Morgunblaðið - 19.08.1966, Qupperneq 21
Fostuðagur 19. ágúst 1966
MORCUNBLAÐIÐ
21
— Ufan úr heimi
' Framhald af bls. 14
„að sjávarlífið fer eftir hita-
stiginu. Sumar fisktegundir
iifa í köldu vatni aðrar í heit-
ara. Þegar breytingar verða á
Golfstraumnum, breytist einn-
ig lífið í sjónum. >ví meira
sem við vitum um breytingar
á Golfstraumnum, (þeim mun
meiri vitneskja höfum við um
fiskgengd".
Áhrif á veðurfar
f>á hefur Golfstraumurinn
mjög mikil áhrif á veðurfar.
Ekki svo mjög í Norður-
Ameríku, heldur aðallega í
Norðvestur-Evrópu. Yfirborðs
hiti Golfstraumsins við upp-
tök hans á Mexíkóflóa er um
26—27 stig. Rétt er að mikill
hiti tapast á ferð straumsins
um Atlantshafið, en engu að
siður eru áhrif hans gífurleg.
Sem dæmi bendir dr. Stewart
á að meðalhitinn í Noregi í
janúar sé 25 stigum hærri en
eðlilegt væri á þeim breiddar-
gráðum. Og án áhrifa Golf-
straumsins væri ísland með
svipað veðurfar og Labrador,
en bæði löndin eru á sömu
breiddargráðu.
Erfitt er að kortleggja Golf-
strauminn, segir dr. Stewart,
því hann er stöðugt að breyta
um stefnu, og angar eða
kvíslar frá honum breytast í
sífellu. Þannig var það til
dæmis í marz sl. að eftirlits-
skip fann anga frá Golf-
straumnum úti í hafi um
þúsund km fyrir austan Bost-
on. Hafði angi þessi losnað
frá straumnum og myndað
röst af heitum sjó um 80 kíló-
metra í þvermál. En þrátt
fyrir stöðugar breytingar er
eðalstraumurinn þó það stöð-
ugur að unnt er að fylgjast
með honum. Og standa vonir
til að með þeirri rannsókn,
sem nú er lokið, fáist upp-
lýsingar um hvað veldur
breytingunum, eða hvort þær
séu reglubundnar á einhvern
hátt.
Auðvelt er að finna Golf-
strauminn, að sögn dr. Stew-
arts. Hann er öðruvísi á litinn
en hafið umhverfis, miklu
fagurblárri. Og nálægt upp-
tökunum freyðir oft á mótum
straums og hafs, auk þess sem
oft er mikið um margskonar
reka á jöðrunum.
Sólin og snúningur jarðar
Hvað veldur Golfstraumn-
um — þessu hlýja fljóti, sem
rennur um kalt úthaf? Dr.
Stewart segir að straumurinn
myndist bersýnilega af hita
sólarinnar, snúningi jarðar og
þeim vindum sem þessi öfl
skapa. „Loftið við miðbaug
þenst út og stígur upp vegna
hita sólarinnar", segir hann.
„í stað þessa lofts kemur
kaldara loft úr norðri. Snún-
ingur jarðar gripur hluta
þessa kaldara lofts, sem ann-
ars héldi áfram suður á bóg-
inn, og beinir því til austurs.
Þessi loftstraumur hrífur svo
með sér vatnsmagnið á
Mexíkóflóa, beinir því út fló-
ann og norður með strönd
Ameríku. Stefnan fer eftir
ítefnu vindanna og hraða
þeirra, strandlínunni og sjáv-
arbotninum". Var það meðal
annars tilgangur nýafstað-
inna rannsókna að kanna hve
mikil áhrif hvert þessara at-
riða hefðu á strauminn, og
hvernig þau breytast eftir
érstíðum. Verður fróðlegt að
kynnast niðurstöðunum, þegar
þær liggja endanlega fyrir.
Lervis
þvottovél
með suðu og rafmagnsvindu
til sölu. Einnig tækifæriskjóll,
stærð 42. Upplýsingau: í síma
41488.
Byggingarland
'óskast
Höfum kaupanda að byggingarlandi í Reykjavík,
Hafnarfirði, Garðahreppi eða Kópavogi.
Skip & fasteignir
Austurstræti 18, sími 21735
eftir lokun 36329.
2ja herb. íbúð við Víðimel
Til sölu er góð 2ja herb. kjallaraíbúð við Víðimel.
Upplýsingar veita:
BJARNI BEINTEINSSON, hdl.
Austurstræti 17. — Sími 17466
og
málflutningsskrifstofa
Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar,
Guðmundar Péturssonar.
Aðalstræti 6. — Símar 1-2002 og 1-3202.
Til leigu
Góð 3ja herb. íbúð í Hlíðunum til leigu frá 15.
september nk. Árs fyrirframgreiðsla. Góðrar
umgengni verður krafist. — Tilboð sendist til
afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld, merkt: „Fámennt
— 4653“.
Iðnaðarhusnæði
Höfum til sölu rúmlega 400 ferm. vörugeymslu
eða iðnaðarhúsnæði við Grensásveg.
Nýja fasteignasalan
Laugavegi 12 — Sími 24300.
2ja herb. íbúðir i Vesturbœ
Höfum til sölu tvær tveggja herbergja íbúðir á
góðum stað í Vesturbænum. íbúðirnar eru nýstand-
settar með nýjum eldhúsinnréttingum, harðvið-
arhurðum, nýjum hreinlætistækjum, mosaik á
baði. Ný teppi á gólfum. — Sér inngangur —
sér hiti. — Lausar strax.
77/ sölu við Kleppsveg
Falleg 3—4 herb. íbúð á jaiðhæð í sambýlishúsi.
íbúðin, sem er næstum ný, er mjög vandlega
innréttuð og með teppum á öllum gólfum. Rúm-
góð geymsla fylgir. Geiur verið Jaus 1. septem-
ber.
ARBÆJARHVERFI
Höfum til sölu -íbúðir af flestum stærðum við
Hraunbæ. Seljast tilbúnar undir treverk og
málningu, með frágenginni sameign.
Ennfremur eina fokhelda íbúð við Hraunbæ.
FASTEIGNA
SKRIFSTOFAN i
AUSTURSTRÆTI 17 (HllS SILLA OG VALOA) SÍMI 17466
JAMES BOND
of
Eftii IAN FLEMING
James Bond fe’- iýíý first’caíIv&E
BV IAN FLLMING
OIAWING BV JOHN McLUSXY
IHN McLUSXY yj _
AT ÚATTOKI SAR.DEN.
A YARD CAR DCOVi
MB TTjEBE
Fyrsta heimsókn mín var til Hatton
Garden Bifreið frá Scotland Yard ók mér
þangað.
Yard-maðurinn spurði hr. Saye nokk-
urra spurninga.
J'ÖMBð
Hr. Saye, við höfum áhuga á að leita
uppi nokkra týnda demanta — einn 20
karata Wesselton, tvo fagra hvítbláa, einn
30 karata gulan Premier, einn 15 karata
T.C. og tvo 15 karata C.U.
. -X-
Því miður, ég get ekki hjálpað yður.
Nú þetta sannar dálítið.
Ég skil ekki, líðþjálfi.
Hr. Saye er ekki demantakaupmaður.
Það eru ekki til neinir demantar með
nöfnunum gulur Premier eða C.U.
Teiknari: J. M O R A
Skipstjórinn og Júmbó þramma til
baka. — Gamli maðurinn var himinlif-
andi yfir að Álfur og félagar skyldu vera
horfnir, og honnm þótti síður en svo leið-
inlegt, að við verðum að fiýta okkur á
eftir þeim, segir Júmbó.
Nú koma þeir auga á hellisopið. — Ég er
alveg viss um að Spori er enn ekki kom-
inn á fætur, segir skipstjórinn. — Nei, það
lítur ekki út fyrir það, svarar Júmbó.
. . . En nú skal ég svo sannarlega koma
honum á fætur! Júmbó hleypur inn í hell-
inn til að segja Spora frá öllum þeim
spennandi atvikum sem hann er búinn
að missa af.
Hann kemur samstundis þjótandi út
aftur. — Spori er horfinn! Hann er ailur
á bak og burt og öllu hefur verið rænt!