Morgunblaðið - 19.08.1966, Side 1

Morgunblaðið - 19.08.1966, Side 1
28 síður Áköf leit brezku tögregtunnar ■London, 18. ágúst. NTB-AP VOPNAÐIR lögreglumenn girtu af L.undúnaflugvöll í dag, eftir að Scotland Yard höfðu borizt íregnir um að Harry Roherts, einn af mönnunum þrem, sem grunaðir eru um að hafa myrt |>rjá brezka lögreglumenn s.l. föstudag, hefði sézt í flugvallar- fcyggingunni. Var haft nákvæmt eftirlit með mörg þúsund farþeg iim sem fóru um flugvöllinn í dag. Einnig var send út aðvörun til evrópskra og brezkra flug- valla, ef ske kynni að Roberts hefði sloppið í gegnum net lög- reglumannanna. Mörg hundruð lögreglumenn leituðu einnig í Eppingsskógin- um, sem liggur að úthverfum Lundúnar, en kona nokkur, sem var með Roberts á sunnudag, sagðist hafa farið með honum að krá, sem er í miðjum skógin- um. Sagði talsmaður brezku lög reglunnar að líklegt mætti telja að Roberts væri stutt undan og að líkindum dulbúinn sem ferða maður. Scotland Yard sendi í dag út mynd af Roberts og birta brezk blöð myndina á forsíðu undir fyrirsögninni: „Þessi maður er hættulegur" með stóru letri. Leit þessi er ein hin mesta í sögu brezku lögreglunnar. Hafa tveir hinna grunuðu þegar verið handteknir, iþeir John Edward Witney og John Duddy, Framhald á bls. 17. Bandaríkjamenn hafa misst rúmlega 4700 hermenn — í styrjöldinni í Vietnnm Saigon, 18. ágúst — NTB-AP. TALSMAÐUR bandarísku herstjórnarinnar í Saigon skýrði frá því í dag að 4711 Bandaríkjamenn hefðu nú fallið í Víetnam frá því að Bandaríkin hófu þátttöku í styrjöldinni, 1. janúar 1961. Frá síðustu áramótum er tala fallinna Bandaríkjamanna 2863. Þá hafa 5893 hermenn S-Víetnamstjórnar fallið í bardögum við Víet Cong á þessu ári, en 2204 er saknað. Talsmaðurinn sagði að úr liði óvinanna hefðu frá ára- mótum fallið 32134 en 4470 hefðu verið handteknir. Yfirvöldin í Hue skýrðu frá því í dag að tala látinna við sprengjutilræði Viet Cong á mið vikudagskvöld, næmi nú 28, en særðir væru 151. Var hér ein- göngu um að ræða óbreytta obrg ara. Eins og kunnugt er sprakk sprengja á fundi sem haldin var til að vekja athygli á kosning- unum sem fram eiga að fara í Vietnam 11. september n.k. Var húsið troðfullt þegar sprenging in varð og er óttazt að dánartalan eigi enn eftir að hækka. Bandarískar sprengjuflugvélar fóru yfir 100 árásarferðir yfir N-Vietnam í dag og vörpuðu sprengjum að neðanjarðarfylgsni skæruliða, þar sem talið var að miklar birgðir matvæla og vopna væru geymdar. Víða var barizt á landi í Viet- nam í dag og m.a. hófu stjórnar- hermenn miklar aðgerðir gegn skæruliðum í aðeins þriggja mílna fjarlægð frá Saigon, eftir að skæruliðar höfðu framið mikil hryðjuverk á mörkum borg arinnar. Bandarískir herflokkar hafa Sjónvarpað frá tunglflauginni — um gjörvöll Bandarlkin Pasadena, Kaliforníu, 18. ágúst. — AP — MILLJÓNIR sjónvarpsáhorf- enda um gervöll Bandaríkin sáu fyrstu ljósmyndirnar frá banda- rísku tunglflauginni jafnskjótt og þær bárust til jaröar. Fylgdust sjónvarpstökuvélar með mynd- unum þegar þær fyrst birtust á fjarritaramóttakaranum. Mynd Svíar banna vopna- sölu til Ástralíu Canberra, Ástralíu, 18. ágúst NTB—AP SÆNSKA stjórnin hefur Iagt bann við vopnasölu til Ástralíu, vegna þátttöku Ástralíumanna í Vietnamstyr jöldinni, en það brýtur í bága við grundvallar- reglu Svía um að selja ekki vopn til landa sem eiga í borgara- styrjöld eða árásarstyrjöld. Ástralíustjórn hefur lýst yfir vonbrigðum sínum vegna banns- ins og segir að stjórnin furði sig á því, þar sem Ástralíumenn taki þátt í varnarstyrjöld en ekki árásarstyrjöld. Ástralska utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt sænsku stjórninni viðbrögð stjóinar sinnar og að hún vonist til að banninu verði aflétt. Heimildir í Canberra herma að Ástralíustjórn iíti ekki á ákvörðunina um bannið sem endanlega og muni halda áfram samningaviðræðum. Allen Fayhall, varnarmálaráð- herra Ástralíu sagði í dag að bann þetta myndi ekki veikja varnarmátt landsins, það yrði aðeins að afla vcpnanna annars staðar frá. irnar voru teknar í 208 km hæð yfir yfirborði tunglsins af svæði sem kallað er Smithshaf. Framhald á bls. 17. fellt rúmlega 750 skæruliða í Chu Phong fjöllunum í aðgerð- um sem hófust 1. ágúst. Fundu herflokkarnir 175 lík í dag, en bandarískar flugvélar höfðu áður gert harðar árásir á svæðið, sem er í um 200 mílna fjarlægð NA af Saigon. Mannfall í liði Banda ríkjamanna er sagt lítið. Talsmaður Bandaríkjamanna í Saigon sagði í dag, að herir skæruliða í s.l. viku, en sjáifir Bandamanna hefðu fellt 1436 Framhald á bls. 17. MYND þessa tók Sigurjón Einarsson flugumferðarstjóri, af Surtsey og Syrtlingi i gær. Eins og kunnugt er hefur gos ið í Syrtlingi nú legið niðri í rúma viku og er gígurinn orðinn fullur af vatni og lón hefur myndazt í eyjunni eins og sjá má á myndinni. Skv. siðustu mælingum er Syrtl- ingur nú um 70 metra hár þar sem hann er hæstur 2-300 metrar á, breidd og 4-500 metrar á lengd. Er nú Surts- eyjargosið orðið með lengstu gosum á íslandi. Mikið óveður í Austurríki Vínarborg, 18. ágúst — NTB MIKIÐ óveður hefur geisað í Austurríki undanfarna daga og valdið miklum skriðuföllum og flóðum. Hafa vegir og járn- brautalínur víða rofnað og eyði lagzt. Ibúar margra þorpa og bæja hafa orðið að flýja heim- ili sín og hefur orðið að nota þyrlur til björgunarstarfa, þar sem allir vegir eru ófærir. Vatnið á ánum í Kartíuhéraði fer sífellt vaxandi og á svæð- unum umhverfis Salzburg hef- ur vegurinn milli Hofgastein og Badgastein færst í kaf. Allt vega samband milli Austurríkis og Ítalíu hefur rofnað og ennfrem- ur vegirnir sem liggja að Brenn er. Miklar björgunaraðgerðir voru hafnar í dag um gervallt Austurríki, en mörg hundruð ferðamenn og bæir víðsvegar um landið eru nú einangraðir af völdum flóða og skriðufalla. Verst hefur bærinn Lienz í A-Týról orðið úti, en þar búa um 12000 manns og auk þess er mikill fjöldi ferðamanna í bæn um, Er bærinn nú eins og eyja Framhald á bls. 17 Fullvíst talið að Lin Piao verði arf taki Maos Kom fram á fiöldafundi með honum i gær Hong Kong, Tókíó, 18. ágúst AP-NTB MAO TSE TUNG leiðtogi kin- verskra kommúnista kom í dag fram á fjöldafundi í Feking, þar sem ein milljón manna var sam- an komin. Sagði kínverska fréttastofan „Nýja Kína“, að Mao hefði verið hraustlegur út- lits er hann tók á móti hyllingu fjöldans. Á fundinum kom Lin Piao varnarmálaráðherra, fram við hlið Maos. Erlendum fréttamönn um var meinaður aðgangur að fundinum og er þeir reyndu að komast í námunda við fundar- svæðið var þeim bandað burt af óeinkennisklæddum öryggis- vörðum. Segja fréttamennirnir að allt bendi til þess, að til fund arins hafi verið efnt til að kynna Lin Piao sem væntanleg- an eftirmann Maos. Opinberlega var sagt að fundurinn væri hald inn í sambandi við „menningar- byltinguna“, sem mikla athygli hefur vakið undanfarinn mán- uð. En það eru mörg atriði sem benda til að tilgangurinn hafi aðeins verið að kynna nánasta samstarfsmann Maos. Fundurinn stóð í 7 klukku- stundir og var Lin Piao einn ræðumanna, en hann hefur nú ekki koriiið fram opinberlega um þriggja ára skeið. Kínverski herinn og hið opin bera málgagn hans hafa staðið fyrir hreinsununum í landinu síðustu vikurnar. Á þessu tíma- bili hefur Lin komið fram sem helzti túlkandi Maos, en Lin er einn af 5 varaformönnum komm únistaflokksins og einn af 16 varaforsætisráðherrum ' landsins. Sjónvarpað var frá fundinum og voru einatt ^ýndar nærmynd ir af Mao og Lin þar sem þeir ræddu brosandi sín í milli og við aðra háttsetta embættis- menn, sem einnig voru á fund- inum. Var mikil áherzla á það lögð að Mao væri mjög hraust- legur útlits. Furðar sig enginn á því, þar sem hann hefur nýlega synt 15 km. eins og frægt er orðið.. Erlendir fréttaritarar í Peking segja að enn sé ekki Ijóst hvort menningarbyltingin hafi valdið verulegum breytingum á flokks- stjórninni, en hún hefur velt úr Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.