Morgunblaðið - 19.08.1966, Side 4
4
MORGU N BLAÐIÐ
Föstudagur 19. ágúst 1960
BÍLALEIGAN
FERÐ
Daggjald kr. 400.
Kr. 3,50 per km.
SÍMI 34406
SENDUM
SÍM' 311-BO
mmfm
Volkswagen 1965 og '66.
LITLA
bílaleigan
Ingólfsstrreti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
Sími 14970
4» ÞRBSTUR^
n 22-1-75
P3
GIERAUGNAH1JSIÐ
TEMPLARASUNDI 3 (homið)
BOSCH
Þurrkumótorar
24 VOlt
, 12 volt
6 volt
Brœðurnir Ormsson
Lágmúla 9. — Sími 38820.
ÍT Góður gististaður
Guðmundur Hraundal rit-
ar okkur eftirfarandi:
„Mér finnst að þess skuli get-
ið, s«m vel er gert og samvisku
samlega. Ég er fyrir skömmu
kominn norðan úr landi. Ég
hafði heyrt í viðtækinu í bíln-
Um mínum að auglýst var gist
ing að Löngumýri í Skagafirði,
sem er rétt hjá Varmahlíð.
Ég var á suðurleið, þrevttur
og þjakaður. Datt mér þá í hug
að koma að Löngumýri því ég
hafði heyrt vel um staðinn tal-
að svo og allan viðurgjörning
þar. í stuttu máli er frá því
að segja að mótökur allar gátu
ekki verið betri og Voru þær
fyllilega sambærilegar við það
bezta, sem völ er á á erlendis,
og á ég þá einkum við morgun-
verðinn, sem var svo margrétt-
aður að ég gat á^ engan hátt
kannað að fullu. A Löngumýri
hagar svo til, áð hægt er að fá
herbergi þar sem rúm eru fyrir
3—5 og einnig svefnpokapláss,
þar sem eru rúm með dýnum í
mistórum herbergjum. Allt var
þarna snyrtilega um gengið og
þrifnaður á hæsta stigi. Verði
á öllu var stillt í hóf, svo við-
ráðanlegt er og sangjarnt.
Fjölskyldur almennt, sem
hyggja á ferðir í sumarfrí fyrir
vinnunnar, hafa yfir höfuð ekki
efni á að búa á hótelum, enda
munu sjaldan eða aldrei sézt
hafa jafn margar bifreiðir á
ferð og í sumar þar sem tjald
og ferðabúnaður til útilegu var
jafn algengur „á toppnum". En
oft getur veður verið rysjótt og
„útilegufólkið" langað til að
gista innan fjögurra veggja.
Það þjrrftu því að rísa upp
fleiri staðir eins og að Löngu-
mýri í Skagafirði, þótt eflaust
þurfi þeir mikið til að ná þeim
stað í allri snyrtimennsku og
þægilegum aðbúnaði.“
ÍT í tilefni morgun-
bænar
Séra Bragi Friðriksson rit
ar okkur eftirfarandi:
Kæri Velvakandi.
í dálkum yðar birtist 29. júlí
s.l. grein frá konu undir fyrir-
sögninni „Morgunbæn, en ekki
hórdómshugvekja". Ég vii máli
þessu til skýringar geta þess, að
í morgunbænum mínum valdi
ég Fjallræðuna til lestrar
þannig að ég las kafla úr henni
í upphafi hvern morgun. Ýms-
ir hafa látið í ljósi ánægju sína
með þessa aðferð og er ég þeim
þakklátur. Á hinn bóginn er
ávallt eðlilegt, að fólk gagnrýni
það, er það telur miður fara.
Eins og fram kemur í umræddri
grein hringdi kona til mín
varðandi þessa sérstöku morg-
unbæn. Skýrði ég fyrir henni
málið og virtist hún skilja af-
stöðu mína eftir það samtal,
enda var gagnrýni hennar í alla
staði mjög hógvær og leitandi.
í»að er í sjálfu sér gleðilegt, að
orð Ritningarinnar hafi vekj-
andi áhrif og sýnir það enn
mátt þeirra. í>au hafa líka oft
hneykslað. Morgunbæn mín var
ekki „hórdómshugvekja" held-
ur bað ég um hreinleika í hug-
arfari okkar og styrk gegn öllu
illu. Orð Krists má ekki slíta úr
samhengi við önnur ummæii
hans og oft þurfa þau bæði nán
ari íhugunar og skýringa, svo
að þau skiljist rétt.
>ar sem þetta málefni er
bæði víðtækt og oft bundið
persónulegri og viðkvæmri
reynslu einstaklinga geri ég
það ekki að umræðuefni hér.
En mér væri það sönn ánægja
að eiga viðræður við bréfritara
eða aðra, sem vildu athuga og
ræða nánar þessi mál.
Bréfritara þakka ég niðurlag
greinar sinnar. >au orð eru í
alla staði sönn og rétt. Kristur
talar til okkar allra óg orð
hans hafa áhrif á okkur, vegna
þess að öll höfum við syndgað
og þörfnumst fyrirgefningar og
náðar Guðs.
í ljósi þeirrar staðreyndar
munu og orð hans skiljast bezt.
Bragi Friðriksson
ÍT Berlínarmúrinn
Berlínarmúrinn er vissu-
lega eitt merkilegasta tákn tutt-
ugustu aldar. Múrinn hefur
fært óyggjandi sönnur á tvær
staðreyndir: í fyrsta lagi,
kommúnisminn mun aldrei þrif
ast, sem stjórnmálalegt félags-
form, nema takmarkað tíma-
bil hjá nokkrurri þjóð og þó
því aðeins, að viðkomandi þjóð
félög séu innilokuð með ströng-
um fangabúðar-háttum.
í öðru lagi hefur múrinn
kennt það, sem öll veraldarsag-
an hefur vitað um frá örófi alda
að frelsiþrá mannsins er óhöndl
andi. >að hefur þó bezt sann-
ast með því, að fjölmargir Aust
urþjóðverjar hafa lagt út í jafn
vonlaust fyrirtæki, ag flýja yf-
ir þennan einstæða fangelsis-
garð. >ví er þó ekki að neita,
að ótrúlega mörgum hefur tek-
ist það, þó býsna margir hafi
verið myrtir ú flóttanum með
hryllilegum hætti. Á síðustu 5
árum hafa 25000 austurþjóðverj
ar sloppið yfir múrinn lifandi
þar af 460 her- og embættis-
menn, það útaf fyrir sig sann-
ar, að þegar um mannlegt frelsi
er að tefla, vaknar hjá mönnum
furðuleg snilligáfa, sem engin
þrælatök sjá við.
Kommúnistar í öllum löndum
mega nú sjá það að þau frjáls-
ræðishöft, sem óhjákvæmilega
verða að fylgja þessu stjórnar-
kerfi, mun vara skamman tíma,
vegna þess að það er andstætt
mannlegu eðli, sem aldrei iæt-
ur kúga sig til lengdar.
>annig ritar okkur einn les-
andi og vill Velvakandi taka
undir orð hans og minna á, að
við erum að eilífu þakklátir
fyrir að vera lausir við þá
áþján, sem fylgir kerfi komm-
únismans.
^ „Svar til kartöflu-
framleiðandaí4
„í pistlum þínum í dag, 16.
ágúst, er nafnlaus árása- og
svívirðingaklausa um bifreiða-
stjóra þá, sem aka hjá Græn-
metisverzlun landbúna'ðarins,
auk persónulegra svívirðinga
um mig, sem ég mun ekki svara
meðan höfundurinn þorir ekki
að láta nafns síns getið.
Áður en ég tók við starfi hjá
Grænmetisverzluninni var það
venja að bifreiðastjórar, sem
hér störfuðu, færu heim og
heiman á bílum þeim er þeir
óku og höfðu leyfi til að nota
þá til persónulegra þarfa eftir
vinnu. >etta voru hlunnindi
enda mennirnir ekki hátt laun-
aðir. >ar sem bifreiðastjórarnir
héldu áfram störfum eftir að
Grænmetisverzlun landbúnað-
arins tók við af Grænmetis-
verzlun ríkisins var auðvitað
ekki hægt a'ð svipta þá ofan-
nefndum hlunnindum og hefur
þetta haldizt svo síðan.
Við athugun sem við gerð-
um, er þetta mál var á döfinni,
kom í ljós að bílstjórar hjá fjöl
mörgum einkafyrirtækjum og
flestum opinberum stofnunum
höfðu þessi fríðindi og var því
ekki talið ráðlegt að sleppa góð
um, þaulæfðum mönnum
vegna þessa atriðis
Á seinni árum hefur verið
mjög erfitt að fá fólk til starfa
eins og þeirra er vinna þarf
hjá Grænmetisverzlun landbún
aðarins og höfum við því orðið
a'ð sækja starfsfólk langt út fyr
ir borgarmörk Reykjavíkur og
þá auðvitað að flytja það heim
og heiman. Hér er unnið til kl.
7 að kvöldi flest alla virka daga
og stundum mun lengur, og því
vera að bréfritarinn reikni
sumar þær ferðir til „lúxus-
flakks“ bílstjóranna.
Varðandi syni mína og ætt-
menn skal það fram tekið að
enginn þeirra starfar sem bil-
stjóri hjá fyrirtækinu en einn
sona minna sem hefur hér önn-
ur störf á hendi, hefur gert það
fyrir mig í sumar að aka fólki
heiman og heim fyrir og eftir
vinnu þegar aðrir bílstjórar
hafa verið i fríi eða á annan
hátt forfallaðir. >etta hefur
bréfritaranum sennilega verið
ókunnugt um því ósennilegt er
a’ð hann vilji fara með rangt
mál, eða honum gangi illgirni
til þó að ýmislegt í pistli hans
gæti bent til þess.
Með þökk fyrir birtinguna.
Jóhann Jónasson".
«UI i HVIMIIK
LANDVELAR"
Laugavegi 168 — Sírni 15347.
Karlmannaslcór
Nýjar gerðir skinn og rúskinn.
Hagstætt verð.
Austurstræti 6. — Nýja húsið).