vin- Johnsons Washington, 6. júní (NTB) VINSÆL.DIR Johnsons Bandarihjaforseta haia aldrei verið minni en nú frá Jrvi er hann varð forseti fyrir 2% ári a'ffi því er kemur fram í tvennum nýafstöðnum skoð- anakönnunum í Bandarikj- unum. Skoðanakannanirnar, sem gerðar voru á vegum Gallup og Louis Harris stofnananna, sýna að vinsœidir Johnsons hafa minnkað um allt að 8% Er 1,alið að ástandið í Vietnam og vaxandi dýrtíð eigi þátt í þessum breytingum. Samkvæmt síðustu Gallup könnun fylgja 46% forsetan- um að málum 34% eru andvíg stefnu hans og 20% óákveðin. í árs'byrjun fylgdu 63% for- setanum, og í maí 54%. Samkvæmt Louis Harris könnuninni fyrir hálfum mán- uði voru þá 55% fylgjandi Johnson, en það er 7% iækk- un frá könnuninni í marz og 12% lækkun frá áramótum. Vilja stöðva olíu- flutninga til Breti SjómannaverkfaUið hefur staðið í þrjár vikur Um borð í flugvélamóðurskipinu Wasp 6. júní — AP — Geim- fararnir Eugene Cernan (til vinstri) og Thomas Stafford stíga út úr Gemini 9 á þiljum flugvélamóðurskipsins Wasp eftir þriggja sólarhringa ferð um geiminn. London og Liverpool, 6. júní (AP—NTB). Á MIÐNÆTTI á sunnudag hafði verkfall brezkra sjómanna staðið í þrjár vikuir, en ekkert miðað í átt til samkomulags. Efnt var til mótmælagöngu sjómanna í London á sunnudag, og tóku rúm lega fimm þúsund manns þátt ■ göngunni. Einn ræðumanna á fundi, sem haldinn var i sam- bandi við gönguna, lagði til að öll olíuflutningaskip, er koma til Bretlands meðan á verkfailinu stendur, verði sett á svartan lista, og fái ekki afgreiðslu. Mundi það leiða til benzinskömmtunar innan 14 daga. Stjórn sjómannasanrtakarma kemur saman til fundar á morg- un, þriðjudag, og verður þá vænt anlega tekin afstaða til þess hvort samtök hafnarverkamanna skuli beðin um að neita olíu- fiutningaskipum um afgreiðslu. Lending Gemini 9 tókst f rábærlega vel Cernavt fór i rúmlega tveggja fíma geimgöngu Kennedyhöfða, 6. júní. — (AP-NTB) — BANDARÍSKU geimfararnir Thomas Stafford og Eugene Cernam lentu geimfari sínu, Gemini 9, á Atiantshafi kl. 14 í dag, í aðeins tæplega þriggja kíiómetra fjarlægð frá fyrirfram ákveðnum lend ingarstað. Hefur aldrei fyrr lekizt svo nákv’æm lending bandarísks geimfars. Báðir voru geimfararnir binir hressustu, og kusu að dvelja í Gemini 9 þar til geimfarið var tekið um borð í flugvélamóðurskipið Wasp. Á sunnudag fór Cernan út úr geimfarinu, og sveif um geiminn í tvær klukkustund- ir og fimm mínútur, en á þeim tíma ferðaðist hann um 58 þúsund kílómetra vega- lengd. Fyrra „geimgöngu“- met var 20 mínútur. !>eir Stafford og Cernan ræstu hemla-flaugar Gemini 9 klukk- an 13,26 1 dag, og hægðu þær það mikið á geimfarinu að að- dráttarafl jarðar náði tökum á Gemini 9. Lenti það síðan á haf- Bandariska tunglflaugin Surveyor 1, heJur sent hunoruo mynda til jarðar af yfirborði tunglsins, og er þetta ein þeirra. Neðst sést mælitæki á einum armi flaugarimiar, en efst til hægri hluti sjóndeildarhringsin*' inu klukkan 14, um 2,7 kíló- metra frá fyrirhuguðum lending arstað. Flugvélamóðurskipið Wasp var þarna skammt frá, og fylgdist áhöfnin með lending- unni. Um borð í skipinu voru sjónvarpstökumenn, og var lendingunni sjónvarpað víða um heim. Er það í fyrsta skipti, sem tekizt hefur að lenda geimfari svo nálægt björgunarskipi, að unnt hafi verið að fylgjast með lendingunni. Stafford, sem stjórnaði lendingunni, haði áður varað skipherra á Wasph að vera ekki of nálægt lendingar- staðnum, því þá mundi hann lenda geimfarinu niður um skor stein flugvélamóðurskipsins. Lá við að hann stæði við það. Eftir lendingu komu fljótlega þyrlur á vettvang, og opnuðu geimfararnir þá dyr á Gemini 9 og veifuðu til flugmanna. Síð- an voru froskmenn sendir niður að geimarinu, og kom þá í Ijós að sumir þeirra höfðu einnig orðið fyrstir á vettvang eftir lendingu Gemini 6 í desember sl., en í Gemini 6 voru þá Saf- ford og Walter Schirra, og höfðu Framhald á bls. 31 1 sjómannasamtökunum eru um 62 þús. félagsmenn, og krefj- ast þeir styttingu vinnuvikunn- ar úr 56 stundum í 40, án kaup- lækkunar. Vilja þeir að öll vinna umfram 40 stundir verði greidd aukaiega. Þessum kröfum neita úfgerðarmenn á þeim grundvelli að brezki kaupskipaflotinn yrði algj örlega ósamkeppnisfær á« heimsmarkaðnum ef að þeim yrði gengið. Spcssky vann 23. skdhino Leikar standa 12-11 Moskvu, 6. júní (AP) HEIMSMEISTARAKEPPNIN í skák milli þeirra Petrosjans og Spasskys lauk í rauninni í Moskvu fyrir helgina þegar heims meistarinn Petrosjan hafði tryggt sér 12 vinninga eftir 2i2 skákir. Nægði heimsmeistaran- um jafnir vinningar til sigurs, en alls átti að tefla 24 skákir. Engu að síður var ákveðið að keppninni skyldi haldið áfram með það fyrir augum að gefa, Petrosjan kost á að ná hreinum sigri með a.m.k. 12% vinning. Var því 23. skákin tefld í dag en henni lauk með sigri Spassk- ys eftir 31 leik. Standa leikar þá þannig að Petrosjan hefur 12 vinninga, en Spassky 11. „Hreinsað" til á dagblööum í Peking Tókíó, Peking, 6. júní. — (NTB-AP) — ENN berast fregnir af hreins- unum í Kína. Fréttastofan „Nýja Kína“ hermir í dag, að nokkrum ritstjórum hafi ver- ið vikið frá störfum — þar á rneðal einum ritstjóra aðal- málgagns kommúnistaflokks- ins „Dagblaðs alþýðunnar“~* Ennfremur hefur verið stöðv- uð útgáfa mánaðarritsins „Víglínan“, um stundarsakir Framhald á bis. 31 Robert Kennedy « S-Afriku: Kynþáttamisréttið í heiminum verður að víkja Höfðaborg, 6. júní. — AP-NTB BANDARÍSKI öldungadeildar- þingmaðurínn Robert Kennedy er nú í fimm daga heimsókn í S-Afríku í boði stúdentasamtaka .andsins en S-Afríkustjórn lei'ð- ir algerlega hjá sér heimsóknina og segir Kennedy suður kominn í einkaerindum einum saman. Formaður stúdentasamtakanna, Ian Robertson, var kyrrsettur í Höfðaborg og fékk ekki að koma til Jóhannesarborgar að taka á móti Kennedy, en hitti hann að máli í Höfðaborg í dag er Kenn- edy kom þangað að flytja ræðu á degí þeim, sem Suður-afriskir stúdentar hafa kjörið sér til að minnast heíðbundis frelsis há- skólaborgara og leggja áherzlu á grundvallargildi þess. í ræðu sinni á fjölmennum fundi í háskólanum í HöfÖ&borg, hvatti Robert Kennedy æsku- menn í S-Afríku og um allan heim að leggjast á eitt um að útrýma kynþáttamisrétti. „Að- - eins jarðbundinn maðurinn held- ur enn fast við hjátrú þá, sem honum hefur fylgt aftan úr myrkri aldanna, þá trú, að þar séu endimörk heimsins sem sjái í næsta fjaU, alheimurinn nái ekki nema niður á árbakka og hann eigi ekkert sameiginlegt með öðru mannfólki en því sem byggi sömu borg og deili með honum skoðunum og hörunds- Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.