Morgunblaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 20
10 MORGU N BLAÐIO Föstudagur 17 júnl 1966 Sffefán Björnsson forstióri 60 ára STEFÁN Björnsson framkvæmda stjári Sjóvátryggingafélags ís- lands er sextugur í dag. Stefán er í heiminn borinn austur á Djúpavogi. Hann á eins og aðrir íslendingar skaimnt að telja til íslenzks sveitafóiks, en tildrögin til þess, að faðir hans fluttist úr sveitinni eða réttara sagt var borinn þaðan voru ein hverjar mestu náttúruhamfarir í sögu landsins. Dagana 28. og 29. marz 1875 varð eitt stórkostleg- asta öskugos í öskju sem um getur í hinni viðburðaríku sögu íslenzkra eldfjalla. öskufali varð með ódæmum og lögðust þá í eyði margir bæir á Jökuldal og víðar í Norður-Múlasýslu, en askan barst til Noregs og Sví- þjóðar. Afi og amma Stefáns urðu að flýja frá bújörð sinni, Fossgerði á Jökuldal (nú Stuðla foss). Misstu þau bæ sinn og búslóð og fénað að mestu, en fengu bjargað börnown sínum. Amma Stefáns bar Bjöm föð- ur Stefáns, þá á öðru árinu, ým- ist í poka á bakinu eða í fatla á brjóstum sér, alla leið niður í byggð í Vopnafirði. Er það löng leið gangandi fólki í ófærð á vetrardegi og yfir heiðavegi að fara mikinn hluta leiðarinnar. Foreldrar Björns voru bæði á þessum flótta undan skelfingum öskufallsins með börnum sínum kornungum. Meðal þeirra var Þórarinn faðir Sigurðar jarðfræð ings, sem nú er heimskunnur sem eldfjallakönnuður og jarð- fræðingur. Björn faðir Stefáns ólst upp á Vopnafirði. Gerðist 'hann verzl- unarmaður og þar festi hann ráð sitt og kvæntist Margréti Jóns- dóttur, systur Jóns Jónssonar læknis frá Hjarðarholti í Dölum, sem um skeið var læknir í Vopna fjarðarhéraði. Stefán Björnsson fluttist með foreldrum sínum fyrst til Vopna fjarðar og síðar til Reykjavíkur árið 1919. Stefán stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan gagnfræðaprófi, þá hætti hann námi og gerðist starfsmaður hjá Vátryggingar- skrifstofu Axels V. Tuliniusar, sem varð fyrsti framkvæmda- stjóri Sjóvátryggingafélags ís- lands. Gerðist Stefán starfsmað- ur félagsins árið 1925. Hann óx Þrílembd með 17 daga miUibili með starfinu og varð að lokum framkvæmdastjóri félagsins og gegnir enn því starfi. En enginn getur ættarböndin skorið, né eðli sínu hverft á skammri stund. Það lifir allt, sem er í blóðið borið, og brýtur ísinn gegnum lokuð sund. íslendingseðlið hefur jafnan fylgt Stefáni. Hann hefiir frá blautu barnsbeini verið mjög hneigður tH ferðalaga, tekið þátt í ýmsum íiþróttum, þar á meðal skíðaíþróttum, fjallgöngum og Túnsbergi, Hrunamanna- hreppi. ÞAÐ bar til tíðinda hér á bænum nú um sauðburðinn, að þrevetur ær bar þrem lömb- um með löngu millibili. Ærin, sem um er að ræða er svört að lit. Fyrst á réttum tíma um sauðburðinn, bar hún fallegri grárri gimbur, sem fljótt dafnaði. Ekkert gerðist frekar og var talið að sú gamla yrði einlembd í ár. En svo gerðist það heilum 17 sólarhringum eftir að gráa gimburin sá dagsins ljós, að morguninn hinn 4. júní er að ærinni var komið, var hún komin með tvö nýborin lömb, — tvær hvítar gimbrar sem voru fullburða. Þessi marg- lita fjölskylda unir nú hag sinum vel. Meðfyigjandi mynd, ef vel tekst, sýnir ærina með lömb- in sín þrjú. — Eiríkur. NATO konnor — tilboð í nýtt aðvörunarkerfi París 16. júnf — NTB HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum í Patfe í dag, að NATO hafi nú til athugunar til- boð, sem fyrirtæki frá sex lönd um hafa gert sameiginlega í smíði og uppsetningu nýs elektr ónisks árásar-aðvörunarkerfis. Er áætlaður kostnaður við kerfi þetta 12—13 milljarðar króna (ísl.). Félögin, sem um ræðir, eru Hughes Aircraft Company í Bandaríkjunum Thompson- Houston í Frakklandi, Holland- ase-Signaalapparaten í Hol'.andi, Selenia Spa í Ítalíu, Marconi Ltd. í Bretlandi og Telefunken í Vestur-Þýzkalandi. Verið er að kanna, hvort tilboðið samræmist öllum kröfum NATO og verður ákvörðun bandalagsins kunn- gerð 1. júlí n.k. að sagt er. Fyrstí lnxinn í Lnxn n Ásnm 1 FYRRADAG fékkst fyrsti laxirm í Laxá á Asum í Húna- vatnssýslu. Það var Helgi Guðm undsson pípulagningameistari í Reykjavík, sem dró þar fyrsta laxinn, nýrunninn 10 punda. Rétt er að geta þess að þetta er í fyrsta sinn, sem Helgi rennir fyrir lax í þessari á. Veður var mHt og gott og áin hrein. fl. Þá er hann laxveiðimaður mikiU. Hann hefur verið formað ur Skiðafélags Reykjavikur um langt skeið og í stjómum í'þrótta félaga. Stefán var formaður Sambands íslenzkra tryggingarfélaga í sex ár og er formaður Sambands brunabótafélaganna. Hann hefur verið formaður Rotaryfélags Austurbæjar og tekið mikinn þátt í félagsmálum. Stefán hefur í skóla reynsl- unnar aflað sér mjög góðrar þekk ingar á vátryggingarmálum og er meðal þeirra sem bezt kunna skil á þeim málum á landi hér. Hann er vinsæll meðai sam- starfsmanna sinna og hjá starfs- liði því sem hann hefur yfir að segja. í viðskiptum fylgir hann þeirri gullvægu reglu enskra „business manna“ að hafa viðskiptavinina ánægða. Náttúruhamfarimar 1876, sem svo mikinn skaða gerðu á sinni tíð ýttu undir vesturferðirnar svo að heil byggðarlög urðu nær aleyða, hafa sannað hinn forna málsbátt „fátt er svo Hlt að einugi dugi“, því án þeirra væri vart nokkur Sigurður Þórarins- son jarðfræðingur tH þess að bera 'hróður íslands um jarð- kringluna eða Stefán Björnsson framkvæmdastjóri Sjóvátrygg- ingafélags íslands til þess að tryggja mannfólkið fyrir tjóni af válegum atburðum. Stefán er kvæntur Sigríði Jóns dóttur hinni glæsilegustu konu. Eiga þau þrjá uppkomna sonu, Ólaf lögfræðing, Björn búnaðar- hagfræðing og Jón srtúdent; er stundar stærðfræðinám erlendis. Heimili iþeirra Sigríðar og Stefáns að Hrefnugötu 10 er hið glæsilegasta. Ég óska Stefáni og fjölskyldu hans allra heilla í tilefni af af- mælinu. Sveinn Benediktsson. Sjötugur i dag: 1 Séra Friðrik A. Friðriksson 70 ÁRA er í dag séra Friðrik A. Friðriksson, fyrrum prófastur á Húsavík. Hann dvelst í dag hjá syni sinum, séra Erni Friðriks- syni, presti á Skútustöðum. Séra Friðrik er fæddur í Lágholti við Reykjavík. Varð stúdent 1916, lauk guðfræðiprófi við Háskóla íslands 1921 og stundaði síðan framhaldsnám erlendis um skeið. Réðist prestur til safnaðar í Saskatchewan í Kanada og starf- aði þar tH 1930. Það ár varð hann prestur frjálslynda safnað- arins í Blaine, tH 1933. Hann kom heim aftur það ár og var veitt Húsavík 27. maí 1933. Prófastur í S-Þing. og hefur gegnt fjöl- mörgum trúnaðarstörfum í Húsa vik og víðar. Hann hefur tekið mikinn þátt í Rotaryhreyfing- unnL Söngstjóri karlakórsins „Þryrnur" á Húsavík var hann á árunum 1933 til 1951. f stjórn Prestafélags Hólastiftis á hann sæti Hann hefur ritað mikið í tímarit. Kona séra Friðriks er Gertrud Estrid Elise, dóttir Holgers Nielsens skjalavarðar ! Kaupmannahöfn. Þau eiga 3 upp komin börn. Hjartaloka úr kálfi Melfoourne 15. júní — AP LÆKNUM I Melbourne í Ástralíu hefur tekizt að græða í 49 ára karlmann hjartaloku úr kálfi oe hafa þeir góðar vonir um, að hann muni ná nokkura veginn full um bata og eiga í vændum u.þ.b. 20 ára líí til viðbótar. Maður þessi, Leslie Read, hafði fengið þann úrskurð, að hann ætti aðeins um sex mánuði eftir ólifaða. Eftir að hafa gengizt undir þessa til— raun læknanna áströlsku iít- ur út fyrir að hann komizt til vinnu eftir tvo mánuði og lifi lengi enn. Að sögn læknanna hafa svipaðar aðgerðir verið gerð- ar áður með því að nota hjartalokur úr svínum — og einnig eru stundum notaðar hjartalokur úr plasti, en hvor ugt hefði komið manni þess- um að gagni. ) [ jr Vestur-lslendingur í leit aÖ œttingjum HÉR á landi er staddur Vest- ur-íslendingur, Sólberg Sig- urðsson að nafni, og er hann hingað kominn til að reyna að hafa upp á ættingjum sín- um. Sólberg er 31 árs og er fæddur í Riverton Manitoba. Sólberg starfar nú sem próf- essor við háskólann í Edmon- ton Alberta. Sólberg hafði samband við Mbl. varðandi leit sxna og gefum við honum hér með orðíði „Móðir mín var Guðrún Einarsdóttir, f. 1898 í Mani- toba. Faðir hennar, Einar Guðmundsson var fæddur ár- ið 1851 í Dilksnesi í Horna- firði. Foreldrar hans voru Guðrún Magnúsdóttir og GuS mundur Pálsson. Einar átti bróður sem hét Guðmundur og var hann fæddur árið 1852. Ég hef verið að spyrj- ast fyrir um afkomendur Guð mundar, en ekki fundið neitt tU þessa. Ég yrði mjög þakk- látur, ef einhverjir ættingjar Guðmundar vildu láta mér í té upplýsingar um þau skyid menni mín sem hér kunna að vera á lífi. Afi minn Sigurður Erlends- son var fæddur á HL’kuids- stöðum í Aðal-Reykjadal í Þingeyjasýslu árið 1830, For- eldrar hans voru Eriendur Eyjólfsson, sem lengi bjó á Þverá í Laxárdal og Ragn- hildur Jónsdóttir. Sigurður hóf búskap að Stóruliugum i Þingeyjarsýslu. Þar bjó hann til ársins 1866 en fluttist að Klömbrum og bjó bar þar til hann fíuttist til Kanada, en það var árið 1876. Er Sig- urður fluttist til Kanada með konu sinni áttu þau sex börn. Fimm þeirra tóku þau með sér, en hið sjötta urðu Sólberg Sigurðsson. þau að skilja eftir þar sem Sigurður gat ekki greitt far- areyri fyrir öll börnin. Hann vantaði 10 krónur til þess að geta tekið sjötta barnið með sér. Vinur hans sendi sjötta barnið vestur um haf árið eft ir, að beiðni afa míns. Sigurð ur missti konu sína í Manitoba en kvæntist aftur, Þórunni Maríu Magnúsdóttur. Hún var fædd árið 1869 í Lækjar- dal í Skinnastaðasókn. Með seinni 'konu sinni átti afi minn þrjú börn og var faðir minn Stefán eitt þeirra. Hann fæddist í Mikley í Winnipeg- vatni árið 1903. Árið 1919 birtist í Alman- aki í Manitoba stutt frásögn sem rituð var eftir afa mín- xim og fjallaði hún um dvöl hans hér á íslandi og einnig um frumbýlisárin í Kanada. Grein hans endar á eftirfar- andi hátt: „Svo 'hef ég þessa sögu ekki lengri. Hún er til að sýna, að það skiptu ekki allir um til betri stöðu fyrstu ár- n, sem þeir komu til Mani- toba um 1876. Þó hafði ég það í gegn sem ég vann fyr- ir að koma börnum mínum til Kanada, í þeirri von, að þeim liði betur hér en á ís- landi, og hefir mér orðið að trú minni og von í því efni.“ Faðir minn sagðist ekki vita til þess að við ættum neina ættingja hér á íslandi. Ég var aldrei of trúaður á það og ákvað því að athuga málið sjálfur. Eg hef komizt að raun um að Sigurður afi minn átti a.m.k. þrjár systur, Ingibjörgu, f. 1834, sem á son arson sem nú býr á Máná á Tjörnesi, Hildur f. 1832 og Önnu Signý f. 1836. Sú síð- astnefnda giftist Jóhannesi Torfasyni á Stórulaugum árið 1857 og áttu þau a.m.k. t.vó börn; eitt þeirra var Baldvin, sem fæddur var árið 1862. Ég hef í hyggju að gera mér ferð norður í land og skoða mig um á hinum ýmsu bæjum i Þingeyjarsýslu, þar sem ég veit með vissu að forfeður mínir hafa búið á síðustu öld. Ef ég hef tíma, þætti mér gaman að heimsækja ætt- ingja mína á Máná.“ Sólberg hefur mikinn áhuga á að komast í sam- band við ættingja sína hér á landi. Ef einhverjir þeirx-a lesa þessa grein og hefðu hug á að hitta Sólberg, gætu þeir skrifað til Morgunblaðsins og merkt bréfið Jón S. Jónsson. eða hringt í sama mann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.