Morgunblaðið - 19.08.1966, Side 15

Morgunblaðið - 19.08.1966, Side 15
Föstudagur 19. Sgúst 1966 MORGUNBLAÐIÐ 15 Umferð og slysahætia MerkjagjÖf leysir ekki undan varýðarskyldu „HVERS VEGNA á að fara að kæra mann fyrir annað eins lítilræði og það að gleyma að gefa stefnu- ljós“, sagði ökumaðurinn og leit spyrjandi á lögreglu þjóninn. Því miður eru þeir alltof margir ökumenn irnir sem álíta að stefnu- ljósin séu „smá atriði“ og hirða því lítið um að nota þau rétt. Hins vegar er það staðreynd, að stefnuljósin eru mjög þýðingarmikil öryggistæki, sem stuðla að öruggari og greiðari um- ferð. Hvenær á að gefa stefnuljós? í 52. gr. umferðarlaganna 2. málsgr. segir svo: „Skylt er að gera merki um breytta akstursstefnu, þegar þörf er á, til- leiðbeiningar fyrir aðra umferð. Merki þessi skal eink um gefa, þegar breytt er um akstursstefnu á vegi eða ekið er af stað frá brún akbrautar. Merki skal gefa með stefnu- ljósum á þeim ökutækjum, er hafa skulu slík tæki. Annars skulu þau gefin með því að rétta út hægri eða vinstri hönd, eftir því, serÁ við á, éða á annan greinilegan, ótvíræð- an hátt. Ökumanni er skylt að hætta merkjabendingum, þeg ar þær eiga ekki lengur við. Sem sagt, samlcvæmt um- ferðarlögunum er skylt að gefa merki í tæka tíð: a. þegar beygt er á gatna- mótum. b. þegar skipt er um ak- rein á vegi. c. þegar ekið er af stað frá brún akbrautar. Þá hafa margir ökumenn tekið upp þann góða sið í sam bandi við akstur úti á þjóð- vegum að nota stefnuljós við framúrakstur, en gæta verður þess vandlega, að gefa stefnu ljós ekki til bendingar um framúrakstur, nema vegurinn framundan sé auöur og hindr- unarlaus. Vanræksla á notkun stefnuljósa getur valdið slysi. Á þessu má sjá að notkun stefnuljósa er ekki flókin, og ... . „ á að vera hverjum ökumanni Her he‘ur bifreið mynnzt við fosturjorðina og lent í skurði a enn einum gatnamotum, sem auðlærð. Það sem er lang mest kalla má slysagatnamót, þótt allt umhverfið sé opið, og greinilega merktir vegir. Það er á áberandi í sambandi við akst- Bústaðavegi ofanvert við nýja Borgarsjúkra húsið. ur með stefnuljósum er, hvað ökumenn gefa stefnuljós seint. Mjög margir ökumenn gefa t.d. ekki stefnumerki fyrr en um leið og þeir beygja. Ef stefnuljósin eru notuð á þenn an hátt, koma þau að engu gagni. Það er stundum lík- ekki grein fyrir, hvaða götur þeir ætla að aka og síðan sveigja þeir skyndilega og setja stefnuljósin á. Menn eiga að vera búnir áð gera sér grein fyrir því, hvaða götur Einna líkastur fornaldardýri er þessi bíll, sem lent hefur í árekstri. Góðir ökumenn! Tökum höndum saman og vinnum að fækkun slysanna á vegunum. ig gefið stefnumerki í tíma, til þess að sýna öðrum veg- farendum, hvað þeic ætla að gera. Þá má heldur ekki gleyma að minnast á þá ökumenn, sem gleyma að taka stefnu- ljósin af, eftir að þeir hafa beygt, og aka síðan jafnvel framhjá mörgum gatnamót- um með stefnumerki logandi. Slíkur akstur er beinlínis lífs hættulegur. Staðsetning stefnuljósa. Samkvæmt reglugerðinni um gerð og búnað ökutækja, skulu stefnuljósker staðsett þannig, að Ijósin sjást greini- lega frá stöðum á fram- lengdri mi'ðlengdarlínu bif- reiðar, 10 m. fyrir framan og 10 m. fyrir aftan hana. Á vörubifreiðum með opnum palli skal miða við að hann sé hlaðinn að yztu brún. Tíðni stefnuljósa skal vera 60 til 120 rið á mínútu. Ef stefnuljós eru ekki tengd stýrisbúnaði eða tímarofi stöðvar ekki merkjagjöf, skulu þau tengd sérstöku ljósa- eða hljóðmerkjabúnaði er gefi ökumanni til kynna, hvenær þau eru í notkun. Merkjagjöf leysir öku- mann ekki undan varúðarskyldu. Margir ökumenn virðast standa í þeirri meiningu að stefnuljós veiti þeim einhvern ákveðinn rétt í umfer'ðinni, t.d. sé það nóg að gefa stefnu- ljós og skipta síðan um ak- rein. Beri þá þeirri umferð, sem er á þeirri akrein, sem þeir ætla yfir á, að víkja fyrir þeim. Þetta er mikill mis- skilningur. Stefnuljós veita engan ákveðinn rétt í umferð inni. Notið stefnuljós í tæka tíð, helzt 30—50 m. frá gatnamót- um og gætið þess vandlega, áður en þið gefið stefnumerki að breyting á akstursstefnu eða hraða, valdi ekki hættu eða verulegum óþægindum fyrir aðra, og síðast en ekki sízt: stefnuljósagjöf leysir ökumann ekki undan varúðar skyldu. líornið a Noatuni og Laugavegi er eitthvert mesta slysahorn í bænum. Mörg slys þar stafa af óaðgæzlu manna með stefnuljós. Þá eru þarna teknar stór- hættulegar beygjur, frá Laugavegi upp Nóatún og frá Nóatúni inn Laugaveg. Á vetrum, þegar akreinar eru huldar snjó, er mjög erfitt að átta sig á þeim, og eru þá stefnuljós það sem gildir, og ber þeim, sem á eftir kemur ekki síður en hinurn, sem ætla að skipta um akrein eða beygju, að sýna fulla varúð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.