Morgunblaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 3
Föstudagur 17. júní 190® MORGUNBLAÐIÐ 3 skreiðina að ræða. Benti hann á að Nígería er fjölbýlasta land Afríku, með 56 milljcnir íbúa, og því miklir markaðs- möguleikar fyrir allskonar fiskafurðir. Fiskneyzla færi þar vaxandi og kæmi frysti fiskurinn ekki í stað skreiðar, heldur annarra fæðutegunda. í>að hefur verið talsverðum erfiðleikum bundið að dreifa frysta fisknum um landið vegna skorts á bæði geymsl- um og flutningatækjum með nauðsynlegum kælivélum, en verið er að ráða á þessu nokkra bót. Má í því sam- bandi minnast á Chad vatn á landamærum Nígeríu og Chad sagði. Solberg. Þar veiðast ár- iega 50—60 þúsund tonn af fiski, en ekki hefur verið unnt að koma þaðan nema um sjö þúsund tonnum árlega Nú er verið að byggja þarna fiskiðjuver, sem mun auð- valda mjög alla dreifingu. Tíu fslendingar í Nígeríu Rune Solberg er norskur að ætt og uppruna, en hefur um nokkurra ára skeið verið bú- settur í Lagos, fyrst sem um- boðsmaður norskra skreiðar- útflytjenda, en síðustu þrjú árin sem umboðsmaður fs- lendinga. Hann var skipaður ræðismaður íslands í Lagos árið 1964. Það er ekki oft að íslendingar heimsækja Níger- íu, segir ræðismaðurinn, en þó kemur það fyrir. Eru það þá aðallega skreiðarkaup- menn. Svo eru tíu íslendingar búsettir þar landi, og hef.ur ræðismannsskrifstofan stöðugt samband við þá. í byrjun maí s.l. flutti Sol- berg í nýtt húsnæði á bezta stað í höfuðborginni, þ.e. í Ikoya-hverfi. Þetta er stórt, nýbyggt hús, sem nefnist „ís- landshús". Eru skrifstofur á götuhæð, en íbúð ræðismanns ins á efri hæðum. Og þarna er oft annríki mikið, ekki ein- göngu vegna viðskiptamála og beinna ræðismannsstarfa, heldur einnig vegna gagn- kvæmrar landkynningar. Sol berg hefur útvegað islenzkum skólum landkynningarkvik- myndir frá Nígeríu, og einnig fengið kvikmyndir frá ís- landi til sýninga í Nígeríu. Segir hann að þar í landi ríki mikill áhugi á „Sögueyjunni“, sem margir hafi heyrt um, og hafi hann því auk kvikmynd- anna dreift ýmsum bækling- um víða um land. Voru þeir Momson og Solberg sammála um að ísland og íslendingar væru í miklum metum i Nígeríu. Ef talandi er um vandræði eða erfiðleika í sambandi við Framhald á bls. 21 Jslandshús* í h öfuðhorg TVEIR góðir gestir frá Nígeríu eru staddir hér á landi um þessar mundir, en halda heimleiðis á morgun, laugardag. Eru það þeir Rune Solberg, ræðismaður íslands í höfuðborginni Lagos, og A. A. Momson, stærsti skreiðar- innflytjandinn í Lagos, og framkvæmdastjóri samtaka skreiðarinnflytjenda í Níger- íu. t för með Solberg ræðis- manni er kona hans, dr. Brita Solberg, sem er þekktur barna læknir i Lundi í Sviþjóð. Þeir Solberg og Momson komu hingað til lands á mánu dag, og hér hafa þeir rætt við útflytjendur og ráðherra. Á meðan frú Solberg var að skoða barnadeild Landspítal- ans, gafst fréttamanni M'bl. kostur á að ræða lítillega við gestina frá Nígeríu. Skýrðu þeir svo frá að þótt flutt hafi verið skreið héðan til Nígeríu fyrir um 245 milljónir króna á síðasta ári, væri unnt að selja þangað mun meira magn. „Islandshúsið“ í Lagos. Skreið þolir hitann. Skreið er mjög hentug mat vara og vinsæl, auk þess sem hún er auðveld í meðförum þarna i hitabeltinu. Segir Momson innflytjandi að það sé engum erfiðleikum bundið að geyma skreið í einn til tvo mánuði, jafnvel þegar hitar eru hvað mestir. En það þýð- Gestirnir frá Nígeríu: A. A. Momson, skreiðarinnflytjandi (til vinstri), og Rune Solberg, ræðismaður íslands í Lagos. IMígeríu * Tíu Islendingar búsettir þer í landi ir að hann getur haft allt að 45 tonnum á lager og dreift skreiðinni jöfnum höndum til kaupenda víða um land. Talsverð aukning hefur und anfarið orðið á neyzlu frysts fisks í Nígeríu, en Solberg ræðismaður taldi ekki að hér væri um neina samkeppni við En meira hafi ekki verið fáan legt vegna skreiðarútflutnings til Ítalíu. Er íslenzk skreið mjög vinsæl í Nígeríu, og tals vert verðmeiri á markaðnum en skreið frá Noregi. Nemur verðmunurinn um 5—6 shill- ingum á hvern 45 kílóa pakka að jafnaði. Ekki er þó fyrir- sjáanleg nein aukning á út- flutningnum tiF Nígeríu, en það stafar eingöngu af því hve franiboð er hér lítið. STAKSTHNAR Fagnað samningatilraunum Eins og kunnugt er lýsti komm únistamálgagnið þvi yfir með ^ miklu brambolti, að slitnað væri upp úr samningatilraunum full- trúa Verkamannasambandsins og vinnuveitenda, þegar hinir síðar- nefndu töldu sig ekki geta fall- izt á 5% grunnkaupshækkun til hausts og fulla vísitölu, ásamt nýjum kröfum eftir nokkra mán- uði. Var augljóst af þessum skrif um, að kommúnistar fögnuðu þvi, að ekki næðist samkomulag. Síðan var boðaður sambands- stjórnarfundur Verkamannasam- bandsins og þar var sem betur fer breytt um stefnu, og fól sam- bandsstjórn framkvæmdastjórn- inni að vinna áfram að því að ná samningum. — Vonandi verða nú heilbrigðar viðræður teknar upp að nýju og þeim hag- að svo, að ekki sé vísvitandi verið að hleypa af stað nýju ^ kapphlaupi milli kaupgjalds og verðlags og auka á verðbólgu. Hinir lægstlaunuðu í ályktun Sambandsstjórnar verkamannasambandsins er að því vikið, að unnið sé að kjara- bótum lægstlaunuðu stétta þjóð- félagsins. Vissulega hefur Morg- unblaðið og allur almenningur samúð með því að reynt sé að bæta kjör þeirra, sem lægst laun hafa. Raunar hefur ríkisstjórnin margsinnis reynt að stuðla að hækkuðum launum og bættum kjörum verkamanna, og atvinnu- rekendur verða heldur ekki ásak aðir fyrir það að hafa illa tekið slíkum tilraunum. Þvert á móti hafa þeir verið þátttakendur í því að reyna að bæta kjör verka- manna, án þess að allar aðrar stéttir fylgdu' í kjölfarið. Stjórn verkamannasambandsins verður 0 að gera sér grein fyrir því, að þessar tilraunir hafa hvorki strandað á ríkisvaldi né vinnu- veitendum, heldur á forystu laun þegasamtakanna, þvi að stjórn Alþýðusambandsins hefur bein- línis beitt sér fyrir því, að aðrar stéttir fengju ekki minni kjara- bætur en verkamenn, og raunar oftast meiri en þeir. Það er rangri stefnu launþegasamtak- anna sjálfra að kenna, að þessar tilraunir hafa farið út um þúf- ur. Stöðvun verðbólgu Umræður i borgur- sfijórn um „kvöldsölu- múíin“ Á FUNDI borgarstjórnar Reykja- víkur í gær urðu nokkrar um- ræður um fyrirspurn Óskars Hall grímssonar svohljóðandi: „Hvað líður störfum nefndar þeirrar, sem borgarráð, kaup- mannasamtökin og V.R. tilnefndu fulltrúa í og leita átti samkomu- lags um að tekin yrði upp að nýju nauðsynleg verzlunarþjón- usta í borginni eftir að verzlanir hættu kvöldsölu 1. des. 1965“. Birgir ísleifur Gunnarsson svar oði fyrirspurninni, en hann var í fyrrgreindri nefnd kjörinn af hálfu borgarráðs, ásamt Krist- jáni Benediktssyni. Kvað hann svipaða fyrirspurn hafa fram komið í vetur. Rakti hann síðan nakkuð kvöldsölumálin og þau samkomulög, sem hefðu verið gerð í þeim málum. Svo hefði farið í marz í vetur að nefndin hefði ekki náð samkomulagi um framkvæmd kvöldsölumálsins og hefði hann þá fyrir sitt leyti lit- ið svo á að störfum nefndarinn- ar væri lokið að svo stöddu, enda hún skipuð að ósk þeirra aðila, sem semja áttu sín á milli, þ.e. V.R. og Kaupmannasamtökunum. Frá þeim hefðu engar tillögur komið um breytingar á sjálfri reglugerðinni. Hins vegar fælust í samningum þessara aðila, sem gerðir voru í vetur, möguleikar til að hafa allar búðir opnar til kl. 10 á föstudögum, og hafa þá einskonar markaðsdag. Fram kvæmd þessi væri hins vegar háð vilja samningaaðilanna. Óskar Hallgrímsson þakkaði svörin við fyrirspurninni. Hann taidi þó rétt að rekja forsögu þessa máls að nokkru og gerði það. Taldi kvöldsölu, sem orðið hefðj til fyrir eigin hvatir ýmissa verzlunarmanna, hafa verið vin- sæia með almenningi á sínum tima, en Kaupmannasamtökin fundið þeim ýmislegt til foráttu. Hefði síðan komizt á samkomu- lag um skiptiverziun, sem þó varð ekki til frambúðar. Væru borgarbúar nú sviptir þeirri þjón ustu, sem hefði komið sér eink- ar vel, þar sem á tiðum allir meðlimir, fjölskyldunnar væru að störfum á venjulegum verzl- unartíma. Fyrirspyrjandi kveðst að lokum áskilja sér rétt til að flytja tillögu um að borgarstjórn afnæmi þá óframkvæmanlegu reglugerð er nú gilti um þessi mál. Kristján Benediktsson kvaðst vera sammála Birgi ísleifi um að raunverulega hefði störfum nefndarinnar verið lokið er ekki var hægt að koma á samkomu- lagi í vetur, enda þá ekki horfur á að neitt áynnist með störfum hennar. Kvað hann þetta mesta leiðindamál ekki hvað sízt fyrir borgarstjórn. Kvað hann það valda sér vonbrigðum að sá aðil- inn, sem fylgt hefði málinu fast eftir á fyrstu stigum þess, hefði ekki gert það á hinum síðari, en þar væri um að ræða Kaup- mannasamtökin. Frekar kvaðst hann ekki ræða þessi mál á þessu stigi þar sem fyrirspyrjandi hefði boðað framhald umræðna um þessi mál í borgarstjórn á næst- unni. HÁTÍÐAHÖLDIN í Hafnarfirði verða með svipuðu sniði og í fyrra, en að þessu sinni veröur kvöldvakan við barnaskólann (lækjarskóla). — Klukkan 1 30 leikur Lúðrasveit Hafnarfjarðar við Þjóðkirkjuna og síðan verð- ur helgistund í kirkjunni. Kl. 2.25 verður skrúðganga frá kirkju að Hörðuvöllum, þar sem hátíðahöldin fara fram. Þorgair Ibsen setur hátíðina, en ræðu dagsins flytur dr. Finnbogi Guð- mundsson landsbókavörður, pá verður fánahylling, ávarp fjall- Framhald á bls. 19 Skilningur fer nú stöðugt vai- andi á nauðsyn þess að stöðva verðbólguna, staldra við og treysta atvinnulífið og atvinnu- óryggið- Menn gera sér í æ rík- ara mæli grein fyrir því, að lengra verður ekki haldið á braut víxlhækkana kaupgjalds og verð lags, ef atvinnulífinu á ekki að stefna í voða. Kauphækkanirn- ar undanfarin ár hafa byggzt á hinu gífurlega aflamagni og hækkandi verðlagi íslenzkra af- urða á erlendum mörkuðum. Nú er verðlag því miður lækkandi á sumum okkar útflutningsaf- urða, og engar likur til þess að afli aukist frá því, sem var sl. ár. Nýjar kaupkröfur verða því ' ekki byggðar á mikilli nýrri auð- legð, sem skyndilega skapast, og þess vegna er það þjóðarnauð- syn, að allir geri sér grein fyrir þvi, að kröfugerð verður að stilla í hóf í ár, hvað sem siðar kann að verða. Þessi skilningur er grundvöllur þess, að samkomu lag geti náðst milli vinnuveit- enda og launþega. Hátiðahöldin í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.