Morgunblaðið - 19.08.1966, Blaðsíða 10
10
MORCU N BLAÐIÐ
Fostudagur 19. ágúst 1966
" • ...... ' . ' "" . -'•'.• " ' . : : ' " •:." ' • ' •
UTAN AF LANDI - Á HÉRADSMÓTUM SJÁLFSTÆÐISMANNA
Á Siglufirði
Á Sauðárkróki
Siglufjörður.
UM SL .helgi fóru fram héraðs-
mót Sjálfstæðismanna á Siglu-
firði og í Skagafirði. Fóru þau
hið bezta fram og voru afar f jöl-
sótt, einkum mótið á Siglufirði.
SIGLUFJÖRÐUR
Veðrátta hefur verið kalsasöm
norðanlands í sumar. Fyrir helg-
ina hafði hins vegar breytt um
og var komið hið fegursta veður.
Siglufjörður skartaði sínu feg-
ursta og þrátt fyrir síldarleysið,
sem þjakáð hefur kaupstaðinn
nú í sumar sem undanfarin sum-
ur, virtust bæjarlbúar bjartsýnir
á framtíðarhag sinn. Fréttin um,
að sildarflutningaskipið Haförn-
inn væri kominn með 800 tonn
síldar var eitt helzta umræðu-
efni manna og þótti mörgum,
sem þessi abburður lofaði góðu.
Héraðsmót Sjálfstæðismanna
átti að fara fram þá um kvöldið,
þ.e. föstudagskvöld, og það
leyndi sér ekki, að markverður
atburður í samkvæmislífi sum-
arsins var að hefjast. Ungu stúlk
urnar höfðu sett í hárið og fjöldi
áðkomuíbíla sýndi að margir
voru komnir að úr öðrum héruð-
um.
Héraðsmótið hófst svo kl. 9
um kvöldið. Stjórnaði því Stein-
grímur Blöndal erindreki, en
ræðumenn voru þeir séra Gunn-
ar Gíslason alþingismaður, Stef-
án Jónsson bóndi að Kagaðar-
hóli og dr. Bjarni Benediktsson
forsætisráðherra.
Hljómsveit Magnúsar Ingi-
marssonar ásamt söngvurunum
Önnu Vilhjálms og Vilhjálmi Vil
hjálmssyni léku og sungu undir
dansi við ágætar undirtektir sam
komugesta. Þeir leikararnir
Gunnar Eyjólfsson og Bessi
Bjarnason voru sannarlega í ess-
inu sínu að vanda og vöktu
mikla hrifningu meðal áheyr-
enda. Eins og á fyrri héraðsmót-
um, höfðu þeir félagar spurninga
keppni og voru þátttakendur að
þessu sinni þau Birgir Guðlaugs-
son, Kristbjörg Eðvaldsdóttir,
Guðlaugur Karlsson, Guðný Frið
finnsdóttir, Sverrir Páll Erlends-
son og Guðmundur Þorláksson.
Ég gef mig á tal við samkomu-
gesti og leita hjá þeim upplýs-
inga um bæ og byggð. Fyrstan
hitti ég fyrir mér ungan, hávax-
inn Siglfirðing, Jóhann Ólafsson.
Þú ert Siglfirðingu r,Jóhann?
Já, ég er fæddur hér á Siglu-
Jirði. Faðir minn var Ólafur Vil-
hjálmsson og móðir mín er Svava
Jóhannsdóttir. Ég hef átt heima
hér á Siglufirði alla tíð nema
tvo vetur, sem ég var í burtu héð
an í skóla.
Við hvað starfar þú?
Ég er gjaldkeri í Sparisjóði
Siglufjarðar. Ég kann vel við
starf mitt þar og lít björtum
augum á framtfðina sem Sigl-
firðingur. Allt talið um flótta
unga fólksins utan af landsbyggð
inni til Faxaflóasvæðisins hefur
engin áhrif haft á mig. Ég er
þeirrar skoðunar, að allir þeir
erfiðleikar, sem að Siglufirði
hafa steðjað á undanförnum ár-
um, verði brátt yfirunnir og að
betri og bjartari tímar bíði Siglu
fjarðar.
Vegurinn í gegnum Stráka-
göng verður væntanlega tekinn
í notkun einhvern tímann á
næstu mánuðum. Með þeirri
miklu samgöngubót vinnst á-
fangi, sem skiptir okkur unga
fólkið svo miklu máli, þ.e. að
komast í samband við unga fólk-
ið í nærliggjandi héruðum. Ég
tel, að einangrun sú, sem Siglu-
fjörður hefur búið við, hafi átt
ekki minni þátt í því, að ungt
fólk hefur flutzt héðan en síldar-
leysið og skal þó ekki of lítið úr
því gert.
Hvað getur þú sagt mér um
félagslíf unga fólksins hér á
Siglufirði?
Hér sem annars staðar reynum
við unga fólkið að finna skemmti
leg verkefni fyrir frístundir okk-
ar. Það má ef til vill segja, a’ð
ekki hafi verið úr miklu að moða
í þeim efnum að undanförnu, en
nú er eins og breyting til batn-
aðar sé á döfinni. Við ungir
Sjálfstæðismenn höfum tekið
höndum saman um ’að efna til
dansskemmtana fyrir ungt fólk.
Þegar hafa þrjár slíkar skemmt-
anir verið haldnar í Sjálfstæðis-
húsinu og hafa þær tekizt mjög
vel og jafnan verið troðfullt hús.
Það skal tekið fram, að þessar
skemmtanir eru ekki eingöngu
ætlaðar Sjálfstæðisfólki. Þær eru
ætlaðar öllu ungu fólki, sem vill
skemmta sér í hópi félaga sinna.
En ruú sé ég, a’ð Jóhann gerist
órór og það er ekki erfitt að
geta sér til um ástæðuna. Frammi
á gólfinu dunar dansinn og loks
segir Jóhann: En heyrðu lags-
maður, nú má ég ekki vera að
þessu lengur, ég hef öðrum skyld
um að gegna.
Þar með er samtalinu lokið og
ég horfði á eftir Jóhanni, þar sem
hann gengur til einnar yngis-
meyjarinnar og býður henni upp
í dans. Síðan hverfa þau í hring-
iðu dansandi fólks.
Næst tek ég tali ung myndar-
leg hjón, þau Birgi Guðlaugsson
og Erlu Svantoergsdóttur. Birgir
verður fyrir svörum og ég fæ að
vita, að hann er innfæddur Sigl-
firðingur, en hún er ísfiröingur
að uppruna.
Hvað starfar þú við, Birgir?
Ég er húsasmiður. Ég lærði iðn
mína hér á Siglufirði og ég hef
starfað hér sem húsasmiður frá
því að ég útskrifaðist sem slíkur
1961.
Eru nóg verkefni fyrir hendi
í þinni grein.Þarftu nokkuð að
óttast atvinnuleysi?
Hér eru nóg verkefni fram yfir
áramót. Hvað þá tekur við veit
ég ekki. Það hefur verið þannig
Egill Bjarnason
héraðsráðunautur
undanfarin ár, að atvinna hefur
veri'ð næg yfir sumarið og fram
á haustið, en yfir vetrarmánuð-
ina hefur dregið úr framkvæmd-
um, þannig að maður hefur ótt-
azt tímabundið atvinnuleysi. Til
þess hefur þó aldrei komið.
Reyndin hefur orðið sú, að verk-
efnin hafa tekið við hvert af
öðru, þannig að atvinnuleysi hef-
ur aldrei komið til.
Aðstæður eru þannig hér á
Siglufirði, að við erum svo háð
veðráttu, að við getum aðeins
unnið að uppslætti 4—5 mánuði
að sumarlagi. Við verðum að
vinna inni á veturna og sú vinna
byggist að langmestu leyti á því,
sem við getum byggt á sumrin.
Hverjar eru þá helztu bygg-
ingarframkvæmdir, sem nú er
unnið að hér?
Það er þá fyrst að nefna
sjúkrahús bæjarins, sem er að
verða fullbúið og tekur senn til
starfa. Síðan má nefna byggingu
pósts og síma, sem tekin verður í
notkun innan fárra mánaða. Þá
er það ráðhúsið, sem nú þegar er
uppsteypt. Hér er nýbúið að
byggja fullkomna sundlaug og
sennilega verður henni lokið full
komlega fyrir áramót. Síðasti á-
fangi hennar verður að setja
gólf yfir sundlaugarþróna, því að
ætlunin er að húsið verði reki'ð
sem leikfisissalur og íþróttahús
yfir vetrarmánuðina.
Þá má ekki gleyma niðurlagn-
ingarverksmiðju Síldarverk-
smiðja ríkisins, sem er mikið
mannvirki. Þar er nú verið að
ljúka öðrum áfanga byggingar-
innar. Af væntanlegum bygging-
arframkvæmdum má nefna bif-
reiðaverkstæðið, sem Neisti hf.
er að hefja byggingu á. Þá standa
vonir til að sjómannaheimilið
verði stækkað brá'ðlega. Hvað
íbúðarbyggingar snertir, þá verð
ur vart annað sagt, en að bygg-
ingarframkvæmdir á því sviði
séu mjög takmarkaðar, t.d. hef-
ur aðeins verið byrjað á einu
nýju íbúðarhúsi á þessu sumri.
Hvað sem öðru líður, þá verður
hins vegar vart hægt að segja,
að atvinnuhörfur húsasmfða hér
á Siglufirði séu nú verri en ver-
ið hefur undanfarin ár.
Nú að lokum, hvernig lízt þér
á framtíðina sem Siglfirðingur?
Ég lít björtum augum á fram-
tíð Siglufjarðar og hef trú á því,
að Strákavegur ásamt nýrri flug-
braut, sem þegar er byrjað á,
verði mjög til þess að rjúfa ein-
angrunina og stuðla að auknum
Jóhann Ólafsson.
samskiptum við nágrannatoyggð-
irnar. Það er álit mitt, að þetta
ver'ði framar öðru tíl þess að
koma í veg fyrir fólksflóttann
héðan frá Siglufirði.
SAUÐÁRKRÓKUR
Næsta dag var haldið í fögru
veðri til Sauðárkróks en þar fór
fram þá um kvöldið héraðsmót
Sjálfstæðismanna og var það háð
í samkomuhúsinu Bifröst. Stjórn
andi samkomunnar var Árni Guð
mundsson, formaður Sjálfstæðis-
félags Sauðárkróks, en ræðu-
menn voru þeir sera Gunnar
Gíslason, alþingismaður, Stein-
grímur Blöndal erindreki og dr.
Bjarni Benediktsson forsætisráð-
herra.
Þeir Bessi og Gunnar skemmtu
hér einnig og voru áheyrendur
ósparir á að klappa þeim lof í
lófa. f spurningalþættinum tóku
þátt að þessu sinni Haukur
Björnsson, Páll Sigurjónsson, Búi
Vilhjálmsson, Sigurður Ellerts-
son, Gunnar Guðjónsson og Er-
lingur Pétursson.
Að loknu héraðsmótinu hófst
dansleikur og meðan dansinn
dunar tek ég tali nokkra Skag-
firðinga. Þeirra á meðal er Gísli
Jónsson, bóndi á Viðivöllum i
Blönduhlíð, og kona hans, Unnur
Gröndal. Ég gef mig á tal við
þau oig spyr þau um búskap
þeirra.
Hvenær hófuð þið búskap?
Gísli verður fyrir svörum og
segir: Ég byrjaði búskap 1944 og
hafði þá önnur störf um leið, t.d.
ók ég um skeið mjólkurbíl hér í
sveitinni, ók langfer'ðabíl ein-
stöku sinnum og vann nokkra
vetur suður á Keflavíkurflug-
velli. Eftir að Gísli Sigurðsson
dó 1948, en hann bjó á Víðivöll-
um á undan mér, hef ég búið á
jörðinni og tók við henni allri af
Helgu ekkju Gísla árið 1954.
Ég hófst handa með að byggja
fjárhús strax eftir að ég keypti
jörðina. Svo brann ítoúðarhúsið
1959 og þá var ég byrjaður á því
að byggja fjós. Eg varð því til-
neyddur til þess að byggja ítoúð-
arhús um lei'ð. Frá upphafi hef
ég verið á móti einyrkjabúskap
og þess vegna byggði ég tvííbýlis-
hús, þannig að þar væri húsnæði
fyrir fjósamann eða ef fjölskyld-
an stækkaði, að ekki þyrfti að
hrekja hana burtu húsnæðisins
vegna eins og víða vill verða.
Um þetta leyti náði ég í mína
ágætu konu og setti mitt traust
á hana og viðreisnarstjórnina, að
ég kæmist frá þessari fjárfest-
ingu.
Hvernig er búskap þínum
háttað nú, Gísli?
Ég hef nú rúmlega 30 naut-
gripi, þar af 28 mjólkandi kýr.
Þá hef ég 150 ær og nokkur
hross. Þetta er bústofninn í dag.
Ég nota tvíbýlishús mitt til þess
a hafa fjósamann, sem sér um
fjósið. Mér finnst það allt of
mikil áhætta a'ð vera einn með
þetta stóra bú. Ef bóndinn veik-
ist, þar sem hann er einn, þá er
hreinn voði fyrir dyrum og tel
ég, að það væri nauðsynlegt, að
búnaðarfélög eða hreppsfélög
réðu varamenn til þess að hlaupa
í skarðið, þar sem einyrkjar væru
að minnsta kosti. Hér var í vet-
ur ráðinn maður á vegum bún-
aðarfélagsins í þessu skyni og
gaf það mjög góða raun. Veit ég,
áð á minnsta kosti þrem stöðum
hefði illa farið, ef þessi maður
hefði ekki verið til staðar.
Hvernig hefur búskapurinn
gengið í sumar?
Vorið kom seint eftir harðan
vetur og var mjög gjafafrekt,
svo að menn voru knappir með
hey og margir gáfu alveg upp,
þar á meðal ég. Ekki var hægt
að láta kýr út fyrr en undir miðj
an júní, svo að mikið reið á, a'ð
vel ’heyjaðist nú í sumar. Sumar-
ið hefur hins vegar verið kalt og
spretta léleg. Ég mun þó vera
búinn að ná meiru inn en flestir
í minni sveit og veldur það, að
ég hef súgþurrkun og tel ég, að
hún þyrfti að vera á hverjum
toæ. Ég býst við, að ég sé búinn
að ná inn um 600 hestum og ann-
að eins á ég úti þurrkað og upp-
sett og er ég þá búinn með fyrri
slátt. Háarspretta er mjög litil
Birgir Guðleifsson og Erla Svanbergsdóttir.