Morgunblaðið - 19.08.1966, Side 3
Töstudagur 19. Sgúst 1966
MORGUNBLADID
3
■• • '■■■ % MMffiffi V -v-v:. <JCÍy +-¥-.\\
ÞAÐ hafði talsverður hópur
safnazt saman niður við Lofts
bryggju í Reykjavík í gær-
kvöldi um kl. 8. Erindi þessa
fólks þarna niður við bryggj-
una var auðvitað að taka á
móti „sægörpunum“ Hafsteini
Sveinssyni og Þórarni Ragn-
arssyni, sem voru væntanleg-
ir til hafnar innan stundar
eftir að hafa unnið það afrek
að sigla kringum land-
ið á 16 feta hraðbáti, sem þeir
kölluðu Suzie Wong.
Menn biðu í óþreyju þarna
í rigningunni, og mændu í
eftirvæntingu eftir því að sjá
hvítt fley þeytast á miklum
hraða þarna úti á Ytri-höfn-
inni. En tíminn leið — klukk-
an varð 8,15, nú mátti heyra
raddir sem sögðu: „Þeir
Susie Wong að leggja upp í síðasta áfangann frá Iiellnum í fyrradag.
Djarfri sjdferð lokiö
- Suz/e Wong kom heilu og höldnu i gærkvöldi
- Þórarinn og Hafsteinn höfðu jbó siglt tæpa 2000 km
skyldu þó aidrei hafa farið í
sjóinn á síðasta áfanganum“.
En það reyndust heldur ó-
spámannleg ummæli, því að
aðeins fimm mínútum siðar
jagðist Suzie Wong að Lofts-
bryggju og höfðu þeir Þórar-
inn og Hafsteinn þá að baki
hátt í 2000 km. á sjó. Þeir
voru hinir hressustu, og var
ekki að sjá nein þreytumerki
á þeim eftir 11 daga útivist.
Þegar ættingjar og vinir
höfðu fagnáð þeim, náði frétta
maður Mbl. tali af þeim, og
bað þá að segja ferðasöguna
í stuttu máli:
— Við lögðum af stað frá
Reykjavík í þessa hringferð
hinn 3. þ.m., og varð þá ferð-
inni heitið fyrst til Vest-
manriaeyja. Én þegar við vor-
um staddir út af Garðsskaga
fengum við á okkur 7—8 vind
stig og urðum við fyrir þvi
óhappi að vélin stöðvaðist,
og tókst okkur ómögulega að
koma henni í gang aftur. Ég
fór þá í sjóinn og ætlaði að
reyna að synda til lands með
alilangan vað, en það reyndist
ókleift. Þá settum við út
stjóra, og athuguðum hvort
vélin hefði blotnað, en hún
reyndist skraufþurr. Eftir langa
mæðu uppgötvuðum við svo
að rafmagnsþráður í „sviss-
inum“ hafði farið úr sam-
bandi, og tók það þá okkur
aðeins 3—5 mínútur að gera
við bilunina. Höfðum við þá
verið að velkjast þarna í tvo
til þrjá tíma.
Við héldum beint til Sand-
gerðis, og var þá vindurinn
kominn upp í 8 vindstig. 1
Sandgerði fengum við gist-
ingu hjá Snorra Halldórssyni
á Felli. Við lögðum aftur af
stað kl. 3 daginn eftir, og
könnuðum þá Reykjanesröst-
ina. Okkur leizt það vel á
hana, að við fórum yfir hana
ótrauðir og héldum til Þor-
lákshafnar, þar sem við vor-
um yfir nóttina. Þessu næst
var haldið til Vestmannaeyja,
og þar vorum við á Þjóðhátíð
inni í þrjá daga. En á þriðju-
deginum lögðum við aftur af
stað, nú til Hornafjarðar, og
höfðum við meðbyr. —
En áður en við lögðum af
stað sýndi Jóhann Friðfinns-
son okkur þann einstaka vel-
vilja að harin opnaði fyrir
okkur heila verzlun til þess
að við gætum fengið plast-
brúsa til þess að geyma ebnzín
ið í, og neitaði hann að taka
nokkuð fyrir brúsana, sem
voru 19 að tölu.
Til Hornafjarðar vorum
við komnir eftir 15 klst. sigl
ingu, og þar höfðum við næc-
urgistingu, en síðan var ferð-
inni haldið áfram. Við ætl-
uðum fyrst til Djúpavogs, en
þegar þangað kom leizt okk-
ur það vel á blikuna að við
héldum ferðinni enn áfram
til Breiðdalsvíkur. Þar höfð-
um við heldur ekki viðkomu,
heldur fórum við til Stöðvar-
fjarðar, þar sem við tókum
benzín, en siðan tókum við
strikið beint á Neskaupstað.
— En það strik reyndist
æði skakkt þegar til kom, því
að er við vorum komnir aust
fengum við þetta veganesti
frá sjómönnunum þarna:
„Það er ekki fræðilegur
möguleiki fyrir ykkur að
komast fyrir Langanesið, pilt
ar mínir, á þessum bát. Þið
getið eins fyllt hann með
steinum og sökkt honum
hérna í hcifninni.“
— En hvað um það — við
létum ekkert aftra okkur, fór-
um til Seyðisfjarðar og gistum
þar, en héldum síðan beint
fyrir Langanes og til Raufar-
hafnar daginn eftir. Þar var
okkur tekið með kostum og
kynjum fengum heilt hús til
þess að búa í hjá Jóni Árna-
syni síldarsaltanda þar. Dag-
inn eftir fórum við svo til
Siglufjarðar, en þaðan var
ferðinni heitið í einum áfanga
til ísafjarðar.
— Á þeirri leið fengum við
það dásamlegasta veður sem
hugsazt getur, sléttan og góð-
an sjó. Þessi leið er um 140
km. og vorum við aðeins fimm
tíma á leiðinni, en strand-
ferðaskip eru um 10 tíma að
fara þessa leið. Frá ísafirði
var haldið til Patreksfjarðar,
Hafsteinn og Þórarinn við komuna til Reykjavíkur i gær-
Talsverðnr mannfjöldi hatði saínast saman iri þess að taka
á móti þeim við komuria til Reykjavíkur i gærkveldi.
Næstur þeim til hægri er Gunnar Ásgeirsson, sem hefur
umboðið fyrir bátinn og eins Johnson-utanborðsvélina og
Fred Laphard frá Johnson- verksmiðjunni.
ur undir Gerpi fengum við
NA-rok og mikinn straum. Er
þetta tvímælalaust versti
sjór sem ég hef komizt i
kynni við og má sem dæmi
taka, að Austfjarðafjöllin,
sem hingað til hafa ékki þótt
nein smásmíði, hurfu algjör-
lega sjónum okkar fyrir
ölduhryggjum, er við vorum
staddir niðrí sjálfum öldu-
dalnum. Þarna dvöldum við
í hálftíma og gerðum ekki
annað en að veijast brotsjó-
um.
— En til Neskaupstaðar
komumst við um síðir heilu
og höldnu, og dvöldum þar
um nóttina. Næsta dag var
komið logn og við ákváðum
að halda ferðinni ótrauðir
áfram yfir til Seyðisfjarðar.
En áður en við fórum þaðan
síðan áfram til Hellna á Snæ-
fellsnesi með viðkomu í Ólafs-
vík, og í morgun fórum við
frá Hellnum til Akraness, þar
sem við vorum riokkurn tíma,
og loks til Reykjavikur, en
við vorum háiftíma hingað
frá Akranesi. Þar með var
hringferðinni lokið.
Ferðin var í einu orði sagt
stórkostleg bæði lærdómsrík
og skemmtileg, en það sem
verður okkur minnisstæðast
úr ferðinni eru hinar frá-
bæru móttökur sem við feng
um alls staðar. Báturinn
reyndist ákaflega vel, og eins
utanborðsmótorinn, sem
aldrei sveik okkur, og mega
Sviar svo sannarlega vera
stoltir yfir sinni tækni á þessu
sviði. Hvert við ætlum að
fara næst? Ja, hver veit
nema það verði Grænland.
STAKSTEINAR
Afstaða prófessors
Ólafs
Málgagn Framsóknarflokksins
heldur enn áfram skrifum sínum
um landhelgismálið, og þá sér-
staklega það ákvæði landhelgis-
samninganna við Breta 1961, að
verði ágreiningur um frekari út
færslu fiskveiðilögsögu lslend-
inga, megi skjóta þeim ágrein-
ingi til úrskurðar Alþjóðardóm
stólsins i Haag. Telur blaðið þetta
ákvæði hið ískyggilegasta. Og
nú hafa kommúnistar bæzt í hóp
inn og tekið undir fullyrðingar
Timans.
Vegna þessara skrifa stjórnar
andstöðublaðanna, er fróðlegt að
rifja upp ummæli prófessors
Ólafs Jóhannessonar, sem hann
viðhafði á Alþingi 14. nóvember
1960 þegar hann ræddi um land
helgismálin, en þá sagði prófes
sor Ólafur:
„Og þess vegna eigum við ekki
að skorast undan þvi að eiga
orðastað við aðrar þjóðir um
þetta mál, og við eigum ekki að
skorast undan þvi að taka þátt
i viðræðum við aðrar þjóðir um
það. Og ég verð að segja, og
vil láta það koma fram í sam-
bandi við þetta, að ég tel raun
ar eina veikleikamerkið í okkar
málstað vera það, ef rétt er
hermt, að við höfum neitað að
leggja þetta mál til úrlausnar
hjá Alþjóðadómstólnum. Ef það
er rétt þá hefur verið haldið á
annan veg á þessu máli heldur
en var gert 1952, því ef ég
man rétt, og það Ieiðréttist þá
hér á eftir, ef ég fer með rangt
mál, þá var það boð íslendinga
þá að leggja það mál og þá
deilu, sem þar af spratt undir
úrlausn Alþjóðadómstólsins þeg-
ar fjögurra sjómílna fiskveiði-
landhelgin var ákveðin. Og
vissulega er það svo, að smá-
þjóð verður að varast það að
ganga svo langt að hún geti
ekki alltaf verið við því búin
að leggja mál sín undir úrlausn
Alþjóðadómstóls, því sannleikur
inn er sá, að smáþjóð á ekki
annars staðar frekar skjóls að
vænta heldur en hjá alþjóða-
samtökum og alþjóðastofnunum,
af því að hún hefur ekki valdið
til að fylgja eftir sínum ákvörð-
unum eins og stórveldin. Og
þess vegna hefði að mínu viti
hvert eitt spor í þessu máli átt
að vera þannig undirbúið, að
við hefðum verið við því búnir
að leggja það undir úrlausn
alþjóðadómstóls“.
Efni samningsins
En vegna endurtekinna skrifa
stjórnarandstöðublaðanna að und
anförnu um landhelgissamning-
in frá 1961 er ástæða til þess að
rifja upp meginatriði hans. Þau
voru þessi:
1. Bretar viðurkenndu 12
milna fiskveiðilandhelgi.
2. Bretar viðurkenndu þýðing
armiklar grunnlínubreytingar á
fjórum stöðum umhverfis landið
en af því leiddi aukningu fisk-
veiðilögsögunnar um 5.065 fer-
kílómetra.
3. Brezkum skipum var heimil
að að stunda veiðar á takmörk-
uðum svæðum á milli 6 og 12
milnanna nokkurn tima á ári
næstu þrjú árin. Því timabili er
nú lokið og veiðum brezkra
skipa á þessum svæðum hætt.
4. Ríkisstjórn Islands lýsti því
yfir að hún mundi halda áfram
að vinna að útfærslu fiskveiði-
i takmarkanna.