Morgunblaðið - 06.09.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.09.1966, Blaðsíða 19
Þriðjudagur B. sept. 1966 MORCU N BLAÐIÐ 19 Guðmundur Guðjónsson arkitekf — Minning ÞEGAR ég minnist Guðmundar bekkjarbróður míns, vinar og mágs, þá minnist ég góðs og gegns manns og prúðmennis, og á vináttu okkar, og samstarf í 18 ár, hefur aldrei fallið skuggi. Okkar kynni hófust er við báðir vorum í bernsku, báðfr fyrir austan læk, og í barnaskóla hjá Morten Hansen, og síðan í Menntaskólanum. og skammt var á milli okkar æskuheimila. Guðmundur hætti námi í 4. bekk Menntaskólans 1922 og sneri sér að þeim verkefnum sem hugur hans stóð til, en það var húsagerðarlbt, og fór hann síðan utan til'Þýzkalands og hrf nám sitt þar. Lauk hann fulln- aðarprófi árið 1927, þegar við bekkjarbræður hans úr 4. beKk Menntaskólans vorum enn í Ha- skólanum. Þegar Guðmundur kom heim opnaði hann teiknistofu í Reykjavík, en árið 1934 var hann ráðinn til þess að teikna og hafa eftirlit með byggingu sild arverksmiðju á Djúpavík ' Strandasýslu er Alliance hf. og Einar Þorgilsson & Co. hf. byggðu þar. Síldarverksmiðja þessi var nýtízkulegri en aðrar síldarverksmiBjur hér á landi, bæði að því er byggingarlag snerti og eins voru í henni tækni legar nýjungar. t.d. voru síldar- þrærnar yfirbyggðar, mjölhúsið var ofan á þrónum, allri síld var landað með löndunartækjum beint á flutningsband er flutr.i síldina í þrærnar, og allt pressu- vatn, lýsi og vatn, var skilið í skilvindum en ekki látið fyrst renna í ker, þar sem lýsið skildi sig fyrst sjálft frá vatninu, eins og venja hafði verið. Guðmund- ur fór norður sumarið 1934, og verksmiðjan tók til starfa í júlí 1935, en 1937 tók hann við verk-' smiðjustjórn og hafði hana i hendi til ársins 1952, er síldar- leysi var orðið svo að segja ai- gert fyrir Norð-Vesturlandi. Hann var því á Djúpavík í 18 ar samfleytt og var síðustu árin oddviti Árneshrepps. Hann flutii þá aftur suður til Reykjavíkur og gerðist skömmu síðar starfs- maður á skrifstofu húsameistara ríkisins og teiknaði aðallega skólabyggingar og íþróttahús, og hafði eftirlit með þeim. Guðmundur var fæddur í Reykjavík að Bergstöðum, sem Bergstaðastræti dregur nafn sitt af, þann 6. febrúar 1903, sonur hjónanna Maríu Guðmundsdótt- ur og Gúðjóns Gamalíelssonar, byggingármeistara, sem sá um byggingu margra stærstu húsa í Reykjavík og nágrenni, svo sem Vífilsstaðahælis, Landsbókasafns ins, Landsbankans og Landsspít- alans, svo að nokkuð sé nefnt. Var Guðmundur með gjörvi- leguktu mönnum, hár vexti og samsvarði sér vel, og stundaði í þróttir á yngri árum. Hann var fríður sýnum, prúðmenni hið mesta, hafði yndi af tónlist og lék talsvert á píanó. Las hann margt góðra bóka og var vel heima í bókmenntum og fögrum listum. Guðmundur var kvæntur Ragnheiði dóttur Jörgens Han- sen, framkvstjóra, hinni beztu konu, sem stóð við hlið eigin- manns síns með mikilli prýði. Dóttir þeirra er María sem var þeirra augasteinn, enda er hún mjög gó’ð og umhyggjusöm dótt- ir. — Eg vil svo að endingu þakka Guðmundi vináttu hans, starf og samstarf, og votta konu hans og dóttur innilega samúð. Ólafur H. Jónssoa. t EITT er víst, að dauðann ber að hvers manns ranni — en hitt er jafn óvíst hvenær hinn slyngi sláttumaður drepur á dyr. Æska og aldur er þar að jöfnu lagt, en þegar kallið kemur er það ætíð jafn sárt og óvænt þeim. sem fyrir ástvinamissi verða, — með hverjum hætti sem að garði ber, ‘— og á hverju skeiði lífs- ins. En minningin um hvern góðan mann genginn er fyrst og fremst einkamál ástvina og hug- ljúf harmabót þeim öllum. Guðmundur Guðjónsson arki- tekt lézt í fæðingarbæ sínum Reykjavík á því skeiði lífsins, að hafa lifað lengi og farsællega. — Lengi er ef til vill of sagt, því öll viljum við njóta þeirra, er okkur eru næstir, sem allra lengst. Guðmundur varð 63 ára gam- all í byrjun þessa árs. Með hon- um er genginn mikill ágætis- njaður. Hann var góður og gegn sonur fæðingarborgar sinnar. Á ævi hans varð Reykjavík frá litl- um kaupstað að bæ og borg, og á þroskaárunum lifði hann alla þá æfintýralegu þróun er átt hefir sér stað, og tók ríkulegan þátt í henni. Guðmundur átti til góðra að telja. Foreldrar hans voru merk- ir borgarar, hjónin Guðjón Gamalielsson múrarameistari og María Guðmundsdóttir að Bergs stöðum í ofanverðum Þingholt- um, — fyrsta húsi við þá göt.u, er ber nafn æskuheimHis hans. Hann var af hagleiksmönnum kominn. Faðir hans var í fremstu röð þeirra, er raunverulega byggðu upp þessa borg á tímum erfiðleika en bjartsýni á fram- tíð hennar. og var forustumalur í hópi þeirra iðnaðarmanna, er ríkastan þátt áttu í uppoygg- ingu Reykjavíkur á fyrri hluia aldarinnar. Guðmundur Guðjónsson átti þess kost að njóta góðrar mennt- unar. Fylgdi hann köllun föður síns. Árin 1917 til 1919 stundaði hann nám í Iðnskólanum, en sið- an í Menntaskólanum, og lauk þar prófi úr 4. bekk árið 1922. Hugur hans stóð til æðri mennta í þeim áhugamálum er honuin voru eðlileg og sjálfsögð. Á þeim árum var fátítt að menn leggöu fyrir sig nám í húsagerðarlist cg erfitt um vik. Var hann einn hinna fyrstu er á þær brautir lagði, Hélt hann utan til náms í húsagerðarlist við tæknihúskól- ann í Wismar í Þýzkalandi árin 1923 til 1927, og lauk þaðan fullnaðarprófi með góðum vitnis- burði eins og hverri þeirri r.nn- arri prófraun, er hann stóðat í , lífi sínu. Þegar heim kom rak hann teiknistofu^f, Reykjavík til árs- ins 1930,-og um nokkurt skeið starfaði hann hjá Húsameistara ríkisins, en var jafnframt teikni kennari á vetrum. Ævintýraþrá og leit að frekari þroska í starfi leiddi hann til Suður-Ameríku, þar sem bann starfaði á verkfræðiskrifsuofu til ársins 1934, en eftir iieim- komu það ár, gekk hann í þjón- ustu útgerðarfélagsins „Allian 'e“, teiknaði og byggði upp síMar- verksmiðjur þess á Djúpavík í Strandasýslu og gerðist þar verk smiðjustjóri allt til ársins 1952. En hugurinn stóð þó stöðugt til framhaldandi starfa að bygging- armálum, og að lokinni dvöl á Djúpavík flutti hann aftur til Reykjavíkur. Árið 1955 réðist hann til Húsameistara ríkisins og starfaði þar til dauðadags. Vinur minn Guðmundur Guð- jónsson hafði óvenju staðgóða þekkingu á undirstöðuatriðum byggingarmála. Hann var vexk- maður svo af bar. Að baki sér átti hann langa reynslu og ör- ugga. Helztu störf hans hjá Húsa- meistara ríkisins voru skólabygg ingar víðs vegar um landið og umsjón með þeim. Verkefni sín leysti hann af hendi með kost- gæfni og bera þau vitni goðri fagþekkingu og smekkvísi, en öll störf Guðmundar voru þannig af hendi leyst. Heimili Guðmundar var bon- um þó fyrir mestu. Þar ílti hann trygan og hjartfólginn vin sér við hlið, og það var gaúa hans. Frú Ragnheiður var jgfnt á gleðistundum sem í mótlæti traustur förunautur. þótt á stund um hin síðari ár hafi hún s.iálí átt við mikla erfiðléika sjúk- dóms að stríða." Söknuður hennar er eðlilega sár nú þegar hún sér að baki hjartfólgnum lífsförunaut, sem var hennar styrkur. Dóttirin María á einnig mikils að sakna, svo mjög setn hann dáði hana, enda var hun hon- um góð og umhyggjusóm doitir. Systkini Guðmundar eiga minn- ingar um bróður og vin, sem var mikill hæfileiká og drengskanai - maður. Megi það verða þeirn öl)- um huggun harmi gegn. Samstarfsmenn og v'inir Guð- mundar Guðjónssonar votia eig- inkonu hans, dóttur og fjölskyldu innilega samúð við fráfáll hins góða drengs og félaga, Hörður Bjarnason. t ÞEGAR ég naut umönnunar og vináttu á heimili Maríu Guð- mundsdóttur á Bergstöðum, var eldri sonurinn Guðmundur ekki heima, heldur erlendis við nám í byggingafræðum. fn af vörum Maríu heyrði ég og í augum hennar las ég, hve vænt henni þótti um drenginn sinn og af hve mikilli alúð nún hugsaði um hag hans og óskaði eftir honum heim sem fyrst. Siðan kynntist ég Guðmundi sjálfum og skildi nú kærleika og umhyggju móður hans. Á þeim árum hafði ég lítil kynni af starfshæfileikum Guðmundar. en fann brátt að hann var ó- venju vel gerður, gáfaður og göfuglyndur, og hal’ði næman skilning á íslenzkri tungu og list. Til dæmis sá hann þá þeg- ar, hverjir yrðu fremstir af hin- um ungu rithöfundum, sem á næstu áratugum urðu hinir skærustu stjörnur á skáldahimni okkar. Um tíma skildust leiðir okk- ar, eigi hvað sizt vegna ævi- starfs Guðmundar, sem leiddi hann burt frá höfuðborginni til annarra staða athafna og fram- kvæmda. Hin síðari ár lágu leið- irnar aftur saman, í þetta skipti atvinnu okkar beggja vegna. Við slík tækifæri varð ég þess á- skynja, hve öruggur Guðmund- ur var í fagkunnáttu sinni og fljótur að átta sig á nýjum vern- efnum og viðhorfum. Smekkur hans virtist mér ávallt óbrigð- ull og skilningur á tæknilegum atriðum fastmótaður af bóklegu námi og verklegri reynslu. Ásamt mörgum kunningjum stöndum við hjónin nú vi’ð börur Guðmundar í innilegri sorg og samúð með fjölskyldu hans, en geymum vel þær ljúfu minning- ar, sem tengja hugsanir okkar við ævidaga hans, ættfólk og vinahóp. Eins munu byggingar þær, sem Guðmundur teiknaði eða sá um smíði á, vera óbrot- gjarn minnisvarði um gáfur hans og hagsýni. Magnús Teitsson. t Á Jónsmessu í sumar var mik- ið um dýrðir austur á Fljóts- dalshéraði. Þá skyldi vígt og í notkun tekið sameiginlegt heim- ili allra Héraðsbúa á EgDsstöð- um, sameign allra hreppa héraðs ins, tíu að tölu. Fast að því þriðji hver Héraðs- búi sótti vígsluhátíð þessa og dvaldi lengi dags í góðum fagn- aði, við söng og sjónarspil. Ó- sparir voru menn á lofsyrði um glæsileik hússins, hversu vandað það væri að öllum frágangi, hversu hagalega öllu væri þar fyrirkomið og smekklega hversu vel hefði tekizt um efnisval og lita, hversu söngur heyrðist óvenju vel og hversu stílhrein byggingin væri, látlaus í glæsi- leik sínum. Gleði manna var auðsén og auðheyrð en einum skugga brá þó á gleði manna þennan sól- bjarta hásumardag — sjálfur höfundurinn, arkitekt, hússins lá sjúkur suður í álfu. Að sjálfsögðu var lýst á hlut- deild Guðmundar Guðjónssonar í þessu glæsilega húsi sem hann einn hafði tiknað og á allan hátt stutt að byggingu þess, bæði með ráðum og dáð, og hátíðar- gestir sendu honum þakkir sín- ar og óskir um batnandi heilsu en jafnframt ólu menn austur þar lengi sumars þá von í brjósti að þau hjónin Guðmundur og frú Ragnheiður gætu komið aust ur þótt síðar væri í sumar og var þá fyrirhugað að bjóða þenn til fagnaðar í Valaskjálf, en það nafn hlaut höll Héraðsbúa á vígsludegi. Þar skyldi Guðmundi tjáðar þær. þakkir sem voru efst í huga manna á vígsludeginum. En enginn má sköpum renna" og því skulu Guðmundi Guðjóns syni nú á útfaradegi hans færð- ar hinar fyrirhuguðu þakkir frá yfirsmið, byggingarnefnd og eigendum héraðsheimilisins Vala skj álfar. Sem fyrrverandi skólastjóri Eiðaskóla vil ég jafnframt færa fram þakkir fyrir margháttuð störf er Guðmundur vann fyrir skólann, bæði með teikningu húsa þar, útvegunum og annarri fyrirgreiðslu og sjálfur færi ég Guðmundi kærar þakkir fyrir forn og ný kynni og votta konu hans, dóttur og öðrum ástvinum djúpa samúð og bið guð að blessa þeim og okkur hinum sem Guðmund þekktum minningu góðs drengs og vinar. Þórarinn Þórarinsson. Guðleif Þórðardóttir IVIinning Fædd 24. júní 1892, Dáin 30. ág. 1966. GUÐLEIF átti heima í Hafnar- firði fjölda ára og stofnaði þar fataverzlun með systur minm, Sigrúnu Geiru Árnadóttur, svr. gekk undir nafninu ’verzl. „Geira og Leifa“ Þessa verzlun ráku þær saman um 30 ára skeið og munu margir Hafnfirðingar minnast þeirra er þær stóðu í búðinni hlið við hlið og af- greiddu af mestu alúð og sam- vizkusemi. Og á grundvelli gagnkvæms trausts og samvinnu studdu þær hvor aðra í þeirra starfi; fylgdust vel með um- svifunum og þótti vænt um alla þá, sem inn komu í búðina. Og alltaf voru kaffiveitingar fyrir vinina á næstu grösum. því Leifa var óspör á að hella ubp á könnuna. Svo tók bærinn hús þeirra til niðurrifs fyrir nokkrum árum til að rýma fyrir nýjum tím- um, og þar með var lifsstarfinu lokið. Þær voru búnar að leigja sér litla íbúð, þar sem þær ætluðu að eyða ellidögunum, en enginn má sköpum renna/ Leifa naut alla tíð sérstakra vinsælda þeirra, sem henni kynntust. Hún var glaðlynd og gat verið glettin ef því var að skipta; hún var hreinlynd og sagði meiningu sína afdráttar- laust. Hún var tíguleg í fasi. ætíð brosmild, kát og hressileg birta í kringum hana. Hún var mjög söngelsk á yngri árum og hafði mikla söngrödd, enda var hún ásamt Sigrúnu mörg ár í söngkór þjóðkirkjunnar í Hafn- arfirði. Það var skemmtilegt a5 koma til þeirra þegar Leifa söng fullum hálsi heil kvæði og Sigrún spilaði undír á orgel- ið, eða þegar setzt var að spil- um eftir að búið var að loka búðinni og spilað var fram að miðnætti. Það var alltaf eins og að koma heim að koma til „Geira og Leifu“, þær voru báðar ákaf- lega barngóðar og minmst ég þess að oft á fyrri árum, þegar komið var í heimsókn, og barna- legar spurningar voru bornar fram um lífið og tilveruna, hvað Leifa gat greitt úr öllum flækj- um af einskærri þolinmæði og ljúfmennsku. Heilsa Guðleifar var ekki goð hin síðari ár, einkum þjáði huna liðagigt, og þurfti hún þessvegna að_dveljast í sjúkrahúsi og sið- ast Sólvangi í Hafnarfirði, þar sem hún lézt 30. ágúst sl. Ég vil með þessum línuin færa henni sérstakar þakkir að leiðarlokum fyrir margra ára móttökur og ógleymanlegar samverustundir i hinum löngu kynnum okkar, og votta iienni virðingu mína og fjöiskyldu minnar. Ég bið alisvaldandi Guð að stýra fari hennar heilu heim að — ókunnu ströndinni. Sigriður Árnadóttir Ytri-Njarðvík. NauBungaruppboð sem auglýst var í 29., 31. og 33. tbl. Lögbirtin^a- blaðsins 1966 á hluta í Bústaðavegi 107, hér í borg, þingl. eign borgarsjóðs Reykjavíkur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans og Gjaidheimtunn- ar í Reykjavík, á eigninni sjálfn, fimmtudaginn 8. september 1966, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.