Morgunblaðið - 06.09.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.09.1966, Blaðsíða 16
16 « Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastióri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. P.itstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Knstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. f lausasölu kr. 7.00 eintakið. „HIN LEIÐIN“ TJlutverk stjórnarandstöðu í lýðræðislandi á að vera að gagnrýna það, sem aflaga kann að fara, en jafnframt að skýra skorinort frá því, hvaða stefnu stjórnarandstaðan myndi fylgja, ef hún fengi ráðið. Stjórnarandstöðuflokk arnir hafa nú um skeið verið tveir hér á landi, Framsókn- arflokkurinn og Kommúnista flokkurinn, ef flokk skyldi kalla. - Um kommúnista er það að segja, að enginn býst við neinum úrræðum úr þeirri átt, einfaldlega vegna þess að markmið kommúnista er að berjast gegn framförum og velsæld í lýðræðisþjóðfélög- um. Þeir telja lýðsræðislega skipun skaðvænlega og keppa að því að kollvarpa lýðræðis- skipulaginu. Hins vegar ætti að vera hægt að ætlast til þess af Framsóknarflokknum, að hann skýrði stefnu sína. Margoft hefur verið eftir því leitað, að flokkurinn segði hver stefna hans væri í þýð- ingarmestu efnahagsmálum. En engin svör hafa fengizt, sem unnt sé að botna upp eða niður í. Framsóknarforingj- arnir skilja að vísu, að sú skylda hvílir á þeoim, að þeir skýri frá því, hver stefna þeirra sé. Þess vegna hafa þeir líka nefnt „hina leið- ina“, en tekst ekki að skýra í hverju hún sé fólgin. Þeir segja bara að allt eigi að gera öðruvísi en nú er gert og stjórnarstefnan sé röng í einu og öllu. Morgunblaðið hefur rifjað upp hver stefna Framsóknar- flokksins hafi verið í efna- hagsmálum alla tíð. Hann hefur ætíð viljað höftin haft- anna vegna, og skulu hér til- * færð fleiri dæmi um þessa skoðun flokksins. Þannig sagði t. d. í Tímanum 1947: „Það vekur að sjálfsögðu talsverða athygli meðal ís- lendinga, að Svíar hafa leitt í lög hjá sér þá stefnu, sem andstæðingar Framsóknar- manna kenna löngum hér við Eystein Jónsson. Svíar hafa lögbundið allan innflutning sinn þannig, að það þarf opin bert leyfi til þess að flytja inn hvers konar vörur .... Svo mikið er víst að dæmi Svía mun verða íslendingum *hvöt til þess að fylgja með áhuga og skilningi þeim ráð- stöfunum, sem ríkisstjórnin er nú að lögfesta með frum- varpinu um Fjárhagsráð. . Og í febrúar sama ár sagði í Tímanum: „Þá skipun ætti að taka upp, að menn gætu ekki seit bíla nema í gegnum opinbera sölumiðstöð, sem ákvæði verð bílanna og sæi um, að þeir kaupendur gengju fyrir, er hefðu mesta þörf fynr, þá.......“ Þannig hafa Framsóknar- leiðtogarnir ætíð boðað höft og þvinganir, og enn eiga þeir við það, að hér eigi að ríkja haftakerfi, þegar þeir tala um „hina leiðina“. Og þeir hafa líka verið hlynntir skömmtun og útdeilingu gæð anna. Þannig sagði í Tíman- um 1947: „Hinar nýju skömmtunar- ráðstafanir . hafa sætt töl'u- verðri gagnrýni og hafa þær aðallega beinzt gegn ýmsum ágöllum á framkvæmdinni. Þegar hafa verið gerðar ráð- stafanir til að bæta úr sum- um ágöllum. T. d. hefur ver- ið ákveðið að veita nýjura heimilum sérstakan bús - áhaldaskammt og barnshaf- andi konum vefnaðarvöru- skammt........“ Hafa þessar ráðstafanir sýnilega átt að sýna mikla rausn. En á þessi ummæ i er hér minnt til þess að menn haldi ekki að haftakerfið sé eilíflega úr sögunni. Það byggist á vilja stjórnarvalda, hvort frjálsræði ríkir eða ekki. Að sjálfsögðu er unnt að koma haftakerfinu á að nýju, ef menn kjósa yfir sig þá, sem tilbiðja höftin. Þess vegna þurfa menn að renna huganum aftur til þess tíma, er allt var reist á höftum, ásamt vöruskorti og svarta- markaði, hvenær, sem þeir heyra talað um „hina leið- ina“. ÁSTÆÐULAUS ÓTTI ¥ Tndanfarna mánuði hafa ^ ýmsir aðilar í bænda- stétt látið mikið til sín heyra og talið að uggvænlegt ástand væri í verðlagsmálum landbúnaðarins, og ekki myndi fást fullt verð fyrir landbúnaðarafurðirnar. Ingólfur Jónsson landbúo- aðarráð’herra benti strax á það — og hefur síðan marg- endurtekið, og síðast á stétt- arsambandsþingi fyrir skömmu — að þessi ótti væri ástæðulaus, og ástandið ekki á þann veg, sem þessir menn héldu. Hefur hann bent á, að sennilega mundi fullt verð fást fyrir afurðirnar í ár, enda bendir nú flest til að svo verði. En hver niðurstaðan verð- ur, kemur í ljós á sínum tíma, og þess vegna er ástæðulaust að deila um það nú MORCUNBLADIÐ Þriðjudagur 6. sept. 1966 Þriðjudagur 6. sept. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 17 / Rauðu varðliðarnir —■ og menningar- byltingin í Kína Ryðja burtu erBendum á- hrifum og gamalli menningu Stúlka úr æskulýðsfylkingunni festir upp áróðursmiða. „Menningarbylting“ verka- lýðsins í Kína, eins og leið- togarnir vilja nefna hreinsan- ir þær, sem gerðar hafa verið þar í landi að undanförnu, kom mörgum að óvörum, og fæstir vissu hvað um var að vera í upphafi. En menningar byltingin breiddist út, og brátt kom í ljós hvað um var að vera. Það var Mao Tse- tung, hinn aldni leiðtogi kín- verskra kommúnista, sem var driffjöðrin á bak við bylting- una, og tilgangurinn var að út rýma öllum erlendum áhrif- um og rífa niður fornan menn ingararf Kínverja. En í stað þess, sem niður var brotið, fengu Kínverjar kenningar Maos og hugsjónir til að hugga sig við. Og slagorðið var: ,>Rífum niður gamla heiminn. Byggjum upp nýja heiminn.“ ★ Menningarbyltingin fekk fljótlega æskulýðinn til fyJg- is við sig. Æskulýðsfylkingin, sem nefnist „Rauðu varðlið- arnir“, hefur vaðið uppi und- anfarna daga með persónúleg um árásum, ofbeldi, ránum og skemmdarverkum, sem inmn hafa verið í nafni Mao Tse- tungs og þessvegna afsökúð. Þó mun leiðtogunúm bykja æskulýðurinn hafa gengid feti of langt, því nú rieíur varð- liðunum verið bent á að hent ugra sé að fara að fólki með góðu en að beita valdi. Ef dæma má af kínversk- um blöðum eru kenningar og hugsjónir Mao Tes-tungs mjög áhrifaríkar. Hér fara á eftir nokkrar glefsur úr blöð unum þar að lútandi: „Yfirstjórnandi járn- brautarlestarinnar ekur hratt og örugglega vegna þess að hann hefur numið ritverk Maos flokksleiðioga og lítur á þau sem hin æðstu fyrirmæli. Hann ek- ur vel þrátt fyrir þá stað- reynd að dráttarvagninn hans er hundgamalt verk- færi sem endurskoðunar- sinnarnir seldu okkur (þ.e. Sovétríkin).“ „í sjúkrahúsi í Peking hefur mjög góður árangur náðst í að lækna brunasár, og rúmlega 95% sjúklinga fá nú bata . . . Þetta er ávöxturinn af beitingu hugsjóna Mao Tes-tungs í þágu læknavísindanna/' „Matsveinar hjá einni deild alþýðuhersins drógu að húni hinn rauða fána hugsjóna Mao Tes-tungs . . og styttu tímann, sem þarf til að sjóða hrísgrjón.“ Sagt er að eiginkona Maos, sú fjórða, sem hér sést á mynd inni, sé einn af leiðtogum „ menningarbyitingarinnar. “ Hún er rúmlega fimmtug og var áður leikkona. Hét hún þá Lan Ping, en ber nú nafn- ið Chiang Ching. ,.Af framförum borð- tennis Iiðsins má greini- lega sjá að það eru hugsjon ir Mao Tes-tungs, sem leitt hafa liðið úr veikleika í styrkleika.“ „Sumir trúa því ekki að fjöður af kjúklingi geti risið upp til himna, af því þeir sjá ekki undir yíir- borðið . . . Undir leiðsögn hugsjóna Mao Tes-tungs og hins óviðjafnanlega yfir- burðakerfis sósíalismans, geta kjúklingafjaðrir vissu lega risið til himna, og margar hafa gert það.“ Það kann að vera að þessar yfirlýsingar þyki koma nokk- uð einkennilega fyrir sjónir, en þær eru sá boðskapur, sem á að sýna kínverskum blaða- lesendum almætti Mao T.:e- tungs. f nafni almættisins. Og það er í nafni þessa al- mættis, sem æskulýðsfylking ingin „Rauðu varðliðarmr" fer hamförum víða í Kína. Aðal starfsemi varðliðanna er í Peking. Þar hafa þeir farið í hópgöngu um götur borgar- innar til stuðnings kenning- um Maos. Þeir hafa ráðizt á aðra unglinga, sem borið hafa vestræn klæði, svo ekki sé minnst á þá, er afvegaleiddir eru og tekið hafa upp þann vestræna ósið að safna „Bítlahári“ og ganga í að- skornum buxum. Þessir ung- lingar voru kliptir, og buxna saumunum þeirr.a sprett upp. Konur voru reknar heim til að þvo liði úr hári sínu og hreinsa af sér varalit og púð ur. Þær sem báru vestræn íöt flýttu sér að skipta um og klæðast síðbuxum og blúsum. Þannig var upphafið. en ungl- ingarnir færðu sig íljótlega upp á skaftið er þeir sáu að þeim var allt leyfilegt. Nú tóku varðliðarnir að ryðjast inn á heimili borgarbúa og flytja á brott þaðan allt, sem þeir gátu sagt að væri af vestrænum uppruna. Og þeir, sem ekki voru taldir nægilega fylgispakir við varðliðana voru látnir ganga um göturn- ar úðaðir í hveiti til að sýna að þeir væru ekki nógu „rauð ir“. Þar sem rautt ér litur byltingarinnar þótti varðiið- unum ekki rétt að sá litur væri notaður sem stöðvunar- ljós í umferðarljósum, og kröfðust þess að því yrði snú- ið við. Grænt átti að vera stöðvunarlitur, en rautt að þýða „áfram“. Næst báru varðliðar/jir fram kröfur um að húseigend ur afhentu verkamönnum hús sín, og að ekki yrði krafizt húsaleigu. Stöðva átti allar kaupgreiðslur til „kapítalir.ta ‘ og leigubílstjórum skipað að fara með bifreiðir sínar upp í sveit til að flytja bændur cg landbúnaðarverkamenn. í Peking eru notuð reiðhjól með farþegasæti til mannflut.riinga en nú var mönnum bannað að nota þessi tæki nema far- þegarnir vildu sjálfir stíga hjólin og láta ökumanninn sitja í farþegasætinu. En fyr- ir þetta urðu farþegainir að sjálfsögðu að greiða e;ns cg um flutninga væri að ræða. Götunöfnum breytt Götunöfn þóttu sum ekki heppileg, og gengu því varð- liðarnir í að breyta þeim. „Torg hins himneska friðar“ er eitt aðaltorgið í Peking, og þar hafa margir fjöldafundir- kommúnista verið haldnir á undanförnum árum. En nafn- ið féll ekki varðliðunum, svo nú heitir torgið ..Austiið er rautt“. Sendiráðsstræt.ið, sem flest erlendu sendiráðin í Peking eru við, hlaut nafúið ,And-heimsvaldastefnu stræti1 Aðrar götur hlutu nötnin „Komið í veg fyrir endurskoð unarstefnuna“ og „rljálpum Vietnam“. Ekkert var þessum ungu varðliðum heilagt. Trúarbrt gð eru ekki hátt skrifuð hjá þeim, og þeir réðust á kir.k.i- ur, klaustur og musteri, höíðu þar í frammi skemmdarverk og misþyrmdu starfsfóiki. Einnig fóru þeir inn á heimili Kínverja, sem taldir voru lík- legir til að hafa safnað auði. Var þeim fyrirskipað að hafa sig. á brott frá Peking innán þriggja daga og gefa sig alþýð unni á vald. Kínverjar, sem búsettir höfðu verið erlendis, en voru fluttir til heimaiands ins til að eyða þar elhnni, fengu engu vægari meðferð. Þeim var fyrirskipað að halda upp í sveit og vinna þar iand búnaðarstörf. Varðliðarnir réðu lögum og lofum. Þeir settu upp dóm- stóla á götum úti, og kváðu þar upp dóma eins og þeirn sýndist. Margir hlutu dóma fyrir afskipti af útlendingum Læknar, sem höfðu aðstoðað útlendinga. voru til dæmis dæmdir til að ganga á hnián- um í rennusteinunum. Við Peking-háskóla hvöttu varð- liðarnir nemendur til að hrækja á kennara sína .Og í Shanghai voru tveir prófess- orar neyddir til að ganga naktir fyrir framan nemend- urna. Við sendiráð Sovétríkjanna. Erlend sendiráð urðu einn- ig fyrir barðinu á æskulýðs- fylkingunni, og þá einkum sendiráð Sovétríkj anna. Varð liðarnir flykktust fyrir fram an sovézka sendiráðið og hindruðu starfsmenn í að kom ast þaðan með því að loka hliðinu með stórri mynd af Mao Tse-tung. Og að lokinni heimsókn stjórnarfulltrúa frá Afríku komst sovézki sendi- herrann ekki út á flugvöll til að kveðja vegna þyrpingar varðliða við sendiráðið. Héldu varðliðarnir nokkra fjölda- fundi nálægt sovézka sendi- ráðinu þar sem þeir formæltu „ endurskoðunarstefnunni “, börðu trumbur og léku á lúðra, en gnýrinn var magn- aður með hátölurum, sem beint var að sendiráðinu. Þannig hefur þetta gengið dag eftir dag í Peking og fleiri borgum Kína. Nýjasta tiltæki varðliðanna var svo að loka útlendingakirkjugarði borgarinnar nú um helgina. Hefur kirkjugarðurinn jafn- framt hlotið nýtt nafn og heitir nú „Aldingarður and- heimsvaldasinna og and-endur skoðunarsinna“. Að sögn NTB fréttastofunnar í gær var út- lendum sendiráðsstarfsmönn- um og fréttamönnum vísað frá kirkjugarðinum er þeir reyndu að komast þangað. En við innganginn er komið skilti þar sem á stendur að engir útlendingar fái þar aðgang. Lík um 200 útlend- inga, aðallega Breta og Frakka, eru grafin þarna. Á skiltinu við kirkjugarð- inn stendur: Við viljum fjar- lægja öll spor eftir heims- valdastefnu og endurskoðunar stefnu í landi okkar. Það eiga engin spor að vera eftir árás- armenn og endurskoðunar- sinna í okkar mikla landi, og alls ekki í Peking, miðdepli alheimsbyltingarinnar. Sendiherra kommúnista fjarverandi. Það er talið athyglisvert að allir sendiherrar Austur- Evrópuríkja í Peking eru farnir þaðán, nema sendiherra Albaníu. Eru sendiherrarnir allir farnir til viðræðna við ríkisstjórnir sínar, og óvíst hvenær þeir koma aftur til Kína. Sovézki sendiherrann, Sergej Lapin, var væntanleg ur til Peking á næstunni eftir heimsókn til Moskvu. en til- kynnt var á sunnudag að Lapin hefði frestað förinni um óákveðinn tíma. Er brottvist hans sett í samband við ó- eirðir Rauðu varðliðanna við sendiráðið í Peking. Er jafn- vel sagt að verið geti um að ræða athugun á því hvort So- vétríkjunum beri að slíta stjórnmálasambandi við Kina. En hér er að sjálfsögðu að- eins um getgátur að ræða. En bæði ríkisstjórn Sovétríkj- anna og stjórn Austur Þýzka lands hafa sent Kínverjum harðorð mótmæli vegna að- gerða við sendiráðin í Peking. Einnig hefur Antonin Novotny forseti Tékkóslóvakíu, ráðizt harðlega á kínversku ieið- togana og sakað þá um að skapa sundrungu í kommún- istaríkjunum. Hvort Sovétríkin gripa til róttækra aðgerða gagnvart Kína er ekki vitað. En inargt bendir til þess að leiðt.ogarn- ir í Kreml muni hefja nýja lotu í hugsjónabaráttunni vð kínversku leiðtogana. í fyrsta skipti síðan 1964 birta nú sovézk blöð harðar árásir á Kína og frásagnir af aðgerð- um Rauðu varðliðanna víða um landið. Haft er eftir á- reiðanlegum heimildum í Moskvu að sovézku leiðtog- arnir hafi einnig leitað til leiðtoga annara kommúnist.a- ríkja úm stuðning við að gagnrýna ástandið í Kína. Er þetta algjör stefnubreyting í Sovétríkjunum, sem undanfar in tvö ár hafa forðast aliar illdeilur við Kínverja, þótt Kínverjar hafi gefið mórg tækifæri. Til okkar kæra flokks! Skólatafla í enskutíma í Peking. Farþegarnir slíga, ekillinn á frí MAO TSE-TUNG í frístundum sínum leika nemendur sér að því að ráðast á myndir af Johnson Bandaríkjaforseta og Chiang Kai Shek, forseta Formósu. Á myndinni lengst til vinstri er unglingur að gera árás á mynd af Johnson með byssusting að vopni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.