Morgunblaðið - 19.08.1966, Blaðsíða 28
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
187. tbl. — Fösiudagur 19. ágúst 1966
Langstærsta og
fjölbreyttasta
blað landsins
Jóhannes Kjarval tók í gær fyrstu skóflustunguna að mynd-
listarhúsunum á Miklatúni. Hér ræðir hann við Geir Hallgríms-
son borgarstjóra. Sjá bls. 2.
Mikil verðhækkun á skreift
á ítalska markaðinum
Fundizt hefur markaður fyrir
íslenzka skreið í Jugóslavíu
MIKIL verðhækkun hefur orðið
á skreið á ftaiíu. Skreið af svo-
nefndum „Eddugæðum" hefur
hækkað úr 350 sterlingspundum
tonnið og upp í 410 pund, sem
er augiýst lágmarksverð. Þó
munu fáir vilja selja á þvi verði
vegna möguleika á meiri hækk-
un.
Lítið magn islenzkrar og
norskrar skreiðar er á ítalska
markaðinum, enda hefur fram-
boð minnkað. ítalski markaður-
inn iþarfnast ákveðins skreiðar-
magns og meðan því hefur ekki
verið náð munu líkur til að unnt
verði að fá meira en 410 sterlings
pund fyrir tonnið.
Samlag skreiðarframleiðenda
sendi í maímánuði 350 skreiðar-
pakka af „Eddugæðum" til Júgó
slavíu. Likaði Júgóslöfum skreið
in mjög vel og hafa þeir óskað
eftir að fá keypta meiri skreið.
Hefur fundizt nýr skreiðarmark
aður í Júgóslaviu fyrir islenzka
skreið.
Ekki er vist að Júgóslavar fái
að 'þessu sinni það skreiðarmagn,
sem þeir vilja kaupa, vegna þess
að iitið magn Edduskreiðar er
til í iandinu af framieiðsiu ársins
1966 og ekki er víst, hvort þeir
vilja borga það verð sem unnt
er að fá á ítaiska markaðnum.
Skreiðin, sem Júgóslavar fengu
senda í vor var af framleiðslu
ársins 1965, eingöngu í smáum
stærðum (allt niður í 20 sm.),
sem mjög erfitt hefur verið að
selja á Ítaiíu.
Skilyrði til skreiðarverkunar
hér s.l. vetur voru óhagstæð, þar
sem bolfiskveiði var lítil, bát-
arnir þurftu langt að sækja á
miðin og fiskurinn því gamall
er þeir komu inn og loks voru
mikil frost.
Hættulegt ástand er nú á
skreiðarmarkaðinum í Nígeríu,
Nýr tollur settur á innflutning ís-
aðs og frosins fisks í Þýzkalandi
Aður mátfi flytja inn án folla 14 þús. tonn 1. ágúst
til 31. des. — Tollurinn og kvótatakmarkanir settar
á að kröfu Efnahagsbandalagsins — Enn eitt áfall
fyrir íslenzka togaraútgerð
I VESTUR-ÞÝZKALANDI hef-
ur verið leyft undanfarin ár að
flytja inn án tolla 14 þús. tonn
af ferskum, ísuðum og frosnum
þorski, karfa og ýsu á tímaibl-
inu 1. ágúst til 31. desemebr og
ufsa til 28. febrúar. Efnahags-
bandalag Evrópu hefur nú ákveð
ið, að Þjóðverjar skuli taka upp
innflutningstolla á fLski á þessu
tímabili. Er þetta enn eitt áfallið
íyrir íslenzka togaraútgerð.
Síðastliðinn laugardag komu
til íslands fjórir fulltrúar frá
Sambandi þýzkra fiskkaup-
manna, þeir Heinrich Strúven,
formaður sambandsins, dr. Hel-
mut Pilvart, framkvæmdastjóri
þess, Lúbbert og Abelmann. í
för með þeim var Ernst Stabel,
umboðsmaður Félags ísl. botn-
vörpuskipaeiganda í V->ýzka-
landi
Menn þessir áttu hér viðræð-
ur við FÍB um fiskkaup af ís-
ienzkum togurum og viðhorfin,
sem skapazt hafa vegna hins nýja
tolls.
Mbl. hefur hitt þá Ernst Stabel
og Loft Bjarnason, formann
FÍB, að máli og spurt þá um
horfur á þýzka fiskmarkaðinum.
Ernst Stabel sagði, að heimilt
hafi verið að flytja inn til Þýzka
lands án tolla 14 þúsund tonn
af þorski, karfa og ýsu á tíma-
bilinu 1. ágúst til 31. desember,
og ufsa til febrúarloka. Á þessu
Víðtæk leit að 6 ára
dreng í Grundarfirði
Grundarfirði, 18. ágúst.
FRÁ því klukkan 2 síðdegis í
dag hefur verið saknað 6 ára
drengs úr Grundarfirði, en hann
sást síðast miðsvæðis í þorpinu
og hafði þá haft orð á því við
leikféiaga sína, að hann ætlaði
að fara að sigla.
Ekki hefur neitt til drengsins
spurzt frá þeim tíma, en víðtæk
ieit stendur nú yfir og fjöldi
manns tekur þátt í henni.
Leitað hefur verið aðstoðar
skátanna í Hafnarfirði og er
leitarhundur þeirra væntanlsgur
hingað í nótt með fJugvél.
Óskað er eftir því, að nafn
drengsins verði ekki birt að sinni
vegna ættingja. — Emil.
Ernst Stabel, umboísmaður
ísl. togara í Þýzkalandi.
tímabilinu hefði aðeins þurft að
greiða 2% löndunarskatt af fersk
um, ísuðum og frosnum fiski.
Stabel kvað vestur-þýzku ríkis
stjórnina hafa farið fram á það
við Efnahagsbandalag Evrópu að
14 þúsund tonna kvótinn yrði
óbreyttur áfram, 'en stjó-rn banda
lagsins hefði neitað því. Efna-
hagsbandalagið hefði í staðinn
heimiiað innfiutning til Þýzka-
iands á 6,700 tonnum af þorski,
ýsu, ufsa og karfa á tímabilinu
1. ágúst 1966 til 31. desember,
en ákveðið að greiddur skyldi
2,2% tollur af ísfiski, auk 2%
löndunarskattsins, og 4% tollur
af frosnum fiski. Þá hafi banda-
lagið heimilað innflutning á sama
tímaibli á 2,300 tonnum af isaðri
grálúðu með 3,6% tolli og 2%
löndunarskatti og 4% tolli á
frosinni grálúðu.
Stabel kvaðst vilja taka skýrt
fram, að kvótinn gilti fyrir inn-
flutning allra þjóða utan Efna-
hagsbandalags Evrópu. Grálúðu-
kvótinn kæmi íslendingum ekki
Framhald á bls. 27
vegna upplausnar í landinu eftir
herbyltingarnar. Lítið er um
verzlun í landinu og hermenn
á hverju strái.
Þá hafa Norðmenn sent 45 þús.
pakka til Nígeríu á 4—5 vikum,
sem er mikið magn. Samlag
skreiðarframleiðenda hefur að
venju gert samninga sína um
skreiðarsölur þangað við stór
og traust fyrirtæki, svo íslenzk-
ir framieiðendur hafa ekki orðið
fyrir áfölium. Útflutningur fram
leiðslu 1966 er þegar hafin til
Afriku.
Tapaði
peningum
Stúlka er stundar nám I
Menntaskólanum, tapaði um síð-
ustu helgi umslagi með pening
um og sparimerkjum samtals að
upphæð um kr. 2000, — þar af
peningum 1000 kr. Umslaginu
sem er merkt Tryggingastofnun
ríkisins telur hún sig hafa tapað
milli Óðinsgötu og Aðalstrætis
Skilvís finnandi er beðinn að
skila peningunum í afgreiðslu
Morgunblaðsins.
328 hvulir
hofa veiðzt
HVALVEIÐARNAR í sumar
eru mjög svipaðar og í fyrra.
í gærdag höfðu veiðzt alls
328 hvalir, en á sama tíma
1965 höfðu veiðzt 330 hvalir.
Marfi með 300
tonn af heil-
frystum fiski
TOGARINN Narfi kom til Hafn-
arfjarðar um kl. 6 í gærmorgun
me'ð um 300 tonn af heilfrystum
fiski. Stundaði togarinn veiðar á
heimamiðum og var um mánuð
í ferðinni.
Fiskinum er landað í frysti-
geymslur Bæjarútgerðar Hafnar-
fjarðar og bíður þar útflutnings
til Rússlands.
Fylla sig í einu
eöa tveim köstum
Raufarhöfn, 18. ágúst.
SÍLDARBÁTAIINIR, sem voru
180 mílur suðaustur af Dala-
tanga, strej ma núna á stað, sem
er um 180—200 mílur norðaustur
af Raufarhöfn. Milli þessara
staða eru ca. 300 mílna leið.
Þarna er nóg síld handa öll-
um og bátarnir fylla sig í einu
eða tveim köstum jafnóðum og
þeir koma á hin nýju mið, sem
Sigurður Bjarnason frá Akur-
eyri fann í fyrradag.
Sigurður Bjarnason kom í dag
hingað með iyrsta farminn af
þessum miðum, um 210 tonn, og
voru saltaðar af honum 1077
tunnur hér. Sildin var mjög stór
og falleg, átulaus. Um 180 —■
200 síldar fóru í tunnuna.
Mörg skip eru nú á leiðinni
í land með fullfermi og verður
saltað á hverri stöð hér, en að
auki fara bátarnir með síldina
allt til Siglufiarðar.
Sem dæmi um síldarmergðina
á miðunum norðaustur af Rauf-
arhöfn má geta þess, að Þórður
Jónasson lóðaði á 100 metra
þykkri torfu strax og hann kom
þangað, en missti hana, þar sem
hún var stygg. í næsta kasti
fékk skipið 175 tonn.
Næsta skip, Hannes Hafstein,
fékk fulifermi strax og það kom
á miðin.
Veður er þarna gott í kvöld.
— Einar. ,