Morgunblaðið - 17.06.1966, Side 19

Morgunblaðið - 17.06.1966, Side 19
Fostudagur Vf. júní 196P MORGUNBLAÐIÐ 19 -Gaman og alvara Framh. af bls. 15 eins manngrúi á fslandi". Síðan var lagt upp í skrúðgöngu mikla suður að leiði Jóns Sigurðsson- ar í kirkjugarðinum. Horna- flokkur gekk í fararbroddi og þeytti lúðra, en þá kom land- stjórnin, konsúlar erlendra ríkja í einkennisbúningum, síð- an alþingismenn, bæjarstjórn Reykjavíkur og blómsveigaber- ar, þá barnaflokkur (um 1000 Ibörn), sfðan Stúdentafélagið, Iðnaðarmannafélagið, Verka- mannafélagið og fleiri félög og skólar, en að lokum ráku lest- ina „allir þeir, sem ekki til- heyrðu neinu af þessu, og þeir voru flestir". í skrúðgöngunni tóku þátt 6—7000 manns, og Iþótti hún afar tilkomumikil, „þótt ekki væri skipulagið sem bezt“, segir Vísir. f göngunni voru taldir á þriðja hundrað fslenzkir fánar og átta danskir fánar. Að stuttri athöfn í kirkjugarðinum lokinni, var gengið áfram suður Suðurgötu, sveigt niður á Tjarnargötu og gengið aftur á Austurvöll. Þar ihélt Jón Jónsson, sagnfræðing- , ur, ræðu, sem mjög var rómúð, og einkum hafa blöðin orð á því, hve vel heyrðist tii hans. „Talaði hann svo hátt og skýrt, að allir heyrðu vel til hans“, segir í Reykjavík, enda voru sí-bilaðir hátalarar þá ekki Ikomnir til sögunnar, og ísafold kallar hann „snjallrómaðastan allra“. f>á söng Söngfélag stúd- enta af svölum Hótel Reykja- víkur nýtt kvæði eftir Þorstein Erlingsson undir nýju lagi eftir Árna Thorsteinsson og annað nýtt kvæði eftir Hannes Haf- stein (Sjá roðann á hnjúkunum Iháu) við nýtt lag eftir Jón Lax- dal. Þess má geta hér, að annað mýtt kvæði eftir Hannes Haf- stein (Þagnið dægurþras og ríg ur!) var sungið þennan sama dag vestur á Rafnseyri. Þrjú ný kvæ'ði eftir Guðmund Guð- mundsson voru sungin þennan dag, tvö vestur á Rafnseyrj og hið þriðja austur á Seyðisfirði. Reykjavíkurblöðin gáfu öll út hátíðablað, þ. á m. Vísir eitt prentað í tveimur litum (blá- um og brúnum), og ortu mörg skáld í þau og tímarit landsins um þetta aldarafmæli. I — ★ — f Kl. 16 hófst sérstök minning- arsamkoma Hins íslenzka bók- menntafélags í hátíðasal mennta skólans. Á þeim fundi voru hin- ar tvær deildir félagsins, Reykjavikurdeildin og Kaup- mannahafnardeildin, sameinað- or og heimili þess flutt til Reykjavíkur. Forseti Reykja- víkurdeildarinnar, Björn M. Ól- sen, sem varð síðan forseti alls tfélagsins eftir sameininguna, minntist Jóns Sigurðssonar og starfs hans fyrir félagið, og lagt var fram sérstakt hefti af Skírni, sem helgað var minn- ingu Jóns Sigurðssonar. • íþróttavöllurinn vígður. Kl. 17 hófst íþróttamót og vígsluhátíð á hinum nýja íþróttaleikvangi suður á Mel- um, og voru þar um 3.000 manns. Þórhallur Bjamarson, toiskup, hélt ræðu, og þrír flokk «r sýndu fimleika, einn úr Ung meyjafélaginu Iðunni, annar úr Sþróttafélagi Reykjavíkur og hinn þriðji úr Ungmennafélagi Reykjavíkur. Um kvöldið voru haldin sam- sæti á þremur stöðum í bæn- um, en hið fjórða (í Iðnaðar- mannahúsinu) fórst fyrir og dreifðust menn þaðan á hina staðina. í Hótel Reykjavík sCkemmtu sér nær 300 skart- klæddir veizlugestir og hlýddu é ræður Eiríks Brierns, dósents, Andrésar Björnssonar formanns Stúdentafélags Reykjavíkur og Jóns Ólafssonar, alþingismanns, sem mælti fyrir minni Vestur- íslendinga. I KFUM skemmtu sér „aðallega yngri menn“, en í Goodtemplarahúsinu „voru einkum templarar". • Skammvinn gleði. „Borið var við að dansa um kveldið suður á íþróttavelli", segir eitt blaðanna, „og var spilað á harmonikku undir. Gleðin var þó skammvinn, því að tveir menn lentu í handa- lögmáli, og sleit þar með dans inum“. • Öndunga-fjendur halda fund. Um kvöldið sóttu margir merkilegan fund í „Forsamlings bygningen BÁRAN“ eða Báru- húsinu gamla við tjörnina. Þar voru mættir tveir „öndunga- fjendur", sem sýndu fram á „blekkingar og sviksemi anda- vissumanna“ eða andatrúar- manna, sem nú kallast. Annar þeirra var sjálfur „dr. Leo Montagny, Kgl. græsk og Kejerlig persisk Hofkunstner", sem hélt fullkominn „andavissu mannafuhd“, særði fram fram- liðna menn, lét anda „materíali- serast", sýndi borðdans o.fl. „paa aaben scene under nþje 'kontrol af públikum". Síðan sýndi hann fram á, að þetta væru allt blekkingar, og út- skýrði fyrir fólki, í hverju blekkingarnar væru fólgnar („afslþring af alle de kmeb og hjælpemidler som de spiritiske svindlere bruger“). Fundurinn vakti mikla athygli, umtal — og blaðadeilur að sjálfsögðu. Einkum var rifizt um borðdans einn mikinn, þegar dr. Monta- gny, að sögn blaðanna, lét borð stofuborð hlaupa um alla sviðið með Sigurbjörn Ástvald Gísla- son, Einar Amórsson og Knud Zimsen í efltirdragi en síðan útskýrði doktorinn svindlið. Fyrstu frésögn blaða af „borð- dansinum mikla“ var mótmælt, „Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason var eigi við borðdansinn, en Knud Zimsen var þar“. Þótti „öndunga-fjendum", þ.e. and- stæðingum spíritista, matur í fundinum, en ,andavissumenn“ gerðu lítið úr brellum þeim, er hirðfífl og galdrameistari Persakeisara hefði sýnt í Bár- unni. Næstu daga var rætt og rif- izt í blöðunum um hátíðina og Bárufundinn, en í erlendum fréttum var það helzt, þá eins og nú, að „sjómannaverkfallið mikla í Bretlandi“ væri að lama ailt atvinnulíf þar. • Hátíðin endaði undir morgun. Þrátt fyrir rifrildi um ein- stök atriði voru blöðin sam- mála um það, að hátíðin ihefði tekizt afburðavel. I einu blað- inu endar frásögnim um 17. júní 1911 þannig: „Þar með var þessari miklu og minnisverðu minningarhátíð lokið, og luku allir upp einum munni um það, að hún hefði tekizt prýðilega í alla staði — betri og bjartari dag hefðu þeir aldrei lifað. Annað blað segir: „Þessi mikla þjóðhátíð endaði hjá fæstum fyrr en undir morgun og mun þeim, er hana sóttu, jafnan minnisstæð". • Engin kveðja frá Hafnarskóla. Það skyggði nokkuð á gieð- ina yfir stofnun íslenzka há- skólans að engin kveðja eða heillaósk barst frá Kaupmanna hafnarháskóla, þeirri menning- arstofnun, sem íselnzkir stúdent ar höfðu numið við hundruðum saman á liðnum öldum. Þótti mönnum yfirleitt anda kalt frá dönskum menntamönnum vegna þessa atburðar. Hins vegar bætti það úr skák að Friðrik konungur áttundi, sendi stofnfundi Háskóla fslands „samfagnaðarskeyti“, og hám- ingjuóskaskeyti barst frá há- skólanum í Kristjaníu (Osló). 9 Kveðja frá konungi. Konungur sendi og lands- stjóninni á íslandi eftirfarandi skeyti: „Um leið og ég á iþess- um minningardegi hugsa með öllum íslendingum til ins mikla leiðtoga Og göfuga málsvara þjóðarinnar, bið ég yður að bera fram óskir mínar um það, að háskóli sá, sem til minning- ar um hans mikla ævistarf er stofnaður á þessum degi megi verða til heiðurs fyrir vísindin og til gagns fyrir land og lýð“. • Laumaðist varðskipið út? Foringjum á danska varðskip inu „Islands Falk“, sem lá í Reykjavíkurhöfn 16. júní, hafði verið boðið til vígsluhátíðar háskólans, en skv. frétt í einu blaðanna „laumaðist“ skipið út aðfaranótt 'hins 17. júní og kom ekki aftur fyrr en 18. júní, svo að yfirmennimir losnuðu við að taka þátt í þessum hátíða- höldum, og til þess að sleppa við hugsanleg óþægindi af nær- veru danskra sjóliða þennan dag. Fánar blöktu um allan bæinn þennan dag. Taldir voru 137 ísílenzkir fánar (þ.e. Hvítblá- inn). 62 danskir og 17 annarra þjóða. Eins og fyrr segir, voru á þriðja hundrað íslenzkra fána í skrúðgöngunni en átta dansk ir. - / Hafnarfirði Framh. af bls. 3. konunnar, söngur skemmtiþátt- ur, Ómar Ragnarsson skemmtir, Þrestir syngja og handknattleik- ur. Klukkan 5 verða kvikmynda- sýningar fyrir börn í báðum bíó- unum. Kl. 8 um kvöldið hefst svo kvöldvakan við barnaskól- ann. • Þar flytur bæjarstjórinn, Hafsteinn Baldvinsson, ræðu og svo verðúr ýmislegt til skemmtunar. Kl. 10 hefst dans- inn við barnaskólann. - SAS Framh. af bls. 1 einróma samþykkt óðalsþingsins um gerðardóminn, væri forsenda verkfallsins niður fallin. Að halda verkfallinu áfram, og hafna að bíða endanlegs úrskurðs í formi laga, myndi aðeins geta talizt óvirðing við Stórþingið og þjóðina. Innanlandsflug í Noregi er að sjálfsögðu ekki komið í sama horf aftur, en búizt er við því að það verði í síðasta lagi g laugardag. í Danmörku og Svíþjóð hafa ýmsir stjórnmálamenn, þar á meðal Aksel Larsen, formaður danska SF-flokksins, hvatt til þess að ríkisstjórnir landanna fari sömu leið og Norðmenn varð andi flugmannaverkföllin þar. — Nanking Framh. af bls. 1 rektor Pekingháskóla sömu útreið. Pekingútvarpið sagði, áð á- kvörðun um brottvikningu Ku- angs hefði verið tekin á fundi flokksnefndar kommúnistaflokks ins í Chiansu-héraði 12. júní sl. Tilkynnt var um ákvörðunina á fundi 10,000 stúdenta og prófess- ora samdægurs. Pekingútvarpið bar í dag svip- aðar ásakanir á Kuang og flesta menntamenn aðra, sem orðið hafa fyrir barðínu á hreinsun- inni í Kína, sem farið hefur þar eins og logi um akur síðustu vik- urnar undir nafninu „Menningar- bylting öreiganna", þ.e. að hann væri andflokkssinni, andsósíalisti, gagnbyltingarmaður. Hinsvegar var ekki minnzt á „endurskoð- unarstefnu" í þessu sambandi. Þá var Kuang rektor sakaður um áð hafa staðið að „sviksam- legu samsæri sem miðað hefði að því að kæfa byltingarhreyfing- una innan veggja Nankinghá- skóla“. Pekingútvarpið dró enga fjöð- ur yfir, að örlög Kuangs myndu hitta fleiri fyrir. Sagði útvarpið, að þeir, sem í reynd hefðu stutt brottvikningu Kuangs, hefðu far ið þess á leit að mega fletta ofan af fleiri „skrímslum" innan veggja háskólans. „Skrímsli" er hið opinbera við- urnefni menntamanna í Kína, sem sekir virðast hafa gerzt um að gagnrýna hið mjög svo mis- heppnaða „Stóra framfarastökk“ (5 ára áætlun) Mao Tse Tung frá 1958. Rumlega 140 norrænir lögreglumenn ú söng- móti í Reykjovík N. K. MÁNUDAG hinn 20. júní, hefst í Reykjavík 3. söngmót norrænna lögreglukóra. Er það í fyrsta sinn, að slíkt mót er hald- ið hér á landi, en sams konar mót voru haldin í Stokkhólmi 1950 og Otsló 1961. Hingað koma nú lögreglukórar frá hinum Norðurlöndunum fjórum og verð ur samsöngur þeirra, sem fram á að fara fyrir utan Menntaskól- ann í Reykjavík á þriðjudags- kvöld mikilvægasti þáttur þessa söngmóts. Framkvæmdastjóri söngmóts- ins verður Páll Kr. Pálsson, en það verður sett í Sjómannaskól- anum kl. 18.30 á mánudag. Mun lögreglustjórinn í Reykjavik, Sigurjón Sigurðsson setja mótið með ávarpi. Samanlagður fjöldi meðlima kóranna allra er 144 en auk hinna erlendu lögregluþjóna verða eiginkonur margra þairra með i ferðinni. Mun þetta fólk búa í Sjómannaskólanum, á með an á dvöl þess stendur hér. Helzti þáttur söngmótsins verður eins og að framan gre:nir samsöngur fyrir utan Mennta- skólann. Verður fyrst gengið í skrúðgöngu frá Snorrabraut nið- ur Laugaveg og Lækjargötu að Menntaskólanum. Þar hefst sam- söngurinn á lagi eftir Pál ísólfs- son, sem hann hefur sérstaklega tileinkað þessu móti, en síðan munu kóramir syngja hver fá- ein lög, en siðan syngja a'llir saman 5 lög, eitt frá hverju landi. Þá munu kóramir enn frem- ur syngja í Háskólabíói á fimmtudag með breyttri söng- skrá. Hefur þeim, sem stutt hafa þetta söngmót, verið boðið á þá hljómleika og eru þessir aðilar það margir, að miklum meiri hluta sæta í húsinu hefur þegar verið ráðstafað. íslenzka sjónvarpið mun taka þætti frá söngmótinu og Óskar Gíslason hefur verið ráðinn til þess að gera kvikmynd af þvL Tiio og Nasser hittast í haust í Nýju Delhi Nýju Delhi, 15. júní NTB: — ★ Frú Indira Gandhi forsæt- isráðherra Indlands, sagði blaðamönnnum í Nýju Delhi í dag, áð hún færi til Moskvu 12. júlí n.k. til viðræðna við sov- ézka ráðamenn og mundi dvelj- ast þar fjóra til fimm daga. Forsætisráðherrann sagði, að efnahags- og hemaðaraðstoð Sovétríkjanna við Indland yrði rædd mjög ýtarlega og væri ráðgert, að Asoka Mehta, skipu- lagningar- og áætlanaráðherra Indlands, færi til Maskvu 21. júní tdl þess að undirbúa við- ræðurnar í júlí. Indira Gandhi skýrði eirnnig frá því, að í október n.k. væri fyrirhugaður í Nýju Delhi fund- ur æðstu valdaimanna Arabíska Sambandslýðveldisins og Júgó- slavíu. Ekki vildi hún segja nánar, hvað þeir hygðust ræða þar, en stjórnmálafréttaritarar í Nýju Delhi telja ekiki ósenni- legt, að viðræðumar snúist um versnandi samskipti ýmissa Afr- íku og Asíu ríkja og þá tilhneig- ingu margra ríkja að varpa fyr- ir borð hlutleysisstefnunni í ut- anríkismálum, sem Nehru, fyrr- um forsætisráðherra Indlands og faðir* Indiru bar svo mjög fyrir brjósti Merki söngmóts norrænna lög- reglukóra í Reykjavík 1966. 17. júní í Kópavogi EINS og undanfarin ár verða hátíðahöld í Kópavogskaupstað 17. júní. Kl. 1,30 hefst hátíðin við Félagsheimilið. Þaðan verður gengi'ð í Hlíðar- garð. Formaður þjóðhátíðarnefnd ar, Sigurjón Ingi Hilaríusson, æskulýðsfulltrúi, setur hátíðina. í Hlíðargarði verður margt til skemmtunar. Hjálmar Ólafs- son bæjarstjóri flytur ræðu, Helga Harðardóttir flytur ávarp Fjallkonunnar, leikararnir Árni Klemenz og Bessi skemmta og ýmislegt fleira verður til skemmt unar. Kl. 4.80 verður dans yngri bæj- arbúa í Æskulýðsheimilinu að Álfhólsveg 32. Um kvöldið hefst hátíðin aftur \ið Kópavogsskóla kl. 8,30. Þar flytja leikarar gamanþætti. Ríó- tríó leikur og syngur þjóðlög, og tvöfaldur kvartett syngur und ir stjórn Kjartans Sigurjóns- sonar. Síðan verður dansað úti við Kópavogsskóla og einnig í Fé- lagsheimilinu til kl. 1 e.m. „5 PENS“ og Stuðlatríó leika fyrir dansi. 17. júní í Mosfellssveit 17. JÚNÍHÁTÍÐARHÖLD i Mosfellssveit munu hefjast á því að safnazt verður saman við vegamót Reykjalundar hjá Mala túni. Þaðan verður gengið i skrúðgöngu kl. 13.30 og leikur lúðrasveit drengja undir stjórn Birgis D. Sveinssonar leika I fararbroddi. Gengið verður að Varmárskóla. Við Varmárskóla mun Matt- hías Sveinsson, sveitarstjóri setja hátíðina. Þá verður guðsþjónusta og predikar séra Bjarni Sigurðs- son, sóknarprestur, en kirkjukór Lágafellssóknar syngur, undir stjóm Hjalta Þórðarsonar. Þá flytur Aðalsteinn Eiríksson, námsstjóri minni dagsins og Karlakór Kjósarsýslu syngur undir stjórn Odds Andréssonar. Ávarp fjallkonunnar flytur Ólöf Sjötfn Gísladóttir. Þá mun fara fram leikfimi stúlkna og stjórn- ar henni Hlín Árnadóttir. Síðar fer fram sundkeppni og ýmislegt annað verður gert fólki til skemmtunar. Um kl. 21 mun hefjast kvöld- skemmtun í Hlégarði og mun dansað þar til kl. 2 eftir mið- nættL ■'" '

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.