Morgunblaðið - 19.08.1966, Side 12

Morgunblaðið - 19.08.1966, Side 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 19. Sgúst 1966 UM BÆKUR LJÓS AÐ INNAN Karl Bjarnhof: LJÓSIÐ GÓÐA. Kristmann Guðmundsson ís- Icnzkaði. Almenna bókafélagið. Bók mánaðarins. Apríl 1965. „'ÞEGAR maður sér ekkert sjálf ur getur maður vel látið sér koma til hugar að engir aðrir g’eti séð mann, hvar svo sem maður er staddur. í>að er svo eðlilegt að maður verður að gæta sín að muna það til þess að gíeyma því ekki andartak. Maður getur verið svo ná'ægt annarri manneskju að maður snerti hana með hendi eða oln- boga, eða kné, og samt sem áð- ur sér maður ekkert. Jafnvel mitt á meðal annarra manna er maður lokaður inni í sínum eig- in heimi — einn. Og landamaeri þessa heims eru manns eigin persónu svo þröngur stakkur að maður sér hvergi út yfir þau. En samt sem áður eru þau loft- kennd, eitthvað gagnsætt, eitt- hvað óáþreifanlegt." Svona skrifar Karl Bjarnhof. Nafn bókarinnar, Ljósið góða, kann að þykja öfugmælakennt, ef haft er í huga, að í bókinni fylgjum við sögumanni, frá því hann hefur aðeins nokkra skímu, þar til hann missir sjón- ina fyrir fullt og allt. En það er til annars konar ljós en það, sem að ofán kemur. Það er einnig til ljós, sem kemur að innan. Og það ljós hefur Karli Bjarnhof veitzt í ríkum mæli. Bók hans er lýsindi í sér hverju tilliti. Hún minnir á þær bækur einar, sem vel eru skrif- aðar. Það er kannski villandi að líkja henni við Fjallkirkjuna. Og þó tel ég það ekki vera al- Teg út í hött. Karl Bjarnhof er stílsnilling- ur og frásagnarmeistari. Hann þylur ekki í anda raunsæishöf- unda, rekur ekki frásögnina eins og óslitinn þráð. Miklu fremur mætti segja, að hann fari að líkt og abstraktmálari: raði saman þeim litum, sem saman eiga, og dragi línurnar, eins og þær fara bezt á fletinum. Allt er í ákjósanlegri samstill- ing: frásögn, líking og tæpi- tunga. Saga Karls Bjarnhofs líkist því hvorki venjulegri ævisögu eða skáldsögu, en stendur ein- hvers staðar þar á milli. Sögumaður hvarflar á milli tveggja heima og stendur þó furðu traustum fótum í báðum. "Annars vegar er heimur hinna blindu, Hins vegar er veröld þeirra, sem sjónina hafa. Sögu- maður stendur á mótum ljóss og myrkurs, unz skíman hverf- ur honum. Fram undan bíður hið mikla tóm. „Einu sinni fyrir mörgum ár- um,“ segir hann, „hafði ég legið með bindi fyrir báðum auguin. Legið í myrkri. Legið og verið moldvarpa. Lítið, blint dýr. En það var myrkur. Ég gat ekki séð dagsljósið, eða ljósið á lamp anum. Ég hafði legið í myrkri. Mínu eigin myrkri. Og ég hafði ekki verið svo viti borirfti að kunna skil á því, að þegar érf aðeins lá í myrkri, enda þótt - það væri mitt eigið myrkur, myndi ljósið koma aftur fyrr eða síðar. Enginn var svo viti borinn. Þess var beðið í ofvæni að bindið yrði tekið frá augum mínum. Úr mykrinu liggur ávallt leið til baka. Eða leið áfram. Áfraín til ljóssins. Úr tóminu liggur engin leið. Hvorki fram né aftur.“ Ofurseldur þessu tómi endar sögumaður sögu sína. Engan skal því furða, þó ekki sé bein- línío lóH vfir henni F.n drunffi er ekki heldur yfir henni, að- eins tregi. Sögumaður segir frá mörgu fólki úr báðum heimum: hinna blindu og hinna sjáandi. Sum- um bregður fyrir sem í leiftri. Aðrir koma aftur og aftur. Og þeim lýsir höfundur nærfærn- islega og ljóslega. Og lýsingar hans bera með sér, að sjón hans — hin innri sjón — er í góðu lagi. Bezt þykir mér frásögnin af Thomasi, einstæðingnum, sem er næstum farinn að elska stúlku, þegar hann uppgötvar. að hún þýðist hann af einskærri meðaumkun. Rekur þá frauk- una á dyr og styttir ser aldur skömmu síðar. Skemmtileg og hugtæk er einnig frásögnin af sambandi sögumanns og Lydiu, stúlku, sem hann elskar kannski dálítið, en þarfnast þeim mun meir. Það er góð ástarsaga og — allsendis óvæmin. Þó er Karl Bjarnhof ekki opin- skár höfundur. Hann er miklu fremur dulur maður. Lesandinn hefur einhvern veginn á tilfinn- ingunni, að hann hafi þurft að herða sig eilítið upp til að segja allt, sem hann segir. Og draum- óramaður er hann ekki. „Við töluðum aldrei um drauma og hugmyndaflug," segir hann. „Sumir ortu kannski lög um stúlku, eða spiluðu bara um þrá sína eftir stúlku, og maður gat heyrt að það var þrá, sem þeir voru að spila um. Það var ekki naúðsynlegt að eyða orðum. Orð léttu okkur ekki byrðarnar eða juku skilning okkar.“ Karl Bjarnhof er veruleika- höfundur innan sinna takmarka. Hann víkst ekki undan efni sínu, heldur leysir hvern hnút. Það er manndómsmaður á bak við Ljós- ið góða. Stíll Karls Bjarnhofs er sums staðar ísmeygilegur og alls stað- ar þýður og nærfærnislegur. Sem dæmi um stílshátt hans tilfæri ég hér niðurlagsorð bókarinnar. „Það er kominn nýr morgunn. Nýr dagur með nið af regni í öspunum, eða af sólaruppkom- unni. Og að stundu liðinni mun ég rísa á fætur. Ég mun rísa á fætur og fara út og taka á móti ljósinu, og heyra blómin hringja litlum bjöllum úr daggarsilfri mót sólinni. Og bjöllurnar munu vei'ða æ fleiri. Hundruð. Þús- undir. Fíngerðir daggbjölluómar úr öllum áttum. Unz fjarlæg kirkjuklukka tekur undir með málmrödd sinni og heilsar birtu og sól, og hringir sínar níu bænahringingar: Þrjár fyrir nótt unni, sem leið. Þrjár fyrir nýj- um degi. Og þrjár fyrir mann- eskjunum, börnum dagsins og Ijóssins. — Blessað veri ljósið, segi ég. — Blessað veri ljósið. Ljósið góða.“ Það er ekki að sjá, að höfund- ur, sem svona skrifar, hafi farið á mis við alia hamingju í lífinu, enda þó hann hafi ekki notið þess ijóss, sem gleður augu flestra manna. Kristmann Guðmundsson hef- ur þýtt Ljósið góða. Eflaust hef- ur hann leyst þáð verk af hendi eftir beztu getu og samvizku. Nokkuð þykir mér þýðingin dönskuleg með köflum, t. d. kemur víða fyrir orðið „maður“. notað sem óákveðið fornafn. En það hefur ef til vill verið ásetn- ingur þýðanda að láta keim af dönsku máli þannig haldast í verkinu, svo það minnti fremur á uppruna sinn. Ekki veit ég, hvort þýðandi hefur farið eftir einhverjum reglum um kommusetningu, því éíf botna ekkert í kommusetn- Karl Bjarnhof ingu hans, bókstaflega talað. En afbrigðileg kommusetning er ekki einsdæmi í þessari bók. Kommureglur þær,. sem kennd- ar eru i skólum, eru ekki lengur virtar af rithöfundum, að fáum einum undanskildum. Þess skal að lokum geta, að höfundarlaun sín fyrir þessa út- gáfu Ljóssins góða hefur Karl Bjarnhof gefið til starfsemi blindra á íslandi. Þó ekki skorti á, að hann lýsi sér nógu ræki- lega í þessari bók sinni, þá lýsir hann sér kannski ennþá betur með þeirri ráðstöfun. Erlendur Jónsson. Ingibjörg Sigurðnr- dóttir Kveðja . Fædd: 29. september 1910. Dáin: 12. ágúst 1966. KVEÐJA FRÁ ÖMMUBÖRNUM. Við minnumst, amma, óska og bæna binn., þótt aldrei framar heyrum þina rödd. Þú áttir hönd, sem vildi gefa og vinna og var af heitri ást til starfa kvödd. Og ekkert var eins indælt til að hugga og elskuð mund þín, strokið mjúkt um kinn. Og bros þin hröktu á brautu alla skugga, er birtan skein um litla bæinn þinn. Við kveðjum þig af hlýjum hug og klökkum og himindýrðar biðjum þinni sál. Og blessun þína og bænir heitt við þökkum og bezt við skulum geyma öll þin mál. Og seinna er haustar hljótt á okkar brautum og hafsins bylgjur duna þungt við strönd. Þinn andi vakir ofar böli og þrautum frá æðri heimum bak við sjónarrönd. Á. Frá lancflsmóti Samb. ísl. lúðrasv. Fimmta landsmót S.Í.L. var haldið á Selfossi dagana 24. til 26. júní s.l. og sóttu það 12 lúðra sveitir víðs vegar af landinu. Mótið hófst með kynningar- kvöldvöku í Selfossbíói, föstu- dagskvöldið 24. júní og voru þá flestar lúðrasveitirnar mættar, en hreppsnefnd Selfosshrepps bauð til kaffidrykkju á kvöld- vöku þessari, sem fór mjög skemmtilega fram, en stjórnandi hennar var Árni Guðmundsson Selfossi. Fóru þarna fram ýms skemmti atriði, sem félagar lúðrasveit- anna lögðu fram. Þá voru og tilkynnt úrslit í marsasamkeppni þeirri, er S.f.L. hafði efnt til og hlaut 1. verðlaun kr. 10.000.00, lagið „Gamlir fé- lagar“, en höfundur þess reyndist vera Árni Björnsson, Hörgshlíð 10, Reykjavík 2. verðlaun kr. 5.000.00 hlaut lagið „Vorþeyr“, en höfundur þess reyndist vera Bjarni Gíslason, Keflavík. Dómnefndin var skipuð Jóni Þórarinssyni, dr. Hallgrími Helgasyni og Páli P. Pálssyni. Laugardaginn 25. kl. 10 ár- degis var í Selfossbíói sameigin leg æfing allra lúðrasveitanna, en kl. 13,30 gengu svo allar lúðrasveitirnar fylktu liði til Tryggvagarðs, þar sem þær léku nokkur lög hver, og einnig allar saman og mun það stærsta hljóm sveit er á Islandi hefur leikið eða um 230 manns, og lauk þess um hljómleikum um kl. 18,30 Um kvöldið var dansleikur í Selfossbíói. Kl. 10 árd. sunnudag 26. júní var settúr aðalfundur S.f.L. í fundarsal K.Á. Formaður Halldór Einarsson Reykjavík setti fundinn og stjórnaði honum og flutti skýrslu um störf sam- bandsins á liðnu starfsári. Nefndi hann sérstaklega námskeið á sl. hausti, sem haldið var fyrir stjórnendur lúðrasveita á íslandi og þóttist heppnast vel. Ennfremur skýrði hann frá því að 25. ágúst n.k. er væntalegur til íslands frá Bandaríkjunum mjög kunnur túbuleikari, Roger Bobo að nafni, en hingað kemur nann á vegum ríkisútvarpsins og S.í.L. Svo hefur um samizt að Roger Bobo mun halda 10 daga nám- skeið á vegum S.Í.L. fyrir túbu leikara lúðrasveitanna, og er mikill fengur af slíkum lista- manni. Gjaldkeri Eiríkur Jóhannesson las síðan reikninga og skýrði þá og voru þeir samþykktir. Halldór Einarsson, Reykjavík var endur kjörinn formaður S.Í.L. en ritari Karl Guðjónson, Reykjavík og gjaldkeri Eiríkur Jóhannesson, Hafnarfirði báðust eindregið undan endurkosningu og voru í þeirra stað kosnir Árni Guð- mundsson Selfossi ritari og Jó- hann Gunnarsson, Reykjavík, gjaldkeri. Eftir hádegi að aðalfundi lokn um var haldið til Þingvalla og þar léku allar lúðrasveitirnar nokkur lög sameiginlega, en síð an bauð stjórn S.Í.L. landsmóts gestum til kaffidrykkju í Valhöll og fóru þar fram mótsslit. Er þetta fimmta landsmót S.Í.L., sem Lúðrasveit Selfoss sá um undirbúning og framkvæmd á, hið langfjölmennasta sem haldið hefur verið. Frá stjórn S.Í.L. Hópferðabílar allar stærðlr Simar 37400 og 34307. LÆKIMI vantar nú þegar til Neskaupstaðar. Upplýsingar á skrifstofu minni. LANDLÆKNIR. BOUSSOIS INSULATING GLASS Einangrunar- gler Franska einangrunarglerið er heimsþekkt fyrir gæði. Leitið tilboða. Stuttur afgreiðslutími. HANNES ÞORSTEINSSON, heildverzlun, Sím.i: 2-44-55. Stýrimann vantar á góðan togbát. — Upplýsingar í símum 34735 og 41770.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.