Morgunblaðið - 07.06.1966, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.06.1966, Blaðsíða 30
V/ V/ mwm ** aw mmr Jtrxxvj nvactgm |. J Ulll i^UU Syndi sinn bezta leik ■ förinni ÞEGAR Jeikmenn skozka liðsins Dundee United komu hingað til lands á dögunum, kváðust leikmenn Jiðsins vera næsta ófróðir um getu íslenzkra knattspyrnumanna og því hálfragir við að mæta þeim. En í dag halda þeir áleiði s til Kaupmannahafnar nokkru fróðari um íslenzka knattspyrnu, og vart eru miklar Iíkur á því, að þeir muni bera henni lof í eyru hinna dönsku knatt- spyrnumanna. Enda höfum við vist varla gefið þeim ástæðu til þess. Þessir þrir leikir, sem Skotarnir hafa leikið hér í förinni, hafa eiginlega verið martröð fyrir áhorfendur — og þó sérstaklega hinir tveir síðustu. 2. deildar lið Fram sýndi það á móti þeim, sem búizt hafði verið við, og tókst að skora tvö mörk. En bæði ís- landsmeistararnir KR og svo úrvalsliðið, sem lék á móti þeim í gær- kveldi, ollu mönnum miklum vonbrigðum. Héðan heldur Dundee með markatöluna 17:2, því að það vann úrvalsliðið 6:0. Hörmulegur fyrri hálfleikur 4:0. Það varð strax ljóst á fyrstu mínútum leiksins í gærkvöldi, hver myndi fara með sigur af hóimi í þessari viðureign. Skot- arnir voru mun ákveðnari. fljót- ari á knöttinn, höfðu öll návígi, og náðu oft og tíðum bráðgóðum samleik. Strax á 6. mín. skapað- ist mikil hætta við íslenzka mark ið, er Dössing komst inn fyrir, en Kjartani markverði tókst að bjarga með naumindum, þannig að knötturinn hrökk aftur út til Skota, sem skaut viðstöðulaust að marki, en nú var það Árni Njálsson sem bjargaði á línu. Tveimur mínútum síðar kom svo fyrsta mark Dundee, og var það Mitchel sem þar var að verki, eftir að hafa komizt einn inn fyrir. Virtist hann vera greini- lega rangstæður. Tvívegis eftir þetta skapaðist mikil hætta við íslenzka markið, Seeman komst einn inn fyrir, en Kjartan bjarg- aði, og litlu síðar átti Dundee skot í stöng. Á 18. mín. skoraði Pearson svo annað mark Dundee með viðstöðulausu skoti sem Kjartan réði ekki við. íslending- um tókst að ná örfáum upphlaup um, sem fóru öll út í sandinn. á 23. mín. kom þriðja mark Dundee, og varð það Lennart Wing, sem skoraði það með hörkuskoti, og óverjandi fyrir Kjartan. Og það var ekki fyrr en tveimur mínútum síðar að íslenzku leikmennirntr létu eitt- hvað að sér kveða. Eyieifur sendi knöttinn vel fyrir frá vinstri vallarhelming, þvert fyrir markið og til Guðmundar Haraldssonar sem skaut að markL MacKey markörður missti af knettinum, en Briggs vinstri bakvörður kom aðvif- andi og ætlaði að hreinsa, en knötturinn fór í þverslá og það an út. Þar skall hurð svo sann- arlega nærri hælum. Og litlu síðar komst Hermann svo inn fyrir, en Skotum tókst að bjarga á siðustu stundu, Þar með má segja að tækifæri íslendinga í þessum hálfleik séu upptalin, en Dundee átti hins vegar eftir að bæta einu marki við. Það kom á 30. mínútu, er Dössing fékk góða sendingu fyrir markið frá Pearson, og skoraði ágætt mark. fyrstu mínúturnar heiðarlegar tilraun til þess að nú samspili. En Skotunum tókst þó að kæfa nær hverja einustu sóknartil- raun í fæðingu, og náði þeir upp upphlaupi sem lauk með skoti frá Gillespie, sem Kjartan réð ekki og þar með var stað- an orðin 5:0 Eftir þetta mark gerðist leikurinn þófkenndari, enda þótt Dundee hefði ávallt bæði höglin og hagldirnar í leikn um. Þeir sýndu oft listilega góð- an samleik en átti í erfiðleik- um með að finna leiðina að markinu. Eða kannski voru þeir bara að leika sér Þó kom að því á 25. minútu að þeir skoruðu sjötta og síðasta markið, og var það Mitchel sem var þar að verki enn einu sinni (hann hefur þá skorað samtais sex mörk í öllum þremur leikj unum) eftir góða fyrirgjöf frá Seeman. Eftir það féll allt í sama horfið — knötturinn hélt áfram að leika sér að músinni — undir lokin heyrði maður suma áhorfendur vera farna að hvetja landa sína með þessum orðum: „Áfram Hríseyingar". Leiknum lauk eins og áður segir með yfir- burðasigri Dundee 6:0. Liðin Það er líklega bezt að vera ekki langorður um íslenzka úr- valsliðið, enda vart mögulegí. Vörnin réði ekki við hina fljótu framherja Dundee, og framlínan var ósamstillt og máttvana gagn vart varnarmönnum Dundee. Skárstir voru Guðjón Guðmunds son og Reynir af framlínumönn- unum, en af varnarleikmönnum komst Ársæll einna bezt frá leiknum. Dundee sýndi án efa sinn bezta leik í förinni, náði oft upp skemmtilegum samleik, eins og áður segir, og bókstaflega léku sér að hinum islenzku and stæðingum sínum. Erfitt er að Framhaid á bls. 31 Tommy Bryceland — lék með St. Mirren Norwich kemur í boði Akurnesinga Lelkur á föstudag við tilraunHlandslið64 99 Á SL. vetri voru Iiðin 20 ár frá stofnun íþróttabanda- lags Akraness og hefur banda lagið viljað mínnast þess á ýmsan hátt. Einn liðurinn í því að minnast afmælisins er sá, að enska atvinnumanna- liðinu Norwich hefur verið boðið til landsins og mun lið- ið koma til landsins 9. júní nk. og leika hér á landi þrjá leiki. Þá hefur einnig verið ákveðið að 1. deildar lið Í.A. fari til Færeyja 27. júlí nk. í boði B-36 og leiki þar nokkra leiki. Einnig eru ráðgerð íþróttamót á Akranesi í til- efni afmælisins. Jþróttabandalag Akraness hefur tekið þátt i fslandsmót- um ailt frá stofnun þess og varð fyrst íslandsmeistari i knattspyrnu árið 1951. Síðan hefur lið f. A. stöðugt verið í fremstu röð íslenzkra knatt spyrnuliða og oftast verið í úrslitum bæði í íslandsmóti 1. deildar og bikarkeppninni. Alls hefur í. A. orðið íslands- meistari 6 sinnum á þessu tímabili og fjölmargir leik- menn liðsins leikið í lands- liði. Enskal liðið Norwich, sem koma mun hingað í boði í. A. hefur leikið í 2. deildinni ensku nú um nokkurra ára skeiö og hefur liðið verið mjög vaxandi. Hefur félagið á undanförnum árum keypt marga góða leikmenn frá öðr um félögum og hefur koma þeirra til Norwich orðið til að styrkja liðið mjög. Af leik- mönnum liðsins, sem keyptir hafa verið skulu hér nefndir nokkrir: Ron Davies, miðframherji eða innherji, var keyptur til liðsins 1963 fyrir 35 þúsund sterlingspund og hefur hann sýnt mjög góða leiki og verið einn bezti leikmaður liðsins. Hann hefur leikið í landsliði Welsh og með úrvali leik- manna undir 23ja ára aldri. Terry Anderson lék með Arsenal 1961—1965, en það ár var hann keyptur til Nor- wich. Hægri útherji. Hann lék áður í unglingalandsliði Englands. Gordon Bolland, innherji. Hann lék áðúr með Chelseá og er annar dýrasti leikmað- ur, sem Norwich hefur keypt. Phil Kelly, hægri bakvörð- ur. Hann lék áðúr með Wolv es og heíur ennfremur leikið fimm sinum með írska lands- liðinu, en hann er fæddur í írlandi. Malcolm Lucas, hægri fram vörður. Hann leikur í lands- liði Welsh. Freddie Sharpe, varnarmað ur. Hann lék áður með Tott- enham, níu keppnistímabil og var þar fastur leikmaður. Dave Stringer, bakvörður eða miðframvörður. Hann hefur leikið í áhugamanna- landsliði unglinga fyrir Eng- land. Eins og að framan getur Framhald á bls. 31 Lið Norwich Dundee lék sér aö úrvalinu - vann 6:0 Nöfnurnar börðust um metin og settu sitt metið hvor Síðari hálfleikur 2:0 Siðari hálfleikur var þó held- ur skárri en hinn fyrri að því leyti, að úrvaisliðið gerði þá Meistoramótið í útihandknattleik MEISTARAMÓT íslands í úti- handknattleik karla og kvenna fer fram á félagssvæði Ármanns 15. júli til 15. ágúst. Þátttökutil- kynningar þurfa að berast til Ol- fert Naabue Melhaga 8 Rvík ásamt 35 kr. gjaldi fyrir hvern ílokk fyrir 25. júní n.k FYRRI hluti Sundmeistaramóts íslands fór fram í Sundhöllinni í gær og tvö íslandsmet voru sett. Keppt var í þrem greinum, 1500 m skriðsundi karla, 800 m skrið- sundi kvenna og 400 m bringu- sundi karla. Metin settu Hrafn- hildur Guðmundsdóttir ÍR í 500 m skriðsundi á 6:56,2 mín. og í 800 m skriðsundi Hrafnhildur Kristjánsd ittir Á á 11:19.2 mín. Sund þeirra nafnanna var mjög skemmtilegt. Hrafnhildur Guðmundsdóttir tók forystuna í byrjun og millitími á 400 m var 5:27.0 hjá henni en tími Hrafn- hildar Kristjánsdóttur var 5:37.5. — Mettimi var hjá Hrafnhildi Guðmundsaóttur á 500 m sem fyrr segir 6:56,2 en tími Hrafn- hildar Kristjánsdóttur var 7:03,8. Gamla metið sem Hrafnhildur Guðmundsdóttir átti var 7:05.7 mín. Svo báðar voru undir því. Á síðustu 100 m vann Hrafn- hildur Kristjánsdóttir upp for- skot nöfnu sinnar og fór fram úr og setti ísl. met á 800 m 11:19.2 en nafna hennar Guð- mundsd. synti á 11:22.3. Gamla meti'ð átti sú síðarnefnda og var það 11:31.0 (sett í fyrra) svo um stórstígar framfarir er að ræða ekki sízt hjá Hrafnhildi Kristj- ánsdóttur, sem enn er í aldurs- flokki stúlkna. í 1500 m skriðsundi karla sigr- aði Davíð Valgarðsson á 19:44.4 — 2. Guðm. Þ. Harðarson Æ á 19:42.0 og er hann fjórði ís- lendingurinn sem syndir vegá- lengdina undir 20 mín. og aldrei fyrr hafa tveir gert það í sömu keppni. í 400 m bringusundi sigraði Gestur Jónsson SH á 5:54.0 —- ágætur tími. 2. var Ólafur Ein- arsson Æ 6:21.6 — efnilegur unglingur og 3. Reynir Guð- mundsson Á 6:22.2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.