Morgunblaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 17
Fostudagur 17. júní 1966 MQRGUNBLADID 17 — / gróandanum Framhald af bls. 12 um byggðarinnar. Og þar hefur verið birkikjarr um mestallt landið, sem varði jarðveginn fyrir foki. Birkið í Karlsdrætti og Bláfelslhólma ber þess vottinn, svo og birkið sem vex yfir 500 metra hæð í Austurdal fyrir norð an og austan Kjöl. Góður og at- hugull vinur minn sagði eitt sinn við mig, að sér fyndist óhugsandi að menn hefðu farið með stóra flokka manna yfir Kjöl á fyrri öldum, nema því aðeins að þeir hefðu getað riðið hann járna- laust. Mér er nær að halda, að þetta sé satt. Hve mikill hluti var gróinn? Þvi hlýtur sú spurning að leita fast á, hve mikill hluti landsins skyldi hafa verið gróinn í upp- hafi landnáms. Þessu er torvelt að svara af nákvæmni, en eftir öllum líkindum að dæma getur 40—45% af flatarmáli landsins hafa verið vaxið samfeldum gróðri. Og það er víst, að þar sem birkj gat þrifizt hefur það breitt mjúkan og hlýjan feld sinn y.fir annan gróður og varið bæði plöntur og jarðveg fyrir vindum og vatni. Þetta virðist ljóst af frjórannsóknum Þorleifs Einars- sonar, svo og af ýmsum eldri og yngri sögulegum heimildum. — Landið var vaxið birkiskógum milli fjalls og fjöru, er það fannst, alveg eins og Ari Þor- gilsson hinn fróði segir frá. Ann- að mál er, að um hæð og gæði trjánna vitum vfð - harla lítið, enda skiptir það ekki miklu máli í þessu sambandi. Aðalatrið- ið er að menn geri sér Ijósa grein fyrir því, að á meðan land var ónumið hefur meira jafnvægi haldizt í náttúru lands- ins en síðar, eftir að menn sett- ust að, og að það var birkiskóg- urinn, sem var hin náttúrulega vörn og hlíf jarðvegs og gróð- urs. Ýmsir hafa hampað því á síð- ari árum að ísland væri fyrst og fremst grasland, en því er víðs fjarri. Hér er að vísu auðvelt að rækta rgas og afla heyja, en gras- gróður getur ekki staðist eyðing- aröflunum snúning af sjálfsdáð- um. Hann verður að hafa skjól og hlíf, eða stöðuga umhirðu og áburð frá mönnum, ef hann á að dafna vel. Ég heyrði mann um daginn vera að bera saman skógrækt- ina og grasræktina í Gunnars- holti, og gerði hann það á þann hátt að hann vildi láta auka annað á kostnað hins. Álíka stað- hæfingar hafa áður heyrzt í út- varpinu, en þær eru settar fram af mönnum, sem skortir næga þekkingu, bæði á gróðursögu landsins og plöntulíffræði. Menn geta og mega hafa persónulegar 'skoðanir á hverjum hlut, en það verður að gera þá kröfu til þeirra, að þeir færi rök að stað- hæfingum sínum, þegar þær eru settar fram á opinberum vett- vangi. Það er heimska ein að gera upp á milli skógræktar og land- græðslu, því að þetta eru tvær gfeinar á sama meiði, sem þurfa að styðja hvor aðra. Og ef við ætlum okkur að bæta gróður landsins er ekki nóg að gera það með grasrækt einni eða skóg rækt. Hér kemur margt fleira til. En fyrst og fremst verðum við að gera okkur ljóst, að þar sem gras er ræktað verður að nýta það strax og til fulls. Við getum ekki ræktað öræfi Islands með því að sá grasfræi og bera á til- búinn áburð. Undir eins og áburð argjöf hættir koðnar grasið nið- ur, kemur að engu gagni og deyr oftast út. Þetta er svipað því, að við færum að mála húsin okkar að utan með vatnslitum. Þau yrðu að mála á hverju vori. Aðalatriði uppgræðslunnar Við verðum fyrst og fremst að rækta þær plöntur á hverjum stáð, sem gefa mest af sér, en umfram allt verðum við að nota við alla uppgræðslu þær tegund- ir, sem geta lifað sjálfstæðu lífi í íslenzkri náttúru, sáð sér og breiðst út án annars tilverknað- ar en þess, að setja plöntur nið- ur í upphafi. Hér koma þá líka tré og skóg- ur til greina, og að gefnu tilefni þykir mér ástæða að skýra frá því, að á undanförnum 10 árum hafa skógræktarfélögin og Skóg- rækt ríkisins gróðursett tré í meir en 2000 hektara lands, og þetta starf heldur jafnt og þétt áfram, þótt því sé ekki hampað mjög. Ýms áföll hafa víða komíð fyrir, en náttúran hefur með því valið úr bæði einstaklinga og tegundir, sem við vitum að við megum byggja á. Þegar okkur tekst að koma upp samfelldum sígrænum breið um af barrviðum, og það verð- ur á næstu áratugum, þá höfum við fengið þann gróður í landið, sem framar öllum öðrum gróðri getur handsamað sólarorkuna og breytt henni í varanleg verö- mæti. »0 auglýsing í útbreiddasta blaðlnu borgar sig bezt. Selma Jónsdóttlr i sýningarsal Listasafnsins. Til hliftar má sjá m.a. málverk efir Gunnlaug Scheving. Listasafn ríkisins opnaö á ný — Mólverkin nú sett upp í sýningnrformi LISTASAFN ríkisins hefur nú opnað á nýjan leik og er jafn- framt tekin upp sú nýjung að haldnar verða þar sýningar á málverkura ákveðinna lista- manna, eða málverkum frá viss- um timabilum. Ætiað er, að hver sýning standi í þrjá mánuði og á sýningu þeirri sem standa á til 1. sept. verða sýnd málverk eftir þá málara er voru ytra við nám, eða komu heim frá námi á árun- um 1930—1942. Sem dæmi um þessa málara má nefna Gunnlaug Scheving, Nínu Tryggvadóttur, Jón Engilberts, Snorra Arinbjarn ar, Svavar Guðnason og Þorvald Skúlason. Málverk eftir þessa höfunda eru nú hengd upp i mið sölum safnsins og eru þar bæði yngri og eldri myndir þeirra, svo að hægt sé að sjá þær breyting- ar er orðið hafa á stíl þeirra. í forsalnum eru sýndar myndir eftir þekkta erlenda málara, svo sem Hans Hartung, Jean Piau- bert, August Herbin og Vilhem Lundström. í hliðarsölunum eru sýndar myndir eftir ýmsa málara og er í einum þeirra 9 myndir eftir Edvard Munch. í einum hlið arsalnum eru einnig sýndar vatns litamyndir t.d. eftir Karl Kvar- an Hafstein Austmann, Snorra Arinbjarnar og Hörð Ágústsson. í öðrum hliðarsal eru höggmynd ir og málverk úr safni, gefnu af Markúsi ívarssyni. Forstöðukona Listasafnsins dr. Selma Jónsdóttir sagði, að nú undanfarið hefðu verið keyptar margar myndir, sem yrðu nú til sýnis í safninu í fyrsta sion. Hún gat þess einnig að Þorvaldur Skúlason hefði nú nýlega gefið safninu stórt málverk, málað á árunum 1964—1965. Lýsti Selma þakklæti sínu fyrir þessa fallegu gjöf. Safnið verður opið framvegis kl. 1,30 til 4. Ef dæma má af reynslu undanfarinna ára má bú- ast við mikilli aðsókn. Sagði Selma, að s.l. ár hefðu t.d. komið 12—15 þús. gestir í safnið. Vér leyfum oss að benda yður á þrjár at- hyglisverðar staðreyndir varðandi eigin- leika SUNLUX-plötunnar: m Auk þess sem SUNLUX-platan er sérlega “ heppileg í hverskonar sólskýli, hefur hún reynzt tilvalin í þök yfir bílastæði, jafnt lítil sem stór. a Þá skyldu síldarsaltendur athuga, að með “ SUNLUX-plötunni er fengin lausnin á vanda máli því, sem óstöðug veðrátta skapar á síldar- plönum, því að auðvelt er að byggja þök yfir plönin með SUNLUX. Loks ættu gróðurhúsaeigendur að gefa SUN- LUX-plötunni gaum, því að ekkert efni er heppilegra til notkunar í gróðurhús, svo og í hvers konar önnur skýli gróðrinum til skjóls. Burstafell byggingavöruverzlun, Réttarholtsvegi 3 — Sími 33840. V sveltir” fílípensana Þetta vlsindotega samsetta efni getur Iijálpað yður á sama hátt og það hefur hjálpað miljónum unglinga í Banda- ríkjunum og viðar - Því það er raunverulega áhrifamikið... Hörundslitaéf: Clearasil hylur bólurnar á meðan það vinnur á þeim. Þar sem Clearasil er hörundslitað leynast filípensarnir — samtimis því, sem Clearasil þurrkar þá upp með þvi að fjarlœgja húðfituna, sem noerir þá — sem sagt .sveltir' þá. 1. Fer innl húðina 2. Deyðir gerlana fílípensana • ••••••«••••••••••••••••• • • • •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.