Morgunblaðið - 07.06.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.06.1966, Blaðsíða 5
ÞriSJuðagur 7. júní 1966 MORGUNBLADID 5 UR ÖLLUM ÁTTUM Einar Hákonarson heitir ungur og efnilegur Islend- ingur, sem um þessar mund- ir leggur stund á listmálun og svartlistargerð við lista- skóla í Svíþjóð. Einar hefur getið sér góðan orðstír er- lendis og er því vert að minn ast nokkuð á hann. Einar er Reykvíkingur, fæddur í höfuðborginni 14. janúar 1945. Hann er sonur Sigurbjargar Einarsdóttur og Hákonar Sumaliðasonar. Ein ar lauk kennaraprófi frá Handíða og myndlistarskól- anum vorið 1964. Að því prófi loknu hélt hann til Svíþjóðar til frekara náms við Valand- listaskólann í Gautaborg. Valands-listaskólinn sem nýlega hefur haldið hátíð- legt 100. afmæli sitt er tal- Einar Hákonarson: „Hinir fjötruðu“ (Den jángna) ÍSLENZKUR LISTAMAÐUR Á ERLENDUM VETTVANGI inn vera sérlega góður skólL Við ' hann stunda nám auk fjölmargra Svía, listamenn hvaðanæva að úr heiminum, Einar Hákonarson m.a. frá Bandaríkjunum, Frönsku Guayana, Danmörku o.v. Skólinn er staðsettur á skemmtilegum stað í þessari fallegu hafnarborg Svíþjóð- ar og er hann frjálslegur og hefur á sér mjög nýtízku- legt snið. Mikil málverkasýning er haldin í Gautaborg að hausti hvers árs í veglegasta sýn- ingarsal borgarinnar. Mál- verkin á sýningunni sl. haust völdu tveir viðurkenndir sænskir listamenn þeir C.O. Hultén, Málmhaugum og John Wipp, Lundi. Að þessu sinni bárust sýningunni um 840 málverk eftir u.þ.b. 192 listamenn. Aðeins voru tek- in um 151 verk eftir 62 lista- menn. Einar Hákonarson sendi 3 myndir á sýningu þessa og voru tvær þeirra teknar. Báðar myndirnar seldust, Listasafnið í Gauta- borg keypti aðra þeirra, en hin fór til stórs fyrirtækis, — má telja þetta vera skjót- an frama. í tilefni af 100 ára afmæli Valands listaskólans var efnt til sýningar í Listahöllinni í Gautaborg. Þar voru sýnd verk bæði eldri nemenda skólans og þeirra er nú stunda þar nám. Einar átti margar myndir á sýningu þessari og munu a.m.k. 4 þeirra hafa selzt. Blaðaupamæli um verk Einars hafa verið mjög lof- samleg. Tord Backström, kunnur listagagnrýnandi í Svíþjóð, segir verk Einars hafa borið af á sýningum þessum. Bendir hann sér- staklega á sjálfstæða litameð- ferð hans og næman skilning fyrir dramatiskri hreyfingu á myndfletinum. Annar lista gagnrýnandi, Bengt Abra— hamsson segir Einar vera uppfinningasaman listamann, sem sé svartlist einkar lag- in. Eyjólfur Eyfells áttræóur SUMAREÐ 1919, að mig minnir, kom ég á málverkasýningu 1 K.F.U.M.-húsinu við Mennta- skólann í Reykjavík, en þar sýndi þá Eyjólfur Eyfells nokk- uð mörg málverk. Þetta var 'ljómandi falleg sýning, og svo serkennileg að ég man eftir mörgum verkanna enn í dag. Ekki veit ég með vissu hvort þetta var í fyrsta sinn, sem lista maðurinn kom fram á sjónar- sviðið, en þó er mér nærri að halda að svo hafi verið, því ekki hafði ég heyrt hans getið áður. Þessi sýning Eyjólfs vakti mikla athygli og umtal manna hér í Reykjavík, enda var sýningin eins og áður segir bæði falleg og sérkennileg. Frá aðalfundi F.I.R. AÐALFUNDUR FÍR, Félags ísl. rafmagnseftirlitsmanna með raf- orkuveitum var haldinn í Reykja vik 19. maí 1966. Starfsemi fé- lagsins var með líku sniði og undanfarin ár. Haldnir voru fræðslufundir og fengnir til ýms ir sérfróðir til að halda þar er- indi. Einnig naut félagið góðs stuðnings Sambands isl. raf- veitna við fræðslustarfið eins og undanfarin ár. Fundarmenn létu í ljós ánægju sina með námskeið það, sem Rafmagnseftirlit ríkisins hélt fyrir félagsmenn dagana 16.—18. maí, og kom fram áhugi á áfram- haldi á slikri starfsemi. F.f.R. hefur samband við raf- magnseftirlitsmenn í Noregi, og beitir sér fyrir nánari kynnum eftirlitsmanna milli landanna, Þannig hafa tveir Norðmenn dvalið hér á landi á vegum FÍR og stendur til boða að tveir eft- irlitsmenn fari til Noregs í sam- ar í bo'ði rafveitunnar í Osló, Osló Lysverk, og samtaka eftir- litsmanna í Osló. f stjórn voru kosnir: Stefán V. Þorsteinsson, form. Rafveitu Hafnarfjarðar, Óskar Hallgríms- son, Rafmagnseftirliti ríkisins, Guðmundur Jónsson, Rafmagns- veitu rikisins, Hjörtþðr Ágústs- son, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Holgeir P. Gíslason, Rafmagns- • veitu Suðurnesja. Fræðslustjóri var kosinn Friðþjófur Hrein- dal, Rafmagnseftirliti ríkisins. Nokkru síðar fór Eyjólfur ta Þýzkalands og stundaði nám 1 málaralist í Dresden á þekktum skóla þar í borg, undir hand- leiðslu prófessors Simonsen Castellg sem var frægur portret málari. Eyjólfur aðhylltist snemma hinn rómantíska, fín- gerða stíl í list sinni, og hefur^ náð áhrifaríkum tökum á hon- um, tökum, sem ekki verður náð, nema með samstillingu næms auga og hagrar handar, ásamt andlegu atgervi. íslenzka landslagið, með öll- um þess blæbrigðum hefur ætíð verið honum hugleikið viðfangs- ! efni, enda er hann mikill nátt- úruunnandi og náttúruskoðari, og hefur gert mörg ágæt verk 1 þessum stíl, verk, sem lofa sinn meistara og, sem eiga eftir að hafa merku hlutverki að gegna, sem ómetanlegur þáttur í þeirri stóru eyðu í íslenzkri listsköpun, sem snertir klassískan natúral- isma, þann stíl, sem er hin óhagganlega undirstaða listsköp- unar flestra menningarþjóða. Eyjólfur Eyfells er hlédrægur'' að eðlisfari og hefur ekki lagt í vana sinn að þeyta búsúnu né berja stórbumbu sér til athyglis- auka, engu að síður á hann sér stóran hóp aðdáenda, bæði sem listamaður og sem sannur mað- ur, því hann er vinsæll og hvers manns hugljúfi, gáfaður og dul- spakur, kann vel að segja sögu og höfðingi heim að sækja. Eyjólfur Eyfells er kvæntur Ingibjörgu dóttur Jóhönnu Eggertsdóttur Briem og Einars Pálssonar, prests í Reykholti, merkis- og ágætiskonu, sem hef- ur verið honum góður og traust- ur lífsförunautur. Þeim hefur orðið fjögurra barna auðið. Með beztu hamingjuóskum. Finnur Jónsson. Cernan ú hestbaki Cernan geimfari, sem var á lofti frá föstudegi til mánu dags og var rúma tvo tíma utan geimfarsins á sunnudag, kynntist frumstæðari farar- skjótum, þegar hann var hér á ferð síðastliðið sumar á- samt öðrum, bandariskum geimförum. Myndin hér að of an var tekin 15. júlí si. uppi á Sandskeiði, þegar Loftleið- ir buðu geimförunum í út- reiðartúr og svifflug. Lengst til vinstri situr Ceman reið skjóta sinn, en fremst á mynd inni er Basset, sem fórst síð- ar í flugslysi vestra ásamt öðrum geimfara. Lengst til hægri er Steinunn Sigurðar- dóttir, flugfreyja hjá Loft- leiðum hf. Happdrætti DAS Eftirtalin númer hlutu hús- 32583 33703 33775 34412 34592 búnað fyrir kr. 5.000,00 hvert: 34803 35663 35763 36062 36669 63 397 427 482 629 36678 37114 37195 37370 37387 1611 1674 1799 1954 2147 37857 38877 38869 38938 39222 2526 2716 2953 3233 3534 39880 40090 40496 40620 41329 3717 4310 4340 4416 4630 41999 42810 42954 43311 43604 5520 5973 6083 6268 6851 44031 44067 44163 44463 44582 7147 7265 7527 7913 8036 44876 44895 45191 45841 45973 8839 8905 8958 9250 9670 46087 46314 46494 46782 47653 9840 10149 10929 11041 11454 47694 47984 48466 49327 49605 12087 12128 13556 14139 14349 50684 50880 51713 51751 51787 14351 14647 14655 14967 15121 51955 52400 52504 52651 52702 15568 15628 15737 15834 16174 53194 53251 53292 53601 53618 16199 16342 16539 16643 16649 53862 53983 54060 54211 54579 16712 17290 17494 18263 18666 54588 54802 54967 55572 56122 19358 19412 19686 19959 20304 56263 56934 57127 57645 58075 20462 20742 20745 20892 21925 58130 58160 58544 58613 68632 22162 22538 22580 22781 23028 58767 59414 59761 60049 60170 23158 23220 24085 24119 24321 60517 60927 60943 61087 61362 24439 24611 24648 25296 25980 61840 61884 62332 62462 62511 26243 26565 26801 27670 27785 62704 62751 62958 63009 63073 28080 28622 28955 29008 29466 63457 64216 64432 64926 64985 29706 30155 31083 31213 32303 (Birt án ábyrgðar). mi th

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.