Morgunblaðið - 19.08.1966, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ
Fostudagur 19. Sgúst 1966
1 fyrada# sigruðu Framarar Vestmannaeyinga í 2. deild, en leikurinn fór fram í Eyjum.
Myndin er frá þeim leik og það er Sævar Tryggvason, sem spyrnir að marki, en Anton
Bjarnason er til varnar. Baldur Scheving og Helgi Númason fylgjast spenntir með viður-
eigninni. Vonir Framara um að leika úrslitaleikinn við Breiðablik i 2. deild hafa nú mjög
vænkast við þennan sigur, þeir eiga þn eitir að mæta Vestmannaeyingum aftur hér í
Reykjavík.
„Pickles" slær í gegn
Hundurinn sem fann Jules Rimet-styttuna, hefur
gert eiganda sinn 700 þús. kr. ríkari
HAFI hundur einhvern tím-
an verið trúr húsbónda sin-
um, þá er það örugglega
hundur að nafni Pickles, en
hann hefur valdið algjörum
umskiptum t lífi eiganda
sins, David Corbert. Hinn 27.
marz gerðizt sá atburður, að
Pickles þefaði uppi Jules
Rimet-styttuna, sem hafði
verið stoiið, og ákaft leitað
af lögreglunni. Jules Rimet-
styttan er sem kunnugt er sig
urverðlaunin i heimsmeistara
keppninni í knattspyrnu, og
fann Pickles styttuna vafna
inn i pappir í garði húsbónda
sins. Frá þessum degi hefur
Pickles verið eins konar gull-
kálfur, og skulum við nú
líta stuttlega á feril hans frá
að þessi atburður átti sér
stað:
28. marz: Pickles fær hiut-
l verk í kvikmyndinni „Njósn-
arinn með kalda nefið“, og
fær fyrir það 25 pund á dag.
29. marz: Pickles hiýtur
gullverðlaun frá Alþjóðlega
hundaverndunarsambandinu.
30. marz: Aðdáendabréf
byrja að streyma og hafa að
geyma samtais eitt pund,
sem ætlað er til kaupa á
nýrri hálsól og bandi, auk
boðs um að ferðast um Bret-
land með söngleikaflokki.
1. apríl: Pickles fær gull-
verðlaun nr. 2.
6. apríl: Pickles hlýtur af-
steypu úr gulli af heims-
meistarastytunni, auk heið-
ursmerkis keppninnar. Auk
þess fer hann á mikla sýn-
ingu sem heiðursgestur.
19. apríl: fþróttasambandið
brezka veitir hundinum út-
skorið bein, ásamt ávísun
upp á þúsund pund.
20. apríl: Pickles tekur á móti
heimsóknartilboðum frá
Chile, Brasilíu, V-Þýzkalandi
og Tékkóslóvakíu.
2. maí: Sovézka tímaritið
„Krokodil“ birtir heilsiðu-
grein um Pickles.
30. júlí: Pickles kemur á
fund Wilsons, forsætisráð-
herra.
10. ágúst: Kemur í heim-
sókn að Downing Street 10,
þar sem forsætisráðherrann
býr, til þess að ljúka við töku
á kvikmyndinni, sem fyrr
um getur, og þann dag flyt-
ur eigandi hundsins, Corbe'.t,
einnig í ákaflega virðulegt
hús, í hverfi því sem hinir
þekktu bankamenn Lundúna
borgar búa.
Þess má geta að frá því að
Pickles fann bikarinn hefur
hann auðgazt um rúmlega 6
þðsund pund (um 700 þús.
kr. ísl.), bæði í peningum
og alls kyns verðlaunum.
Auk þess hefur hann haft dá-
góðan skilding upp úr því að
koma fram reglulega við ým-
is tækifæri — gegn greiðslu
auðvitað.
Fyrir skömmu sagði eig-
andi Pickles: „Ef ég hefði
skott þá myndi ég dilla því
í þakklætissykni.“ Er það
nokkur furða.
Svipmynd frá frjálsíþróttamóti: Þorsteinn Þorsteinsson og Val-
björn Þorláksson berjast í 400 metrum.
á: Afmælisbikar Guðmundar
Sigmundssonar
Fyrir nokkru var háð hin ár-
lega afmæliskeppni G. S. Tvö
síðastliðin ár hafa verið leiknar
einungis 12 holur, og hefur það
mælzt vel fyrir. Svo er mælt fyr-
ir í reglugerð gefanda, að bikar
þessi sé farandgripur fyrir bezt-
an árangur í höggleik með for-
gjöf. Til leiks mættu 24 kylf-
ingar, þrátt fyrir að veður væri
mjög slæmt. ausandi stórrigning
af suðaustri, sem næstum hindr-
aði allan golfleik. Var því eigi
sérstaks árangurs að vænta að
þessu sinni. Leikar fóru svo að
ungur kylfingur, Markús Jó-
hannsson, bar sigur úr býtum.
Markús er sonur hins góðkunna
kylfings, Jóhanns Eyjólfssonar,
og er aðeins 15 ára gamall. Hann
hefur verið mjög áhugasamur
við æfingar og keppni í sumar,
og má áreiðanlega mikils af hon-
um vænta í framtíðinni, ef hann
leggur slíka alúð við þjálfunina.
Ásamt honum hafa nokkrir aðr-
ir unglingar æft allvel í sumar
og verður gaman að fylgjast
með Meistaramóti unglinga, sem
háð verður í lok þessa mánaðar.
— Úrslit urðu annars, sem hér
segir:
1. Markús Jóhannsson
64-20=44 högg
2. Hilmar Pietsch
66-21 = 45 högg
3. Haukur Guðmundsson
60-14= 46 högg
4. Erlendur Einarsson
64-17 = 47 högg
5. Jónatan Ólafsson
73-23=50 högg
★ Olíubikarinn 30. júlí
til 6. ágúst
Keppnin hófst með „undir-
búningskeppni" h. 30. ágúst, sem
er úrtökumót fyrir sjálfa aðal-
keppnina, sem er útsláttar-holu-
]reppni. Þátttakendur voru 35.
Ágætis veður og góð leikskilyrði
stuðluðu mjög að þeim góða ár-
angri, sem náðist þennan dag.
Fjölmargir léku undir forgjöf
FRJÁLSÍÞRÖTTAMÓT verður
haldið á íþróttaleikvangi Reykja
vikurborgar þriðjudaginn 23.
ágúst 1966 með þátttöku þýzku
tugþrautarrnannanna, sem hér
taka þátt í landskeppni um
helgina.
Keppt verður í þessum grein-
um:
Karlar: 110 m grindahlaup
100 m hlaup
400 m hlaup
800 m hlaup
100 m boðhlaup
kúluvarp, kringlukast,
la?;gstökk, hástökk.
Konur: 100 m hlaup.
Sveinar: 200 m hlaup.
Þátttökutilkynningar sendist
Þórði Sigurðssyni c/o Landnám
ríkisins, s. 21206 (heimasími
32598) í s’ðasta lagi sunnudag-
inn 21. ágúst.
sinni og sýndu lofsverða fram-
för. Undirbúningskeppnin er
með forgjöf og vakti það athygli
að nokkrir hinna sterkustu kylf-
inga klúbbsins skyldu ekki
verða meðal þeirra 16, sem kom-
ust áfram í aðalkeppnina. Úrslit
urðu:
Með forgjöf (18 holur):
1. Vilhjálmur Ólafsson
94-36= 58 högg
2. Hilmar Pietsch
88-29=59 högg
3. Helgi Eiriksson
82- 22=60 högg
4. Kári Elíasson
80-19 = 61 högg
5. Ólafur Hafberg
83- 18 = 65 högg
Án forgjafar:
1. Kári Elíasson 80 högg
2. Óttar Yngvason 82 —
3. Helgi Eiríksson 82 —
4. Ólafur Hafberg 83 —
5. Jóhann Eyjólfsson 84 —
Holukeppnin stóð svo alla
næstu viku, unz tveir stóðu eft-
ir, þeir Viðar Þorsteinsson yg
Kári Elíasson. Kepptu þeir si'ðan
til úrslita laugardaginn 6. ágúst.
Lauk þeirri viðureign með ör-
uggum sigri Viðars, sem er
sterkur „holukeppnismaður", og
vann hann bikarinn nú í annað
sinn á síðastliðnum 3 árum.
if „Flugfélagsbikarinn" í golfi
Flugfélag íslands hf. hefur
sýnt þá rausn að gefa Golfklúbbi
Reykjavíkur veglegan verð-
launabikar, sem keppt verður
ur í fyrsta sinn nk. laugardag og
sunnudag á velli G. R. við Graf-
arholt, 18 holur hvorn dag
(höggleikur).
Markmið þessarar keppni er
efling starfsemi G. R. og stuðn-
ingur við golfíþróttina á íslandL
Verðlaunagripurinn er íarand-
bikar, en 1. og 2. maður hljóta
viðurkenhingar frá Flugfélagi ís
lands til minja.
Keppnin hefst, eins og áður
segir, nk. laugardag 20. ágúst
kl. 13.30, en dregfð verður í riðla
kl. 13.10. Að þessu sinni verður
nægilegt að "tilkynna þátttöku
fyrir þann tíma í Golfskálann,
Grafarholtsvelli, sími 14981.
Það er mjög sérstætt við
keppni þessa, að þátttökurétt
eiga aðeins fyrrverandi og nú-
verandi Islandsmeistarar og
klúbbmeistarar viðurkenndra
golfklúbba á íslandi (í meistara-
flokki). Er þegar fyrirsjáanlegt
að allir helztu' meistarar siðast-
liðinna ára í golfi verða með í
móti þessu, og er því vænzt
spennandi og skemmtilegrar
keppni.
Til athugunar fyrir þá félaga,
sem hefja ætla leik upp úr há-
degi á laugardag, ber þess að
geta, að völlurinn værður lokað-
ur frá kl. 13.15—14.30, og einnig
á sunnudagsmorgun kl. 8.45—
10.00.
Ungverski kúluvarparinn
Vilmas Varju setti á sunnu-
daginn Evrópumet í kúlu-
varpi, varpaði 19.96 m. Gamia
metið var 19.58 sett 1962 af
Englendingnum Arthur Rowe.