Morgunblaðið - 19.08.1966, Side 2

Morgunblaðið - 19.08.1966, Side 2
2 NORGUNBLAÐID Föstudagur 19. ágúst 1966 Jóhannes Kjarval tekur fyrstu skóflustunguna aS myndlistarhúsunum á Miklatúni. Kjarval setti moldina í plastpoka og gaf borgarstjóra Ljósm.: Pétur Thomsen. Tíu ára drengur bíður bana — Varð milli skurðgröfu og Ijósastaurs HÖRMULEGT slys varð sl. miðvikudag hér í Reykjavík en þá varð tíu ára gamall drengur Magnús Vilberg Gunnarsson milli skurðgröfu og ljósastaurs og beið bana. Nánari tildrög voru þau að skurðgrafa var að vinna að því að grafa hitaveituskurð við húsið að Langagerði 14. Hefur stjórn andi gröfunnar þá sennilega lyft bómunni upp, og snuið henni til hægri, en við það hefur drengurinn, sem þarna var að leik, sennilega milli gröfunnar og ljósastaursins, orðið á milli vinstra horns vélarhúss skurð- gröfunnar og Ijósastaursins, og látist nær samstundis. Slysinu var ekki veitt athygli samstundis, því að skurðgröfu- stjórinn fór niður í skurð til vinnu þar. Það var kona, sem býr í næsta húsi, sem veitti því athygli að drengurinn lá á þess um stað, og gerði hún skurð- gröfustjóranum viðvart, en síðan var hringt í sjúkrabifreið. Var slysið tilkynnt um kl. 16.45. Sjúkrabifreiðin kom mjög fljót- lega á vettvang, og flutti dreng- inn þegar á slysavarðstofuna, en hann var látinn þegar þangað kom. Rannsóknarlögreglan og starfs maður Öryggiseftirlits ríkisins komu á vettvang og rannsökuðu allar aðstæður. Lögreglan leitar Framkvæmdir hafnar við bygg- ingu myndlistarhúsa á Miklatúni Jóhannes Kjarval tók fyrstu skóflustunguna laxaþjófanna 1 GÆR, á 180 ára afmæli Reykja víkurkaupstaðar, hófust fram- kvæmdir viS byggingu mynd- listarhúsa þeirra að Miklatúni, sem ákveðið var að reisa þar Aðalfundur Skógræktar- * félags Islands hefst í dag að Laugum AÐALFUNDUR Skógræktarfé- lags íslands hefst kl. 10 árdegis í dag að Laugum í Reykjadal. í gærkvöldi fór hópur skóg- ræktarmanna frá Reykjavík norður, en aðalfundinn sækja fulltrúar víðs vegar af að land- inu. Búizt er við að aðalfundinum ljúki um helgina. í tilefni af 80 ára afmæli Jó- hannesar S. Kjarvals. Borgaráð samþykkti 14. okt. s.l., að Revkjavikurborg skyldi standa fyrir bvggingu sýningar- húss að Miklatúni, sem sérstak- lega skyldi ætlað til sýningar þess getið, að ekki yrði um önnur hátíðarhöld að ræða í tilefni af 180 ára afmæli borgarinnar, en á verkum Kjarva’s og ennfrem- ur gangast fyrir byggingu sýn- ingarhúss myndlistarmanna, skv. nónara samkomulagi við mynd- listarmenn. Hannes Dav'.ðsson arkitekt, hefur gert uppdrætti að mynd- listarhúsum þessum. Kl. 11.30 í morgun hófust fram kvæmdir svo sem áður segir, og stakk Jóharmes S. Kjarval fyrstu skóflustunguna. Geir Halígrimsson borgarstjóri mælti síðan nokkur orð til lista- mannsins, þakkaði honUm og lét hins- yegar væri ekki ólíklegt, að síðar mundi talið, að þessa afmælis hafi verið minnzt á Skemmtiferð ungra Sjálfstæðismanna á Norðurlandi á laugardag FÉLÖG ungra Sjálfstæðis- manna í Skagafirði, Siglu- firði, Ólafsfirði og Sauðár- króki efna til sameiginlegrar skemmtiferðar, laugardaginn 20. ágúst. Farið verður um Skagafjörð og A-Húnavatns- sýslu, fyrir Vatnsnes og þaðan á héraðsmót Sjálfstæðismanna á Blönduósi en síðan haldið heim um nóttina. Lagt verður af stað frá Siglufirði kl. 9 að morgni og frá Ólafsfirði um svipað leyti. Frá Sauðárkróki verður farið kl. 12.40 en einnig verða tekn ir farþegar á Hofsósi, Sleitu- stöðum, Varmahlíð og e.t.v. fleiri stöðum. A meðan á ferð inni stendur verða skemmti- atriði í hílnum og einnig verða leiðsögumenn með í ferðinni. Nánari upplýsingar gefa Lárus Jónsson, Ólafsfirði, Björn Jónsson, Siglufirði Haukur Björnsson, Bæ á Höfðaströnd og Anton Ang- antýsson, Sauðárkróki svo og aðrir stjórnarmeðlimir félag- anna. Þátttöku ber að til- kynna fyrir nk. föstudags- kvöld og er öllum heimil þátttaka. Sætagjald er kr. 250. Ekki er að efa að ungir Sjálfstæðismenn á Norður- landi fjölmenni í þetta ferða- lag, sem sýnir þróttmikið og vaxandi félagsstarf þeirra. óvenju eftirminnilegan hátt með því að hefja byggingu Kjarvals- staða. Jóhannes Kjarval mælti síðan nokkur orð og minnti á gamalt sálmavers, þar sem m. a. segir: „Láttu standa í lífsibók þinni líka þeirra ncfn sem mitt“. (Frá skrifstofu borgar- stjorans í Reykjavík). Mbl. sneri sér til Rannsóknar- lögreglunnar í gær og spurðist fyrir um hvað liði rannsókn á laxastuldi í Botnsá og Brynju- dalsá, sem greint var frá í blað- inu í gær. Rannsóknarlögreglan sagði, að Helgi Eyjólfsson, framkvæmda- stjóri sem er einn af eigendum Botnsár, hefði tilkynnt rannsókn arlögreglunni um það í fyrra- kvöld, að maður hefði hringt til sín, upplýst að tugum laxa hefði verið stolið úr Botnsá og Brynju dalsá aðfaranótt miðvikudagsins. Maðurinn kvað þá sem hér hefðu verið að verki vera kunningja sína, og vildi hann því hvorki segja til nafn síns né þeirra. Rannsóknarlögreglan sagði enn fremur, að Helgi hefði haft sam- band við eiganda söluskálans í Hvalfjarðarbotni, sem gat upp- lýst að tvær stúlkur, sem verið hefðu þar á vakt um nóttina, hefðu séð tvær bifreiðir aka upp með Botnsá kl. 3—4 um nóttina. Rannsóknarlögreglan kvaðst hafa gert fyrirspurnir hjá flest- um þeim sem seldu lax, hér í bæ hvort að til þeirra hefði borizt óvenjulega mikið magn laxs til sölu. Hefði fyrirspurnirn- ar enn ekki borið neinn árang- ur, en lögreglan bað alla þá, sem einhverjar upplýsingar gætu gef- ið um þetta mál að hafa sám- band við sig sem fyrst. Framleiðslu SAFA-brauðanna hætt um síðustu mánaðamöt Verð þeirra of lágt til að standa undir framleiðslu- og dreifingarkostnaði BRAUÐ .h.f. i Kópavogi hætti um síðastliðin mánaðamót fram- leiðslu S AFA -franskbrauðanna, sem seld hafa verið innpökkuð og skorin í sneiðar. Ástæðan er sú, að ekki hefur fengizt leyfi verðlagsyfirvalda til að selja brauðin því verði. sem nauðsyn- legt reyndist til að standa undir framleiðslu- og dreifingarkostn- aði, Framkvæmdastjóri Brauðs h.f., Haukur Friðriksson, tjáði Morg- unblaðinu í gær, að fyrirtækið hefði upphaflega ætlað að fram- leiða eingöngu innpökkuðu brauðin, en vegna hins lága verðs hefði bað gefizt upp á því og snúið sér að venjulegri brauð- og kökugerð. Haukur sagði, að verðlag á brauðum væri alltof lágt og væri það kökubakstur, sem bæri brauðverðið uppi. Dreifingar- kostnaður væri mjög mikill á SAFA-brauðunum og hefur um 20% af brúttóverði þeirra farið í bílakostnað, en að auki hefði pökkunarkcstnaður verið mikill. Hann sagði. að fyrirtækið hefði í upphafi sótt um hærra verð á SAFA-brauðinu og feng- ið að selja þau 30 aurum dýrari en venjuleg heil franskbrauð í plastpokum. Seinna hefði verið sótt um að fá að leggja umbúða- og dreifingarkostnað á brauðin, sem sendi hefðu verið út á lands byggðina. Hefði þvi verið, hafn- að á þeim stöðum, þar sem brauðgerðir eru starfræktar. Til gangslaust hefði því verið að sækja um hækkun á sjálfu brauð verðinu. Haukur kvað forráðamenn fyrirtækisir.s hafa séð að svona gæti ekki gengið til lengdar og því ákveðið að hætta framleiðslu SAFA-brauðanna og breyta starfsgrundvellmum. Þó yrði bökuð franskbrauðs- tegund fyrir veitingahús og vinnustaði, svonefnd sandwich- brauð, sem seld yrðu undir SAFA-merkinu. Haukur kvað kaupmenn hafa kvartað undan því, að þeir hefðu ekki næga álagningu til að standa undir dreifingarkostnaði sínum og hefði sumum því verið illa við að selja brauðin. Um 4—5 þúsund SAFA-brauð voru framleidd á dag að jafn- aði, en mest komst framleiðslan upp í 7—8 þúsund brauð á dag. Við suðausturströndina er grunn lægð eftir að lægðar- draginu, sem legið hefur yfir sunnanverðu landinu undan- farna þrjá daga. Talsvert rigndi þó í ölum landshlut- um vegna þessarar lægðar en gert var ráð fyrir, að hæðin yfir Grænlandi mundi þokast nær og þorna í dag og verða gott um allt land um helgina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.