Morgunblaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 19
Miðvikudagur júní 1966 MORGUNBLAÐIÐ 19 UNGTFÓLK Hrafn Gunnlaugsson og Sigurður Pálsson tóku saman. HURÐARÁS UM ÖXL EYMINGJANS Fyrsti kafli. frásögn: þarsem blessuðbörnin híma að •erslum og leik undir barðinu tem hnípir einsog án meðvit- undar á yfirborði jarðar klúkir eyminginn á fjórum fótum og reisir sér hurðarás um öxl. og eem korr barnanna skáskýtur sér gegnum næfurþunnt andrúms loftið syngur hamar eymingjans: klúmm klúmm. íslands er það lag. þáerþað að misslag með hamri neglanda hvers veldur eyminginn er orsakar það að nagli galvaníseraður hvers hlut- verk í uppbyggingu hurðarássins er afgerandi víkur af réttri leið þóað margt sé til í mörgu og margar séu leiðirnar eða ella víkur af fyrirframákveðinni leið og tælist til að veitast að tilfinninganæmu hörundi eym- ingjans. taugar hans bera hel- fregnina skjótt uppávið og valda því að munnur hans opnast og barkinn endasendir uppúr sér miklu öskri og frumsömdu og hann minnist miðans. vasklega sveiflar hann krumluskafti sínu svoað hvín í deyfðinni aldrei þessu vant og veður með bægslagangi í vasann og leitar miðans. þræðir og kusk og sand- ur og brot af eldspýtu ösp og Ibrennisteinn vantar fumandi fálmandi þreifandi og enn þræð- ir og kusk og sandur og mold og hinn helmingurinn af spýt- unni auðvitað ösp líka. kláða- maur að starfi við iðju sína í krika laungutángar og þumals. átta griparmar þaraf fjórir tenntir tveir þeirra vigtenntir annar með rótopnum hinn með grófum bitfleti og skjöldóttur á baki rauðskj öldóttur og bringan gul eða gulbrún dökknar eftir- þvísem ofar dregur greinilega gerð abn eitthundraðogf jórtán kvendýr og veldur engu hugar- angri hjá eymingjanum þrátt- fyrir elju sína og skyndilega skynja gómar snarpa rönd mið- ans og greinilegar og ef í skoð- aðar smásjá eru þverhníptar skorur þær er mynda krumlu- angaför með sameiginlegu átaki og samanteknum kröftum og annarri ástundun raspa snarpa rönd miðans og leggst nú einn gómanna á suðurhlið miðans en annar á norðurhlið hans svoað hann loðir eða hangir milli krumluanganna og sinar djöflast um allt einsog heimóttarleg hús- dýr og taugasímar standa á öndinni og allt þetta hefur þær afleiðingar að krumluskaftið bognar eða tekur á sig keng eða liðast eða hjarast eða leggst saman í miðju og silast uppúr vasanum með miðann fastgreipt- an milli gómanna og þegar svo er komið að Krumluskaftið og allt hefur staðnað eða öðlazt eða áunnið sér kyrrstöðu í þeim stellingum sem allt bendir til að haldast mun enn um hríð ívið íhallt niðuraf höku en þónokkru framar og enn með keng dregst hitt skaftið á loft og líkir nú á ós jálfstæðan hátt eftir nýaf- stöðnum hreyfingum samstarfs- skafts síns þóað öðrumegin sé til staðar á líkamsbyggingu eym- ingjans og veitist óréttlátlega að miðanum og nær samskonar haldi á honum og hinu skaftinu hefur tekizt að varðveita á með- an og flettir honum sundur þannig að lesmál kemur berlega í ljós eða augsýn. aukakafli (no.) líkamsbyggingarfræði til nán- ari glöggvunar á aðstæðum og staðháttum. ( () = stilbragð tilaðauka á leyndarblæ frásagnarinnar) (kúla hímir svoá mönnum semá eymingjum. þar er gap innanbeina en kúla þessi er gerð af viðartegund þeirri er náttúru- fræðingar hafa haft mikla til- hneigingu tilað kalla bein og eru þar vitsmunir eða ekki og vits- munalif eftir því. þar heitir höf- uð. göt eru þrjú og einu færra (stílbragð) á höfði og dandalast þau hvimandi í gulgrænu mein- leysi báðumegin ofanverðra horganganna. þar heitir vinstra auga og hægra auga eftir því hvorumegin horganganna þau eru og er þar sjón eða ekki) stílbragð til að auka á leyndar- blæ frásagnarinnar endar. auka- kafll endar. frásögn: göt (sjá aukakafla) () = ekki stílbragð) á höfði eymingjans eyru gædd hagstæðum hæfileik- um og þaraðauki sem ónotuð og í albezta lagi afþvíer virðist. því er þáð að eyminginn eða ölluheldur taugar eymingjans beina götum þessum sem leið liggur á lesmál miðans og ávinna sér ástand það sem helzt mætti kalla ígrundandi störu og notfæra sér þessa aðstöðu sína tilað skynja án nokkurs bakviðliggjandi skilnings strik og stafi og tákn og tölur og greina loks einsog í mósku eða móðu an ekki neitt þrjúhundruð milljónir að minnsta kosti og líður nú eilítil stund þareð það opinberast að sjóntaugar eym- ingjans hafa ekki verið ruddar lengi og hafa enda aldrei staðið í stórræðum áður og er því eym- inginn orðinn átakanlega þröng- sýnn og sækist því áðurfrá- greindri skynjan leiðin seint inní vitsmuni á náðir vitsmuna- lífsins en þegar leiðin er loks á enda upphefur sig tómahljóð í meira lagi þareð vitsmunir fyrirfinnast engir skynjaninni til sárrar gremju en gap mikið á sér stað innan veggja höfuðs- ins þessístað og hlær því eym- inginn rosalega og nú skeður margt í senn: sinar teygjast af sjálfsdáðum rétt einusinni og valda hreyfingu til og frá frum- ur djöflast við uppbyggingu og maginn er í bezta lagi þar brennur eldurinn eilífi og tauga- símar eru orðlausir af hringing- um og allt þetta bram'bolt og dinglumdangl eftirþvísem bezt verður séð veldur þvíað máttar- viðir Mkamans taka á sig hreyf- ingu og taka til við að flytja alla líkamsbygginguna og krumlu- sköftin því líka og höfuðið og þessvegna augun líka essber aukakafla sem eru að öðlast víð- sýni sökum ört vaxandi sjón- deildarhrings og krumluang- arnir halda enn taki sínu um miðann í frásögur færandi og sinar og taugasímar og bústólp- arnir taka á sig keng á víxl svoað klump klump stik stik klump klump stik stik mynd- ast og hamarinn í rassvasanum. Þórarinn Eldjárn. frásögn: í hjarta þorpsins þar sem allt er svo ógeðslegt húkir einhver viðurstyggilegasta forarvilpa sem um getur í veröldinni í hverri mætast allar skolpleiðsl- ur þorpsins spúandi soU og skor 'kvikindum í leðjuþrungið ill vetnið vaxið daunverstu slím- plöntum jarðarinnar umvöfðum vannærðum álum framúr hverra nösum standa lúsugir ormar og holdsveikiveirur og yfir öllu sveima svo berklaveikar endur og holdsveikir svanir og gæsir með óaflátanlegan niðurgang. vilpa þessi þykir ókaflega fögur. enn er þessi sami meinleysis- dagur g meðfram tjörninni sit-ja skáld og snúa sér hörpustrengi úr slíi og leika á með hanzka- klæddum höndum þannig að úr verður ein allsherjar drulluveiia hverrar hljómur lætur illa í eyr um og fnykurinn er alveg hreint að drepa allt kvikt og svanirn- ir hósta og skyrpa og endurnar æpa á sársauka og gæsirnar fljúga um og krydda fram- leiðslu sinni yfir ófögnuðinn í heild sinni á bökkunum standa gamlar skrælkur og þeyta grjót- hörðum myglugulgrænum rúg- brauðshlunkum í eymingja skeppnurnar af einskærri mann vonzku og hatri til alls sem lís- n--------------------------□ (Teikningar: Ólafur H. Torfa- son). □---------------------------Q anda dregur hiustandi á hörpu- slótt skáldanna líðandi áfram í uppblósnu móki og litlar píslir murka lífið ú hornsílum og svo er alltíeinu kominn vetur og frost líka og allt breytist og hundabörkur leggst yfir vilpuna og varnar fyknum uppgöngu og hörpur skáldanna frjósa og þeir skrndrast heimtil sín æpandi af ánægju og geldfraukurnar á eft- ir þeim og píslirnar líka og álar leggjast í dvala og hornsílin og ar lungnabólgan nei berklarnir svanirnir fara og öndunum batn og gæsirnar loka verksmiðjum sínum sökum hráefnisskorts og heilagiur friður leggst yfir allt einsog yfirsig fallegur draumur. þá er bað sem hundabörkur- inn endurómar af klump klurop stik stik klump klurnp stik stik klump klump stik stik klump klump stik stik og í fjarska sést hvar bústólpar liðast eða kengjast og einstaka tauga sími lætur í sér heyra og þar er eym- inginn á ferð og hann nálgast ilpuna með hraða og miðinn enn og eyminginn er kominn að vilpunni og skimar um og hörp- urnar bráðna fyrir tilliti hans og hverfa og hamarinn í rassvas- anum. tekur lykilinn. leggur miðann á jörðina. opnar miðann. fer inn. gengur að himdaberkinum. hefur hamarinn á loft. hefur hamarinn á loft. hefur hamar- inn á loft. hamarinn horfinn ú rassvasanum. er nú í krumlu eymingjans. á lofti. dregur djúpt andann. er enn inní mið- anum. auðvitað. enginn undan- leið. hamarinn á lofti. heggur í hundabörkinn. ætlar að drekkja miðanum. heggur í hundabörkinn. heggur. heggur. klúmm. klúmm. klúmm klúmm. vinnur ekki á. vinnur ekki á. klúmm. klúmm. klúmm. klúmm. vinnur ekki á. Klúmm. Þórarinn Eldjárn. V O R Rökkrið hlustar á regnið falla þyrst moldin þunguð fyrstu skúr vorsins fyllir fræ sín rennandi vatni og þú barn fjötrað blóðstorknum heimi: áður frost áður vetur finnur regnið falla heyrir grasið spretta á ný. Ormur tvr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.