Morgunblaðið - 11.08.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.08.1966, Blaðsíða 5
Fimmíudagur 11. ágúst 1966 MORGUNBLADIÐ 5 ÞAÐ er sól og sumar, og við erum á leið í Heiðmörk, ekki í gróðursetningarferð heldur til áð hitta ibörn frá Tjarnar- borg, sem brugðu sér í berja- mó. Þegar út fyrir bæinn kem ur dregur ský fyrir sólu og þykknar í lofti. Bsjan klæðist dimmibláum feldi en sól er enn á Akrafjalli. Einstaka regndropi fellur létt til jarð- ar. Á Vífilsstaðavatni teyga Orn Þór Arnarson sýnir hvernig litli bróðir „grenjar“. hann og sýpur hveljur. „Ég sá hornin.“ Þrjár telpur koma hlaup- andi á hæla honum og ekki er þeirra fregn síður merki- leg. Þær sáu nefnilega kisur í skóginum, sem voru að borða gras. Ljóshærð hnáta með hrokkna lokka segir skýrt og skorinort að pabbi sinn ætli brá'ðum að koma „á stóru deildina.“ „Og hvað heitir hann pabbi þinn“, spyrjum við. „Jón Múli Árnason", segir sú litla og hristir bjarta lokk- ana. Nú kemur Örn litli aft- ur til okkar, segist vera svang ur, enda bara fengið kæfu að borða. „Stundum geri ég svona við litla bróður. Þá hlær hann“, segir hann og kitlar sig undir hökuna. Nú er farið að kula og úlpu hetturnar látnar upp. Sól skín enn í heiði en allir búast til „Ekki gráta Dagný mín“, segir Bubbl litli 3ja ára. Nú er komin ókyrrð í mann skaþinn enda ekki til setunn- ar boðið, þar sem allir ætla að tína ber handa mömmu. Mjólkurflöskur og tóm nesti- box hverfa niður í töskurnar og tekið er á rás. Örn Þór Arnarson, sem áð- ur sýndi okkur hvernig hann litli bróðir grenjar, tekur sér stöðu beint fyrir framan okk- ur og segir drýgindarómi: „Ég ræð við 5 ára.“ Og hon- um vex enn ásmegin. „Ég ræð við 12 ára. Ég ræð við mann.“ Að svo mæltu tek- ur hann á rás upp hlíðina. Nú eru allir önnum kafnir við berjatínsluna nema Dag- ný, sem situr afsfðis og græt- ur. „Grenjuskjóða", hrópar Ijós hærður snáði um leið og hann skýzt fram hjá. Þá birtist Bubbi bítill eins og verndar- engill af himnum ofan, setzt hjá Dagnýju og rekur henni remibingskoss. Orn litli fær sér hressingu eftir berjatínsluna. brottfarar. Við kveðjum börn in og íóstrurnar, stígum upp í jeppann og höldum á brott. Hjá Vífilsstöðum byrjar einn og einn regndropi að falla. Þegar við komúm í bæinn er regnbogi yfir Esjunni og svanahjónin synda stolt á Tjörninni með ungana sína „hiu ganian, gaman er, í góðu veðri að leika sér“ reiður snáði og skammar steininn, sem hann er nýbú- inn að hnjóta um. Nú er kallað á okkur í kaffisopa, en ekki erum við fyrr sezt í grasið en Strákur nokkur kemur hlaupandi á harðaspretti. Með öndina í hálsinum segist hann hafa séð hreindýr uppi á hæðinni. „Ég er alveg viss,“ segir tveir fannhvítir svanir sum- arloftið, og værukærar endur kúra hjá. Brátt erum við kom in inn í hraunið. Trjátopparn- ir hreyfast letilega í blænum. Á stöku stað sést í Ijósgræna furugræðlinga, sem mynda skemmtilega mótsetningu við dökkt foergið. Þrestir bregða á leik milli trjátoppanna með fjörugu kvaki. — Um leið og sólin brýzt fram á ný komum við auga á foörnin, sem þjóta í rauðu, grænu, bláu, já alla vega litum upp og niður fjalls hlfðina. Skyndilega kveður við flaut mikið og allir hlaupa til sinna heima. Það er kaffi- tími. Lítill snáði skokkar í áttina til okkar, lítur á okkur stórum spurnaraugum en lízt ekkert á komumenn og tekur á rás. Nú eru mjólkurflöskur, nestis pakkar og einstaka gosflaska á lofti. Lítill drengur, Örn Þór Arnarson, drekkur appel- sín af stút. Hann er nýbúinn að eignast lítinn bróður og grett- ir sig ósköpin öll til að sýna hvernig litli bróðir gerir þeg- ar hann „grenjar." Lítil, ljós- hærð hnáta grætur reiðinnar ósköp. Hhin heitir Dagný. „Af hverju ertu að gráta, finnurðu til, ertu svöng?“ spyrja fóstrurnar hver í kapp við aðra. Alltaf er nú bitinn góður. „Þetta er stelpa", segir strákur nokkur við hliðina á okkur og bendir á Bulbfoa. En það er ekki rétt. Það er strák- ur undir foítlaihárinu, sem heitir Sveinfojörn og er 3ja ára. Hann kveðst ekki ætla að tína ber því að fjallið sé svo stórt að hann komist ekki upp á það. Nú eru munnarnir orðnir foerjabláir og foerin farin að hverfa niður í bréfpokana. Þau eru lítið þroskúð enn og skilja eftir remmuforagð í munninum. Við göngum í hægðum okkar upp hlíðina. Lit.il hnáta biður okkur að reima skóinn sinn og telpa með ljósa „tíkarspena" sýnir okkur hvað hún er búin að tína mikið. Siú síðarnefnda á reyndar 6 ára bróður, sem er „voða“ góður við hana. — Skyndilega kveða við mögn- úð folótsyrði að baki okkar. „Helv.. hvelv...... steinn Dagný horfir á þær skiln- ingssljóum augum og grætur áfram þurrum tárum. Kona með rauða skuplu tekur hana í fangið. Hún reynist reyndar vera forstöðukona Tjarnar- foorgar, Elín Torfadóttir. Tjá- ir hún okkur, að þarna séu á ferðinni allar fjórar deildir Tjarnarfoorgar, eða um 60 börn á aldrinum 3ja—6 ára, og um 10 börn þar að auki, sem fengu að koma með. Þetta er í fyrsta skiptið, sem foörnin fara „út í sveit“ í sum ar og eru 9 fóstrur og auka- stúlkur með í förinni. >f: ÚR ÖLLUM ÁTTUM Með börnum í berjnmö \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.