Morgunblaðið - 19.08.1966, Blaðsíða 11
Föstudagur 19. Sgúst 1966
MORGUNBLADIÐ
11
UTAN AF LANDI - Á HÉRAÐSMÓTUM SJÁLFSTÆÐISMANNA
enn og leikur vafi á, a'ð unnt
verði að slá nokkra há í ár og er
|>að mjög bagalegt, að minnsta
ikosti fyrir suma.
Unnur, kona Gísla, hefur hlýtt
á mál okkar og vík ég mér nú að
henni.
Hvaðan ert þú ættuð, Unnur?
Ég er fædd og uppalin í
Reykjavík, sleit nánar tiltekið
barnskónum á Bergstaðastræt-
inu. við Gísli giftum okkur 1960.
Þegar ég kom hingað norður var
aðkoman að vísu ekki sem'glæsi-
legust. >á var ekki búið að
foyggja íbúðarhúsið, en ég hefði
samt ekki vilja missa af því að
ibúa í gömlu baðstofunni í bæn-
um, sem við bjuggum í fyrst í
tæp tvö ár. Það var sérstakur
Ijómi yfir því. Baðstofan var um
200 ára gömul og búin að standa
af sér tvo stórbruna. En með nú-
tímatækni var hægt að gera bað-
stofuna vistlega og þægilega.
Bernarð Stefánsson, bankastjóri
og alþingismaður á Akureyri.
kom einu sinni í heimsókn og
honum leizt svo vel á baðstof-
una, að hann vildi helzt fá hana
upp á þak í nýja húsinu.
Mikil var samt breytingin að
koma í nýja húsið. Það var í
senn miklu rýmra og þar voru
öil þægindi. Ég myndi ekki vilja
skipta nú og búa í Reykjavík, en
alltaf þykir manni gaman að
koma suður, ekki sízt vegna þess
að þar býr allt mitt fólk.
Næst ræði ég við Guðjón Sig
urðsson bakara sem lengi hefur
verið í fremstu röð Sjálfstæðis-
manna hér á Sauðárkróki, m.a.
verið fulltrúi flokksins í bæjar-
stjórn s.í. 20 ár
Hvað er að frétta af bæjarmál
um hér á Sauðárkróki Guðjón?
Ff við byrjum á atvinnumálum
í bænum, þá er því að svara, að
svo til algjört aflaleysi hefur
verið hér bæði í vor og sumar
þannig að konur sem hafa verið
kallaðar út margar vikur til
6tarfa í frystiihúsinu, hafa nú
ekki verið kallaðar oftar
en einn dag í viku. Af tveimur
frystihúsum hér á Sauðárkróki
er bara annað starfrækt eins og
er.
Allmikið hefur verið byggt hér
á Sauðárkróki að undanförnum
árum. Fullgerðar voru á sl. ári
12 íbúðir af ýmsum stærðum og
einnig eitt verzlunarhús, þar sem
í eru tvær verzlanir. Nú eru í
smíðum 30 íbúðir og 3 verkstæð
ishús, kaupfélagsbygging og
bankahús þ.e. bygging Búnaðar
banka íslands að ógleymdri bóka
safnsbyggingunni, sem er tveggja
hæða hús eða 3269 rúmmetrar.
Þessi bygging er fyrirhuguð, að
verði í fyrsta lagi fyrir bóka- og
skjalasafn Skagfirðinga, en einn
ig lestrar og sýingarsalir o. fl.
Bygging þessi er sameign Skaga
fjarðarsýslu og Sauðárkrókskaup
staðar.
Ég er þeirrar skoðunar, en sú
skooun hlýtur reyndar að liggja
í augum uppi, að börn og ungl-
ingar öðlist engan áhuga á mynd
list og fleiru af því tagi, fyrr
en þau komast í snertingu við
slíkt. Því er nuðsynlegt að skapa
listamönum aðstöðu til sýniga á
verkum sínum hér. Það kann vel
að vera, að þessi bygging virðist
vel við vöxt nú en þar er skoðun
mín, að þegar húsið er fullbyggt
þá verði þar hverju rými ráð-
stafað til nauðsynlegra hluta.
Á undanförnum árum hefur
verið unnið að undirbúningi áð
byggingu gagnfræðaskóla og er
honum ætlaður staður næst
sunnan við íþróttasvæði bæjar-
ins. Teikningar voru svo til full-
gerðar á s.l. vetri og voru "þær
gerðar af Stefáni Jónssyni arki
tekt. Fyrirhugað var að bygging
hæfist í júnímánuði s. 1. enda þá
nokkurt fé fyrir hendi eða tæpar
5 millj kr. þar með talið tillag
ríkissjóðs. Af einhverjum ástæð
um bólar enn ekki á neinum
framkvæmdum að byggingunni.
Svo. að við snúum okkur að
öðrum framkvæmdum, þá hefur
verið hér ríkjandi áhugi á varan
legri gatnagerð og aðalgata
kaupstaðarins ásamt mörgum
öðrum götum voru undirbyggð
ar undir lagningu olíumalar eða
malbikun. Fyrrverandi bæjarstj.
hafði ákveðið að hefjast handa
á þessu sumri en núverandi meiri
hlutaflokkar hafa samþykkt að
fresta aðgerðum í gatnagerða-
málum um eitt ár að minnst
kosti.
íbúatalan hér var við síðasta
manntal tæp 1400 og hefur farið
jafnt og þétt hækkandi undan-
farin ár. Fólk hefur flutzt hingað
að frá ýmsum stöðum, svo sem
Reykjavík, Skagaströnd, Hólma-
vík og Skagafjarðarsýslu og enn
víðar að, þannig að fjölgunin
hefur orðið umfram þá fjölgun
sem annars hefði orðið í kaup-
stáðnum einum saman.
Iðnaður hefur farið hér vax-
andi ár frá ári. Hér eru nú um
80 faglærðir iðnaðarmenn og það
er tala sem talar sínu máli í
ekki stærra bæjarfélagi. Miklar
vonir eru við það bundnar
manna á meðal almennt, að iðn-
aðurinn verði aðaluppistaða í
atvinnulífi bæjarins, þegar fram
líða stundir. Iðnfyrirtækin hér
eru bæði á sviðii þjónustuið-
naðar og framleiðsluiðnaðar svo
sem fatnaðarframleiðslu og í
málmiðnaði. Þá er hafin hér
fjöldaframleiðsla á hurðum og
einnig er hér starfandi verk-
sem framleiðir einangrunarplast.
Þetta er nýjung í iðnaði hjá
okkur hér. Þess má geta, að fata
verksmiðjan og málmiðnaðar-
fyrirtækið fluttu starfsemi sína
hingað frá Reykjavík.
Næst hitti ég að máli Halldór
Jónsson bónda að Mannskaða-
hóli. Hvernig stendur á þessu
sérstæða nafni á bænum þínum
Halldór?
Eftir munnmælum er það til
efni nafnsins, að bóndinn á
bænum gerði aðför að Tyrkjum
sem rændu og misþyrmdu fólki
við Skagafjörð á 17. öld. Reyndar
munu þetta hafa verið Englend-
ingar, en verið kallaðir Tyrkir
eins og allir útlendingar, sem
einhverja bölvun gerðu af sér
hér við land, voru kallaðir. Sagt
er, að aðförin hafi farið þannig
fram, að rekið hafi verið stóð
með hrísbyrðum að Englending-
um, svo að þeir tvístruðust oð
náðu ekki vopnum sínum. Voru
þeir síðan eltir uppi og drepnir
en sagt er, að einhverjir þeirra
hafi komizt heim að Hólum og
hlotið náð hjá biskupi.
Hvað getur þú sagt af félags
málum hér í héraðinu?
Þar má fyrst nefna það, að
verið er að vinna að byggingu
stórs félagsheimilis á Hofsósi.
Þær framkvæmdir hafa gengið
hægt að undanförnu, en nú í sum
ar er verið að gera stórátak
varðandi þessa byggingu. í
Varmahlíð er annað stórt félags
heimili að rísa. Þá er byrjað á
nýju félagsheimili á Reykjum
í Tungusveit. Fyrir eru samkomu
hús í Ketilási í Fljótum, að Héð-
insminni í Blönduhlíð, Melsgili
í Staðarhreppi og svo náttúr-
lega það, sem við erum staddir
í, Bifröst á Sauðárkróki.
Hvert er álit þitt varðandi fé-
lagsheimili? Finnst þér rétt, að
margir hreppar sameinist um
byggingu félagsheimila eða að
hrepparnir hver í sínu lagi standi
að byggingu þeirra?
Ég tel hiklaust að margir hrepp
ar ættu að sameinast um bygg-
ingu hinna stærri félagsheimila.
Skiljanlegt er, að í þeim hrepp
um, sem fjærst þessum félags-
heimilum liggja, sé einhver and-
staða gegn slíku, því allir vilja
hafa þau sem næst sér. Hitt
liggur í augum uppi, að það er
auðveldara fyrir marga hreppa
en fáa að koma upp veglegu fé-
lagsheimili og ef rekstur þess
kann að ganga illa, þá verður
það einnig léttari byrði en ella.
Það eru hinsvegar skólamálin
sem hér eru erfiðust viðureignar
°g þyrfti að gera stórátak til
þess að bæta þar úr. Aðstaða
til framhaldsnáms hafa enga
mjög slæm vegna skólahúsnæðis
ins og í sumum hreppum er farið
þannig að , að herjað er út
skólapláss á bæjunum. Þeir
unglingar, sem þurfa að komast
til framhaldsnáms hafa enga
slika aðstöðu hér, heldur verða
þeir að leita fyrir sér annars
staðar á landinu til þess að
komast í gagnfræðaskóla og
tekst það misjafnlega. Lausnin
á skólamálum héraðsins hlýtur
að verða sú, að komið verði upp
heimavistarskóla og ég held að
niðurstaðan sé orðin sú, að þeir
eigi að verða tveir.
Og að lokum Halldór hvað
getur þú sagt mér um sam-
göngumál héraðsins?
Vegakerfið hér er yfirleitt
orðið sæmilegt, en viðhald veg-
anna mæti vera betra. Víða er
vegurinn hins vegar orðinn það
lágur, þ. e. hann hefur sigið
vegna þyngri umferðar, að hann
teppist fljótlega, þegar fer að
snjóa. Sl. vetur varð okkur
mjög þungur í skauti vegna þess
og leiddi beint afurðatap af því
stundum, að vegurinn tepptist
lengi í einu. Ég tel samt, að þetta
standi til bóta, þegar nýja leið
in til Siglufjarðar um Stráka-
göng opnast.
Að lokum tek ég tali Egil
Bjarnason héraðsráðunaut. Hve
lengi hefur þú búið hér á Sauð-
árkróki?
Ég hef verið búsettur hér frá
því 1950. Annars er ég fæddur
og uppalinn á Uppsölum í Blöndu
hlíð. Þar dvaldist ég fram til
sautján ára aldurs. Þá fór ég
á búnaðarskólan á Hvanneyri og
var þar í fjögur ár. Síðan fór
ég að starfa hjá Búnaðarsamb
andi Skagfirðinga og hef unnið
þar síðan.
Starf mitt hér hjá búnaðar-
sambandinu er fyrst og fremst
fólgið í leiðbeiningarstarfsemi
varðandi jarðrækt og búfjár-
rækt ásamt framkvæmdastjórn
fyrir Ræktunarsamband Skag-
firðinga. Ræktunarsanmbandið
hóf starfsemi sína árið 194ö og
hefur síðan gert út skurðgröfur
og beltadráttavélar, sem unnið
hafa að framræslu og ræktunar-
framkvæmdum. Starfsemi þess
hefur verið mikil lyftistöng fyrir
ræktunina í héraðinu.
Ræktunarframkvæmdir hafa
aukizt mjög mikið hér á undan
förnum árum sem og byggingar
í sveitum. Segja. má, að frá því
1945 sé búið að endurbyggja
íbúðarhúsin á flestöllum jörðum
hér í héraðinu og bygging úti-
húsa farið mjög vaxandi á síðari
árum. Samt eru mjög mikil verk
efni óunnin á því sviði.
Geturðu sagt mér frá nokkrum
nýjungum í starfsemi búnaðar-
sambandsins?
Á síðari árum hefur aukizt
mjög samvinna milli búnaðar-
sambandanna hér á Norðurlandi
og þá fyrst og fremst fyrir til-
stuðlan Ræktunarsambands Norð
urlands. A vegum þess hefur
verið stofnúð efnarannsóknar-
stofa á Akureyri og er verkefni
hennar einkum að annast efna
greiningar á jarðvegi og hev-
fóðri og reyna þannig að skapa
raunhæfari grundvöll fyrir hag-
kvæmari áburðarnotkun og fóðr
un. í tilefni þessa er nú verið
að vinna að uppmælingu og kort
lagningu á öllu ræktunarlandinu
hér í héraðinu og er áætlað, að
því verði lokið sumarið 1968.
Þá hafa búnaðarsamböndin
hér í Norðlendingafjórðungi
stofnsett sæðingarstöð fyrir sauð
fé á Lundi við Akureyri og
þangað er reynt að velja sem
bezta kynbótahrúta, sem sæðið
er tekið úr og síðan notað á
starfsvæði þessara sambanda.
Þá hafa búnaðarsamböndin
hér í Skagafirði og Húnavatns-
sýslu stofnsett búfjárræktarstöð
á Biönduósi. Verkefni hennar er
fyrst og fremst að annast naut-
griparæktina á þessu svæði og
þar er staðsettur sá nautastofn
sem notaður er í þessum héru$
um. -----
bæ sinn.
llallðór Jónsson bóndi á Mannskaðahóli og Erla kona hans.