Morgunblaðið - 31.08.1966, Side 15

Morgunblaðið - 31.08.1966, Side 15
Miðvikucla.ffur 31. Sgúst 1966 MORCUNBLAÐIÐ 15 Iðnaðurinn hefur brugðizt vel við hlutskipti sínu í þjdðarbúskap okkar Ræða Jóhanns Hafsteins, iðnaðarmálaráðherra, við opnun Iðnsýningarinnar 1966 í gær HÁTTVIRTU áheyrendur. íslenzkur iðnaður opnar dyr íinar fyrir almenningi í dag. Haldin er fimmta almenn iðn- sýning í höfuðstað landsins og fyrsta almenna kaupstefna ís- lenzks iðnaðar. Áður hafa iðn- stefnur Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga verið haldnar á Ak- ureyri, og hér í Keykjavík héldu iðnrekendur í fataiðnaði vöru- sýningu og kaupstefnu í apríl— maí 1965. Lýsti það áræði og •bjartsýni fatnaðarvöruframleið- enda, sem áttu í erfiðleikum vegna vaxandi erlendrar sam- keppni, en mun hafa borið góðan árangur sýnt almenningi meiri vörugæði en búizt var við og vakið traust á framleiðslunni, ur iðnaður þurfi ekki í slíkri glímu að eiga átök við marga erfiða þraut. Hver er sú barátta einstaklinga, stétta og þjóða til framfara og velmegunar, sem ekki er erfiðleikum háð? Hverj- ir eru þeir sigraj, sem unnizt hafa án erfiðis? Ég hefi á hinn 'bóginn enga vantrú á því, að iðn- aðurinn muni marka sér öruggan sess í atvinnuþróun íslands. Vaxtarmáttur islenzks iðnaðar. Ég vil leyfa mér að nota þetta tækifæri til þess að minna á ýmsa þætti almennra iðnaðar- mála og iðnþróunar, sem vitna um vaxtarmátt íslenzks iðnaðar jafnframt því að varpa nokkru ljósi yfir ýmsa erfiðleika og við- Forsetl fslands, herra Asgelr Ásgeirsson, í sýningardeild Héð- ins, ásamt Sveini Guðmundssyni alþ.m., forstjóra Héðins. eins og að var stefnt. Iðnsýningar hafa verið haldn- ar hér á merkum tímamótum, sem vitnar um hlutdeild iðnaðar- manna og iðnrekenda í þjóðlífs- þroska og framförum. Iðnsýning var haldin 1874 hér í Reykjavík, þegar minnzt var 1000 ára af- rnælis íslandsibyggðar. Iðnsýning var haldin 1883 hér í Reykjavík Iðnsýning var haldin 1911, þeg- ar minnzt var með hátíðahaldi 100 ára afmælis frelsishetjunn- ar, Jóns Sigurðssonar. Iðnsýn- ing var haldin 1952, þegar minnzt var 200 ára afmælis „Inn réttinga“ Skúla Magnússonar, landfógeta. Hvers vegna er þá haldin iðn- sýning nú? Það er ekki til þess að minnast neinna tímamóta. Iðn- sýningin 1966 er haldin til þess að bera vitni íslenzkum iðnaði, einni af aðalatvinnugreinum landsmanna, á timum mikilla framfara og tækniþróunar, vél- væðingar og vaxandi menningar. íslénzkur iðnaður bregzt rösx- lega við því hlutskipti sínu að heyja samkeppni í heimi vax- andi viðskiptafrelsis þjóða í milli, vitandi vel, að í sam- kepþninni felst stæling til meiri étaka og aukinna afkasta, sem fela í sér meiri vörugæ’ði og lægra vöruverð öllum almenn- ingi til hagsbóta. Enginn skyldi halda, að íslenzk En vitað er af þeim, sem vilja vita, að stefnt hefir veri'ð að því af ríkisstjórn, peningastofnunum og fjárfestingarsjóðum að styðja við bakið á þessu islenzka fram- taki og það verður gert. Atvinnuþróun á tækniöld . Af hálfu löggjafarvalds og stjórnvalda hafa ráðstafanir ver- ið gerðar, sem við það miðast, að atvinnulíf okkar er að þróast á tækniöld. Ný iðnfræðslulöggjöf hefir verið sett. Tækniskóli fs- lands stofnáður. Sett alhliða lög- gjöf um rannsóknir í þágu at- vinnuveganna, en með þeim hafa skapast ný og gjörbreytt skilyrði fyrir tvær rannsóknarstofnanir í þágu iðnaðarins, Rannsóknar- stofnun iðnaðarins og Rannsókn- arstofnun byggingariðnaðarins. Vinna báðar þessar stofnanir að fjölþættum rannsóknarefnum, sem ætla má að geti orðið iðn- þróuninni mikilvæg. Til áætlun- ar um framkvæmd hagræðingar og framleiðniaukningar iðnaðar sem annarra atvinnugreina hefir verið varfð um 7 millj. kr. á fjár- lögum á þremur árum, en Iðnað- armálastofnun íslands hefir haft forustu um framkvæmdir. Fyrstu hagræðingarráðunautar voru út- skrifaðir 11. des. 1965 og fleiri væntanlegir á næstunni í þjón- ustu atvinnulífsins. Tilgangur þessa er að gera hagsmunasamtökum vinnumark- aðarins kleift, með aðstoð stjórn valda, að fá í sína þjónustu menn með sérþekkingu á vinnurann- sóknum, ákvæðisvinnu og öðr- um þáttum hagræðingartækninn ar til þess að samtökin geti af sinni hálfu orðið þátttakendur í vi’ðleitni til að bæta skipulag, rekstur og vinnubrögð í hvers konar atvinnurekstri. Þann 11. desember 1965 undirrituðu einnig heildarsamtök vinnumarkaðarins Alþýðusamband fslands, Félag íslenzkra iðnrekenda, Vinnumála samband samvinnufélaganna og Vinnuveitendasamband fslands „leiðbeiningar um undirbúning og framkvæmd vinnurannsókna". Telja má, að þetta samkomulag og útskrifun fyrstu hagræðingar- fangsefnl, sem úrlausnar bíða. ráðunautanna marki nokkur íslendingar hafa á örfáum árum tímamót í þróun íslenzkra hag- endurnýjað fiskiskipastól sinn. ræðingarmála. Horfið frá minni eikarskipum til Unnið er að rannsókn þess, stórra stálskipa. Nokkurra ára átak í þessum efnum hefir kost- að um eitt þúsund og fimm hundruð milljónir króna. Allt var þetta keypt frá útlöndum. Fyrir um það bil þremur ár- um hefst ný þróun. í stað gömlu og litlu dráttarbrautanna hefst bygging nýrra og stærri með nýjum tækjum til þess að geta sinnt viðgerðarþjónustu hins nýja flota. Jafnframt hefst und- irbúningur stálskipasmíði í land- inu og stálskipasmíðin sjálf. Á einni viku í vetur var hleypt af stokkunum í íslenzkum skipa- smíðastöðvum 3 stálskipum allt að 346 smálestir að stærð. Ein skipasmíðastöðin hefir þegar smíðað . 5 stálskip á þremur ár- um, að vísu minni báta þrjá, en tvö nærri 200 smálesta skip. Ef menn halda, að þetta hafi getað orðið án áræðis, framúr- skarandi dugnaðar og bjartsýni mikillar framtakssemi, þá er það misskilningur. Ef menn halda, að þessu séu ekki samfara miklir erfiðleikar og vandleyst úrlausnarefni séu ekki bæði yfirvofandi og fram- undan, þá er það líka misskiln- ingur. Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráð'herra. hvernig iðnaðurinn geti orðið sem bezt aðnjótandi tækniaðstoð- ar. Einstakir málaþættir eru í sérstakri rannsóknarmeðferð, svo sem sameiginleg rannsókn með Norðmönnum, sem stefnir að betri hagnýtingu í ullar- vinnslu og ullariðnaði, en af okkar hálfu hefir til þessa verið varið á fjárlögum 1,5 millj. kr. —• Unnið er að umfangsmikilli könnun möguleika til eflingar sútunariðnaði og verið að rann- saka byggingarkostnað í landinu til samanburðar við reynslu ann- arra. Forstjóri Iðnaðarmálastofnun- ar íslands hefir komizt svo að or’ði í ágætri yfirlitsgrein um þróun íslenzks iðnaðar, sem birt- ist í Tímariti iðnaðarmanna: „Á einum mannsaldri eða svo hefur viðhorf íibúanna til afkomu möguleikanna, sem landið býr þeim, gerbreytzt. Miðað við legu landsins, veðráttu og landsgæði var ekki annars að vænta, að ó- breyttum atvinnuháttum, en að þjóðin mundi um ófyrirsjáanlega framtíð verða að sætta sig við kröpp lífskjör á hrjóstugu, ein- angruðu eylandi. Svo mjög hefur þetta breytzt, að ekki einungis á þjóðin í dag að búa við lífskjör sambærileg því, sem bezt gerist annars stað- ar, heldur líta íslendingar á sitt eigið land sem land hinna ótæm- andi tækifæra. Á sama tíma og alþjóðleg tækniþróun hefur leitt til bættra lífsskilyrða fyrir hundruð millj- óna fólks í mörgum löndum, hef- ur þessi sama tækniþróun endur- mótað íslenzkt þjóðfélag og at- vinnuhætti þess, rétt eins og þjóð in byggi nú i nýju landi“. Fyrir frumkvæði iðnrekenda er fjöliðjuveri'ð Iðngarðar að rísa, en þar eru lögmál hagræð- ingar og framleiðniaukningar að verki. Bær og ríki hafa jafn- framt að þessu stutt, en hér er sem víðar þörf meiri fyrir- greiðslu, einkum í sambandi við lánasfjárveitingar. Lánsmat iðnaðarins. Þó hefir mjög skipazt til hins betra í lánsfjármálum iðnaðar 4 undanförnum árum. Iðnlánasjóð- ur er nú orðinn öflug stofnun og sívaxandi. Fyrir 6-—8 árum gat hann aðeins veitt lán, sem námu 2—3 millj. kr. á ári, en undan- farin þrjú ár námu lánveitingar hans um 150 millj. kr. saman- lagt, og munu á þessu ári nema nálægt 70 millj. kr. — Með lög- gjöf frá síðasta þingi var hann enn stórefldur. Árlegt rikissjóðs- framlag fimmfaldað, í 10 millj. kr., almenn lánsheimild aukin i 150 millj. kr. og veitt ný láns- heimild í sambandi við stofnun nýs lánsflokks hagræðingarlána allt að 100 millj. kr., en þeim lán- um er ætlað að stuðla að því að auka framleiðni og bæta aðstöðu iðnfyrirtækja til þess að aðlaga sig nýjum viðhorfum vegna breyttra viðskiptahátta, svo sem tollabreytinga og fríverzlunar. Lánveitingar Framkvæmdabank- ans til iðnáðar hafa numið um 25—40 millj. kr. árlega undanfar- in ár og ber að hafa það í huga við ráðstöfun fjár frá Fram- kvæmdasjóði íslands, þegar hann tekur við af Framkvæmda- bankanum um næstu áramót. í>ó að augljóst sé, að takmark- að rekstrarfé sé iðnfyrirtækjum, eins og öðrum atvinnufyrirtækj- um, oft til trafala óg valdi erfið- leikum, má ekki gleyma hinu, að útlánaaukningin úr banka- kerfinu til iðnrekstrar hefir samt verið mjög mikil, og komst aukningin upp í 25% 1963 og var 18.4% sl. ár. Hafin eru endur- kaup Seðlabanka á afurða- eða framleiðsluvíxlum iðnfyrirtækja. Framkvæmdabanki hefir annazt lánveitingar vegna smíði frysti- véla og annarra véla til útflutn- ingsframleiðslunnar til þess að jafna metin við kaup slíkra véla erlendis frá með gjaldfresti. Seðlabankinn hefir endurkeypt slík lán. Enn er þetta í of litlum mæli en á fyrir sér að vaxa. Framhald á bls. 17. bveinn K.. Sveinsson, verKiræðingur sýmr starfsmonnum sovézka sendiráðsins sýningardeild- Völundar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.