Morgunblaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 17. júní 1966 3ÍÁœ&nif\g Tl Laugavegi 164 — Sími 21444. SPRED satin INNANHÚSS SPRED gljáí EYKUR ÞVOTTAHÆFNl titi SPRED UTAN HÚSS Þynnið fyrstu yfirferð með SPRED ÚTI ÞYNNI og notið „SNOW-SEM“ BINDI á gamal málað. SELJUM ADEINS þAD BEZTA Þjóðhátíð Vestmanna- eyja 1966 verður haldin dagana 5., 6. og 7. ágúst. Tilboð óskast í sölu á: ís, pylsum, sælgæti, öli, blöðum og veitingum í veitingatjaldi. Tilboðum sé skilað í pósthólf 188 Vestmannaeyjum fyrir 15. júlí n.k. íþróttafélagið Þór, Vestmannaeyjum. BOUSSOIS INSULATING GLASS Einangrunar- gler Franska einangrunarglerið er heimsþekkt fyrir gæði. Leitið tilboða. Stuttur afgreiðslutími. HANNES ÞORSTEINSSON, heiidverzlun, Sími: 2-44-55. IJtgerðarmenn — Sjómenn Til sölu rúmlega 100 tonna stálskip með 1. flokks vélum og tækjum, 400 hesta aðalvél, ljósavél, radar, bómuspil, simradastic, dýptarmælir, troll- spil,' línuspil, miðunarstöð (Loran). Kraftblökk, þrjár nætur sem nýjar geta fylgt. Skilmálar mjög aðgengilegir. F ASTEIGN AMIÐSTÖÐIN Austurstræti 12, sími 14120 heimasími 35259. t, Eiginmaður minn ERLENDUR GUÐJÓNSSON Ásgarði 39, lézt í Landsspítalanum 16. júní síðastliðinn. Sigurfljóð Oigeirsdóttir. Útför sonar okkar og bróður BJARNA ÞORBJÖRNSSONAR Andrésfjósum, verður gerð frá Selfosskirkju laugardaginn 18. júní kl. 1 e.h. — Jarðsett verður að Ólafsvöllum. Ingigerður Bjarnadóttir, Þorbjörn Ingimundarson og systkini. — Utan úr heimi Framhald af bls. 14 göngu hina fyrstu, sem sézt hafði á götum borgarinnar frá því að Hitler var og hét. Verkamennirnir mótmæltu því að lágmarksvinnuaíköst yrðu hækkuð án hækkaðra launa, sem ekki þóttu of há fyrir. Næsta dag var boðað allsherjar verkfall, þrátt fyr- ir mótmæli og andóður „verkalýðsleiðtoga“ í A- Berlín. Daginn eftir, 17. júní, lögðu verkamenn niður vinnu hvar vetna í A-Berlín. Þrátt fyrir mikla rigningu fór mikill fjöldi af ýmsum kröfugöng- um um götur borgarinnar. Grjóti var kastað að „Alþýðu lögreglu" Ul-brichts. „Alþýðu lögreglan“ beitti ekki skot- vopnum gegn verkamönnum fyrst í stað heldur aðeins kylfum og bareflum, og með hálfum huga til að byrja með. Þá gerðist það að ungt fólk reif niður rauða fánann af Brandenborgarhliðinu, en þar var hinn svarti, rauði og gullni fáni Þýzkalands sam- einingartákn þjóðarinnar dreginn að húni í staðinn. Skrifstofur kommúnista- flokksins voru grýttar. Kl. 12 á hádegi riðu fyrstu skotin af. Jafnframt gerðist það að sovézkum skrifdrek- um og brynvögnum var ekið inn í miðborg A-Berlínar, þar sem þeir þvinguðu fólkið til þess að víkja á brott. Þrátt fyrir þessar aðgerðir voru verkfallsmenn nær einráðir á götunum — fyrst í stað. Hálfri klukkustund síðar, kl. 12.30, lýsti hernámsstjóri Sovétríkjanna Dibrova, hers höfðingi, yfir hernaðarástandi í A-Berlin. „Alþýðulögregl- unni“ var jafnframt skipað að beita nú skotvopnum gegn fólkinu. Margir lögreglu- menn voru í fyrstu ófúsir til að myrða samborgara sína. Þeir voru þá samstundis dregnir fyrir „sovézk-þýzk- an“ skyndidómstól, og teknir af lífi með skoti í hnakkann. Þá var skotið á fólk, sem safn ast hafði saman fyrir utan stjórnarskrifstofur kommún- istastjórnarinnar. Gegn ofurvaldi sovézkra skriðdreka, hers og véHbúinn- ar „alþýðulögreglu“ máttu vopnlausir verkamenn A- Berlínar sín lítils. Fræg er fréttamynd sú, sem barst um öll lönd að atburðum þessum loknum, sem sýnir tvo unga menn snúast með grjótkasú gegn sovézkum skriðdrekum, í máttlausri fyrirlitningu og reiði. Og síðan kom eftirleikur- inn. Handtökur hófust í slík- um stíl, að fólk minntist ekki slíks frá því Hitler leið og var þó ýmsu orðið vant af Uíbricht. Ógnarherferð var hafin gegn þeim hundruðuin þúsunda, sem þátt höfðu tek- ið í kröfugöngunni. 273 verkamenn lágu í valnum, 92 til viðbótar voru teknir af lífi. Meira en 1000 manns, þar á meðal fjöldi kvenna og barna, særðust. Á sjötta þús- und manns voru handteknir. Sovézkir hernámssvæðisdóm- stólar dæmdu 1067 þeirra i samtals 6321 árs þrælkunar- vinnu. Frá því þetta gerðist, hef- ur mikið vatn til sjávar runn ið, og Walter Ulbricht fram- ið ýmis afrek, sem ekki munu síður halda uppi nafni hans á svörtustu síðum mannkyns- sögunnar. Er þar skemmst að minnast smánarmúrsins, sem komúnistar reistu um Berlín þvera og enn skilur að fjöl- skyldur, vini og vandamenn. Ekki væri úr vegi, að ís- lendingar hefðu þessar stað- reyndir í huga jafnframt því, sem þeir fagna þjóðhátíðar- degL Húsasmiðir og verkamenn óskast nú þegar í byggingavinnu. Upplýsingar í síma 16362. Þórður Jasonarson. 0RÐ8EHD[1\IG frá Félagi íslenzkra bifreiðaeigenda. Ljósastillingastöðin, Langholtsvegi 171, verður opin laugardaginn 18. júní frá kl. 13 til 18. Opið næstu viku frá kl. 8 til kl. 22,30. Tekið á mói pöntunum í síma 31100. Féiag íslenzkra bifreiðaeígenda. Húsbyggjendur Smíðum eldhúsinnréttingar, fataskápa. sólbekki og fleira. Stíll hf. Sími 51155.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.