Morgunblaðið - 08.06.1966, Page 3

Morgunblaðið - 08.06.1966, Page 3
MiðvikuctaguT 8. Jfrnf 1966 MORGUNBLAÐIÐ 3 STAKSiH\\li Kristján G. Gíslason biður gesti elkomna. Við borðið sitja frá vinstri: Þorvarður Jón Júlus- son, Þórhallur Ásgeirsson, Kristján, mr. Lancaster og Hallgrímur Hallgrímsson. Ljósm. Sv. Þom. Kynningarfundur um Kanada og heimssýninguna í Montreal vini. Menningar- og ættartengsl þjóðanna væru gömul og rótgró- in og nú væri komið að því að efla viðskiptatengsl þessara þjóða. Gat hann þess, að á sið- asta ári hefði Kanada flutt frá Islandi síldarlýsi fyrir 600 þús. dollara, en í staðinn hefðu ís- lendingar keypt ýmiskonar iðn- varning auk flugvéla. Hann drap og á, að mjög hefðu við- stkipti íslendinga til þessa beinzt til Evrópu og síðar til Bandaríkjanna. íslendingar flyttu inn um það bil helming af þörfum þjóðarinnar. Meðal þeirra vara væri margt, sem Kanadamenn gætu selt íslend- ingum. Svo og væri það margt sem íslendingar gætu selt Kanadamönnum. >ví væri full ástæða til að efla frekari sam- skipti þjóðanna á hinu viðskipta lega sviði. Mr. Lancaster kvaðst hingað kominn m.a. til að kynna ýmis- legt frá Kanada, er snerti við- skipta- og atvinnulíf landsins, sem gæti orðið til þess að vekja frekari áhuga íslendinga á við- skiptum milli landanna. Gat hann hinna fjöimörgu fram- ieiðsluvara, sem Kanadamenn bjóða á heimsmarkaði, svo sem ,4>- Síldarflutningarn- ir ganga mjög vel Síldin hefur farið tvær ferðir, og Dagstjarnan eina í GÆR efndu samtök verzl- unar- og iðnrekenda til há- degisverðar í Víkingasal Hótel Loftleiða undir forystu Verzlunarráðs Islands, þar sem verzlunarfulltrúi Kan- ada við sendiráðið í Osló, John E. Lancaster, flutti ræðu tií kynningar á viðskiptalífi Kanada svo og á heimssýn- ingunni, sem haldin verður næsta ár í Montreal. Kristján G. Gíslason varafor- maður Verzlunarráðsins ávarp- aði gesti í stað formannsins Magnúsar J. Brynjólfssonar, sem um þessar mundir dvelst erlendis. Hann sagði að auk Verzlunarráðsins stæðu að þess- um hádegisfundi Félag íslenzkra stórkaupmanna, Félag íslenzkra iðnrekenda og Kaupmannasam- tök íslands. Sérstaklega bauð Kristján velkomna til fundarins þá Þórhall Ásgeirsson ráðuneyt- isstjóra, Hallgrím Hallgrímsson, ræðismann Kanada hér á landi og síðast en ekki sízt Mr. John E. Lacaster verzlunarfulltrúa, eem hann sérstaklega ávarpaði í lok máls síns. Að loknum snæðingi talaði Mr. Lancaster. Hann kvaðst fagna því að vera hér staddur. Erindi sitt hingað væri að kynn- ast íslenzkum verzlunaraðilum og iðnrekendum og öðrum þeim er um viðskipti landsins fjölluðu. Einnig væri hann hingað kom- inn til að deila geði við þjóð, sem löngum hefði verið vinaþjóð föðurlands hans og sem ætti marga ættmenn þar vestra, og sennilega ættu flestir þeir, sem til þessa hádegisverðar hefðu komið, þar margra ættingja og — —— ——.. . -------- Valgarð Thor- oddsen biðsl lansnarsem slökkviliðsstjóri Á BORGARRÁÐSFUNDI i dag var lögð fram lausnarbeiðni frá Valgarð Thoroddsen, sem Slökkviliðsstjóri í Reykjavík. Hefur Valgarð gegnt embætti slökkviliðsstjóra í um tvö ár. Fyrsla skemm- tiferðaskip samarsíns UM kl. 7 í gærmorgun kom hingað til lands fyrsta skemmti- ferðaskipið í sumar. Var það „Argentina", og voru með því 359 farþegar, flest Bandaríkja- menn. Þrátt fyrir afar óhag- stætt veður fóru ílestir þeirra í kynnisferðir um Reykjavík, þar sem skoðuð voru m.a. Þjóðminja saínið og Listasafn Einars Jóns- sonar, og til Krísuvíkur. Var það ferðaskrifstofa Geirs Zöega er annaðist fyrirgreiðslu fyrir ferðafólkið hér. Næsta skemmti ferðaskip mun koma hingað 18. júlí. Er það þýzka skipið „Hans- eatic“ og verða væntanlega með því rúmlega 700 Þjóðverjar, er munu hafa stutta viðdvöl og ferðast m.a. til Gullfoss, Geysis og Þingvalla. Breytti snjóbíl í mjólkurbíl í BLAÐINU í gær komst prent- villupúkinn í undirskrift undir baksíðumyndina og breytti í síð- ustu leiðréttingu, eftir að próf- arkalestur hafði farið fram, snjó- bíl Guðmundar Jónassonar á Vatnajökli í mjólkurbíl. Er það því kynlegra, að einasta líkingin með mjólk og snjó er áð hvort tveggja er hvítt. En prentvillu- púkinn lét það ekki á sig fá. Leiðrétting Þau mistök urðu í blaðinu í sam- bandi við afmælisljóð um Rósu Randversdóttur áttræða, að síðasta ljóðlínan í síðasta erindi fyrra afmælisljóðsins féll niður, ásamt fangamarki höfundar. Er- indið átti að hljóða svo: „Traust er lundin trú ei víkur takmark lífs þíns þökk að sýna. Einum sem er elskuríkur — endurleysti sálu þína.“ Og undir ljóðinu átti að standa íangamarkið: — J.S. SAMKVÆMT upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér í gær um síldarflutningana virðast þeir ganga með miklum ágætum. Framkvæmdastjóri síldarverk smiðjunnar í Bolungavík tjáði blaðinu, að sildarflutningarskip hennar, Dagstjarnan, hefði kom ið til Bolungavíkur sl. föstudags kvöld rétt fyrir miðnætti úr fyrstu ferð sinn á Austfjarðar- mið, og var hún með 6 þúsund mál. Skipið getur tekið um 7 þúsund má<I, en ástæðan að hún kom ekki fullhlaðin síld til Bolungavíkur var, að hún flutti olíu til báta á miðunum, en tókst síðan ekki að losa sig við hana. Síldarverksmiðjan á Bolunga- vík byrjaði að bræða síldina í gærmorgun, og kvaðst fram- kvæmdastjórinn vonast til þess að bræðslunni yrði lokið n.k. f&tudag, én þá á hún von á ýmisskonar iðnvarning þar sem hæst bæri framleiðsla rafmagns- vara og véla ýmisskonar, timbur vara og pappírs, sem framleitt er í mjög miklum mæli. Hann kvað iðnvæðingu landsins vera í mjög mikilli framför, enda væri Kanada að verða eitt af stærstu framleiðslulöndum hins vestræna heims. Verðlag hefði einnig verið mjög stöðugt undan farin ár, t.d. hefði það aðeins hækkað um 3% á síðasta ári, sem myndi lægst meðal vestrænna þjóða. Hin efnahagslega mynd af Kanada væri því einkar góð. Að síðustu ræddi mr. Lanc- aster um heimssýninguna, sem verður næsta ár í Montreal, sem fara 100 ára afmæli ríkisins. Með al þátttakenda á þeirri sýningu verða íslendingar. Hann sýndi litskuggamyndir af mannvirkj- um og undirbúningi sýningarinn- ar svo og kynningarkvikmynd frá Kanada. Þessi hádegisfundur var mjög fjölsóttur. j Dagstjörnunni úr annarri ferð sinni á síldarmiðin. Hámarks- afköst verksmiðjunnar eru 1500 mál á sólahring. Síldin, síldarflutningaskip Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- unnar að Kletti, er búin að koma tvær ferðir hingað til Reykjavík ur af miðunum með samtals 6000 tonn (60 þús. tunnur). Hefur skipið verið fullhlaðið í báðum ferðunum, og er nú unnið að bræðslu síldarinnar hér í verk- smiðjunum að Kletti og í Örfiris ey. Verður Síldin væntanlega komin aftur á miðin í dag. Forráðamenn Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjunnar eru mjög ánægðir með síldarflutningana, telja þessa aðferð hafa gefizt ákaflega vel, sem sést bezt á því að skipið skuli þegar vera búið að fara tvær ferðir, en síðast var það losað á aðeins 1% sólar- hring. Verðbólgan og atvinnuvegirnir í þeim maraþonumræðum, sem fram hafa farið hér á landi í áratugi um verðbólguvanda- málið, sem reynzt hefur íslend ingum óleysanlegt, hafa skrif manna yfirleitt beinzt að því að verðbólgan væri launþegum í þjóðfélaginu mjög alvarlegur böl yaldur. Þeir töpuðu mest á henni en svokallaðir „stórgróðamenn“ græddu hinsvegar á verðbólg- unni, og vildu þess vegna við- halda henni. Nú hefur það lengi verið svo, að það ástand er nú ríkjandi, að laun manna eru bundin vísitölu, þannig að þær verðhækkanir, sem verða, koma sjálfkrafa fram í hækkuðum launum. Það er hins vegar að verða ljósara og ljósara með hverjum deginum sem líður, að verðbólgan er að verða íslenzk- um atvinnuvegum mun alvar- legra vandamál en áður. Að vísu er það svo, að sífellt hækkandi verð á sjávarafurðum okkar á erlendum mörkuðum hefur gert sjávarútveginum kleift að taka á sig verðhækkanir innanlands. Rekstur Loftleiða Eitt af því, sem athygli hefur vakið í fréttum frá aðalfundi Loftleiða, eru orð Sigurðar Helgasonar, varaformanns Loft- leiða, þar sem hann segir: „Eitt er það mál sem háir fé- laginu mjög, en það er hin óhag stæða verðbólguþróun innan- lands. Kostnaður allur hér á landi eykst hröðum skrefum og miklu hraðar en í nágranna- löndunum. Ekkert lát virðist vera á þes&ri óheillaþróun hér. Okkur telst svo til, að launa- kostnaður félagsins einn hér inn anlands hafi á sl. ári aukizt um 14 milljónir króna, umfram það meðaltal sem við höfum orðið fyrir í nágrannalöndunum, þar sem við störfum og höfum starf fólk á launum. Enn heldur þessi þróun áfram og enn hækka laun verulega í ár, bæði við al- mennar launahækkanir sem stéttarfélögin knýja fram í krafti verkfallsréttarins, en þar er leik urinn verulega ójafn. Til viðbót ar eru svo sifelldar vísitöluliækk anir“. Atvinnuvegirnir undirstaðan Það er þess vegna ekki ein- ungis sjávarútvegurinn, sem á í erfiðleikum vegna verðbólgu- þróunar innanlands. Stórfyrir- tæki eins og Loftleiðir, sem starfa mikið á erlendum mörkuð um, eiga í vaxandi örðugleikum af þessum sökum. Hinum marg- víslegu aðgerðum til þess að laða erlenda ferðamenn til Is- lands hefur greinilega verið stefnt í hættu vegna verðlags- þróunarinnar. Landbúnaðurinn hefur einnig fundið fyrir þessu vegna útflutnings á landbúnað- vörum og iðnaðurinn, sem á nú í harðri samkeppni við innflutt ar iðnaðarvörur, getur af þeim sökum eklti lengur velt kostn- aðarhækkunum innanlands yfir í verðlag framleiðsluvara sinna nema að takmörkuðu leyti. Þess ar staðreyndir sýna ljóslega, að á miklu ríður fyrir atvinnuvegi landsmanna, að það takizt að takmarka verðbólguþróunina. Það eru sem sé engir „stórgróða menn“ á íslandi. sem græða á þeirri verðbólguþróun, sem hér hefur verið. Það er miklu fram- ur sameiginlegt hagsmunamál lanuþegasamtaka og samtaka at- vinnurekenda að takast megi að stöðva þessa óheillaþróun, og með heiðarlegu og einlægu sam- starfi atvinnurekenda, verkalýðs félaga, rikistjórnar og Alþing- is, ætti slíkt að lakast, ef rétt er á haldið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.