Morgunblaðið - 06.09.1966, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.09.1966, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 6. sept. 196C MQRGU NBLAÐIÐ 7 EINS og kunnugt er af frétt- ! um hefur Verzlunarskólinn í j Reykjavík fest kaup á hús- , j eigninni Hellusund 3 hér í borg. Húsið var áður í eigu ' Ágústar Bjarnasonar, prófess- | ors, föður Hákonar Bjarnason j ar skógræktarstjóra. Blaða- maður Mbl. sem var á gangi niður Hellusundið nýlega sá i hvar hópur manna og ung- j linga var við vinnu í garðin- um nr. 3. Hann staðnæmdist frammi fyrir vinnandi mann- I skapum til að athuga hvers kyns vinnubrögð þetta væru, sjálfum ser til froðleiks. Þarna gaf að líta heldur ó- fagra sjón. Hvert tréð á fæt- ur öðru var höggvið niður og kastað upp á vörubíl. Daginn eftir átti blaðið tal við Hákon Bjarnáson, skóg- ræktarstjóra um tré þessi, sem segja má að hann hafi alist upp með. Hákon veitti fúslega svör og sagði m.a. -— Þetta var reyniviður og birki, sem þeir tóku, en þeir þyrmdu hlyntrjánum, sem gefa okkur fræ í garðana og gera þvi meira en að vera til augnayndis. Einar Helgason, garðyrkjumaður gróðursetti elzta tréð, árið 1917. Það var reyniviður, sem nú var orðinn svo stór og gamall að hann var nærri því sjálfdauður. Og þó að segja megi að eftirsjá sé engin að þessum trjám, þá var það samt vegna reynivið- arins, sem felldur var í gær, að pabbi á sínum tíma vijdi ekki selja húsið, þó hátt væri boðið í. — (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.). GAMALT og GOTT TIL HAMINGJU sá NÆST bezti Gamlir kunningjar. UNGrA stúlku dreymdi ema nott- ina að hún var á gangi eftir ókunnum þjóðvegi, sem hún hafði aldrei farið um áður. Veg- urinn lá upp eftir skógivaxinni brekku, en uppi á brúninni stóð lítið fallegt hús tneð garði í kring. Hún bankaði á dyrnar og gamall maður með mikið hvítt skegg opnaði. En um leið og hún ætlaði að fara að tala við hann vaknaði hún. Þrjár nætur í röð dreymdi hana sama draum- inn. Nokkru seinna var hún á skemmtigöngu úti á landi, og stansaði þá skyndilega. Fram- undan henni lá þjóðvegurinn sem hana hafði dreymt. Með titr andi hjarta hélt hún áfram eftir veginum og heim að húsinu. IÞegar hún bankaði kom gamli maðurinn með hvíta skeggið og opnaði dyrnar. „Eh, ja, segið mér“, byrjaði hún, „er þetta hús til sölu?“ „Já“, svaraði maður- inn, meðan hans hvíta skegg flaksaðist til í golunni, „en í yðar sporum myndi ég ekki kaupa það. Skiljið þér, unga frú, það er draugur á slangri hér í kring um húsið“. „Draugur,“ endurtók stúlkan skelkuð. „Hverskonar draugur?“ „Þér,“ svaraði gamli mað.urinn og hallaði dyrunum aftur. Sjötugur er í dag Gestur Odd- leifsson, Njarðargötu 37, Reykja- vík. Hann hefur unnið í Ölgerð- inni Agli Skallagrímssyni í 36 ár. Gestur er fjarverandi um þessar mundir. Laugardaginn 27. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Nes- kirkju af séra Frank M. Hall- dórssyni, ungfrú -Kristín U. Kristinsdóttir, Sörlaskjóli 15 og Harold R. Gardner, Bellefonta- ine, Ohio, U.S.A. Þau sátu á bekk við alfaraveg í siímarhita. Hann: — Kæra fröken, gefið þér mér einn koss. Hún: — Eruð þér galinn, hvað haldið þér að sagt væri, ef ein- hver kæmi að og sæi það? —■ Hann: Hér er enginn nálægt. — Hún. Guð sérþað þó. Hann — Þá spennum við regnhlífina yfir okkur. * Hann fékk ósk sína uppfyllta. 70 ára er í dag Pétur Kr. Pét- ursson, frá Inggjaldshóli á Hellis sandi, nú til heimilis að Lyng- brekku 2, Kópavogi. Þann 20. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni af séra Grími Grímssyni, Erna María Ludvigsdóttir, Hátúni 37 og Haraldur L. Haraldsson, Kleppsvég 6. Héimili þeirra er nú að Rofabæ 27. (Barna og fjölskyldu UÓSMYNDIR, Austurstræti 6.) Afgreiðslustúlka óskast hálfan eða allan daginn. Tilboð með upp- lýsingum, merkt: „Bækur 4170“ sendist Mbl. f. 9/9. Óska eftir íbúð Einhleyp kona óskar eftir lítilli íbúð sem fyrst. Uppl. í síma 30857 næstu daga. Ritari Svissnesk stúlka óskar eftir ritarastarfi. Frönsku, þýzku og ensku kunnátta. Nánari upplýsingar í síma 23522. Bíll til sölu Moskovits, árgerð ’57, til sölu. Selst ódýrt. Uppl. í síma 37345 eftir kl. 8 á kvöldin. Garnaútsala Nokkrar teg. á 15,- 19,- og 25,- kr. hnotan. HOF, Laugav. 4. Nælongarnið margeftirspurða er komið. HOF, Laugav. 4. Til sölu Passap duomatic prjónavél, selst ódýrt. Einnig óskast til kaups pic-up bíll. Uppl. í síma 37225 eftir kl. 4. Keflavík Óskum eftir að taka á leigu tveggja herbergja íbúð. — Upplýsingar í síma 1142. Til leigu 3ja herb. íbúð í Hlíðunum leigist með húsgögnum. Að eins reglusamt og barn- laust fólk kemur til grein.a. Tilboð sendist afgr. Mbl. f. 9. sépt., merkt: „4194“. Ráðskonustaða óskast Ung kona með 4 ára dreng óskar eftir ráðskonustöðu á fámennu, góðu heimili í Reykjavík eða nágrenni. Tilb. óskast sent f. laugard. merkt: „Öllum svarað — 4134“. ATHUGIÐ! Þegar miðað er við útbreiðslu. ex langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Læknanema vantar herbergi, helzt í Háaleitishverfi eða grennd. Upplýsingar í síma 36827. íbúð óskast Tveggja til þriggja herb. íbúð óskast til leigu nú þegar eða 1. október. Há leiga í boði. Upplýsingar í síma 12314. 4ra herb. íbúð óskast til leigu. Fjórir full- orðnir í heimili. Uppl. í síma 23611 frá kl. 9—18. Áhugamenn í froskköfun Tek að mér kennslu í frosk köfun. Bókleg og verkleg kennsla. Jón Eyjólfsson Sími 37716. 2ja—3ja herbergja íbúð óskast fyrir barnlaus ung hjón, sem bæði vinna úti. Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „íbúð 4®41“. Kærustupar utan af landi óskar eftir 1—2 herbergja íbúð í Hafn- arfirði. — Sími 51062. Tökum að okkur klæðningar. Gefum upp verð áður en verk er hafið. Húsgagnaverzlunin Húsmunir Hverfisgötu 82. Sími 13655. íbúð óskast til Ieigu. Upplýsing- ar í síma 35623. Ráðskona óskast upp £ Borgarfjörð sem fyrst, má hafa með sér 1—2 börn, einn maður í heimili. Tilb. merkt: „í þjóðbraut 238 — 4155“ send ist Mbl. fyrir 13. þ. m. Tvær stúlkur óska eftir góðu herbergi, helzt með eldunaraðstöðu, frá 1. okt. sem næst Mið- bænum. Barnagæzla eftir samkomulagi. Uppl. í síma 35092. Lítil íbúð Viljum leigja litla íbúð, 1—2 herbergi, fyrir eldri hjón, í nokkra mánuði. Þarf að vera í Háaleitis- hverfi eða nágrennfs Tilboð sendist Mbl. f. 10. þ.m., merkt: „Háaleitishverfi — 4151“. Nauðungaruppboð > sem auglýst var í 29., 31. og 33. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1966 á hluta í Álfheimum 3, þingl. eign Elsu Friedlaender, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans og Jóhannesar Lárussonar hrl. á eign inni sjálfri, þriðjudaginn 6. september 1966, kl. 3,30 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.