Morgunblaðið - 19.08.1966, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Fðstudagur 19. ágúst 1966
UTVARP REYKJAVÍK
í SÍÐASTA þætti gat ég lítið eitt
um óvandaða meðferð á ísl. máli
í útvarpinu, einkum í dægurlaga-
flutningi. Margir hafa vítt þetta,
í ræðum og ritum, en svo virðist
sem stjórn ríkisútvarpsins og þá
einkum þeir er eiga sérstaklega
að sjá um söngva og hljómleika
stofnunarinnar láti þetta mjög
afskiptalaust. Það er ójþolandi að
heyra móðurmálið ár og síð borið
skakkt fram, þannig að áherzla
er lögð á síðasta atkvæði eða
þá jafnt á öll atkvæðin eins og
nú er t. d. farið að gera í einu
orði í hinu þekkta erindi, „Undir
bláum sólarsali", ég á þar við
orðið „galaði“ („fagurt galaði
fuglinn sá“). Þeir sem yrkja
dægurlög, verða að sjá um að
málið á vísunum eða erindun-
um eigi við tónverkið. Sömuleið-
is skáldin er búa til texta við
erlend lög. Nú verður stjórn út-
varpsins að taka í taumana og
hreinsa vel til í sínum húsum,
gera ræk þaðan öll þau ljóð og
lög sem ekki eru flutt á réttu
máli, eftir því sem mögulegt er,
— en ekki láta reka á reiðanum
eins og hingað til hefur verið
gert.
Þáttur þeirra Brynju og Hólm-
fríðar á laugardaginn 6. þ. m. var
með daufara móti. Túskildings-
operan svonefnda eftir Kurt
Weil (textinn eftir Bertold
Brecht) er mjög leiðinlegt og lé-
legt tónverk, þótt Því tækist að
sefja milljónir manna á sínum
tíma og sumir séu, sjálfsagt
hrifnir af því enn. Það komst
meira að segja á fjalirnar hér
á íslandi, en ekki sá undirritaður
það né heyrði og man ekki
hvernig undirtektir voru. —
Þá ræddu þær við Harald Björns
son, leikara, 75 ára. Hann hefur
farið með 320 hlutverk, ef ég
heyrði rétt. Þessi ágæti leikari
hefur veitt mörgum lærdómsrík-
ar og skemmtilegar stundir með
list sinni.
Gengið á gleymdar slóðir
nefndist þáttur er kom í stað
laugardagsleikritsins. Mun séra
Kristján Róbertsson hafa samið
þáttinn eftir gömlum heimildum
og munnmælum en auk þess
fluttu Auður Guðjónsdóttir og
Aðalgeir Kristjánsson. Fyrir 140
árum fannst ung stúlka Sig-
ríður Jónsdóttir helstungin í
s k e m m u á Illugastöðum í
Fnjóskadal. Var þetta talið
sjálfsmorð, en lítið gert eða nær
því ekkert að rannsaka málið og
alveg óvíst talið, að hér hafi
ekki verið um morð að ræða.
Þátturinn var vel fluttur og
hrollvekjandi, en óvíst að ekki
hefði betur látinn sofa í
gleymsku, þar sem aldrei verður
neitt sannað héðan af hver vald-
ur varð að dauða Sigríðar.
Stundarkorn með Stefáni Jóns-
syni o. fl. var á sunnudagskvöld.
Nú vantaði spurningalþáttinn
sem hefur verið aðaluppistaðan
í þessum þætti. Stefán gat nú um
ýms dægurmál, svo sem hagráð,
veðrið, ný frímerki, góða lax-
gengd í Kollafirði, um veiði-
mannasóða við Blöndu norður,
er skilja eftir öngla, girni og þ.l.
á víð og dreif til stórhættu fyrir
sauðfé. — Ambassadorum fjölg-
ar. Verzlunarmannahelgin gekk
slysalaust að mestu, lítil ölvun
en samt aldrei selt meira áfengi
en nú. — Þá kom einkennilegt
atriði. Var það í því fólgið, að
Þorvaldur, veitingamaður í Holti
hellti úr 20—30 vínflöskum fyrir
útvarpið til þess að hljóðrita
gutlið. Heldur fannst mér þetta
lítið uppbyggileg skemmtun á
bágt með að skilja tilganginn.
Þá talaði Stefán við aldraðan
mann úr Grindavík, Kristin
Jónsson, Brekku, fiskimatsmenn
og sjómann. Var það langt mál
um sjóróðra fyrr og nú, ekki
ófróðlegt en verður ekki rakið
hér. Aðeins vil ég leiðrétta það,
sem tvisvar var sagt og getur því
ekki verið mismæli, að Kálfs-
hamarsvík er í Húnavatnssýslu
en ekki í Skagafirði. — Ágúst
Böðvarsson landmælingamaður
hefur gefið út 6 kort af Reykja-
vík, hið síðasta nýkomið, tekur
yfir svæði er á búa um 100 þús-
und manns. — Að lokum kom
Einar í Hvalnesi. Hann hefur
fundið upp óbrigðult ráð gegn
verðbólgunni alræmdu. Sagði
hann að Krösus konungur hefði
safnað gulli í stað þess að dreifa
því út til landsins gagns og
nauðsynja og því fór sem fór,
á hann var ráðizt og hann tapaði
sínu gulli. Seðlabankinn okkar
safnar seðlum, sagði Einar, í stað
þess að hann á að dreifa seðlun-
um út, þar með væri 611 verð-
bólga læknuð. Er ekki ólíklegt
að stjórn bankans taki þetta til
rækilegrar athugunar! Auk þess
kvað Einar miklar gull- og silf-
urnámur hjá sér í Hvalnesi.
Kemur nú til kasta hagfræðinga
og jarðfræðinga að meta og vega
tillögur og kenningar Einars.
Magnús Þórðarson blaðamaður
talaði um daginn og veginn 8.
þ. m. Bar margt á góma, eins og
vera ber. Fór hann með gamalt
kvæði eftir Guðmund Friðjóns-
son, ágætlega orkt, um heimsvið-
burði þeirra tíma, kjarnyrt og
mergjað. Þá talaði hann um
dóma erlendra manna um ís-
lenzka unglinga. Telja þeir okkar
unglinga stærri og kraftmeiri, en
útlendingana kurteisari og ekki
eins heimtufreka. Ég held að
þetta sé alls ekki rétt, hygg að
íslenzkir æskumenn séu að engu
leyti verr siðaðir en unglinga
annarra menningarþjóða. Talað
er um að ungt fólk frá Reykjavík
hagi sér ekki vel er það kemur
á samkomur í sveitum. Þó eru
þeir hvattir mjög til að koma
þangað og eyða þar aurunum sín-
um.
Dr. Steingrímur Þorsteinsson,
prófessor, flutti síðar í vikunni
stutta en bráðsnjalla ræðu um
stórskáldið Matthías Jochumsson.
Hef ég aldrei heyrt skáldinu
(skáldskap hans) betur gerð skil
í fáum orðum. Eftir það las Jó-
hannes úr Kötlum nokkur kvœði
Matthíasar, snilldarlega vel. —
11. ágúst voru liðin 175 ár frá
dauða séra Jóns Steingrímssonar,
prófasts. „Hann var hinn merk-
asti maður í öllum greinum" seg-
ir dr. Páll Eggert Ólason, m. a.
Sjálfsævisaga hans er merkust
rita hans, öndvegisrit í ísl. bók-
menntum. Séra Gisli Brynjólfs-
son flutti ágætt erindi um hann
í útvarpinu.
Jóhann Hjálmarsson talaði við
Geir Kristjánsson um Pasternak
og Majakovski. Því miður heyrði
ég aðeins upplestur Steindórs
Hjörleifssonar leikara á kveð-
skap hins síðarnefnda í þýðingu
Geirs. Ekki var ég hrifinn af
þeim skáldskap, liggur, bæði að
kveðandi og hugsun, víðs fjarri
því, sem ég hef vanizt í góðum
bókmenntum fornum og nýjum.
Ef til vill þykir þetta gott í Rúss-
landi nú, en varla hefðu þeir
hrifizt af því gömlu rússnesku
meistararnir.
Þorsteinn Jónsson.
íbúðir til sölu
Höfum til sölu tvær nýtízku
íbúðir í Kópavogi.
Ibúðirnar verða seldar upp-
steyptar frágengnar að ut-
an, með verksmiðjugleri.
íbúðir óskast
til kaups
Höfum kaupendur að húseign
með 3—4 íbúðum. íbúðirnar
mega þarfnast viðgerðar.
Uppl. í síma 18105, utan skrif-
stofutíma í 36714.
Fasteignir og fiskiskip
Hafnarstræti 22
BJÖRGVIN JÓNSSON
fasteignaviðskipti
Til sölu
2ja herb. íbúð við Ljósheima.
Útborgun 450—500 þúsund.
2ja herb. góð risíbúð við
Nökkvavog. íbúðin er öll
ný máluð.
3ja herb. íbúð á 2. hæð við
Skipasund. Útb. 500—550
þúsund. Góð íbúð.
3ja hcrb. kjallaraíbúð við
Bugðulæk.
3ja herb. góð íbúð í háhýsi við
Sólheima, suður og vestur
svalir.
3ja herb. 1. hæð við Óðins-
götu. íbúðin er nýstandsett
og laus nú þegar. Útborgun
kr. 300 þús.
3ja herb. 100 ferm. jarðhæð
við RauðagerðL
4ra herb. íbúð á 1. hæð við
Njálsgötu.
5—6 herb. íbúð (142 ferm.),
ásamt herb. í kjallara, við
Hvassaleiti. íbúðin er nú
þrjú svefnherb. og mjög
stór stofa, sem má skipta.
í smiðum
Mikið úrval af 3ja, 4ra, 5 og
6 herb. íbúðum við Hraun-
bæ. íbúðirnar seljast tilbún
ar undir tréverk. Meðal
þessara íbúða eru nokkrar
endaíbúðir.
4ra herb. fokheld 1. hæð,
ásamt bílskúr, við Sæviðar-
sund (í fjórbýlishúsi).
3ja herb. íbúð í smíðum við
Reynimel.
5 herb. íbúð á 3. hæð við
Framnesveg. íbúðin er með
búri inn af eldhúsi. íbúðin
verður tilbúin múrhúðuð
um 1. september.
Fasteignasala
Sigurðar Pálssonar
byggingameistara og
Gunnars Jónssonar
lögmanns.
Kambsvegi 32.
Símar 34472 og 38414.
19.
Húseigendafélag Reykjavíkur
Skrifstofa á Bergstaðastr. lla.
Sími 15659. Opin kl. 5—7 alla
virka daga nema laugardaga
Eldhús kollar
kr. 198.
Miklatorgi.
Lokoð í dog eftir kl. 12
vegna jarðarfarar Ingibjargar G. I. Sigurðardóttur,
Sigluvogi 12.
■ *
Verzlunin Asborg
Baldursgötu 39.
Til leigu
Skí if stof uhúsnæði
Þriðja (3ja) hæðin í Hafnarstræti 19 til-leigu fyrir
skrifstofur eða léttan iðnað. —
Upplýsingar í símum 13024 og 13893.
Orðsending
/
fró Koupfélogi Arnesingu
Getum bætt við nemum í ýmsar
iðngreinar.
Kuupfélag Arnesingu
fBrJ I HRINGVER VEFNAÐARVORUVERZLUN
Bútasölunni lýkur
á morgun
AUSTU RSTRÆTI 4
S I MI 1 7 9 00
Atvinna
Reglusamur og aðgætinn maður, helzt vanur
akstri á vörulyftara, getur fengið atvinnu nú
þegar. — Upplýsingar í Coca-Cola verksmiðj-
unni í Haga.
Verksmiðjan Vifilfell hf
ATVINNA
Nokkrar stúlkur, ekki yngri en 18 ára geta
fengið atvinnu við hreinlegan iðnað.
Cudogler hf
Skúlagötu 26.
Bifreið til vöruflutningn
M.A.N.-635, árgerð 1962, með nýrri vél, 145 hö. til
sölu. Bifreiðin er lítið keyrð og ekkert hérlendis.
Með í kaupunum er stórt vöruflutningahús, í hús-
inu eru kæliviftur, sem eru nauðsynlegar fyrir
grænmetis- og kjötflutninga. Verðið lágt, greiðslu-
skilmálar á hluta verðsins gegn tryggingu.
Upplýsingar í síma 10219 frá kl. 9—5, eftir kl. 5
í síma 10969.