Morgunblaðið - 19.08.1966, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.08.1966, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 19. ágúst 19t>6 Keflvíkingar — Suðurnesjamenn Símanúmerið er 2560. Brauðval, Hafnargötu 34. Túnþökur Fljót afgreiðsla. Björn R. Einarsson Sími 2085«. Sími 18955 Snyrtistofa Guðrúnar Vilhjálmsdóttur Nóatúnshúsinu, Hátún 4A. Laghentur maður óskast strax. Uppl. í ráðningarstofu Reykja- víkurobrgar, Hafnarbúðum við Tryggvagötu (ekki í síma). íbúð óskast 1—'2 herbergja í'búð óskast fyrir abrnlaus hjón sem fyrst. Upplýsingar í sima 35643. Herbergi óskast fyrir einhleypan karlmann. Upplýsingar í síma 22150. Til sölu Þrjár kvígur (2 kálffullar snemmbærar) til sölu — Hátúni, Vatnsleysuströnd. Símstöð Vogar. Notaður miðstöðvarketill ásamt tilheyrandi tækjum til sölu. Upplýsingar í síma 36221. Chevrolet 1955 til sölu. Upplýsingar í sima 36221. Haglabyssa — Gæsir Til sölu tvíhl. haglabyssa cal 12 og riffill með kíki cal 22. Einnig 2 gæsir upp- stoppaðar. Uppl. í síma 14407. BTH þvottavél tii sölu. Upplýsmgar í síma 19069. Til sölu Hoover þvottavél fneð suðu og rafknúinni vindu. Upplýsingar í síma 7493, SandgerðL Ibúð 2—3 herbergja íbúð óskast til leigu fyrir 1. október. Góð umgengni. Simi 12159. Óska eftir 3—4 herb. íbúð. Þrennt fullorðið í heimili. Simi 34838. Iðnaðarhúsnæði Vil taka á leigu, 40—60 ferm. húsnæði fyrir iðnað. Tilboð sendist Mbl. fyrir miðvikudag, merkt: „555 — 4644“. TIL HAMINGJU Systrabrúðkaup áttu hinn 13. ágúst 1966. Voru gefin saman í Garðakirkju af séra Braga Friðrikssyni, ungfrú Aðalheiður Jónsdóttir, Hraunstig 5 Hafnar- firði og Sigurdór Jóhannsson Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Neskirkju af séra Frank M. Halldórssyni, ungfrú Ástríður Svala Svavarsdóttir fóstra, Hofsvallagötu 16 og Sig- urður Vilhjálmsson, bifreiðar- stjóri, Brekku, Garði. Heimili þeirra er að Holtsgötu 42 Ytri- Njarðvík (Studio Guðmundar Uetin voru saman í njona- band í Árbæjarkirkju hinn 13. ágúst, ungfrú Margaret A. Weidl- er og Daniel C. Aten, séra Björn Jónsson gaf brúðhjónin saman. Hverfisgötu 58 Hafnarfirði og Ungfrú Áslaug Jónsdóttir, Hraun stíg 5, Hafnarfirði og Páll Jó- hannsson, Tómasarhaga 43 Rvík (Studio Guðmundar Garðastræti 8. Sími 20900). Þann 13. ágúst voru gefin sam an í hjónaband af séra Árelíusi Níelssyni ungfrú Laufey Valdi- marsdóttir og Guðmundur Guð- mundsson. Heimili þeirra er Efstasundi 6 (Studio Guðmund- ar, Garðastræti 8). f dag verða gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni af séra Jóni Thorarensen, ungfrú Þóra Johnson, Miklubraut 15 og Heinz Joackim Fischer, Karls- ruhe Þýzkalandi. Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Sigríður Júlíusdóttir Kvisthaga 1 Rvík og Rögnvaldur Ólafsson, eðlisfræðinemi, Mel- gerði 16 Kópavogi. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Sólveig B. Guðna- dóttir frá ísafirði og Ásgeir Lýðsson frá Vestmannaeyjum. VÍSUKORIM Deyr dugga, þótt í dali skríði, þá er öll eru örlög farin. Spakmœli dagsins Mestu erfiðleikarnir leynast þar. sem vér gefum þeim ekki gaum. — Goetfae. sá NÆST bezti Maðurinn: „Því varstu að vekja mig? Mig dreymdi svo yndislega14 Konan: „Hvað dreymdi þig?“ Maðurinn: „Mig dreymdi, að ég væri í stórum sal, og í honum voru stórir hópar af Ijómandi fallegum og ungum stúlkum, sem voru til kaups, og verðið var fest á þær, 500 kr., 100 kr., og svo upp að 10.000 krónur." Konan: Sásíu nokkra, sem líktist konunni þinni?“ Maðurinn: „Já margar. Þær henju þar í kippum á veggnum, og hver kippa kostaði 25 aura.“ Óttastu Guð og haltu boðorð, því j að það á liver maður að gjöra | (Pred. 12, 13). 0 ' í dag er föstudagur 19. ágúst og er það 231. dagur ársins 1966. Eftir lifa 134 dagar. Árdegisháflæði kl. S.IS. Síðdegisháflæði kl. 20.37. * Upplýsingar um læknaþjón- ustu í borginni gefnar í sím- svara Læknafélags Reykjavíkur, Síminn er 18888. Slysavarðstofan í Heilsuvernd- arstöðinni. Opin allan sólarhring inn — aðeins móttaka slasaðra — sími: 2-12-30. Næturvörður er í Vestur- bæjarapóteki vikuna 13. — 20. Sunnudagsvörður 14/8 i Aust- urbæjarapótekl. HelgarvarzCa í Hafnarfirði laugardag til mánudagsmorguns 13. — 15./8. Ólafur Einarsson simi 50952 Næturlæknir í Hafnarfirði að- faranótt 20. ágúst er Ólafur Ein- arsson sími 50952. Næturlæknir í Keflavík 18/8. — 19/8. Guðjón Klemennsson sími 1567, 20/8. — 21/8. Jón K. Jóhannsson sími 1800, 22/8. Kjart an Ólafsson sími 1700, 23/8. Amfajörn Ólafsson sími 1840, 24/8. Guðjón Klemensson sími 1567. Kópavogsapótek er opið alla virka daga frá kl. 9:15—20. laug- ardaga frá kl. 9:15—16, helgidaga frá kl. 13—16. Holtsapótek, Garðsapótek, Soga veg 108, Laugarnesapótek og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka dagakl. 9—7, nema laugar- daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Framvegls verður tekið á móti þelmt er gefa vilia blóð i Blóðbankann, sem hér segir: Mánuðaga, þriðjudaga, iimmtudaga og föstudaga frá kl *—11 f.h. og 2—4 eJu MIÐVIKUDAOA frá kl. 2—8 e.h. Laugardaga frá kl. 9—11 f.h. Sérstök athygli skal vakin á mið- vikndögum, vegna kvöldtímans. Bilanasími Rafmagnsveitu Reykja- víkur á skrifstofutíma 18222. Nætur- og helgidagavarzla 18230. Upplýsingaþjónusta AA samtakanna Hverfisgötu 116, sími 16373. Opin alia virka daga frá kl. 6—7. Orð lífsins svara i síma 10000. Kiwanis Hekla 12.15 Hótel Loftleiðiv Töfrandi land Líkt sem bak við lás og slá, er líf í borg á sumardegi. . Ei má víða velli sjá, vötn og skóga, fossa, á, hulduborgir, hraun og gjá, hamrasal, er mest ég þreyi. Líkt sem bak við lás og slá, er líf í borg á sumardegi. Tröllakirkja, tindafjöll tendra þrá og hugann seiða. Syngur foss í hamrahöll Hulduljóðin fegurst öll. Stillir tón við straumaföll, stefjamála andans heiða. Tröllakirkja, tindafjöll tendra þrá og hugann seiða. Sindrar gulli á sund og fjörð, sól frá Ránar næturtjöldum, hnjúka, fell og hamraskörð, heiðavötnin fagur-gjörð, skreyttar hiíðar, blámabörð. Brotnar ljós í fpssa-öldum. Sindrar gulli á sund og fjörð, sól frá Ránar næturtjöldum, Fagra land, á fornri tið faldinn barstu, tigna sikóga. Fagnaðir þú fræknum lýð fyrr enn hófst þitt rauna stríð: Öxum beitt var ár og síð, Söllum trjánum skyldi lóga. Fagra land, á fornri tíð faldinn barstu, tigna skóga. Kæra land mitt, kalt og heitt, hveragos við jöklarætur. Undra land, það elskum eitt, yndi, broska fær oss veitt. Forna skuld við getum greitt í gróður-magni, — sára-þætur. Kæra land mitt, kalt og heitt, hveragos við jöklarætur. Gróðursetjum lund við lund, limaríka, kosta skóga . Bruna-sanda, bera grund búum klæðum, græðum und. Ávöxtum svo okkar pund, að andans sæði megi gróa. Gróðuretjum lund við lunð, limaríka, kosta skóga. St. D.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.