Morgunblaðið - 11.08.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.08.1966, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 11. ágúst 1966 MORGUNBLAÐIÐ 3 i í i SUNNANUNDIR vegg við skipasnúðastöðina í Njarðvik um er rennilegt víkingaskip skarað sKjöldum með ginandi trjónu oghringaðan sporð, og seglin bandin við rá. Allt er þar um borð í fornum stíl og nýheflaðar spýtur gerðar gam allegar útlits, en undir þilj- um leynist stór og nýr utan- borðsmótor, svona rétt tii að létta undir með seglunum ef óbyrlega skyldi blása. Víkingaskip þetta er smíð- að svo rétt sem verða má, sam kvæmt fornum sögnum og fundnum skipaleifum frá vík ingatíð en mun þó vera nokk uð af minni gerðinni eða um 15 met’-ar frá trjónu á sporð. Skip þetta er gert fyrir töku kvikmyndar úr Völsungasög x Farkostur Sigurðar Fáfnisbana og er Sigurði Fáfnisbana ætl- að að taka land á þessum far kosti eirhvers staðar við Dyr hólaós, og ef til vill að sýna einhverjar siglingakúnstir ef svo ber undir. Það eru um sex vikur síðan smíði skipsins hófst. Megin uppistaðan er gamall nótabát ur sem var 11 metra langur áður en stefni og trjóna voru sett á bát;nn, sem lengdu hann um 4 metra, svo nú er bátur- inn 11—12 tonn að nútíma skipamáli. Að verulegu leyti er vikingaskipið smíðað eftir þýzkum teikningum en Jón Benediktsson leiktjaldamál- ari frá Þjóðleikhúsinu hefur annazt aila útfærslu skreyt- inganna ásamt Stefáni Bjarna syni í Njarðvíkum. Fljótt á litið virðast þeir hafa fært margt tiJ betri og sannari veg ar en teikningar gerðu ráð fyrir. Bjarni Einarsson og skipasmiðir hans hafa svo annazt aðra smíði. Trjónan og aðrar skreyting ar eru að mestu gerðar úr plasti og húðaðar með trefja- glerhúð Mikil vinna og efni hefur farið til byggingar þessa víkingaskips og varðist Bjarni Einarsson aJJra frétta um kostnaðarverð en taldi það sízt minna en byggingarverð annarra úthafsskipa að svip- aðri stærð. Skipið vegur um 5 tonn og verður það flutt landleiðina austur að Dyrhólaey í nótt eða á morgun. enda þótt það væri vel í sjó leggjandi, en landtaka þar getur oft verið slæm. Nú verðum við að bíða til að sjá hvernig víkingaskipið tekur sig út á hvíta tjaldinu, með Sigurð Fáfnisbana við stýrið eða í staíni. —hsj— STAKSTEIMAR Gegn verðbólguimi Ástæða er til að fagna þeirri áskorun, sem aðalfundur Stéttar sambands bænda, beindi til ríkis stjórnarinnar um að hún beiti sér fyrir sem „víðtækustu sam- starfi allra . ábyrgra þjóðfélags- afla um stöðvun verðbólgunn- ar.“ Það hefur einmitt verið stefna ríkisstjórnarinnar síðustu árin að koma á víðtækri sam- vinnu verkalýðshreyfingarinnar atvinnurekenda og annarra að- ila sem hlut eiga að máli til þess að takmarka og stöðva verð bólguna. Þetta samstarf hófst fyrst með júnísamkomulaginu 1964 og má segja að það hafi staðið síðan. Að vísu hefur ekki tekizt að vinna bug á verðbólg- unni, en þess var varla að vænta að það mundi takast í fyrstu tilraun. Meginmáli skipt- ir að ofangreind almannasam- tök hafa viðurkennt það þýðing- armikla hlutverk, sem þau hafa að gegna í baráttunni gegn verð bólgunni. Áskorun Stéttarsam- bandsins bendir til þess, að þessi áhrifamiklu hagsmunasamtök bænda séu reiðubúinn til þess að legga sitt lóð á vogarskál- arnar I baráttunni gegn verð- bólgunni og ber að fagna því enda er hún mikið undir því 1 komin að samvinna fyrrgrein- dra aðila fari að bera enn betri árangur en þegar er orðið. Naumast grundvöllui fyiir kauphækkunum I ræðu þeirri er Ingólfur Jóns son, landbúnaðarráðherra, flutti á Stéttasambandsfundinum og vitnað er í, í forustugrein Mbl. í dag, sagði liann m. a.: „Nú er talið, að útflutningsafurðir hafi jafnvel sumar hverjar lækkað í verði og er því naumast grund- völlur fyrir kauphækkanir með- an svo er.“ Að undanförnu hef- ur Hagráð setið á fundum og fjallað um skýrslu Efnahags- stofnunarinnar um ástand og horfur í efnahagsmálum. Þar eru saman komnir fulltrúar ým- issa hinna mikilvægustu almanna samtaka, sem hafa veruleg á- hrif á þróun efnahags- og at- vinnumála á næstunni. Þess ber að vænta að sá umræðuvettvang ur, sem skapast hefur með stofn un Hagráðs verði til að auka skilning forustumanna hinna ýmsu hagsmunasamtaka á vanda málum efnahagslífsins og að það verði til þess að samtök þeirra hagi kjarastefnu sinni og kröfu- gerð í samræmi við fyrirliggj- andi staðreyndir. ,MenningarbYltingin‘ f Mbl. í gær er frétt um „menningarbyltingu“ þá sem yfir stendur í Kína um þessar mundir. Þar segir: „Líffræð- ingur einn við vísindaakadem- íuna í Peking hefur viðhaft þau ummæli um tónlist Beethovens, að hugmyndafræðileg sannfær- ing sín hefði orðið fyrir hnekki við að hlusta á 9. sinfóniu Beet- liovens. Sagði líffræðingurinn að sú ást til mannanna, sem lof- sungin væri í lokakór sinfóni- unnar hefði vakið með honum tálvonir, sem ekki væru í sam- ræmi við veruleikann." „En bætti hann við“ vegna þeirrar menntunar, sem ég hef hlotið í sósialiskri menningu varð mér ljóst, að áhugi minn á vestrænni sigildri tónlist getur bara orðið til þess að lama byltingarvil- jann“. Þessi ummæli vekja upp þá hugsun, hvort kommúnism- inn sé fær um að gera einstakl inga og jafnvel heilar þjóðir að fiflum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.