Morgunblaðið - 19.08.1966, Side 17

Morgunblaðið - 19.08.1966, Side 17
Föstudagur ?§. ágúst 1966 MORCUNBLAÐIÐ 17 Vilja frítt far fyr- ir sjálfboSaliðana 11145 manna hópur í Dansnörku hefur unpi furðuáætld3t£r Kaupmannahöfn 17. ágúst NTB Ekstrabladet segir í dag að vinstriöfl þau, sem standa að þeirri hugmynd að útvega sjálf boðaliða frá Danmörku til þess að berjast með Viet Cong kommúnistum í Vietnam, munu snúa sér til sovézka sendiráðsins í Kaupmannahöfn og fara þess áleit að umræddir sjálfboðaliðar ef til kæmi yrðu fluttir ókeypis um Sovétrikin til N-Vietnam. Þá er sagt að sömu öfl hyggist beita sér fyrir undirskrifta- söfnun þar sem skorað yrði á dönsku stjórnina að gera öflun sjálfboðaliða löglega. Gangi menn í erlenda herþjónustu er það brot á dönskum lögum og varðar sektum og eða fangelsi í allt að tvö ár. Danska öryggislögreglan segist ekkert þekkja til þessa máls, en Ekstrabladet segir, að lögreglan sé tekin að rannsaka það. Þá hafa samtökin „Socialistisk ung doms Forum“ og Æskulýðssam- tök kommúnista lýst því yfir, að þau þekki ekkert til þessara áætlana og viti ekki til þess að Viet Cong hafi óskað eftir dönskum sjálfboðaliðum. Blaðið B. T. segir í dag að hópur sá sem stendur á bak við sjálfboðaliðaáætlunina, hafi sam bönd við „fjórða international- inn“ en það er kvistur af Trot- sky-hreyfingunni. Að því að blaðið segir, eru það 1(1—15 menn, sem standa að baki þess um^áætlunum, og hafi sumir þeirra verið við svipuð mál riðnir áður. Lsngaði yfir mtjrinn Reykvíkingafél. fær land í Berlín, 18. ágúst. — AP. ÞRJÁR árásir voru gerðar á Berlínarmúrinn að vestan sl. mið vikudagsnótt. — Enginn sigur vannst, en einn maður slasaðist. Árásarmennirnir voru allir drukknir. í skýrslu lögreglunnar í V-Berlín segir: Sá fyrsti reyndi að 'tlifra yfir múrinn yfir í A- Bevlín, en var stöðvaður af skoti frá a-þýzkum landamæra- verði. Fór kúlan aðeins 8 þuml- unga frá manninum, en v-þýzk- ur lögreglumaður toga'ði hann til baka. Annar ók bifreið sinni á v- þýzkan landamæravörð, kastaði honum 9 fet og fótbraut hann, og ók síðan á gaddavírsgirðingu. Sá þriðji ók bifreið sinni í gegn um hindrun á Glieneched-brúnni, ók yfir landamæralínuna á miðri brúnni og stöðvaði bifreiðina við hindrunina að austanverðu. Fór nú heidur um ökumann og sneri hann við í ofboði og ók sem mest hann mátti vestur fyrir. Báðir ökumennirnir voru sviptir Leiðrétting Heiðmörk REYKVÍKINGAFÉLAGIÐ var stofnað 10. maí 1940 óg er því nú 26 ára, með rúmlega 500 með- limi. Tilgangur félagsins er m.a. „að vinna að kynningu og átthagarækni meðal Reykvík- inga Inngöngu í félagið geta konur og menn fengið sem eru fæddir eða uppaldir í Reykjavík og þar heimilsfastir og eru 30 ára eða eldri, eða hafa verið búsettir í Reykjavík um 30 ára tímabil.“ , Stjórn félagsins vill hvetja Reykvíkinga til þess að ganga í félagið. Árgjald er nú kr. 50.00. Gjaldkeri félagsins Magnús Guð brandsson, mun skrásetja nýja meðlimi (sími 12388). Núverandi forseti félagsins er Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarps stjóri, en framkv.stj. félagsins er Friðrik Magnússon, stórkaup- maður. Félagið hefir nýlega fengið út hlutað 5 hektara landi í fleið- mörk og er fyrirhuguð skemmti ferð þangað á næstunni fyrir meðlimi félagsins og gesti þeirra. í GREIN minni í Mbl. í gær um norska biblíufélagið hefur mér orðið á sú skyssa að skrifa — „er Noregur komst undir Sví- þjóð“, en átti að vera „er Nor- egur varð sjálfstætt ríki í kon- ungssambandi við Svíþjóð". — Bi'ðst ég afsökunar á þessum mis- tökum. Ólafur Ólafsson. Moskvu, 16. ágúst. — NTB. • Meira en fimm þúsund stærðfræðingar frá 60 lönd- um sitja nú á rökstólum aust- ur í Moskvu og munu þinga þar í ellefu daga. Fyrir þingi þeirra liggja 2.500 mál. Þátt- takendum hefur verið skipt niður í 15 deildir sem skipta verkefnum þessum á milli sín. Keyslone frwnleiðir nýjn iegnnd kvikmyndatöknvéla FYRIRTÆKIÐ Myndir hf., sem er innflytjandi Keystone-kvik- myndatökuvéla á íslandi, hefur sent Mbl. fréttatilkynningu um nýja tegund þessara kvikmynda- tökuvéla, sem fyrir stuttu kom á markaðinn. Keystone Camera Company Inc., er einn af þrem stærstu framleiðendum kvik- myndatökuvéla í Bandarikjun- um. Keystone-kvikmyndatökuvélar eru gerðar fyrir Super-8 filmu- hylki Kodak, sem valdið hefur gjörbyltingu í allri kvikmynda- töku áhugamanna. Með hinu nýja filmuhylki Kodak er útilokað, að ljós komist að filmunni, þar sem filmuhylkið er sett í vélina með einu handtaki, án þess að þurfi að þræða filmuna. Ekki þarf að huga nánar að filmuhylkinu, fyrr en búið er að taka 50 íet af mynd um, en þá er hylkið tekið úr vélinni með einu handtaki, og er þá filman tilbúin til framköllun- ar. Super-8 filman hefur 50% stærri myndflöt en venjulegar 8 mm filmur. Þar af leiðir a'ð hægt er að fá allt að helmingi stærri mynd á sýningartjaldið en með venjulegri 8 mm filmu, miðað við það, að skýrleiki myndar- innar sé sá sami í báðum til- fellum. Keystone Camera Company Inc. framleiðir fjórar gerðir kvik myndatökuvéla, og eru þær allar rafdrifnar. Keystone K-610 er með fast- stillta f 1,8 linsu, með fókuslengd 15 mm .Innbyggt ljósnæmikerfi stillir ljósop vélarinnar á algjör- lega sjálfvirkan hátt. og kemur því i veg fyrir of- eða vanlýs- ingu á filmunni. Vélinni fylgir handfang og svört leðurtaska. Keystone K-615 er með fl,8 zoom linsu. Zoom linsan hefur sjálfstæ'ða fókusstillingu, með fókuslengd frá 10 mm til 30 mm. Vélin hefur innbyggt, sjálfvirkt ljósnæmikerfi, og hefur myndop í gegnum linsuna (reflex zoom). Keystone K-620 er með fl.8 zoom linsu, sem alltaf er í fókus. Fókuslengdin er frá 11 mm til 33 mm. Zoom linsunni er hægt að stjórna ýmist með handsnúnum hnappi eða með því að styðja á hnapp, sem kemur sjálfvirku zoom-kerfi í gang. Innbyggt, sjálfvirkt Ijósnæmikerfi er stað- sett innan við linsuna, og stillir ljósop vélarinnar eftir þeirri birtu, sem fellur á sjálfa linsuna. Vélinni fylgir handfang og svört leðurtaska. Keystone K-625 er tæknilega mjög fullkomin. Vélin er með f 1,8 zoom linsu, með sjálfstæðri fókusstillingu, og fókuslengd frá 8.5 mm til 35 mm. Hægt er að stjórna zoom linsunni á tvennan hátt, með handsnúnum zoom- hnappi og með rafdrifnum zoom- hnappi. Vélin er með myndop í gegnum linsuna (reflex zoom); allt, sem sést í gegnum mynd- opið kemur fram á filmunni. Innbyggt, sjálfvirkt Ijósnæmi- kerfi tryggir rétta lýsingu á myndum, sem teknar eru með vélinni. Vélinni fylgir handfang og svört leðurtaska. Öllurr, Keystone-vélum, sem seldar eru á Islandi, fylgir eins árs ábyrgð, Filmur og vélar, Skólavörðustig 41, Reykjavík, annast alla varahluta- og við- gerðaþjónustu fyrir Keystone- kvikmyndatökuvélar. Til hægð- arauka fyrir Keystone-eigendur, fylgir ítarlegur leiðbeiningabækl ingur á íslenzku með hverri vél. — Sjónvarpað Framh. af bls. 1 Myndirnar komu með sekúndu millibili, en aðeins var hægt að taka á móti hluta af hverri mynd. Voru myndirnar fremur óskýrar og er ekki vitað hvað olli. Fyrsta myndin sýndi slétta köggla en ekkert egghvasst. Aðr- ar myndir sýndu gíga á víð og dreif, en á engann hátt sérstaka. Myndirnar voru upphaflega teknar á 70 mm filmu, sem var framkölluð um borð í geimfar- inu. Fór geimfarið með 6400 km hraða meðan á myndatökunni stóð og sendi þær síðan til jarð- ar í næstu hringferð. Myndirnar sem var sjónvarpað voru á stærð við eldspýtuhaus þegar þær bárust til jarðar, en voru síðan stækkaðar til þess að þær fylltu sjónvarpsskerminn. Geimfarið mun halda áfram að senda myndir næstu daga. — Vietnam Framhald af bls. 1 hefðu þeir aðeins misst 101 fall- inn og 593 særða. Tvær bandarískar flugvélar voru skotnar niður yfir N-Viet- nam síðustu tvo daga og hafa Bandaríkjamenn þá misst 342 flugvélar síðan loftárásir á N- Vietnam hófust. Stjórnin í Hanoi segir aftur á móti að talan sé fjórum sinnum hærri eða 1348. — Fullvist Framhald af bls. 1 sessi ýmsum hátt settum merm- ingarleiðtogum, hershöfðingjum og stjórnarmeðlimum. Kín- verska fréttastofan sagði, að Mao hefði á fundinum verið klæddur einkennisbúningi, en mörg ár eru nú liðin siðan hann hefur okmið fram opinber- lega þanig klæddur. Taldi hún upp marga forystu menn kínverskra kommúnista sem fundinn sóttu. Meðal þeirra var Chen Po-Ta, foringi menn- ingarbyltingarinar, sem sagði um Mao í ræðu sinni: „Mao er alltaf mitt á meðal fjöldans, og hann sjálfur stjórnar bylt- ingunni. í dag er hann hér hjá okkur og veitir okkur styrk. Það er mikil hvatning fyrir hina miklu menningarbyltingu.“ — Uppskera Framh. af bls. 5 mánaðarmótum, og er það að minnsta kosti þrem vikum seinna en í meða' árferði. — En þar sem uppskeru- störf eru að hefjast þó í smá- um stíl sé, þá er ástæða til að minna 'ræktendur á er láta kartöflur á almennan markað að gæta eítirfarandi atriða, sagði Malmauist ennfremur. 1) Lágmarksstærð kartafl- anna sé ekki undir 25 grömm um. 2) Handtínt sé upp í grunna kassa og kartöflurnar látnar jafna sig og þorna í þeim 2 — 4 daga áður en þær eru sendar á markað. 3) Að gæta þess að skadda ekki kartöflurnar í upptöku eða öðtum meðíórum. 4) Ao kart.öflurnar séu hreinar og afgreiddar í 25 kílóa grisjupokum. 5) Stafl’ð kartöflunum ekki meira en i þriggja til fjögra poka stæðu, hvort sem um er að ræða í húsi eða flutninga- bifreið. 6) Látið ekki sól skína á kartöflurnar og hafið þær ekki í mikilli birtu eftir að þær eru crðnar nægilega þurrar til sendingar. Þetta siðastnefnda atriði gildir að sjálfsögðu jafnt fyrir framleiðandann og dreif endur vórunnar svo sem smá- sala og heildsala, sagði Malm- quist að lokum. — Óvebur Framhald af bls. 1 umgirtur af beljandi vatni á all ar hliðar. Reynt er að nota þyrl ur til að koma nauðstöddum til hjálpar, en slæm veður- og lend ingarskilyrði hindra björgunar- starfið. Ferðamenn hafa verið beðnir að halda kyrru fyrir, til þess að hægt sé að nota járnbrautalestir sem mest til hjálparstárfseminn- ar. Svipað veður var í Svisslandi og á Ítalíu í síðustu viku, og olli milljóna tjóni. Víða urðu vegir þó ófærir. Margir fjall- göngumenn sitja fastir í Ölpun- um og er unnið að björgun þeirra. Búizt er við að samgöng- ur á Ítalíu verði komnar í eðli- legt horf í vikulokin. — Áköf leit Framhald af bls. 1 sem var handtekinn í skugga- hverfi Glasgow-borgar í Skot- landi. Eru þeir báðir í haldi ákærðir fyrir morðið á lögreglu- mönnunum þrem. Brezka lögreglan hefur sagt, að Roberts sé að öllum likindum vel vopnaður og með nægilega mikil skotfæri til að verjast lög reglumönnunum, sem elta hann. Segir lögreglan að leitinni verði haldið áfram á sama hátt þar til hún ber árangur. BIKARKEPPNI EVRÓPULIÐA VALUR TANDARD Bikarmeistarar VALS keppa við belgisku Bikarmeistaranna STANDARD DE LIÉGE Verð aðgöngumiða: Stúka kr. 100,00 Stæði — 75,00 Börn — 25,00 á íþróttaleikvanginum í Laugardal, mánudaginn 22. ágúst kl. 19,30. Sala aðgöngumiða í sölutjaldi við Étvegsbankann frá kl. 2 e.h. Knattspyrnufélagið VALUR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.