Morgunblaðið - 10.07.1966, Page 4

Morgunblaðið - 10.07.1966, Page 4
4 MORGUNBLADIÐ Sunnudagur 10. júlí 1966 BÍLALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SÍMI 34406 SEN DUM W& SÍMI 3-fl-BO m/UF/Ðlfí Volkswagen 1965 og ’66. •——BiLAL£IGAN 'ALU/R e at' RAUOARÁRSTfG 31 SÍMI 22022 LITLA bíloleigon Iagólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Daggjald 350 og kr. 4 pr. km. Fjaðrir, fjaðrablóð, hijóðkútar púströr o.fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Sími 24180. BO SC H Háspennukefli 6 volt. 12 volt. Brœðurnir Ormsson L»ágmúla 9» —— Sími 3Ö820. Fríhöfnin í Kefla- vík: Orð í tíma töluð Þessa yfirskrift hefur „Auraspar“ sett yfir bréf sitt, sem hljóðar svo: „Full ástæða er til þess að þakka gagnrýniskrif S. P. Á. um fríhöfnina á Keflavíkurflug veli, sem birtust í þessum dálkum á fimmtudag. Það voru vissulega orð í tíma töluð. Saga Fríhafnarinnar, eða raunar forsaga, er ámóta rauna leg og þjónusta sú, sem þetta opinbera fyrirtæki veitir, og um árin hefur hið opinbera sýnt sig að vera hreint við- skiptaviðundur, svo að ekki verði meira sagt. Þegar Kefla- víkurflugvöllur var ein helzta miðstöð flugumferðar á Norð- ur-Atlantshafi, og illmögulegt var að stunda flug milli Evrópu og Ameríku, án þess að hafa viðkomu þar, höfðu nokkr ir framsýnir menn uppi hug- myndir um að reyna að ná í eitthvað af þeim gjaldeyri, sem sem fór í vösum farþega um völlinn. En nei takk! Hin ís- lenzka búramennska í við- skiptum var þá allsráðandi, sem endranaar. Og þegar loks, eftir margra ára stapp hinu opinbera hugkvæmdist að setja fríhöfnina á laggirnar, höfðu framfarir úti í heimi gert Keflavíkurflugvöll að smámun- um, hjá því sem áður var. Þot- ur þurfa ekki lengur að hafa hér viðkomu, og ef ekki væri fyrir oþ þakka framtakssemi Loftleiðg h.f., væri fríhöfnin í dag lítið annað en innantómt nafnið. Sem sagt, ekki var hirt um hænuna, sem gulleggjun- um verpti, fyrr en hún var marséruð af hreiðrinu. En nú virðist, sem hið opin- bera hafði séð gullið tækifæri til þess að „hala inn slakann". Hin íslenzka króna er lítils- virt af sjálfu ríkinu, sem þó reynir að telja þegnum sínum trú um, að hún sé einíhvers virði. Fyrir íslenzka peninga er ekki hægt að fá keypt svo mikið sem ölglas í fríhöfninni, hvað þá meira! Þessum sér- stæðu viðskiptaháttum geta menn raunar kynnzt í einu landi öðru, Austur-Þýzkalandi Ulbrichts, Þar fæst ekki keypt vegabrésáritun nema á móti komi vestur-þýzk mörk. Sína eigin mynt hundsar kommún- istastjórnin, — ugglaust vegna þess að hún gerir sér allra aðila bezt grein fyrir því, hvers virði hún er. Og í sama kné- runn höggvum við. Hverjum einasta farþega, sem um Kefla- víkurvöll fer, verður ísland vafalaust minnisstæðast fyrir eitt: Það er landið, sem ekki vill sjá né heyra sína eigin mynt. Þetta jafngildir raunar fullkominni yfirlýsingu frá Seðlabankanum um að krónan sé ekki virði pappírsins, sem hún er prentuð á. Það er vissulega kominn tími tiL, að bætt verði úr þeirri þjóðarsmán, sem erlendir menn verða daglega vitni að á Kefla- víkurflugvelli. ^ Ferðamálaráð hefur beðið um leiðrétt- ingu Vegna bréfs S. P. Á. um fríhöfnina . á Keflavíkurflug- velli, sem birtist hér á fimmtu- dag, hefur Lúðvig Hjálmtýsson komið að máli við Velvak- anda og skýrt honum frá því, að Ferðamálaráð hafi gert ályktun um petta atriði og sent viðkomandi ráðuneyti bréf, þar sem óskað er eftir leiðréttingu, enda sýnist sá háttur að taka ekki við inn- lendum peningum ekki vera annað en vanmat á íslenzkum gjaldeyri. Ef ferðamenn rífa hreinlega ekki íslenzka pen- ingaseðla við brottföriiwi, þá fara þeir með þá til síns heima- lands, þar sem þeir eru sýndir vinúm og kunningjum sem hlægileg skringilegheit frá yzta úthjara veraldar, eða þeim er skipt yfir í valútu heima- landsins, ef íslenzka krónan er þar skráð og viðurkennd, eins og reyndar víðast síðan við- reisnin hófst, en það kostar hinn heimkomna ferðamann allavega óþarfa fyrirhöfn. ★ Viðey og Engey „Blængur" hefur sent Velvakanda bréf, og er það birt hér stytt, umskrifað og endursagt: Nokkrar umræður hafa orð- ið undanfarið um tvær eyjar í nágrenni Reykjavikur, Viðey og Engey, bæði í blöðum og út- varpi. Hafa nokkrir ágæíir menn lÉ^ið Ijós sitt skína af þessu tilefni og haft uppi ýms- ar bollaleggingar í sambandi við eyjar þessar. Menn eru að vonum sárir yfir niðurlægingu þessara fornu merkisstaða og hafa sjálfsagt áhuga á að varð- veita sem bezt þessar perlur Sundanna _í nágrenni höfuð- staðarins. Ég hlustaði nýlega á útvarpsviðræðuþátt um þetta. Menn þeir, er útvarpsmaður- inn leiddi að hljóðnemanum, voru allvel málhressir. Mér skildist, að útvarpsstarfsmað- urinn hefði gengið á land i Viðey og rannsakað staðinn nokkuð. Heldur fannst honum Viðeyjarstofa ömurleg útlits, og ekki er ég hissa á því. Þar er verkefni fyrir höndum, ef bjarga á þessu reisulega og fallega húsi frá eyðileggingu, svo að ég nefni það ekki, að húsið verði lagfært og endur- byggt og gert sem líkast því, sem það var i upphafi. En víkjum þá að kirkjunni eða kapellunni í Viðey. Eig- andi eyjarinnar mun hafa gefið eða afhent Þjóðminjasafni ís- lands guðsthús þetta til um- sjónar og vörzlu. Kirkjuna sem stofuna lét Skúli Magnússon byggja, og undir gólfi kirkj- unnar er hann grafinn, „faðir Reykjavíkur". Kirkjuna hefur svo þjóðminjavörður (ekki biskup) látið lagfæra og endur- byggja, og hefur hann þar far- ið eftir gamalli lýsingu á henni. í fyrrasumar var endur- bótum utanhúss lokið og kirkjugarður girtur smekk- legri girðingu. í sumar mun vera ætlunin að ljúka viðgerð þessari. Þarna hefir verið unnið mik- ið og gott starf, og er þjóð- minjaverði sómi að. Mér finnst einiHversn veginn, að starfsmaðúr Ríkisútvarpsins hafi ekki skoðað staðinn nægi- léga, fyrst hann kom ekki auga á þetta. Eða kannske hann hafi komið á land þar með því hugarfari að sjá ekki annað en eymd og niðurlægingu? Það er nefnilega svo, að þeir, sem hæst hafa hrópað um Viðey, hafa gert það í leiðinlegum vonzku- tóni, sem gerir ekkert nema spilla fyrir, og þeir vilja alls ekki sjá það, sem. vel er um staðinn. Að minnsta kosti fór útvarpsmaðurinn niðrandi orð- um um vinsamlega áskorun þjóðminjavarðar til gesta um að spilla ekki þessum gömlu húsum, og ekki munu ummæli útvarpsmannsins hvetj a menn til betri umgengnismenningar á þessum stað, og hefur þó ýmsum þótt umgengni gesta á staðnum vart geta hafa verið verri. Þó að eyin sé í einka- eign, ryðst hvaða lýður sem er þarna í land í algeru leyfis- leysi og sjálfsagt í óþökk eig- anda, sem varla getur sitaðið í því að hafa þar vörzlu allan ársins hring. Niðurníðslan þarna er ekki sízt að kenna ruddalegri umgengni óþekktra dóna, sem varpa af sér menn- ingarskrúðanum og gerast villimenn, þegar þeir koma í land á hinni mannlausu ey. Þess ber þó að geta, að aldrei hefir verið brotin rúða í kirkj- unni, eða henni spillt af manna völdum, enda ávallt hvílt viss helgi yfir henni. Gagnrýnt hef- ur verið, að hross skuli hafa komizt í kirkjuna, en sú trú er eldgömul hér um slóðir, að ekki megi loka kirkjuhurðinní, því að ella farist skip á Við- eyjarsundi, og má gjarnan virða þá venju. Kirkjan er 1 raun og veru nokkurs konar helgidómur okkar Reykvík- inga, því að þar er Skúli fógeti grafinn, eins og áður er sagt, og þar sátu merkir ábótar af fornum ættum Reykví'kinga. Vikjum þá aðeins að Engey. Nokkrir ungir menn tóku sig til og máluðu húsin þar. Þessi hús voru og eru mjög illa far- in, og útlit þeirra var mikið lýti á hinni fallegu innsiglingu til borgarinnar, sem sumir vilja telja hina næstfegurstu í heimi (á eftir innsiglingunni til Rio de Janeiro). Nú er deilt um það, hvort þetta fram- tak hafi verið réttlætanlegt. Húsin blöstu við kolryðguð og gluggalaus, og ekki var annað fyrirsjáanlegt en að þau stæðu þannig mörg ár enn. Ekkert bólaði á eigendum og forsvars- mönnum eyjarinnar, eða að þeir gerðu endurbætur á staðn- um. Ungu mennirnir tóku sig til, vopnuðust penslum og málningu, og máluðu húsin utan. Ekki dettur neinum í hug, að þetta hafi verið nein varan- leg viðgerð, en áreiðanlega hef- ur þetta verið vel meint hjá mönnum þessum, og óneitan- lega er innsiglingin fallegri núna en þegar Engeyjarhúsin blöstu við kolryðguð og ömur- leg. En hvað á að gera? Á að endurbyggja eða rífa eða láta þetta ganga eins og áður, fúna, ryðgja og grotna niður? Það væri vissulega fróðlegt að heyra tilsvör manna um þessi mál, og gaman væri að heyra eitthvað frá eigendum þessara tveggja eyja um það, hvað þeir ætlast fyrir. Kapcllan í Viðey. Snyrtistofon Hótúni 4o Sími 18955 Fótsnyrting Handsnyrtfng Andiitsböð Húðhreinsun Eigum snyrtivörur í úrvali. Guðrún Þ. Vilhjálmsdóttir, snyrtisérf ræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.