Morgunblaðið - 11.08.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.1966, Blaðsíða 2
2 MORGU NBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. ágúst 1966 Framkvæmdanefnd hægri handar aksturs SAMKVÆMT lökum nr. 65/1966 um hægri handar umferð skal dómsmálaráðherra skipa þriggja manna framkvæmdanefnd, er hafi á hendi undirbúning og stjórn framkvæmda við breyt- ingu úr vinstri í hægri nandar umferð. 1. Að kanna og sannreyna, eft ir því sem unnt er, áædanir um framkvæmdir og kostnað, sem leiðir af breytingunni. 2. Að fylgjast með, a3 fram- kvæmdar verði nauðsynlegar breytingar á vega- og gatnakerfi landsins. Varð fyrir bifreið d skellinöðru ÞAÐ SLYS varð í gærkvöldi kl. 20.45 að harður árekstur varð milli skellinöðru og bifreiðar við benzínstöð Shell við Suðurlands- braut. Ungur maður Samúel Ólafsson, Framnesvegi 27, ók hjólinu og slasaðist hann. Var hann fluttur á Slysavarðstofuna en síðan í Landa'kotsspítala. Blaðinu var ókunnugt um meiðsli hans í gærkvöldi. Otto N. Þorláksson. Otto N. Þorlóks- son lótinn í FYRRADAG lézt í Lands- spítalanum Ottó N. Þorláksson skipstjóri, 94 ára að aldri. Ottó var fæddur 4. nóvember árið 1871 sonur Þorláks Sigurðs- sonar bónda á Korpúlfsstöðum og Elínar Sæmundsdóttur. Ottó fæddist að Holtakotum í Biskups tungum og ólst upp að mestu hjá föðurfólki sínu fram yfir ferm- ingu. Hann fór ungur að árum til sjóróðra hér syðra og gekk síðan í Sjómannaskólann og tók þar skipstjórapróf. Síðan vann hann lengstaf ýmist til sjós eða lands, staðfestist hér í Reykjavík og bjó síðan hér alla sína tíð. Ottó kvæntist Karolínu Siem- sen, dóttur Hendriks Siemsens verzlunarmanns og konu hans Margarethe fæddrar Stilling. Þau Ottó og Karoltna eignuðust 5 böm, 3 syni og 2 dætur, sem öll eru á lífi, 4 búsett hér í Reykja- vík, en einn sonur í Grimsby. Otto N. Þorláksson hóf snemma baráttu í verkalýðsmál- um, fyrst fyrir málefnum sjó- manna en síðan einnig verka- manna. Hann var fyrsti forseti Alþýðusambands íslands. Þau hjón Karolína og Otto voru einkar samher^ og létu sig bæði mjög skipta verkalýðsmál, hún í félagsmálum kvenna. Þau tóku einnig virkan þátt í störfum góð- tempflarareglunnar. Ottó starf- aði einnig mikið í Dýraverndun- ar félaginu um skeið og ennfrem ur var hann orðlagður barnavin- ur 3. Að undirbúa og fram- kvæma í samráði við yfirvöld, félog og stofnanir nauósynlega fræðslu og upplýsingastarfsemi, svo og stuðla að því, að ráðstaf- anir verði gerðar til að koma í veg fyrir umferðarslys í sam- bandi við breytinguna. 4. Að ákveða greiðslur vegna kostnaðar, sem leiðir af breyt- ingunni. 5. Að gera tillögur um ’nauð- synlegar stjórnvaldsráðstafanir í sambandi við breytinguna. í nefndina hafa verið skípað- ir eftirtaldir menn: Einar B. Pálsson, verkfræðing ur, Kjartan Jóhannsson, héraðs læknir og Valgarð Briem, hér- aðsdómslögmaður, og er hann formaður nefndarinnar. Neytendasamtökin ræöa kartöflu málið við landbúnaðarráöherra MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til formanns Neytendasam- takanna, Sveins Ásgeirssonar, og innti hann frétta af Kartöflumál- inu. „Málið er ranuar tvíþætt“, sagði Sveinn, „Annars vegar er um að ræða kæru til Sjó- og verzlunardóms á hendur Græn- Hæstn vinningar í Háskólohopp- drættinu Miðvikudaginn 10. ágúst var dregið í 8. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Dregnir voru 2,300 vinningar að fjárhæð 6,500.000 krónur. Hæsti vinningurinn, 500,000 krónur, komu á hálfmiða númer 10,650 sem seldir voru í umboði Jóns Guðmundssonar á Akureyri. 100,000 krónur komu á heil- miða númer 46,921. Voru báðir heilmiðamir seldir í umboði Guðrúnar Ólafsdóttur, Austur- stræti 18, Reykjavík. 10.000 krónur: 854 - 6741 - 10059 14000 16518 21761 24243 30906 36817 45159 49260 52413 54260 10649 14504 16612 22290 24552 32258 37438 45674 51482 53057 55498 11913 14862 17802 24048 25375 33791 40123 46749 51969 53306 55748 - 12177 - 15152 - 19122 - 24089 - 27756 - 35120 - 42652 - 47241 - 52408 - 54250 - 56520. Frú Susan Eban og konur, sem voru í fylgd með henni hlusta á frásögn Lárusar Sigurbjörns- sonar af hellunni. Talið frá vinstri: Lárus, frú Eban, frú Björg Ásgeirsdóttir, frú Lourie og frú Katla Pálsdóttir. (Ljósm. Ól. K. M.) — Er hlóðarhella? Framhald af bls. 28. dýpi er útséð um að engin mann- leg hönd hefur getað höggvið hana til nema farið sé aftur í ald ir. Ég minntist þess þá að hafa séð slíka eldhellu í Gaudal í Noregi, sem settur var á eldur og datt mér í hug að verið gæti að hellan væri komin frá Nor- egi, sem eldhella á skipi fyrsta landnámsmannsins, en fer'ð yfir úthöf á þeim tíma gat tekið margar vikur og því þurfti að búa vel að eldi. Við Mývatn eru nú norrænir jarðfræðingar og hef ég beðið þá fyrir milligöngu Sigurðar Þórarinssonar að rannsaka hell- una, en mér sýnist hún vera úr mun dekkri grásteini, en hinum íslenzka. Þá má láta sér detta í hug að hellan hafi verið til- höggvin til þess að koma henni fyrir milli banda í skipi. Fyrir allmörgum árum fann Ólafur Friðriksson, ritstjóri, tvo steina í hoftóftum við Eskihlíð og voru þeir tilhöggnir og virð- ast hafa verið einhvers konar blótsteinar. Að mínu áliti er hér um viðfangsefni fyrir jarðfræð- ingá, sagði Lárus að lokum. metisverzluninni fyrir brot á lög- um um varnir gegn óréttmætum verzlunarháttum. Þar sem réttar- hlé er til 1. september, verður málið ekki tekið fyrir fyrr en eftir þann tíma. Hins vegar snýr málið að landbúnaðarráðuneyt- inu, en því rituðu Neytendasam- tökin ítarlegt bréf sama dag og kæran var lögð fram. Þar var mál þetta rakið og þess krafizt, að hinir kærðu verzlunarhættir Grænmetisverzlunarinnar y r ð u stöðvaðir og neytendum tryggð- ar beztu fáanlegar tegundir af þessari dáglegu nauðsynjavöru. XJmbætur dyggðu ekki lengur, heldur grundvallarbreytingar“. Hefur ráðuneytið svarað bréfi Neytendasamtakanna? — Að vísu ekki, en afíur á móti áttum við viðræður við landbúnaðarráðherra í morgun. Eftir þær leyfi ég mér að segja, að góðar horfur séu á því, að þessum málum verði kippt var- anlega í lag — það er að segja, hvað reglur og fyrirmæli snertir sem og fyrirskipað eftirlit með því, að þeim sé framfylgt. Slíkar reglur hefur reyndar vantað varðandi innfluttar kartöflur. Neytendasamtökin gera strangar kröfur um það, að svo verði um hnútana búið, að girt verði að fullu fyrir það, að óæti eða ómeti verði selt neytendum sem fyrsta eða jafnvel annars flokks jarð- epli. Þvert á móti eiga hinir ís- lenzku neytendur allt hið bezta skilið, þótt ekki sé miðað við annað en það, sem þeir inna af hendi í staðinn, sagði Sveinn Ásgeirsson. Hin gullvæga regla þekkingar- innar, en ekki höfðatalan skal ráða — sagði Abba Eban i fyrirlesfri, sem hann hélt i Háskólanum i gær SMÁÞJÓÐIR, sem hafa lýð- ræðislega hugsjón og breyta eftir henni eiga að láta að sér kveða á vettvangi alþjóð- Hæðin er enn yfir Græn- landi, en lægðin yfir Skotlandi stefndi ANA og hafði ekki áhrif á veður hér. Loftið yfir landinu var komið norðan úr íshafi, en á Jan Mayen var aðeins eins stigs hiti og gekk á með éljum. Þurrkur var á SV og V landi, en sama þurrkleysan á Norðurlandi, þótt ekki vætti í innsveitum. — Á Hvera- völlum komst frostið 1 eitt stig í fyrrinótt. legra samskipta, en ekki sitja hjá, því að þar skal ráða hin gullvæga regla þekkingar- innar, en ekki höfðatala þjóð- anna, sagði utanríkisráðherra ísraels, Abba Eban í fyrir- lestri er hann hélt í Háskól- anum í gær. HIN opinbera heimsókn Abba Eban utanríkisráðherra ísraels hélt áfram í gær. Laust fyrir kl. 9.15 fór hann frá ráðherra- bústaðnum að Stjórnarráðinu, þar sem hann ræddi við Emil Jónsson, utanríkisráðherra, síð- an til Alþingishússins, þar sem hann ræddi við forseta íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson og loks kl. 10.30 ræddi hann við forsæt- isráðherra, dr. Bjarna Benedikts son og um klukkustund siðan við Geir Hallgrímsson, burgar- stjóra. Kl. 13.00 snæddi hann hádegis verð í boði forseta íslands að Bessastöðum og í bakaleiðinm þaðan skoðaði hann Reykjavík. Kl. 17 í gær hélt Abba Eban fyrirlestur í 1. kennslustofu Há- skólans í boði félagsins „ísrael- ísland" og nefndist fyrirlestur- inn: „Smáríkin í samfélagi þjóð anna“. _ Fjölmenni var við fyrirlestur- inn og meðal gesta voru forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirs- son, forsætisráðherra, dr. Bjarni Benediktsson og frú, utanríkis- ráðherra, Emil Jónsson og menntamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, sem í upphafi fund arins kynnti Abba Eban, gat um glæsilegan æviferil hans sem fræðimanns og stjórnmálamanns svo og um feril hans í utanríkis- þjónustu lands síns. Abba Eban hóf mál sitt á þá leið, að það væri sér dýrmæt reynsla, að fá tækifæri til þess að tala innan veggja Háskóla íslands og hann þakkaði áheyr- endum fyrir, að þeir vildu hlusta a sig í stað þess að vera úti í sólskininu. Abba Eban sagði það vera sameiginlegt ísraelsmönnum og íslendingum, að báðar þjóðirnar væru smáþjóðir með ríka arf- leifð, þar sem sagan væri, og enginn efaðist nú um tilveru- rétt þeirra, eins og Arnold Toyn bee hefði gert í seinni heimstyrj öldinni, er hann sagði að innan nokkurra ára myndu þær hætta Framhald á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.