Morgunblaðið - 11.08.1966, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.08.1966, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 11. ágúst 1966 MORCUNBLAÐIÐ 27 500 laxar í Kollafirii f LÓN laxeldisstöðvar ríkisins í Kollafirði hafa nú gengið í sumar 500 laxar og er þess vænzt, að mun fleiri laxar gangi í lónið í sumar. En í fyrrasumar gengu í lónið ein- ungis 57 Iaxar og er nú sýnt að starfsemi stöðvarinnar hef ur borið mjög góðan árangur. Stærð iaxanna, sem nú leita á gamlar slóðir eftir ára fjar- veru í Atlantsáium, eru frá 6-8 pund. Þess má geta, að einungis um 10% laxaseið- anna skila sér aftur fullþroska til fyrri heimkynna. í vor var 12000 gönguseiðum sleppt úr eldisstöðinni í Kollafirði en ætlunin er að sleppa mun fleiri seiðum næsta ár. Mynd- in sýnir einn starfsmann eld- isstöðvarinnar gefa laxaseið- um, hakkaða loðnu. í baksýn eru ker með seiðum á byrjun- arskeiði og bráðabirgða eld- isstöð, en nú er verið að grafa fyrir annarri. (Ljósm. Mbl. Ól. K. Mag.). Visitala framfærslukostn- aðar og kaupgreiðslu Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar í ógústbyrjun 1966 og reyndist hún vera 195,0 stig eða 3,2 stig- um hærri en í júlíbyrjun. Af þéssari hækkun voru 2,2 stig vegna hækkunar á töxtum hita- veitu, rafmagns og strætisvagna Reykjavíkur. Að öðru leyti var um að ræða verðhækkun á græn meti, ávöxtum o.fl. Kaupgreiðsluvisitala. Kauplagsnefnd hefur reiknað kaupgreiðsluvísitölu eftir vísi- tölu framfærslukostnaðar í ágúst byrjun 1966, í samræmi við á- kvæði fyrri málsgr. 2. gr. laga nr. 63/1964, og reyndist hún vera 188 stig. í fyrri málsgr. 3. gr. sömu laga er svo fyrir mælt, að greiða skuli verðlagsuppbót sem svarar 0,61% ef launum og öðrum vísitölu- bundnum greiðslum fyrir hvert stig, sem kaupgreiðsluvísitala hvers þriggja mánaða tímabils er hærri en vísitala 163 stig. Samkvæmt því skal á tímabilinu Suzie Wong í Neskuupstuð SUZIE WONG, hraðbáturinn, sem er f hringferð um landið, var í gær kominn til Neskaup- ctaðar. Pilfarnir tveir, Hafsteinn og Þórarinn, lögðu af stað frá Hornafirði kl. 5 aðfaranótt mið- vikudags og voru komnir til Nes kaupstaðar kl. 3 í gær. Ferðin gekk vel, nema hvað þeir hrepptu vonzkusjó út af Gerpi, þann versla, sem þeir hafa kom- izt í kynni við í ferðinni. Á leið- inni til Neskaupstaðar komu þeir aðeins við í Stöðvarfirði til þess að taka benzín. Lofa piltarn ir mjög móttökurnar, sem þeir hafa fengið á öllum stöðunum, sem þeir fcafa komið tii. 1. september til 30. nóvember 1966 greiöa 15,25% verðlagsupp- bót á laun og aðrar vísitölubundn ar greiðslur. Athygli er vakin á því, að þessi verðlagsuppbót skal ekki reiknuð af launum að yið- bættri þeirri verðlagsuppbót (13,42%), sem gildir á tímabilinu júní-ágúst 1966, heldur miðast hún við grunnlaun og aðrar grunngreiðslur. Verðlagsuppbót á vikulaun og mánaðarlaun skal, samkvæmt ákvæðum nefndra laga, reiknuð í heilum krónum, þannig að sleppt sé broti úr krónu, sem ekki nær hálfri krónu, en annars hækkað í heila krónu. Vcrðo að iæra asdikið í Sig- urey SÍLDVEIÐISKIPIÐ Sigurey frá Grímsey (áður togarinn Jörund- ur og Þorsteinn þorskabítur) var í gærkvöldi að landa fyrstu síld- inni á Seyðisfirði. Blaðið náði tali af skipstjóranum Matthíasi Jakobssyni og spurði hvernig gengi. — Þetta hefir ekkert gengið, sagði Matthías. — Það er ekki hægt að nota asdikið þar sem það er í skipinu. Því er fyrir komið fremst í vélarrúmi og það verður að færa það framar. Sennilega verður það fært fram í netalest. Til þess verðum við að koma suð- ur til Reykjavíkur og það fer alltaf vikan í þetta hjá okkur. Við erum hér að landa 300 tunn- um. Að lokum sagði Matthías að svo virðist sem allt annað í skip- inu væri í lagi og hliðarskrúfurn- ar ynnu ágætlega. Möndludispum og eggjum stolið f NÓTT var brotizt inn í Sveins bakarí að Vesturgötu 52. Var far ið í gegnum glugga á bakhlið hússins inn í búðina, og höfðu þjófarnir þuðan á brott með sér flösku af möndludropum, nokk ur egg, kökur og um 500—600 kr. í peningum, aðallega í 5 kr seðlum Og skiptimynt. — Biður rannsóknarlögreglan þá, sem kynnu að geta gefið einhverjar upplýsingar um málið að snúa sér til sín, sem fyrst.. Jaðarsmótið um nœstu helgi HIÐ árlega mót íslenzkra ung- templara verður haldið að Jaðri um næstu helgi: Þar verða ýmis atriði. Tjaldbúðir verða að Jaðri yfir helgina. Mótið hefst á laugardag og um kvöldið verður skemmtikvöld inni að Jaðri. Þar mun leika fyr ir dansi, TEMPÓ, hljómsveit unga fólksins. Á sunnudag verð- ur guðsþjónusta, séra Árelíus Níelsson, formaður ÍUT prédik- ar. Skemmtun verður síðar um daginn. Þar mun m.a. koma fram Ómar Ragnarsson, glímuflokkur úr KR og flokkur úr Þjóðdansa- félaginu sýnir þjóðdansa. Þá verð ur handknattleikskeppni og frjáls íþróttakeppni. Jaðarsmótinu lýk Fundir / Hagráði UNDANFARNA tvo daga hafa verið haldnir fundir í Hagráði og þar rædd skýrsla Efnahags- stofnunar íslands, er lögð var fyrir ráðið á fyrsta fundi þess. Allmiklar umræður munu hafa orðið um skýrsluna og er gert ráð fyrir því að þeim verði hald- ið áfram undir lok mánaðarins. Fundir ráðsins eru lokaðir og s'kýrsla Efnahagsmálastofnunar- innar enn sem komið er trúnað- armál. Hóskóloiyrírlest- ui uoi rono- sóknomól í DAG, fimmtudag 11. ágúst, flytur E. Fjellbirkeland, fram- kvæmdastjóri yfirnefndar rann- sóknarmála í Noregi, fyrirlestur í 1. kennslustofu Háskólans kl. 17:30. Fyrirlesturinn nefnist: Organ- isation for naturvidenskabelig forskning og humaniora med særlig henblik pá de erfaringer som er gjort i Norge. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. ur á sunnudagskvöld með kvöld- vöku og dansi. Ferðir að Jaðri verða frá Góð- templarahúsinu á laugardag og sunnudag, en að Jaðri er öllum heimilt að koma, sem vilja skemmta sér án áfengis. Ársþing ísienzkra ungtemplara. Ársþing íslenzkra ungtemplara verður haldið að Jaðri 12. og 13. ágúst og hefst það á föstudags- kvöldið kl .20.30. Þá mun for- maður ÍUT, séra Árelíus Niels- son, flytja ávarp, séra Jón Bjar- man, æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkj- unnar flytur ræðu og Magnús Jónsson, óperusöngvari syngur. Þá verður flutt skýrsla stjórnar. Þingstörf munu halda áfram á laugardagsmorgun. Þá verða um- ræður, stjórnarkjör og fl. Mun þinginu ljúka síðar um daginn. - Síld - SAS Framhald af bls. 1 þó það til að það vilji keppa við Loftleiðir með því að beita sömu aðferðum og íslenzka félaginu hafi áður gefizt svo vel. SAS tel- ur fargjaldastríð við Loftleiðir brýna nau'ðsyn og það því frem- ur sem Loftleiðir vilji nú fá að fljúga hinum stóru Rolls Royce 400 vélum sínum til Norðurlanda alla leiðina að vestan. Með því myndu Loftleiðir tvöfalda far- þegarými sitt segja SAS-menn og sé þá nærri SAS höggvið, því í fyrra hafi Loftleiðir flutt fleiri farþega yfir Atlantshafið en SAS. í viðtali við „Kristeligt Dag- blad“ í dag segir Kristján Guð- laugsson að því fari fjarri að farþegarými verði tiltakanlega miklu meira þótt Rolls Royce 400 komi til skjalanna og vísar al- gerlega á bug þeirri fullyrðingu SAS að Loftlefðir taki farþega frá félaginu. „Við beitum okkur á eðlilegum markaði okkar í Bandaríkjunum og á íslandi", segir Kristján, „en að sjálfsögðu flytjum við einnig farþega frá Luxemibourg og Norðurlöndum. Þótt fjöldi farþega með vélum okkar hafi aukizt höfum við þó ekki gert mikið betur en halda hlut okkar af N-Atlantshafsflug- leiðinni. Hlutur SAS hefur aftur á móti minnkað um helming. Fullyrðingar SAS um að við höldum uppi óréttmætri sam- keppni við féíagið eru til þess eins ætla'ðar að vekja samúð með félaginu, en þá er þess að gæta að SAS flýgur þotum en við aftur á móti skrúfuvélum og það er ekki nema rétt og skylt að farþegar njóti nokkurs hagnaðar af því að ódýrara er að ferðast með skrúfuvélunum.“ Rytgárd. Mbl. hafði samband við Kristján Guðlaugsson og spurði hversu Loftleiðum þætti um sinnaskipti SAS og fylgi við lækkun fargjalda. — „Við höfum ekkert við það að athuga“, sagði Kristján, „við höfum sjálfir aila tíð stefnt að því að hafa fargjöld sem lægst. Þetta sýnir einungis að SAS hefur flogið of dýru verði til þessa.“ Kristján kvað ekki tímabært að ræða far- þegaaukningu Loftleiða en gat þess þó að tölur þær er SAS gæfi upp væru fjarri öllu lagi, t.d. hefði SAS sagt að Loftleiðir flyttu 120 þús. farþega til Norðurlanda og frá en þar sem heildartala far þega væri um 140 þúsund og langflestir væru farþegar frá Luxembourg og að vestan um ísland væri tala SAS hrein blekking og næði ekki nokk- urri átt- „En hitt er satt“, sagði Kristján, „að við höfum sparað mörgum Norðurlanda- manninum sem flogið hefur með okkur drjúgan skilding og hefur þó afkoma Loftleiða verið mjög sæmileg.“ Framhald af bls. 28. sagði Jakob. — Síldin er að fara í góðar torfur. Það var að vísu vart við síld þarna fyrir nokkru en hún var mjög dreifð, en þarna eru mjög góð skilyrði fyrir hana og ástæða til að þetta haldist eitthvað. Síldar hefir einnig orðið vart út af Langanesi en hún er dreifð eins og síldin suð- urfrá var, en það er sama nieð hana. Ástandið getur einnig breytzt til hins betra þar. Hér norður frá virðist vera tals- verð síld en veður er óhagstætt. Suður frá er veðrið sæmilegt, hægviðri en nokkuð þungur sjór. Vitað er að nokkrir bát- ar eru þegar komnir með sæmi- legan afla í kvöld. Margir köst- uðu en fregnir eru ekki komnar að ráði um árangur, sagði Jakob að lokum. Fréttamaður blaðsins í Nes- kaupstað sendi blaðinu svo- fellda frétt seint í gærkvöld. Neskaupstað, 10. ágúst. NÚ er að færast líf yfir síldar- bæina hér á Austurlandi, en heldur hefur verið dauft hér að undanförnu, enda vantað síld- ina. Nú virðist þó svo að hún sé að koma og í dag hefir verið saltað hér á tveimur plönum. í nótt og morgun er von á mörg- um bátm með síld til söltunar og líkur eru til að saltað verði á öllum plönunum 6 á morgun. Síldin sem nú veiðist er á svæðinu 120 sjómílur ASA af Norðfjarðarhorni og hafa marg- ir bátar verið að kasta þar síð- an kl. 5 í kvöld og þó nokkrir fengið þar góð köst. Nú er lokið stækkun á síldar- bræðslunni hér og getur hún nú brætt 7000 mál á sólarhring. — Ásgeir. Síldarfréttin frá L.í.tl. hljóðar svo: Fyrri sólarhring þar til í gær- morgun voru skipin einkum að veiðum við Jan Mayen og um 120 mílur SA frá Seley. Við Jan Mayen var veður fremur óhagstætt, en veður var allgott á veiðisvæðinu SA af Sel ey. Þá tilkynntu 26 skip um afla, samtals 3.000 lestir. Raufarhöfn Akurey RE 70 lestir, Gísli Árni RE 230, Helga Guðmunds- dóttir BA 120, Snæfell EA 70, Örn RE 80, Sigurvon RE 85, Sæþór ÓF 70, Guðmundur Þórð arson RE 60, Framnes ÍS 90, Haraldur AK 65, Arnfirðingur RE 80, Akraborg EA 140, Pétur Thorsteinsson BA 100, Höfrung- ur III AK 55, Súlan EA 35, Gjafar VE 135. Dalatangi Ögri RE 200 lestir, Grótta RE 200, Sólfari AK 160, Hólmanes SU 190, Ásbjörn RE 160, Bald- ur EA 100, Helga Björg HU 40, Jón Finnsson GK 180, Óskar Halldórsson RE 260, Sigurey EA 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.