Morgunblaðið - 07.06.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.06.1966, Blaðsíða 28
28 MORGU NBLAÐIB Þriðjudagur 7. júni 1966 Mary Raymond: STÚLKA MED CBÍMU — Og hvenær kemur hann svo aftur frá Tangier? spurði Steve. — Mjög bráðlega. — Verður hann kominn þegar pér komið til Frakklands? Farið þér til Parísar eða til Suður- Frakklands? — Hann verður kominn. Við förum til villunnar í Nice. — Mér skildist þessi villa vera í Cannes, sagði Steve. — Nei, nei, hún er í Nice. Mjög skefmtileg villa. — En hvað um Afrodite? sagði ég. v — Þú mannst þá eftir skemmtiskipinu? Ég hristi höfuðið. — Alls ekki — ég þekki það bara úr bréfum þínum til Steve. — Afrodite er sem stendur í höfninni í Cannes, sagði Yves. — Við leigjum hana stundum út og hún hefur verið í leigu allan þennan mánuð. Þegar hér var komið, bættist Jill í hópinn og auðvitað varð að kynna hana, og skömmu sið- ar tilkynnti Piero, að hádegis- verðurinn væri tilbúinn. Undir borðum sagði Yves okk ur, að hann hefði pantað far með flugvél, sem átti að fara á há- degi frá London, daginn eftir, og Steve bauðst til að aka okkur á flugvöllinn. Hjartað í mér tók viðbragð af gremju, við að heyra þetta kurteislega tilboð hans. — Þú þarft ekki að fara að gera þér neitt ómak okkar vegna, hvíslaði einhver þver- móðskupuki að mér að segja. — Ég er að fara til London hvort sem er, sagði Steve, álíka þurrlega. — Mig munar ekkert um að taka ykkur með mér. — Við fengum kaffi úti í garð inum eftir máltíðina. Steve bað sig fljótt afsakaðan, sökum ann- ríkis,, og Jill sagðist ætla að fara út í hesthúsin. — Megum við koma með þér? flýtti ég mér að segja, og reyndi þannig að draga þá stund á lang inn, er ég yrði að vera ein með Yves. Jill var hissa á svipinn. — Ef þú vilt , sagði hún. Kannski Yves hefði gaman af að sjá hestana? sagði ég. — Eruð þér vanur hestum? spurði Jill, er við gengum áleið- is til hesthúsanna. Yves hristi höfuðið. — Nei, ég veit ekki annað um hross en það, að annar endinn á þeim slær en hinn bítur, sagði hann. Jill setti upp dálítinn fyrirlitn ingarsvip. en Yves náði sér upp aftur með því að benda á tenn- isvöllinn, sem þarna var og segja: — Þetta kann ég betur við. — Tennis? Vilduð þér leika tennis? — Já, mjög gjarna. — Hvað um þig, Júlía? — Þið tvö skuluð leika sam- an. Ég kann ekki sérlega mikið flýtti ég mér að afsaka mig. _ Ég er viss um, að Steve lánar þér spaða og skó, bætti ég við við Yves. Þannig fór það, að eftir að við höfðum farið í hesthúsin og gengið um í garðinum, bjuggust þau tvö til að leika tennis. Ég vissi, að Jill var mjög dugleg og það reyndist Yves einnig vera. Ég horfði á þau eigast við nokkra stund og gekk síðan síð- an alein til þess að sjá garðinn í Sorrell í síðasta sinn. Ég sett- ist niður á tjarnarbakkann og tuggði jurt, sem ég hafði tínt þar skammt frá. Ég var full kvíða og ótta. Hvað sem kynni að hafa verið milli okkar Yves Renier, var nú úr sögunni, að minnsta kosti. Mig hryllti við honum og til- finningin að vera svona nærri honum, fyllti mig viðbjóði, en auk líkamlegu óbeitarinnar, þá treysti ég honum alls ekki. Það, sem hann sagði um Tom,. gat ekki verið satt. Hann var að breiða yfir eitthvað — líklega samband okkar, en þegar ég tal aði við hann einan, mundi ég lík lega heyra allan sannleikann um okkur og svo um Tom. Ég stóð upp og dustaði grasið af pilsinu mínu og hélt áfram göngu minni, framhjá kerinu með vatnsliljunum í og undir grátviðina og inn í hellisskútann þar sem gömlu ítölsku stytturn- ar, mosavaxnar og veðurbarðar héldu á kerjum og nægtahorn- um með blómum og vafnings- jurtum L Flugurnar voru að hamast á blómunum, sem uxu út úr sprungum og rifum. Friðurinn og róin þarna gerðu gys að eymd minni. En eftir að ég hafði setið um stund í sólskininu, og gætt þess að hugsa um ekki neitt, náði ég aftur nokkru af valdinu yfir sjálfri mér og treystist nú betur til að takast á við Yves Renier og kvöldið, sem framund- an var. Þegar ég kom inn aftur, voru Jill og Yves enn í tennis, en eftir svo sem hálftíma komu þau til mín á garðhjallanum, þar sem Piero hafði borið te á borð. — Þetta var dásamlegur leik- ur, sagði Jill og fleygði sér í einn langa stólinn. — Þér leikið dásmlega vel, sagði Yves með aðdáun, og bætti svo við — sem mér kom ókunn- uglega fyrir: — Næstum eins vel og Julia. — Við Jill litum á hann með undrunarsvip og Jill, að mér fannst gremjulega. — Ég get bókstaflega ekkert, sagði ég með ákafa. — Jiil gæti bókstaflega gengið af mér dauðri. Rétt sem snöggvast varð Yves dálítið vandræðalegur, en svo rak hann upp ofurlítinn hlátur — Jæja, kannski er ég með ein- hverja fordóma. — Nema Júlía hafi þá misst kunnáttuna sína um leið og minnið, sagði Jill meinfýsnis- lega. — Hver veit nema hún leiki betur í Frakklandi. — Það er hugsanlegt, sagði Yves. — En sú indæla kaka! bætti hann við, til þess að eyða talinu. — Ég kann svo vel við te, eins og þið Englendingar drekkið það. Steve var nú kominn út úr húsinu. — Viltu hella í fyrir mig, Jill? sagði hann. Jill stóð upp með ákafa og settist við borðið, eins og hús- móðir í garðveizlu, enda þótt engin almennileg húsmóðir hefði getað safnað að sér svona sundurleitum fjögurra manna hóp. Steve lagði sig að minnsta kosti ekki neitt í líma til að vera hinn glaði gestgjafi eða leggja sig fram á nokkurn hátt. Það var rétt svo, að hann var kurt- eis og gerði enga tilraun til að halda uppi samræðum. Áhuginn hjá Jill á Yves Renier, og for- vitni hennar um hann, hafði vaknað við tennisleikinn. Hún spurði hann spjörunum úr um hann og alla hans hagi. Ég get nú ekki sagt, að hann hafi leyst greiðlega úr öllum spumingun- um, en af varkárum svörum hans, skildist mér, að hann 'nefði verið í franska flotanum, en hefði nú unnið hjá Tom í um það bil fjögur ár. — Þér kallið yður ráðsmann bróður míns, sagði Steve stutt- aratega. — í hverju er sú ráðs- mennska fólgin, nánar til tek- ið? Yves brá upp höndum, eins og afsakandi. — Jú, ég er ráðu- nautur hans í viðskiptamálum yfirleitt, sagði hann. — Tom er ekkert fíkinn í að fást við ver- arlega hluti — og svo er það skemmtiskipið — ég sé um við- hald á því, útleigu — okkar eig- in skemmtiferðir og allt þess- háttar. — Erum við mikið í skemmti- ferðum? spurði ég. Yves sneri að mér og brosti. — Já, og við skulum fara með þig í góða skemmtiferð, þegar við komum suður — fyrir allri MiðjarðarhafsströndinnL Þú hefðir gaman af því. — Ég er nú ekkert viss um, að ég hefði neitt gaman af því, eins og er, sagði ég. Piero kom nú með einhver skilaborð til Stéve og Jill bað hann um meira heitt vatn. Með- am þau voru að tala saman, laut Yves að mér og sagði: — Hve- nær get ég talað við þig í ein- rúmi? Ég verð að tala við þig undir fjögur augu. Hann lagði höndina á Imé mér og þrýsti það fast. — Ég verð að tala við .... elskan! Steve sá til hans og ég er viss um, að hann hefur líka heyrt, hvað hann sagði. Fáum mínútum síðar setti hann frá sér bollann og kvaðst þurfa að fara inn aft- ur og halda áfram að skrifa bréf. — Ég verð að fara að koma mér heim, sagði Jill og _hellti í bollann hjá sér aftur. Ég varð hrædd um, að hún mundi drekka úr honum og skilja mig svo eina eftir með Yves, svo að ég stóð upp og afsakaði mig með því, að ég þyrfti að þvo sokka, skildi þau síðan eftir tvö ein og gekk til herbergis míns. Þar var ég svo _að mestu fram að kvöld- verði. Ég fór í bað og var í her- berginu mínu að laga á mér and litið, þegar barið var að dyrum. Sem snöggvast stóð ég kyrr, og án þess að gefa hljóð frá mér, en svo sá ég, að þetta var kjána- legt og kallaði: — Kom inn! Þetta var víst, hvort sem var, bara Amelia og að koma með nærfötin, sem hún hafði þvegið fyrir mig. n-------------------------□ 24 □-------------------------□ En mér hafði fyrst dottið það rétta í hug. — Yves Renier opn- aði dyrnar og gekk inn. Ég hringsneri mér á stólnum og sagði: — Æ, þú verður að hafa mig afsakaða. Ég hef svo hræðilegan höfuðverk. Yves lokaði dyrunum rólega. — Elskan mín, þú hefur verið að forðast mig allan daginn. Við verðum að tala saman. Ég hef ékki fengið neitt tækifæri til að tala almennilega við þig. Hann leit á mig ásökunaraugum. Svo stóð hann á miðju gólfi og gerði enga tilraun til að nálgast mig. Hann leit kring um sig og ákvað loksins að setjast í glugga kistuna. Þar tók hann upp vindl- ingaveskið sitt, gekk svo til mín og bauð mér, kveikti I hjá mér og svo hjá sjálfum sér, sneri síðan aftur til gluggans og kross lagði fæturna. Stundarkorn þögðum við bæði, en svo sagði Yves: — Segðu mér, hvað gengur að þér. Ég hélt, að hann ætti við æs- inginn, sem ég var í en fannst betra að láta sem ég Héldi hann eiga við hina andlegu bilun mína. — Ég hef algjörlega misst minnið, sagði ég. — Þetta er nákvæmlega eins og Steve skrif- aði þér. Það voru engar ýkjur. Ég man ekkert um líf mitt í Frakklandi, hj ónabandið mitt, né heldur þig. — Mannstu þá ekkert frá því fyrir slysið? Og heldur ekki slysið sjálft, og hvernig það gerðist? — Ég hristi höfuðið. — Ég man bara, að það var rigning. Svo man ég einhver andlit á fólki, en get ekki komið mér niður á þeim. Kannski get ég það, þegar ég kem aftur til Frakklands, en ég hef fengið að sjá myndir af Tom og kannast ekkert við þær. Til hvers var ég að fara hingað? Og hvað var ég yfirleitt að gera í Englandi? — Það var í viðskiptaerindum, sagði Yves og fór undan í flæm- ingi. — Var ég að strjúka? — Til hvers hefðirðu átt að vera að því? — Mér datt í hug, að þú gætir kannski sagt mér það. Ég sneri mér undan bláu augunum, sem störðu svo fast á mig. Ef Yves Renier ætlaði ekki að vekja neitt máls á sambandi okkar, þá ætl- aði ég að minnsta kosti ekki að gera það. Og hver vissi nema því væri öllu lokið? Bréfið f veskinu mínu var orðið þriggja mánaða gamalt. — Svo þú mannst ekkert? Alli ekkert? Það var einhver hreim- ur í röddinni, sem ég botnaði ekkert í. Hefði það ekki verið vitleysa, hefði ég sagt, að hon- um kæmi vel að heyra þetta. — Og veizt þú ekkert í hvaða erindum ég fór hingað? spurði ég. — Jú, það veit ég vel. Það voru viðskitpamál, elskan. Þú fórst til að sjá um eignimar, sem hann Tom á héma. Tom hefur ekki hundsvit á viðskipta- málum og veit ekki nákvæmlega, hversu mikið hann á hérna. Þú varst send til Englands, til þess að komast að því. Þú áttir að hitta Steve Gerard og fá að vita nákvæmlega hjá honum, hversu mikið Tom á í fyrirtækjum fjölskyldunnar, og það verð- urðu að gera nú. Áður en við leggjum af stað á morgun, vil ég, að þú talir við Steve, og fáir að vita alveg upp á hár, hversu mikið hann á hérna í landinu. ALHLIÐA LYFTUÞJONUSTA UPPSETNINGAR - EFTIRLIT OTISLYFTUR sf. Gijótagötu 7 sími 2-4250 Husqvarna Husqvarna eldavélin er ómissandi í hverju nútíma eldhúsi — þar fer saman nýtízkulegt útlit og allt það sem taekni nútímans getur gert til þess að matargerðin verði húsmóðurinni auðveld og ánægjuleg. — Husqvarna eldavélar fást bæði sambyggðar og með sérbyggðum bökunaroh. Leiðarvísir á íslenzku, ásamt fjölda mataruppskrifta fylgir. 'gunnai cytyzeamn k.f. Suðurlandsbraut 16 - Reykjavik - Simneíni: »Volrer« - Sími 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.