Morgunblaðið - 31.08.1966, Síða 5

Morgunblaðið - 31.08.1966, Síða 5
Miðvikudagur 31. ágúst 1966 MORGU N BLAÐIÐ 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM NÚ FER að líða að því að íslenzka sjónvarpið taki til starfa. Útvarpsstjóri, Vilhjálmur Þ. Gíslason tjáði Mbl. ekki alls fyrir löngu að það yrði f sept- ember október og áreiðan- legt er að landsmenn bíða með eftirvæntingu. Við brugðum okkur nú fyrir skömmu inn í húsa- kynni sjónvarpsins að Lauga- vegi 176 og fengum að vera viðstaddir upptöku á skák- þætti, þar sem stórmeistar- inn Friðrik Ólafsson tefldi við Inga R. Jóhannsson, al- þjóðlegan meistara. Skýring- ar taflsins annaðist Guð- mundur Arnlaugsson, rektor. Stjórnandi þáttarins er Tage Ammendrup og heitir þátturinn „í uppnámi", og er við spyrjum Guðmund Arn- laugsson, hvers vegna þetta heiti hafi verið valið á þátt- inn, segir hann okkur að þetta nafn sé gamalt nafn á skáktímariti, sem gefið var út á árunum 1901-’02, auk þess, sem nafnið er haft um skák í Sturlungu. Upptökusalurinn er um 300 fermetrar og við eirin vegginn, sem skreyttur hefur verið með svörtum ferning- um í líkingu við taflborð sitja þeir félagar Friðrik og Ingi og tefla hraðskák á meðan upptökuvélarnar tifa án af- láts. Skammt frá situr svo Guðmundur Arnlaugsson og bíður þess, að til sinna kasta komi. f skála, sem enn er ekki að fullu frágenginn, og er við hlið upptökusalarins stendur hin sænska Scania Vabis- sjónvarpsbifreið með áletrun- inni „Sveriges Radio“. Bif- reiðinni er skipt í þrennt og fremst í henni sitja mynd- stillingarmennirnir. Fyrir miðju er stjórnandi þáttarins, || Tage Ammendrup, og fil vinstri handar honum situr aðstoðarstúlka hans, en hægra megin situr maður, sem skiptir á milli mynda- tökuvéla, en þrjár mynda- tökuvélar taka upp þáttinn Frá upptöku skákþáttarins. Lengst til hægri er hrokur, sem notaður er sem skreyting í upp hafi myndarinnar. _________ J „í uppnámi“ Fylgzt með upptöku sjónvarpsþáttur um skúk og eru allar að störfum i einu, en stjórnandi þáttarins velur hvaða mynd kemur fram á skerminum hverju sinni. Aft- ast í vagninum er svo hljóð- upptaka og þar situr magn- aravörður yfir tækjum sín- um. í>essi upptaka, sem við fengum að vera vitni að, var einungis æfing. Að æfingu lokinni átti að taka upp hinn eiginlega þátt. Er hann tek- inn upp á sérstakt segulband, sem á ensku er kallað video- tape. Sjónvarpsbifreiðin er einungis til bráðabirgða, þar eð afgreiðslufrestur á upp- tökutækjum er mjög langur og er hún eins og áður hef- ur komið fram í fréttum lán- uð hingað til lands frá sænska sjónvarpinu. Vélar sjónvarpsins eru hins vegar Friðrik og Ingi að tafli. (Ljó sm. Sv. Þorm.) Guðmundur Armaugsson, rektor skýrir skákina. væntanlegar í marz, að þvl er Jón Hermannsson, tækm- fræðingur tjáði okkur. Eftir æfinguna er fimm mínútna hlé, þar til upptaka hefst. Við náum tali af Guð- mundi Arnlaugssyni, rektor, og spyrjum hann álits á þessu, en hann er eins og kunnugt er gamalkunnur út- varpsmaður, hefur séð um skákþátt ríkisútvarpsins um margra ára skeið. — Þetta er mjög skemmti- leg reynsla, að fá að vera með svona frá byrjun. Þetta er ólíkt öllu því, er maður hefur áður kynnzt, allt ferskt og nýtt. Þetta er jafnnýtt fyrir öllum og gaman er að sjá hvernig menn fikra sig áfram. Þeir Friðrik og Ingi hafa nú staðið upp og rabba sam- an um skákina. Við svifum á þá og spyrjum hvernig sé að tefla undir smásjá mynda- tökuvélanna. — Ég gleymi því nú brátt að hún sé viðstödd, er út í hita skákarinnar kemur, seg- ir Friðrik. — Skákin er ekki undir- búin fyrirfram? — Nei, segir Ingi — ég er hræddur um að þátturinn yrði of daufur, ef það yrði gert. Það er um að gera að hafa þetta sem eðlilegast. — Þið ræðið um skákina á eftir. Er tíminn ekki of naum- ur eða hafið þið ótakmarkað- an tíma? — Við erum nú ekki al- gjörlega bundnir af timan- um, segir Ingi, — auk þess, sem ekki gerir svo mikið til þótt við förum nokkrar mín- útur fram yfir. Undirtónn skákþáttarins verður tifið í skákklukkunni, og við og við heyrast smellir, er skákmennirnir þrýsta á hnapp klukkunnar. Annars ríkir dauðaþögn og áhorfend- um gefst ýmist kostur á að horfa á taflborðið eða svip- brigði skákmannanna, sem virðast í þungum þönkum yfir taflinu. Við viljum ekki uppljóstra neinu um gang leiksins að öðru leyti en því, að annar skákmannanna vann. Þetta var annar þáttur þessarar tegundar, sem tek- inn er upp af íslenzka sjón- varpinu. Hann fáum við vænt anlega að sjá í haust. 1 KILI SKAL KJÖRVIÐUR IÐNSYNINGIN 1966 Opin fyrir kaupsýslumenn kl. 9—14 og almenning 14—23 KAUPSTEFNA ALLAN DAGINN Aðgangseyrir: 40 kr. fyrir fullorðna og 20 kr. fyrir börn. BARNAGÆZLA KL. 17—20. ★ Silfurmerki fylgir hverjum aðgöngumiða. VEITINGAR Á STAÐNUM Sérstakur strætisvagn fer frá Kalkoínsvegi á heilum og hálfum tíma allan sýningartím ann. KOMIÐ — SKOÐIÐ — KAUPIÐ Afgreiðslustarf Unglingsstúlka og vön stúlka óskast til afgreiðslustarfa í búð. — Upplýsingar á skrifstofunni, Grettisgötu 3, sími 20950.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.