Morgunblaðið - 19.08.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.08.1966, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 19. ágúst 196® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík, Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjðrnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. 1 lausasöiu kr. 5.00 eintakið. MERKILEGT UMBÓTAMÁL TT'ins og kunnugt er voru á síðasta Alþingi sett fyrir frumkvæði ríkisstjórnarinnar lög um stofnun Atvinnujöfn- unarsjóðs. Hlutverk þessarar nýju lánastofnunar er að veita lón og styrki til at- vinnulífsuppbyggingar í strjál býlinu, þar sem framleiðslu- skilyrði eru góð, og stuðla þar með að jafnvægi í byggð landsins. Stofnfé þessa sjóðs er yfir 350 milljónir króna, og ráðstöfunarfé hans á árinu 1966 verður um 44 milljónir króna. Á næstu árum hækk- ar árlegt ráðstöfunarfé sjóðs- ins verulega og kemst á fáum árum, þegar framleiðslugjald ið af álverksmiðjunni er tek- ið að renna í sjóðinn í fullum mæli, upp í 112 milljónir króna á ári. Jafnframt hefur sjóðurinn rúmar heimildir til þess að taka erlend og inn- lend lán, ef nauðsyn krefur til starfsemi sinnar. Um það verður ekki deilt með rökum, að þetta er lang- samlega stærsta og raunhæf- asta sporið, sem stigið hefur verið til atvinnulífsuppbygg- ingar í strjálbýlinu. Bar og til þess brýna nauðsyn, ekki sízt vegna þeirra stórfelldu framkvæmda, sem nú er ver- ið að ráðast í hér á Suðvest- urlandi með byggingu álverk smiðju og stórvirkjana. ★ Það sem nú skiptir mestu máli er að vel og skipulega verði unnið að uppbyggingu atvinnulífsins úti um land. Höfuðáherzlu ber að leggja á eflingu fiskiðnaðarins, sem um langt skeið hefur verið burðarásinn í atvinnulífinu í öllum landshlutum. En jafn- _framt verður að vinna að því að gera atvinnulífið fjolbreytt ara og kom'a upp nýjum at- vinnutækjum, sem skapað geta aukið afkomuöryggi fólksins í kauptúnum og kaupstöðum um land allt. Það er alkunn saga að brigðull sjávarafli veldur oft margvís- legum vandræðum í einstök- um landshlutum. Hefur það t.d. sannazt á byggðarlögun- um við Húnaflóa undanfarin ár, sem orðið hafa harkaiega fyrir barði alvarlegs afla- brests. Héfur undanfarið ver- hafnargerðum í þessum lands hluta. Það er mjög þýðingarmikið fyrir hinn nýja Atvinnujöfn- unarsjóð að landshlutaáætlan ir þær, sem í undirbúningi eru, verði vel og skynsam- lega unnar. Atvinnujöfnunarsjóður er nú tekinn til starfa. Hann mun í framtíðinni verða at- vinnulífi strjálbýlisins stór- kostleg lyftistöng, enda ber til þess brýna nauðsyn. Þrátt fyrir mikla og almenna vel- megun um land allt, verður sú staðreynd því miður ekki sniðgengin, að afkoma fram- leiðslutækjanna er víða ekki eins góð og skyldi. Ástæða þess er m.a. hinn stóraukni tilkostnaður, sem lagzt hefur á framleiðsluna á mörgum undanförnum árum. En kjarni mólsins er að ríkisstjórnin hefur markað hyggilega og sjálfsagða stefnu gagnvart atvinnulífs- uppbyggingunni úti um land. Takmark hennar er skipuleg uppbygging og efling byggð- arinnar, allsstaðar þar sem góð framleiðsluskilyrði leyfa. Það, sem fyrst og fremst ber að stefna að, ekki aðeins í at- vinnulífi, heldur og á öllum öðrum sviðum ,er að fólkið til sjávar og sveita úti um landið búi hvorki við verri lífskjör né aðstöðu að öðru leyti en fólkið í þéttbýlinu. Hinum nýja Atvinnujöfnun- arsjóði er ætlað að vinna að þessu mikilvæga verkefni. AÐALFUNDUR SKÖRÆKTAR- FÉLAGSINS T dag hefst aðalfundur Skóg- ræktarfélags íslands norð- ur að Laugum í Þingeyjar- sýslu. Þar munu fulltrúar skógræktarmanna víðsvegar af landinu hittast og bera saman ráð sín. Skógræktin hefur á undan- förnum árum unnið geysi- mikið og gagnlegt stapf. Á aðra milljón plantna hefur verið gróðursett á ári síðustu árin, og starf skógræktarfé- laganna og Skógræktar ríkis- ins hefur stöðugt orðið fjöl- JKLAHi þanpaRí. W ' 0 R.ÐUk~ ATþA N r*S F J 4’ , l * Tuttugu og tvöfalt vatns- magn allra fljóta á jörðinni Bandðrískir vísindamenn Ijúka eins árs ránnsóknum á straumnum MARGIR útlendingar, sem hingað koma, láta í Ijós undr- un sína yfir því hve loftslag er milt, einkum á veturna. En þegar þeim er frá því skýrt að Golfstraumurinn liggi upp að ströndum landsins, skilja þeir hversvegna hér er ekki kaldara. Því þessi straumur hefur gífurleg áhrif á loftslag allrar Norður-Evrópu, þótt hann sé langt að kominn. í rauninni er tiltölulega lít- ið vitað um Golfstrauminn, ef tekið er tillit til 'þeirra áhrifa, sem hann hefur á veðurfar og sjávarlíf þar sem hann fer um. Og fyrsta vitneskja um strauminn fékkst ekki fyrr en að loknum rannsóknum Banda ríkjamannsins Benjamins Franklins fyrir tæpum tveim- ur öldum. En nú er von á ítarlegri upplýsingum um Golfstrauminn, því bandarísk ir visindamenn hafa nýlokið ársrannsókn á straumnum og verða niðurstöður þeirra rannsókna birtar á næstunni. Benjamin Franklin Það var árið 1769 sem Benjamin Franklin vann að rannsóknum sínum á Golf- straumnum, en niðurstöður þeirra rannsókna voru ekki birtar fyrr en 16 árum seinna. Ástæðan fyrir því að Franklín fór að kanna þetta fyrirbæri var sú að hann hafði tekið eftir þeirri staðreynd að sum skip voru allt að tveimur vik- um lengur en önnur að sigla yfir Atlantshafið þótt veður væri svipað. Vildi hann vita hvað um var að ' vera, og komst að raun um að í Atl- antshafinu rann ' mikil haf- elfur, sem gat tafið eða flýtt skipaferðum eftir því hvort skipin sigldu með eða móti straumi. Næsta könnun á Golf- straumnum var gerð snemma á 19. öld, og tókst þá nokkurn- veginn að kortleggja straum- inn. Endurbætur voru gerðar á kortinu árið 1846, en svo leið rúm öld þar til næsta rannsókn fór fram árið 1950. Sex skip unnu að þeirri rann- sókn, sem tók þrjár vikur. Síðasta rannsóknin var svo gerð árið 1960 og unnu þrjú skip að henni í rúman hálfan mánuð. Fylgjast með breytingunum Margar visindastofnanir og háskólar í Bandaríkjunum stóðu að þeirri rannsókn á Golfstraumnum, sem hófst á miðj u ári í fyrra og nú er ný- lokið. Forstöðumaður rann- sóknanna var dr. Harris B. Stewart, frá haffræðistofnun Bandaríkjanna. Segir hann að ekki hafi verið unnt að vinna að öllum þeim rannsóknum, sem æskilegt hefði verið að gera, til þess hefði þurft hundruð skipa og vísinda- manna. Þessvegna var ákveð- ið að beina rannsóknum að ákveðnum köflum Golf- straumsins, fyrst við strend- ur Florida út af Miami, þá könnuð svæðin austur af borginni Charleston og Hatt- eras-höfða, og loks stórt svæði á Norður-Atlantshafi. „Okkur langar til að fylgjast með því hve ört breytingar verða á straumnum og reyna að finna hvað veldur þeim“, sagði dr. Stewart. Eins og stórfljót Golfstraumnum líkir dr. Stewart við stórfljót, 65 kíló- metra breitt og 600 metra djúpt, sem rennur með 6—7 km hraða á klukkustund. Tal- ið er að vatnsmagn straums- ins sé 100 þúsund milljón tonn á klukkustund, eða tutt- ugu og tvisvar sinnum meira magn en öll vatnsföll jarðar flytja til sjávar á sama tínuú Og dr. Stewart bendir á að mjög sé áríðandi fyrir fisk- veiðiiðnaðinn í heild, og fyrir veðurfræðinga, að vita meira um Golfstrauminn. „Sem dæmi má nefna“, sagði hann nýlega í viðtali, Framhald á bls. 21 ið unnið að því að gera áætl- un um aðgerðir til umbóta í atvinnulífi þessara byggðar- laga. Ennfremur hefur verið unnið að gerð Vestfjarðaáætl- unar, og er nokkur hluti hennar þegar kominn til framkvæmda, þ.e.a.s. þáttur samgangna á landi, í lofti og að nokkru leyti á sjó, þar sem unnið er nú að stórfeldum þættara og þróttmeira. íslefid ingar eru ekki lengur í nein- um vafa um það, að skóg- ræktin er eitt af hinum stóru hagsmunamálum þeirra, sem mikið veltur á að tekið sé á af framsýni og markvísi. Varla nokkrum íslendingi dettur lengur í hug að hajda þeirri firru fram að ekki sé hægt að rækta skóg í þessu landi. Reynslan sýnir, að þeg ar vísindi og þekking eru lögð JCil grundvallar í skóg- ræktarstarfinu hér á landi vaxa á skömmum tíma upp háir og fagrir skógar. Þetta hefur gerzt á Hallormsstað og mörgum öðrum stöðum í landinu. í flestum stærstu kaupstöðum landsins getur einnig að líta hávaxna og fagra trjágarða við mikinn fjölda húsa. Fólkið hefur gert sér ljóst að trjáræktin er vís- asti vegurinn til þess að skapa skjól og fegurð við heimili þess. Þessu ber vissulega að fagna. En áfram verður að halda af auknum þrótti. Auknu fjármagni þarf að beina til skógræktarinnar. Því fé er vel varið sem til hennar gengur. Hún gerir landið betra, byggilegra og arðgæf- ara. Þess vegna er skógrækt- in mál allrar þjóðarinnar, en ekki aðeins fárra áhuga- manna, sem unnið hafa merki legt brautryðjendastarf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.