Morgunblaðið - 20.08.1966, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 20.08.1966, Qupperneq 24
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Langstærsta og fjölbreyttasta blað landsins Á myndinni sést greinilega hvernig hraunstraumur rennur í átt tíl sjávar. 72 sekúndulítrar úr 3 borholum Húsavík, 19. ágúst. Á VEGUM jarðhitadeildar Raf- orkumáUaskrifstofunnar hefur farið fram rannsókn undanfarna daga á borholum þeim, sem gerð ar hafa verið hér í leit að heitu vatni. Alls hafa verið boraðar fjórar holur og fengizt vatn úr öllum nema þeirri, sem er á Húsa- víkurtúni, en hún er grynnst og telja jarðfræðingar líkur fyrir vatni úr henni, ef dýpra yrði borað. Með þeim dælum, sem tiltæk- ar hafa verið, hefur úr tveim holanna fengizt 5.5 sekúndulítrar hvorri af 75 og 94 stiga heitu vatni og úr þriðju holunni einn sekúndulítri af 76 stiga heitu vatni. Allt hafa því fengizt 12 sekúndulítrar. Fyrirhugað er að fá fullkomnustu dælur til full- prófunar á vatnsmagni holanna. Ákveðið er að vinna að frekari rannsóknum. — Fréttaritari. Sir Alec kemur ekki * — Hætlur við Islandsforina Hraungos í Surtsey eftir fimmtán mánaða hvíld Dpphaflega átti gæzluhúsið að standa þar sem stærsti hraunpotturinn er nu í fyrramorgun hóf Surtur gamli upp raust sína á nýjan leik eftir 15 mánaða þögn og spjó úr sér hrauni og eim- yrju af talsverðm móð. Þetta nýja gos er á sama stað og fyrsta öskugosið sem kom úr eynni. Blaðamaður Mbl. flaug síðdegis í gær yfir gosstöðv- arnar og var talsverð hreyf- ing á gosstöðvunum. Spýttist rauðglóandi hraun upp úr jörðinni á 4 stöðum og rann hraunstraumurinn í átt til sjávar. Meðal farþega í flug- vélinni var Steingrímur Her- mannsson, framkvæmdastjóri rannsóknarráðs, og sagði hann okkur að upphaflega hefði einmitt staðið til að reisa gæzluhúsið á þessum stað. en frá því horfið af þeim sökum að of langt þótti að flytja allan úthúnað þangað. Er hætt við að Árna John- sen gæzlumanni í Surtsey hefði hitnað lítils háttar ef húsið hefði verið staðsett þar sem nú gýs. Sigurður Steinþórsson jarð- fræðingur sem var á leið út í Surtsey, sagði okkur að sér virt ist við fyrstu sýn sem þessu gosi svipaði til Öskjugossins. Þarna væri um að ræða svokallað sprungugos þar sem hraunið kæmi upp á 3—4 stöðum. Væri þetta fjórða gostegundin sem kæmi upp í Surtsey. Hann sagði, að á þessu stigi málsins væri engu hægt að spá um hvað úr því yrði, hér þyrfti ekki að vera um eftirhreytur að ræða og myndi þetta hraun enn styrkja Surt í sessi. Við náðum sambandi við Árna Johnsen gæzlumann í Surtsey Framlhald á bls. 23. NÚ í vikunpi var frá því skýrt hér í blaðinu að brezki leikarinn sir Alec Guinness hefði í hyggju að taka sér sumarleyfi á Is- landi á næstunni. Var fregn þessi höfð eftir dagblaði í New York. í því sambandi bað Mbl. AP- fréttastofuna að grennslast fyrir um það hvenær von væri á sir Alec hingað. í gær barst svo blaðinu svohljóðandi svarskeyti frá AP: Umboðsmaður sir Alec Guinn- ess segir að hann hafi haft í hyggju að koma til íslands í sumarleyfi sínu, en hætt við það. Sir Alec á að leika í nýju leikriti í Royal Court leikhúsinu í Lond- on í haust, og þarf að búa sig undir 'það heima í Englandi. Ekkert spyrst til kirkjugripanna EKKERT hefur ennþá spurzt til kirkjumunanna, sem stolið var úr Krísuvíkurkirkju hér á dög unum. Hafnarfjarðarlögreglan sem hefur málið til meðferðar hefur gert fyrirspurnir víða hjá þeim, sem selja koparmuni, en þær hafa ekki borið neinn ár- angur ennþá. Áframhaldandi stórveiði iít af Raufarhöfn í gærkvöldi Gísli Árni fékk 380 tonn í einu kasti — Héðinn sprengdi nótina ÁFKAMHALDANDI síld- veiði var á 200 mílunum norð austur a£ Raufarhöfn í gær- kvöldi. Skipin fylltu sig flest Læknanemi lífgaði hund við með blástursaðf erðinni — en hundurinn drapst v/ð tökuna á Rauðu skykkjunni MORGUNBLAÐIÐ hafði spurnir að því að næsta ó- venjulegur atburður hefði gerzt meðal kvikmyndafólks- ins, sem vann að töku „Rauðu skykkjunnar“ við Hljóða- kletta norður í Þingeyjar- sýslu. Svo háítaði til að tveir hundar komu fram í kvik- myndinni, og vildi það til, að annar hundurinn drapst meðan á töku eins atriðsins stóð. Læknanemi var þarna staddur og tókst honum að lifga hann aftur við með blást ursaðferðinni og hjartanuddi. Nánari atvik voru þau, að 1 einu atriðinu átti Sheffer- tíkin Frigga, sem lék „úlf- hund, að vera dauð, eftir að hún hafði verið „skotin“ á veiðum. Var hún síðan flutt á hestbaki til hallarinnar. Til þess að ná þessu atriði þurfti að svæfa tíkina, þar eð kvik- myndastjórinn var ekki á- nægður með tökuna, var at- riðið endurtekið einum þris- var sinnum, og fór svo að lokum að tíkin þoldi ekki meðferðina og hjartað hætti að slá. Framhald á bls. 23. í einu kasti, að sögn Einars Jónssonar, fréttaritara Mbl. á Raufarhöfn, og t.d. fékk Gísli Árni 380 tonn í fyrsta kasti er skipið kom á miðin í gær, og varð að sleppa miklu magni, en Héðinn ÞH sprengdi nót- ina í stóru kasti. Þurftu flest skipanna aðeins að kasta tvisvar til þess að fá full- fermi. Það var því stöðugur straum- ur skipa til Raufarhafnar að koma og fara í gærkvöldi, og var saltað á öllum síldarsöltunar stöðvum á Raufarhöfn, sem eru um tíu talsins. Síldin er góð en misjöfn, sum skipin koma með hreina stórsíld, en önnur með blandaða smásíld, sem verður að fara í gegnum flokkunar , él- ar. Langstærsti hluti síldarinnar Framhald á bls. 23. Sérstök nefnd endur- skoöar hafnarlögin NÝLEGA skipaði sjávarútvegs- málaráðherra, Emil Jónsson, 5 manna nefnd til að endurskoða lög um hafnargerð og lendingar- bætur frá 1946. Fyrir þann tíma giltu sérstök lög fyrir hverja höfn á landinu. Formaður nefndarinnar er Að- alsteinn Júlíusson vitamálastjóri. Er hlutverk nefndarinnar að gera tillögur um hversu mikinn þátt ríkið eigi að taka í hafn- argerð, á hvern hátt og með hvaða hraða. Nefndin hefur þegar haldið einn fund, en hún mun væntan- lega ljúka störfum áður en Al- þingi tekur til starfa á hausti komanda og þá leggja fram skýrslu sína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.