Morgunblaðið - 06.09.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.09.1966, Blaðsíða 28
28 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 6. sept. 1966 FÁLKAFLUG EFTIR DAPHNE DU MAURIER Jacopo varð enn vandræða- legri. — Prófessor Donati hef- ur þegar gest, sem er að oíða hans .... byrjaði hann, en Carla Raspa ætlaði nú ekki að láta slá sig út af laginu, heldur ruddist framhjá honum, brosandL N — Þá verða gestirnir bara þrír, sagði hún. Ég gekk á eftir henni að stofu dyrunum og reyndi að varna henni inngöngu. En ég vairð of- seinn. Hún hafði þegar opnað dyrnar. Kona sat á legubekk, og þegar hún sá okkur, reis hún upp, rétt eins og í mótmæla skyni, en svo er hún sá, að það var ofseint, stóð hún kyrr og sagði ekkert. Þetta var frú Butali. 19. kafli Ekki veit ég hvor kvennanna varð meir undrandi, eða þó öllu heldur vandræðaleg. Nú hvíldi öll byrðin á mínum herðum. — Ég bið yður afsökunar frú. sagði ég. — Donati prófessor bað mig að koma, en ég er líklega fullsnemma á ferðinni. Má ég kynna ungfrú Raspa, sem var svo væn að aka mér hingað. Kuldabrosinu brá sem snöggv ast fyrir á andlitinu, en svo hvarf það strax. Augnaráðið var fjarrænt og hún leit fram- hjá okkur til Jacöpo, þögult, ávítandi. — Góðan daginn, ung- frú, sagði hún. Carla Raspa var ekki eins vandræðaleg og varð fljótari að jafna sig. Hún gekk fram með einhverju ósvífnislegu öryggi og rétti fram höndina. — Við höf- um aldrei hitzt áður, frú, sagði hún, — og hversvegna hefðum við líka átt að gera það? Enda þótt við lifum þessu sama há- skólalífi, erum við samt í sinni veröldinni, hvor okkar. Ég er nú bara auðmjúkur félagi í Lista deildinni, og eyði mestum tíma mínum í það að fylgja stúdent- um um hertogahöllina. Ég vona, að rektorinn sé orðinn hress! — Þakka yður fyrir, sagði frúin, — hann er nú mikið að skána, en samt mjög þreyttur enn. Við vorum rétt að koma í gærkvöldi. — Og komið að Ruffano í upp námi, sem náði hámarki í dauða þessa stúdents, sagði Carla Raspa. — Það var meiri heim- koman. Ég vorkenni ykkur inni- lega báðum. Það var illa tímabært hjá henni að víkja strax að því, sem var í hvers manns munni. Frú Butali eins og stirðnaði upp. — Já, þetta var sorglegt slys, sagði hún, — en hinsvegar veit ég ekki um neitt uppnám, og mað- urinn minn heldur ekki. Carla Raspa sneri sér að mér brosandi. — Butali prófessor og frúin eru heppin, sagði hún. — Við tvö vorum sjónarvottar að einu uppþotinu, þarna um kvöld ið. En kannski ræða þeir það á fundinum. Hún sneri aftur að rektorsfrúnni. — Bókavörður- inn, hann hr. Fossi, er góður kunningi minn, sagði hún. — Hann sagði mér, að það ætti að verða fundur heima hjá yður klukkan kortér fyrir tvö. Frúin kinkaði kolli og hefur sennilega talið óþarft að gera neina athugasemd við þetta. Svo varð vandræðaleg þögn. Jac opo, sem hafði tvístígið við dyrn- ar, hvarf nú og lét mér eftir frumkvæðið. Ég leit á úrið mitt. — Mundu, að hann granni þinn þarf að fá bílinn sinn, sagði ég við Carla Raspa. — Það er nógur tími enn, sagði hún. — Ég lofaði að vera komin með hann klukkan hálf- þrjú. En sú indæla stofa! Hún gekk nær og virti fyrir sér skreytinguna og húsgögnin með ágirndarsvip. Svo gekk hún að myndinni af föður mínum á veggnum. — Þetta mun vera Donati eldri? Ekki er hann nú eins fallegur og sonur hans, og svo skortir hann líka alla per- sónutöfra prófessorsins. Þetta hlýtur allt að vera frá bernsku- heimilinu hans. Var það ekki í húsinu þar sem þér eigið nú heima, frú? Hún leit snöggvast á frú But- ali, sem líktist nú meir en nokkru sinni áður aðalsfrúnni á málverkinu í hertogahöllinni, og nú hneigði hún sig aftur með stolti, eins og sannur Firenzebúi. — Það er rétt, sagði hún. — við höfum verið mjög heppin með umhverfið okkar. — Skyldi ekki Donati pró- fessor öfunda ykkur af húsinu? sagði Carla Raspa og brosti. — Aldrei hefur hann haft orð á því, var svarið. Andrúmsloftið þarna var þeg- ar orðið kuldalegt og fór kóln- andi. Frúin, sem hafði verið fyr- ir í stofunni var eldri en hin konan, en hélt áfram að standa upp á endann. En lagskona mín, gaf fjandann í allar siðareglur og settist á brúnina á legubekkn- um. — Ef hann öfundaði yður, mundi hann fara eftir krókaleið- um, sagði hún og kveikti sér í vindlingi og bauð frú Butali, sem hristi höfuðið. — En hann mundi svæla frá yður húsið, áður en lyki, með töfrabrógð- um. Hann hefur dáleiðsluaugu. Ert þú ekki á sama máli, Arm- ino? Brosið, sem hún sendi mér var ögrandi og reykstrokurn- .ar ósvífnislegar. Minnug þess, sem hún hélt vera sambandið milli okkar Aldos fannst henni núverandi ástand forvitnilegt og jafnvel skemmtilegt. — Augun í honum eru svört, en ekki veit ég hvort þau eru neitt dáleiðandi sagði ég. — Það finnst leikurunum hans — af báðum kynjum — þau vera, hélt hún áfram og hafði annað augað á frú Butali. — Leikararnir fylgja honum all- ir gegn um þykkt og þunnt. Ég býst við — eins og við hinir óæðri starfsmenn háskólans — að þeir voni, að hann taki eftir þeim sérstaklega. Aftur varð þögn, en svo sneri hún sér enn að rektorsfrúnni, og sagði: — Þér takið ekki þátt í hátíðinni í ár, frú. Það var leiðinlegt. Þér voruð ágæt her- togafrú af Ruffano í fyrra, und- ir ágætri leikstjórn Donati pró- fessors. Frúin jánkaði þessu, en held- ur ekki meira. Ég fann, að eftir- tektar- og samþykkisvipurinn á andlitinu á mér, var orðinn þar fastur. — Æfingarnar í ár hafa farið fram með svo mikilli leynd, hélt Carla Raspa áfram, og hafði nú algjörlega lagt undir sig allt talið. — Ráðstefnur fyrir lokuð- um dyrum fram eftir öllum nótt um. Ekkert kvenfólk fær að- gang. Aðgöngumiðar aðeins gefn ir að opnu fundunum, og þar var ég einusinni svo heppin að ná í einn hjá Listaráðsformann- inum sjálfum, og svo bauð ég Armino með mér. Það var hrein opinberun, get ég sagt yður. En þér hafið auðvitað komið á eina eða tvær æfingar, er það ekki? Frú Butali, sem var örugg í fasi heima hjá sér, þar sem hún var sjálf húsmóðir, var það ekki að sama skapi hér, þar sem hún var aðeins gestur. Jafnvel stell- ingar hennar, spenntar greip- □----------------□ 60 \ □----------------□ arnar, sem héldu hvorki á hönzk um né handtösku — því að hún hlaut að hafa þotið hingað í skyndingu til að ná í Aldo áðar en hann gætið talað við mann- inn hennar — og nú var öll stell- ing hennar eins og hún stæði í varnarstöðu. Ég sá hana líta í laumi niður fyrir sig á úrið sittt, sem var auðvelt vegna þess hvernig hún hélt höndunum, og svo leit hún á mig sorgbitnum augum, sem voru biðjandi. En ég gat ekkert aðhafzt. Eina vonin hjá mér var, að Aldo kæmi og tæki sjálfur við stjórninni. Ég hafði ekkert vald til að reka Carla Raspa út, og það hafði frú Butali heldur ekki. Aðskotadýrið, sem gerði sér ástandið fullkomlega ljóst og kærði sig kollóttan um það þó að hún væri að troða sér inn í það, sem var bersýnilega einka heimsókn, kom auga á augnatil- lit frúarinnar og misskildi það þannig, að það væri mér fjand- samlegt. — Prófessorinn hlýtur að hafa tafizt, sagði hún. — Það gerir nú auðvitað honum Armino ekk ert til, því að hann getur beðið hér allan daginn, ef honum býð ur svo við að horfa. Geturðu það ekki, Armino? — Já, ég get beðið eftir hon- um eins lengi og vera vill, sagði ég. — Þetta er skemmtilegt hverfi í Ruffano, sagði Carla Raspa og kveikti í nýjum vindlingi á stubbnum af hinum. — Engin umferð, engar stúdentaskrúð- göngur, engir forvitnir nágrann ar, til að kjafta frá því, hver hér gengur út eða inn. Er ekki húsið yðar hér rétt neðan í göt- unni, frú? — Jú. — Það er þægilegt fyrir Don- ati prófessor þegar hann þarf að ráðgast við rektorinn um eitt hvað. En vitanlega eruð þið nú búin að vera lengi í Róm, und- anfarið. Hreimurinn í röddinni var nú háðslegur. Það vantaði ekki nema eitt skref til, í þessu umtali hennar um nálægð Ald- os við nr. 8 til þess að þetta yrði bein móðgun. Og ge^ði hún það, var mér forvitni að vita, hvort frú Butali myndi svara henni uppi eða rétta hina kinn- ina. — Það var heppilegt fyrir tón- listarnemendurna yðar, að þér skylduð þó geta komið til Ruff- ano um helgar, hélt röddin áfram. — Einn eða tveir þeirra koma á fyrirlestrana hjá mér, og þeir minnast yðar með mik- illi þakklátsemi. Ég býst ekki við, að margir þeirra hafi þurft að missa af mörgum tímum vegna fjarveru yðar. — Frú Butali setur annarra hag ofan sínum eigin, sagði ég. — Hún gaf sér meira að segja tíma til að spila fyrir mig í vik- unni, sem leið. — Þessi framftaka mín gerði ekkert gagn, heldur gerði hún beinlínis illt verra. — Sálfræðingar eru að segja manni, að slaghörpuleikur hafi í sér lækningamátt, og gefi öll- um tilfinningum lausan taum- inn. Eruð þér þar á sama máli, frú? Það stríkkaði á öllum vöðv- um í andliti fórnardýrsins. — Það getur hjálpað manni til að slappa af, sagði hún. — Ekki dygði mér það, sagði Carla, — og þó er ég ekki frá því, að tvíleikur gæti verið góð- ur. Hann gæti verið uppörvandi. Hafið þér reynt tvíleik, frú? Nú var ekki lengur hægt að villast á raddblænum. Hefði þetta verið á sunnudagskvöldið var og við þrjú, Aldo, frú Butali, og svo ég sitjandi í kertaljósinu við kvöldborðið, hefðu þessi orð verið tekin sem ögrun í þessum ástleitnilátum, sem á okkur voru. Frúin hefði þá brosað, og svarað spurningunni með ann- arri jafn glettnislegri. En öðru máli var að gegna í dag. Þetta var tilraun til að þreifa fyrir sér, hveru veikar varnir hennar væru. — Nei, ungfrú, sagði hún, — slíkt eftirlæt ég börnum. Nem- endurnir mínir hafa próf í huga, til þess að geta sjálfir kennt seinna. Carla brosti. Það var rétt eins og hún væri að safna kröftum til lokaárásarinnar. Nú var tími til kominn, að ég gripi fram í. En áður en ég fengi svigrúm til þess, heyrðist hurðin skella, sem gaf "til kynna að einhver væri að koma. Ég heyrði, að Jacobo taut- aði eitthvað frammi, líklega að afsaka sig — svo var svarað hvasst, og það var sjálfsagt bróð ir minn — en svo óhugnanleg þögn. Frú Butali fölnaði. Carla Raspa drap í vindlingnum, eins og ósjálfrátt. Dyrnar opnuðust og Aldo kom inn. — Þetta er mér mikill heiður, sagði hann og tónninn gaf til kynna, að hann hefði ekki búizt við neinum þessara gesta. — Ég vona, að Jacopo hafi séð um ykkur, eða hafið þið kannski þegar borðað hádegisverð?, Hann beið ekki eftir svari, held- ur gekk beint til frúarinnar og kyssti hönd hennar. — Frú, sagði hann. — Ég var einmitt á leið heim til yðar, en svo sá ég bíl hérna fyrir utan, sem ég kannaðist ekki við, svo að ég leit inn til að athuga betur. — Það er minn bíll, sagði Carlo Raspa, — eða réttara sagt hef ég hann að láni í þetta sinn. Armino borðaði hjá mér og svo skaut ég honum hingað. — Það var nærgætnislegt af yður, ungfrú sagði Aldo. Bvekk- urnar hérna í Ruffano hljóta að vera erfiðar fyrir fararstjórafæt- ur. Hann sneri sér svo að rekt- orsfrúnni, álíka áhugalaust. — Hvað get ég gert fyrir yður, frú? Fundinum hjá rektor heí- ur væntanlega eklti verið af- lýst? Hin langa bið og svo samræð- urnar, sem á eftir fóru hafa sennilega svipt frúna þllum mætti og úrræðum. Mér datt í hug að hún hefði ekki getað náð í Aldo í síma síðan hún kom heim frá Róm, nema þá að manninum sínum viðstöddum, og að þetta væri í rauninni fyrsti fundur þeirra síðan þau hittust á sunnu dagskvöldið. Augu hennar leit- uðu hans augna til að koma skilaboðum. Og kvíðinn í þeim var auðsær. — Jíei, honum hefur ekki ver- ið aflýst, sagði hún. Hún reyndi eftir mætti að finna einhver orð, sem Carla Raspa gæti ekki gert kjaftasögu úr í háskólanum. — Nei, það var bara dálítið atriði, sem mig langaði til að leita um ráða hjá yður, prófessor. En það getur alveg eins vel beðið. Þetta var vesældarleg lygi. Hefði þetta verið eitthvert smá- atriði hefði hún aldrei farið að bíða svona lengi. Aldo leit á mig. Hann hlaut að vera að brjóta heilann um, hversvegna ég hefði ekki strax farið, eins og kurteisin bauð, og tekið lags konu mína með mér, jafnskjótt sem ég sá, að frú Butali var heima hjá honum. — Þér afsakið, ungfrú, sagði hann, og leit framhjá mér og á friðspillinn. — Komdu með líkj- ör og vindlinga, Beo, viltu það. Mér þykir þetta leitt, frú .... Viljið þér koma hérna inn? Hann gerði bendingu út í gang inn og borðstofuna fyrir hand- an hann. Ég gekk að glasabakk- anum og gaf Carla Raspa líkjör- glas, sem hún þó átti naumast skilið. — Þú hefur hagað þér skamm arlega, sagði ég. — Nú skaltu sjá, að þú verður aldrei boðin heim til Butali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.