Morgunblaðið - 07.06.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.06.1966, Blaðsíða 16
18 MORGUNBLADID Þriðjudagur T. júní 1966 f%1:0£0fMM*#ͧr Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúl: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 105.00 I lausasöiu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti »5. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið.____________^ SJÁ VARUTVEGURINN OG FRAMTÍDIN Camtöl þau, sem birtust hér ^ í blaðinu sl. laugardag við nokkra fulltrúa á aðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, voru bæði fróðleg og athyglisverð. Þar kom það greinilega fram að þótt ör þróun og stórfelld uppbygg- ing hafi átt sér stað í sjávar- útvegi síðustu árin á þessi undirstöðuatvinnugrein þjóð- arinnar þó við margvíslegan vanda að etja. Hin nýju og 'stóru fiskiskip hafa reynzt mjög afkastamikil framleiðslu tæki og miklar vonir eru við þau tengdar. Hinsvegar steðja ýmsir erfiðleikar að rekstri hinna minni skipa, sem eru 40 til 100 smálestir að stærð. Víða er erfitt að manna þessi skip. Er það mjög alvarlegur hlutur, þar sem þessir bátar annast að verulegu leyti hrá- efnisöflun fyrir fjölda hrað- frystihúsa. Nokkurs kvíða verður vart hjá útgerðarmönnum um framtíð fiskistofnanna. Er auðsætt að þeir hafa fullan skilning á nauðsyn varúðar gagnvart ofveiði og rányrkju. • Töluverð brögð eru að skorti á mannafla í einstökum hraðfrystihúsum og telja út- vegsmenn að brýna nauðsyn beri til aukinnar tæknivæð- ingar í hraðfrystiiðnaðinum. Mjög þýðingarmikið er að allt verði gert sem unnt er til þess að bæta aðstöðu minni bátanna og tryggja rekstur þeirra. Margir þessara báta eru ágæt fiskiskip, búnir full- komnum vélum og tækjum. Atvinna fólksins í kaupstöð- um og sjávarþorpum byggist að langsamlega mestu leyti á því að hraðfrystihúsin fái nægilegt hráefni og geti hald- ið uppi vinnslu árið um kring. Þess vegna verður að leggja áherzlu á að fiskveið- arnar verði sem fjölbreyttast- ar og að síldveiðarnar á hin- um stærri skipum, sem að sjálfsögðu eru mjög þýðingar miklar fyrir þjóðarbúið og útgerðina útrými ekki rekstri hinna minni skipa og skapi þannig atvinnuerfiðleika í byggðarlögunum heima fyrir. NÝTÍZKU TOGARAR TPogaraútgerðin og afkoma A hennar er vandamál út af fyrir sig. Því miður horfir mjög illa fyrir þessari grein útgerðar hér á landi. Skipin eldast og fullnægja mörg ekki kröfum tímans. Togara- á vegi stödd fjárhagslega að hún hefur ekki bolmagn til þess að endurnýja tæki sín. Brýna nauðsyn ber hinsvegar til þess að nýtízku togarar verði keyptir til landsins. Þarf að athuga hvernig hið opinbera geti eflt útgerðarfé- lög og einstaklinga til þess að komast yfir nokkur skip af nýjustu gerð. Mjög óviðfeld- ið er að hugsa þá hugsun til enda að togaraútgerð leggist niður hér á landi. Þessi grein sjávarútvegsins var á sínum tíma hin mikla lyftistöng ís- lenzks efnahagslífs. Kjarni málsins er að sjávar útvegurinn er í dag hyrning- arsteinn íslenzks efnahags- lífs, og verður það enn um langa framtíð. Það er hin gíf- urlega framleiðsluaukning hjá sjávarútveginum, sem á ríkastan þátt í þeim bættu lífskjörum, velmegun, sem ís- lenzka þjóðin býr nú við. Vit- anlega verður að stefna að aukinni fjölbreytni í atvinnu- lífi landsmanna, svo sem með uppbyggingu stóriðju og margs konar smáiðnaðar sem víðast um landið. En það breytir ekki þeirri staðreynd að sjávarútvegurinn er sú líf- taug, sem mest veltur á í ís- lenzku efnahags- og atvinnu- lífi. VÖXTUR LOFTLEIÐA f Tpplýsingar þær sem fram *^ komu á aðalfundi Loft- leiða gefa glögga hugmynd um hinn mikla og stöðuga vöxt í starfsemi félagsins. Flugvélar Loftleiða fluttu samtals rúmlega 141 þúsund farþega á árinu 1965. Eru það 37,7% fleiri farþegar én árið áður. Starfsmenn félagsins eru samtals 778, þar af 529 hér á landi. Félagið hefur nú tekið í notkun nýtt og glæsi- legt hótel hér í Reykjavík. Er það stærsta og fullkomnasta gistihús á landinu. Heildar- velta félagsins á árinu 1965 var 781 milljón króna og jókst á þessu tímabili um 32,8%. Það er einnig athyglisvert að Loftleiðir hafa á sl. tveim- ur árum greitt í útsvör og skatta yfir 40 milljónir króna. Þessar tölur sýna enn einu sinni að Loftleiðir eru stór- myndarlegt og vel rekið fyrir tæki. Þess má ennfremur geta að félagið skilaði bönk- unum árið 1965 gjaldeyri, sem nemur 237 milljónum króna, UTAN UR HEIMI Sþ leitast við ai örva ferðamannastrauminn Á ÞESSU ári munu jarðar- búar verja a.m.k. 52.000 millj- ónum dollara (2.23600.000.000 ísl. kr.) til ferðalaga innan og utan heimalandsins. Þró- unin er ákaflega ör. Frá 1958 til 1963 jókst t. d. hinn al- þjóðlegi ferðamannastraum- ur um 75 af hundraði. I haust mun Allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna væntanlega samþykkja til- lögu um, að 1967 verði gert að Alþjóðlegu ferðamannaári. Tilgangurinn er sá að draga athyglina að því hlutverki sem ferðamannastraumurinn gegnir í eflingu efnahags- vaxtar, einkanlega í vanþró- uðum löndum. Tillagan er lögð fram af Efnahags- og félagsmálaráð- inu, sem komu saman í febrú ar og hvatti þá m. a. alla „fjölskyldu Sameinuðu þjóð- anna", þ. e. sérstofnanir þeirra, til að leggja sig fram um að hjálpa vanþróuðum löndum til að hagnýta ferða- mannastrauminn sem tekju- lind. Ójöfn skipting Varla er unnt að ofmeta möguleika ferðamannasam- skipta til að örva alþjóðlegt samstarf og efnahagsþróun, segir í nýbirtri skýrslu Sam- einuðu þjóðanna. Hins vegar kemur fram þar, að ferða- mannaheimsóknir skiptast mjög ójafnt á lönd heimsins. Á árinu 1964 voru 106 milljón ferðamannaheimsóknir skráð- ar. Af þeim fékk Evrópa ein 73 af hundraði, en Evrópa og Norður-Ameríka fengu sam- anlagt 90 af hundraði ferða- mannaheimsókna. Meðfylgjandi ski-á sýnir hvernig ferðamannaheim- sóknir skiptast á árinu 1964, reiknað í prósentum, bæði með tilliti til heimsókna og tekna: Heim- sóknir Tekjur Evrópa 73 59 Norður-Ameríka 18 16 Rómanska Ameríka 4 15 Mið-austurlönd 2 2 Asía og Ástralía 2 6 Afríka 1 2 Ekkert bendir til að aukn- ing ferðamannaheimsókna muni minnka. Árið 1961 heim sóttu 516.000 ferðamenn Bandaríkin. Árið 1965 var talan komin yfir eina miiljón. Einnig í Evrópu hefur aukn ingin orðið mjög mikil. Frá 1963 til 1964 jókst t. d. fjöldi ferðamanna í Portúgal um 100 prósent, á Spáni um 33,4, í Júgóslavíu um 23 og í Bret- landi 11,8 af hundraði. Sums staðar dró samt úr ferða- mannaheimsóknum, á ítalíu minnkuðu þær um 4 af hundr aði og í Grikklandi um 2 af hundraði. I mörgum löndum er ferða mannaþjónustan verulegur hluti þjóðartekna, til dæm- is í Austurríki, Líbanon og frlandi þar sem ferðamanna- tekjur nema 7 af hundraði þjóðartekna, í Mexíkó þar sem þær nema yfir 6 af hundraði, á Jamaica og í Jór- daníu þar sem þær nema 5 af hundraði. í Grikklandi, ítalíu og Sviss er hlutfallið frá 10 upp í 20 af hundraði. í nokkrum iðnaðariöndum hafa ferðamannaútgjöld haft öfug áhrif. Á árinu 1964 eyddu t. d. Bandaríkin 1200 milljónum dollara (51.600.000.000 ísl. kr.) í utanlandsferðir bandarískra borgara. Samsvarandi upp- hæðir fyrir Bretlandi og Vestur-Þýzkaland voru 20 milljónir .og 600 milljónir dollara (8.600.000.000) og 25.800.000.000 ísl. kr.). Það sem Sameinuðu þjóðirnar gera Ferðamál eru ekki nýtt við fangsefni hjá Sameinuðu þjóðunum. Þegar á árinu 1946 átti Efnahags- og félags málaráðið frumkvæði að ráð- stefnu um vegabréf og ðnnur formsatriði í sambandi við ferðalög. Fram til 1962 var einungis stefnt að því að ein- falda afgreiðsluna á landa- mærum. Á því ári afréð ráð- ið að vinna einnig að al- mennri þróun ferðamála. Árið 1963 var efnt til hinnar miklu ráðstefnu um alþjóð- leg ferðamál í Rómaborg. Þar gerðu 87 riki með sér samkomulag um að einfalda tolla-, vegabréfa- og gjald- eyrisreglur og undirbúa skýrslur um ferðamanna- heimsóknir og áhrif þeirra. Þátttakendur hvöttu einnig Sameinuðu þjóðirnar til að veita þeim löndum aðstoð til sjálfshjálpar er hefðu í hyggju að byggja upp eigin ferðamannaþjónustu. Árið 1964 hvatti ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um utanríkisviðskipti og þróun- armál (UNCTAD) hlutaðeig- andi lönd til að gleyma ekki ferðamálum í áætlunum sín- um um efnahagsþróun. Verulegur hluti af tækni- hjálp Sameinuðu þjóðanna hefur óbeint haft áhrif á efl- ingu ferðamála í vanþróuð- um löndum, t. d. í sambandi við lagningu vega og hag- nýtingu vatnsafls og orku- linda. Á síðasta fundi sínum fól Efnahags- og félagsmálaráðið framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna að gefa árlega skýrslur um þróunina í al- þjóðlegum ferðamálum. Fyrst og fremst beinist áhuginn að þeim þáttum ferðamála sem hafa þýðingu fyrir efnahags- legar og félagslegar fram- farir í vanþróuðum löndum. Ennfremur var hagskýrslu- nefnd Sameinuðu þjóðanna falið að eiga samvinnu við UNCTAD og Alþjóðaferða- málastofnunina um að finna aðferðir, sem geti „bætt ferðamanna-yfirlitið án þess að auka formsatriðin í sam- bandi við fexðalög." gjaldeyristekjum sínum 85 millj. króna sem afborganir af flugvélum og varahlutum. Mjög þýðingarmikið er að Loftleiðir fái nú lendingar- leyfi fyrir hinar stóru flug- vélar sínar á Norðurlöndum. Þarf ekki að fara í neinar grafgötur um afstöðu SAS til þeirrar ráðagerðar. Hinsveg- ar verður að vona að flug- málayfirvöld á Norðurlönd- um geri sér það ljóst að ekki er hægt til lengdar að útiloka þetta íslenzka flugfélag frá því að nota hinar stóru og fullkomnu flugvélar sínar til samgangna við Norðurlönd. Ástæða er að lokum til þess að óska Loftleiðamönnum til hamingju með stórbrotið upp byggingarstarf, um leið og sú osk er íátin í von að félag þeirra megi halda áfram að útgerðin er hinsvegar svo illa auk þess sem það greiddi af eflast og dafna I Hagsmunasamtök kvik- myndagerðarmanna HINN 25. maí sl. var haldinn lokastofnfundur Hagsmunasam- taka kvikmyndagerðarmanna að Café Höll í Reykjavík. Stofnend- úr eru 7 kvikmyndagerðarmenn, en þeir sem uppfylla ákveðin skil yrði, samkvæmt lögum félagsins, eiga þess enn kost að gerast stofn félagar. Markmið félagsins er, eins og nafn þess gefur til kynna, ein- göngu hagsmunalegs eðlis ' og mun koma fram fyrir hönd fé- lagsmanna sem samningsaðili og verndari höfundarréttar þeirra. Þegar hafa verið gerðar ráðstaf- anir til þess að félagið verði tekið í alþjóðasamtök á þessu sviði. Félagi'ð mun beita sér fyr- ir því að hvetja íslenzk fyrir- tæki og ríkisstofnanir, sem láta gera kvikmyndir um ísland og inleg áhugamál íslenzk málefni, til þess að leita til innlendra kvikmyndagerðar- manna, meir en gert hefir verið. Með tilkomu hins íslenzfca sjón varps er félagsstofnun þessi nauð synlegur milliliður og samnings- aðili og eru ailir þeir sem ástæðu hafa til þess að gera'st félagar og hafa átt vift kvik- myndagerð, hvattir til þess að hafa samband við stjórn félags- ins, en hana skipa: Magnús Jó- hannsson, útvarpsvirkjameistari, formaður, Óskar Gíslason, kvik- myndatökumaður, gjaldkeri, Ás- geir Long, vélstjóri, ritari og í varastjórn Ósvaldur Knudsen, málarameistari og Vigfús Sigur- geirsson, ljósmyndari. Stjórn félagsins hefir þegar átt fund með forráðamönnum sjávarútvegsins og rætt sameig-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.