Morgunblaðið - 16.08.1966, Page 15
Þriðjudagur 16. ágúst 19W
MORCU NBLAÐIÐ
15
!■
i
— S K A M M T frá hinu
mikla fjallavatni, sem Kín fell-
ur um á mörkum Sviss og Þýzka
lands, gnæfir höll ein mikil,
með þúsund gluggum. Konungar
byggja hana að vísu ekki leng-
ur, en þar situr þó enn hin kon-
unglega ætt og Elísabet Breta-
drottning brá sér þangað ný-
lega í kunningjaheimsókn.
Kannske átti móðirin Elísabet
líka erindi þangað, því að inn-
an þessara hallarmúra starfar
eínn frægasti skóli álfunnar,
Salemhallarskólinn. Börn kon-
unga og kotunga sitja þar á ein-
um bekk.
Frumkvæði að stofnun skól-
ans átti djarfhuga mannvinur,
prins Max af Baden. Hann lagði
fram nokkurn hluta hallar sinn-
ar og annað fé til þess að þar
yrði starfræktur skóli, sem setti
skapgerð einstaklingsins og sam
Skólahöllin við Bodenvatn.
Dr. IVfcttthías Jónasson:
Salem viö Bodenvatn
— siðbótaskóli ■ konungshöll
Kurt Hahn, stofnandi
Salemskólans.
félagsþroska sem æðsta mark-
mið. Þetta var rétt eftir fyrri
heimsstyrjöldina. Örvilnun og
upplausn settu svip á þjóðlífið.
Prinsinn óttaðist, að hið unga
lýðveldi yrði öfgastefnum að
bráð, nema róttæk breyting
yrði á uppeldi æskunnar, sem
leiddi til ljósrar réttlætis- og
ábyrgðarvitundar og styrkrar
skapgerðar. Til þess að forma
þessar hugmyndir sínar í raun-
verulegu skólastarfi réð prins-
inn ungan menntamann, dr.
Kurt Hahn. Prófessor Hahn átti
nýlega áttræðisafmæli. Ýmsir
furstar og ráðherrar töldu ekki
eftir sér að ferðast til Salem
af því tilefni.
Nú eru liðnir nærfellt þrír
áratugir, síðan ég kom fyrst til
skólahallarinnar við Bodenvatn.
Það var 1937. Dr. Hahn hafði þá
setið í fangelsi nazista fyrir að
andmæla stefnu þeirra og síðan
farið landflótta til Bretlands.
Salemskólinn hélt þó reisn sinni
fram á styrjaldarárin undir
stjórn dr. Blendingers, ágæts
menntamanns. í boði hans
dvaldi ég hálfan mánuð í skólan
um. Sumarið eftir fór hann með
allstóran hóp nemenda sinna til
Islands, því að honum þótti sem
úrgar heiðar þess lands væru til
kjörnar að þjálfa ungt fólk við
þrek og æðruleysi, tvær mikil-
vægar dyggðir í uppeldiskerfi
Salems.
Þetta rifjast upp fyrir mér nú
eftir stutta heimsókn í Salem.
Eg ætla samt ekki að reyna að
lýsa uppeldiskerfi skólans; til
þess þyrfti lengra mál. Aðeins
fáein meginatriði.
Að ytra formi er Salem
menntaskóli í sveit, tekur við
börnum 10 ára gömlum og braut
skráir stúdenta eftir 9 ára nám.
Hann skiptist í mála- og stærð-
fræðideild, en hvor þeirra í
yngri deild og eldri, og er hver
deild sér um húsnæði bæði fyr-
ir heimavist og kennslu. Aðeins
ein þeirra er nú í Salemhöll,
eldri nemendur máladeildar, hin
ar hafa aðsetur á þremur öðrum
stöðum, og hafa gamlar hallir
eða klaustur verið endurbyggð
handa þeim. Milli skólasetranna
fjögurra er alllangur vegur, sem
liggur gegn um skóga og vínekr
ur, en öll eru þau í nánd við
vatnið. Hvert þeirra hefir sinn
sérstaka skólastjóra eða rektor,
en yfirskólameistari situr í Sal-
em og ber ábyrgð á rekstrinum
öllum. Ég kalla þetta einu nafni
Salem.
Salem fylgir þeirri skoðun
enskra skólafrömuða, að bók-
nám sé ekki einhlítt til mennt-
unar. Skólanum er að vísu ætl-
að að veita nemendum nauðsyn-
lega þekkingu undir æðra nám
eða hagnýtt starf, en sú viðleitni
má þó ekki blinda kennara fyrir
öðrum þörfum hins uppvaxandi
ungmennis. íþróttir, handíðir,
ferðalög útilegur mynda annan
meginþátt í uppeldiskerfi skól-
ans. Mikil áherzla er lögð á það
að stæla og þjálfa líkamann,
venja ungmennið við einfalda
lifnaðarhætti, áreynzlu og
nægjusemi. . Samt er ónefndur
sá þáttur, sem skýrast einkenn-
ir Salemkerfið: ræktun hugar-
farsins, glæðing siðvitundar,
sjálfsvirðingar og lotningar fyr-
ir persónuleika annarra. Þetta
er kjarninn í uppeldiskerfi
Hahns. Honum verður varla
lýst í stuttu máli. Ég ætla að
reyna að bregða upp dæmi. Við
skriflegar urlausnir eða skyndi-
próf er ekki setið yfir nemend-
um, eins og tíðkast í okkar skól
um. Kennarinn fer, þegar hann
hefir afhent verkefnið, og kem-
ur aftur, þegar próftíminn er iið
inn. Þegar ég var gestur skól-
ans, sýndist mér nemendur vera
mjög misjafnlega í vegi staddir
í námi, rétt eins og gerist og
gengur í skólum, en bæði nem-
endur og kennarar fullvissuðu
mig um, að enginn reyni að fá
hjálp frá öðrum. Þetta nrein
leikahugarfar, að skreyta sig
ekki með fölskum fjöðrum, að
taka afleiðingum af vanrækslu
í námi eða takmarkaðri getu, þó
að þær kunni að verða mjög
óþægilegar, einmitt það er kjarn
inn í uppeldiskerfi. Hahns. Sams
konar kröfur á almennara sviði
gerir lífið til hvers og eins, og
sá einn, sem þeim er vaxinn,
má teljast fullgildur samfélags-
þegn í lýðræðisríki.
Vitanlega öðlast ungmennið
slíkan skapgerðarþroska ekki
fyrirhafnarlaust, heldur aðeins
með langvarandi þjálfun og
stöðugum leiðbeiningum hinna
eldri og þroskaðri. í þessu skyni
samdi Hahn sérstakt æfinga-
kerfi, sem twrnið fylgir, fyrst í
umsjá eldri nemanda, trúnaðar-
vinar, en þroskaðri unglingur
stendur í þessu efni undir eig-
in eftirliti, nema sérstaklega
beri út af. Hér er um að ræða,
að ungmennið geri sér daglega
grein fyrir því, hvort breytni
þess hafi verið í samræmi við
reglur og siðgæðisboð skóíans.
Nemandi merkir með -|- eða -i-
í hegðunarskrá sína, eftir því sem
við á. Þetta á í raun að verða
honum tilefni til að ganga dag-
lega fyrir dómstól sinnar eigin
samvizku. Honum er gert ljóst,
að undanlátssemi og sjálfsvork-
unn, þótt í smáum atriðum sé,
veikir persónuleikann og dreg-
ur hann niður í tækifærissinn-
aða sjálfsþjónkun. Uppeldiskerfi
Salems miðar framar öllu að
því, að ungmennið vinni bug á
sjálfsvorkun sinni, en efli sjálfs
virðingu sína og siðgæðis-
dirfsku. Hahn telur, að þetta
sé mest vanrækt í hinum al-
mennu skólum. Þess vegna verði
æskumaðurinn óhollri nautna-
tízku aðveldlega að bráð og eigi
sífellt á hættu að verða hand-
bendi sér verri manna.
Stjórn í málum nemenda hvílir
að mestu á þeim sjálfum; sam-
kvæmt lýðræðisreglum kjósa
þeir sér embættismenn á ýmsum
stigum, allt frá herbergisumsjón
armanni, sem ber ábyrgð á
reglu, umgengni og brag í litl-
um hópi, til skólavarðar, sem
ber ábyrgð á öllum nemendum
skólans, að þeir haldi í heiðri
öll boðorð skólans, skráð og
óskráð. Þessi varðarhugmynd
er sótt í stjórnmálaheimspeki
Platons, en Hahn dáir hann
kennari, sem starfað hefir þrjú
ár við skólann og ekki verið kjór
inn á skólaþing, hverfi þaðan
að fullu. Þess ber að geta, að
við þetta kjör hefir nemandi al-
gert neitunarvald; eitt mótat-
kvæði nægir til þess að hindra
kjör nemanda eða kennara á
skólaþing. Hvernig ætli slík lög
gjöf reyndist í ísler.zkum skól-
um?
Prins Max af Baden setti skól-
anum það keppnimark að ala
upp frjálsa kynslóð og djarf-
huga, sem bæri sannar lýðræðis
hugsjónir fram til sigurs. Slík
viðleitni er ofstækisfullri ein-
ræðisstjórn lítt að skapi, enda
litu nazistar Salemskólann jafn-
an illu auga. Þegar þeir hófu
skipuleg morð andstæðinga
sinna, mótmælti Kurt Hahn at-
ferli þeirra opinberlega og
hvatti til einhuga andspyrnu
gegn þeim. Hann var þá hand-
tekinn og sat í fangesli um hríð.
Með aðstoð brezka forsætisráð-
herrans þáverandi, Ramsey Mac
Donald, tókst vinum hans þó að
fá hann látinn lausan. Honum
var þó bannað að hverfa aftur
til Salem og skömmu síðar
neyddist hann til að flýja land.
Hann settist að í Skotlandi,
stofnaði þar skóla og gat sér
mikið orð. í brezkum uppeldis-
fræðiritum er víða til hans vitn-
að.
Salem átti þó enn nokkra
blómatíð. Dr. Blendinger tókst
að halda fast við stefnu skólaos,
án þess að rekast alltof harka-
lega á yfirvöldin í ríki Hitlers.
Þegar fram leið á styrjöldina
átti hann þó aðeins um tvo kosti
að velja: að beygja sig fyrir
kröfum flokksins eða loka skól-
anum. Hann tók síðari kostinn.
Salemskólarnir tóku ekki aftur
til starfa, fyrr en Þriðja ríkið
var liðið undir lok. Þá hófust
velunnarar Salems handa að
nýju, og nú stendur skólinn aft-
ur í fullum blóma undir stjórn
Samkomu höllin.
mjög. Aðeins einn getur í senn
verið vörður, en næst æðsta em-
bætti er skólaþingmaður. Skóla
þing á beinan hlut að æðstu
stjórn skólans; það ræðir vanda
mál hans og tekur mikilvægar
ákvarðanir. Það er langur vegur
frá herbergisumsjónarmanni
upp í skólaþingmann; þangað
komast aðeins eldri nemendur,
sem í öllum greinum hafa tekið
þeim framförum, sem skólinn
ætlast til. Einnig kennarar eru
kjörgengir á skólaþing, en eiga
þar ekki sjálfsagt sæti. Það eru
óskráð lög eða hefð í Salem, að
Kennslustund í efnafrspði
Bernstorl
yfirskólameistarans,
greifa.
Vestur-Berlín, 6. júlí 1966
Matthías Jónasson.
— Haförninn
Framhald af bls. 14
Skipið er búið fullkomnum
dæluútbúnaði til að lesta sig á
hafi úti og er unnt að losa í það
úr tveimur síldveiðiskipum sam
tímis. Segja má að bæði lestun
og losun hafi gengið mjög vel
og eru miklar vonir bundnar
þessu skipi í sambandi við síldar
flutninga til Siglufjarðar og nýt
ingu hinna afkastamiklu síldar-
bræðslna þar. Þá hefur síldar-
flutningaskipið að sjálfsögðu
ýmis þægindi í för með sér fyrir
síldveiðiskip, en það sparar
þeim siglingu til hafnar, sem oft
og tíðum er mjög löng.
Skipstjóri á Haferninum er
Sigurður Þorsteinsson, en hann
var áður á Dagstjörnunni, sem
flutti síld á vegum Einars Guð-
finnssonar í Bolungarvík og hef
ur Sigurður þar af leiðandi
mikla reynslu i slíkum flutning-
um. Síldin, sem skipið kom með
til Sigulfjarðar var af Jan
Mayen-svæðinu.
--lí'róff Qri f Qr*i