Morgunblaðið - 07.06.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.06.1966, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLADIÐ Þrlðjudagur 7. júní 1966 neska skólanum komu ballet- meistarar, sem svo komu upp skólum, til að halda honum við. En fólk kærir sig ekki uim að heyra sögu listarinnar, það vill bara njóta hennar, bætir hann svo við. í>ó er nauðsyn- legt að þekkja til að skilja, t.d. að þarna er önnur tækni en í ballet. Um 1923 kom d’Eeraux svo fram í Frakklandi og tók að skapa mímuleik á ný. Og eftir stríð kom Marcel Marceau til Parísar, þar sem hann sá þetta sem heillaði hann og skapaði sína sérstæðu list. sem nú er fræg um allan heim. — Allt kemur aftur, segir hann. Lífið er sífelld endurnýjun. Allt gott kemur aftur. ÖU list er klassísk og endist. Marceau segir að víða í löndum séu komin mímu- þjóðleikhús. En ekki í Prakklandi. Enginn er spá- maður í sínu föðurlandi. Hann hefur nemendur um allan heim og gæti stofnað skóla, en hann vill ekki gera það nema í Frakklandi. Marceau kveðst vera orðinn þreyttur á að ferðast einn. Þegar hann sé búinn með þær sýningar- ferðir, sem lofaðar eru, eða út árið 1967, muni hann lik- lega stofna aftur leikflokk, eins og hann hafði einu sinni. Nú er hann einn á sviðiu alla sýninguna, hefur aðeins tón- list sér til aðstoðar. Um eigin list segir Marceau, að hún hafi náð meiri dýpt á s.l. 10 árum. Aldur skiptir máli fyrir leikara, sem vill túlka ákveðna gerð hlutverka. En fyrir þann, sem vill ná til manneskjunnar, hefur aldur ekkert að segja. Maður verður að vaxa með list sinni, segir hann. Auk beinna sýninga hefur Marceau gert nokkrar kvik- myndir og einnig unnið fyrir sjónvarp. Um sjónvarp segir hann, að það hafi bæði kosti og ókosti. T.d. nái það með góða list til afskekktra bænda í Frakklandi, og það hækki þannig almenna menntun, Allir skynja lifið, harmteikinn, griniö Allt gott kemur aftur. Öll list er klassísk. aftur til blómatíma Rómverja og Grikkja. í Frakklandi var mímuleikur mjög vinsæll alla 19. öldina. Eiginlega hélt míman sig alltaf við löndin við Miðjarðarhaf. Svo komu kvikmyndirnar með Chaplin, Harold Lloyd og fleirum, sem unnu list sína úr enskri hefð. Að mímulist er ekki eins vin- sæl nú, stafar af skorti á skól um, segir Marceau. Ballettinn, sem er skyldur henni, heldur vinsældum, af því frá rúss- enda sé sjónvarpið þar ríkis- fyrirtæki, sem haldi uppi viss- um kröfum. Aftur á móti geti svo farið að sjónvarp eyði- leggi heimilislífið, ef fólkið sitji og glápi öilum stundum En reynslan sé samt sú, að fyrst dragi sjónvarp frá íeik- húsum og öðrum menningar- stofnunum, svo- hætti fólk að horfa á sjónvarp og sæki held- ur leikhús, þar sem völ er á þeiin. T Á vissum stundum nær list in til hjartans. Og reynslan hefur sýnt að áhorfendur skilja eins hvar sem er í ver- öldinni. Þeir hlæja alveg á sömu stöðum á sýningum, í Indlandi, Afríku Rússlandi, Ameríku. eða hvar sem er. Allir hafa tilfinningu og skynja lífið, harmleikinn í því og grínið. En ég verð að túlka þetta alveg hárrétt, til að ná til áhorfenda. Formið sjálft verður að vera tært. Það er franski látbragðs- snillingurinn Marcel Marceau, sem útskýrir látbragðs- list sína á blaðamannafundi í Þjóðleikhúsinu. Hann kom til landsins á sunnudagskvöld með þremur aðstoðarmönnum sínum, sýnir mínuleik hér á mánudags- og þriðjudags- kvöld og heldur á miðviku- dag til London og þaðan til New York, þar sem Johnson Bandaríkjaforseti hefur feng- ið hann til að sýna list sína í árlegri veizlu í W^löorf Astoria-hótelinu. Síðan fer Marceau í sýningarför um Kína í einn mánuð og svo til Johnson forseti fékk mig til að skemmta hann vissi ekki að ég var á leið til Kína. Rússlands, þar sem hann hef- ur verið þrisvar áður. Hann er alltaf á ferðinni, u-m 45 lönd, á 20 árum, og alls staðar aufúsugestur. í Suður-Ame- ríku var hann í 8 mánuði og hélt um 300 sýningar, og víða kemur hann nær árlega og sýnir fyrir fullu húsi. Hér segist Marceau ætla að sýna úrvalið úr þáttum þeim, sem hann hefur skapað á s.l. 10 árum, um eftirlætispersónu sína, Bip. Á fyrri hluta sýn- ingarinnar í Þjóðleikhúsinu, eru þættir, sem sýna hvað mímulist er, svo íslendingar, sem ekki eru handgengnir henni, fái að sjá formið og poesíuna í henni. Þegar um tónverk er að ræða, vill fólk bæði sjá hvernig leikið er, og einnig hlusta á músikina, seg- ir hann til útskýringar. Fyrir hlé sýnir hann þættina Flug- drekinn, Stiginn, Myndhöggv- arinn, Töframaðurinn, Búrið, Fimleikamaðurinn, Almenn- ingsgarðurinn og Æskan, full- orðinsárin, ellin og dauðinn. Seinni hlutinn eru svo frá- sagnir af Bip, beztu þættirnir af 35, segir höfundurinn. Bip tekur eiginlega við að hinni kunnu persónu Pierrot úr gömlu látbragðsleikunum. — Hann er í hvítum kufli og með pípuhatt. Þó er hann nútímapersóna. Við sjáum hann í venjulegu basli manns- ins í heiminum — og jafnvel í geimnum. — Mímuleikur er nútímalist. Við sjáum það sem er að gerast í heiminum, segir Marceau. Þó byggir þessi listgrein á gamalli hefð, sem nær allt Viðtal við látbragðsleikarann IVfarcel l\f arceau . . . . svo íslendingar fái að sjá formið og póesíuna í mimu- listinni. Á vissum stundum nær listin til hjartans En formiö sjálft verður að vera tært

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.