Morgunblaðið - 05.10.1966, Side 3

Morgunblaðið - 05.10.1966, Side 3
Miðvikudagur 5. október 1966 MORGU NBLAÐIÐ 3 F Y R I R skömmu kom Gunnar Bjarnason heim úr ferð sinni til Þýzkalands ásamt konu sinni, frú Guð- björgu Ragnarsdóttur, en þau voru í boði þýzka Pony-klúbbsins, eins og áður var frá sagt í Mbl. Var Gunnar aðaldómari á landsmóti þýzkra hesta- manna, sem eiga íslenzka reiðhesta. í dagblaðinu Oberbergische Volks-Zeitung er sagt frá þessu hestamannamóti í Wiehl og birtar myndir frá því. Um sigurvegarana á mót inu segir í blaðinu: Gunnar Bjarnason og formaaður þýzka Ponyklúbbsins afhenda töltverðlaun. Bækur um hestinn gefa margfalt meiri tekjur en íslenzkir bændur fá Rabbað við Gunnar Bjarnason nýkominn af hestamóti í Þýzkalandi Hæstu einkunn og verð- laun fyrir tölthraða hlaut hesturinn f>ór, setinn af Walt er Feldmann eldri. Fyrir feg urðar-tölt hlaut hæstu ein- kunn og verðlaun hesturinn Funi, setinn af Walter Feld- mann yngri. Skeiðkepyúna vann stóðhesturinn frá Alfta gerði setinn af ungfrú Gisela Kraut. Verðlaun fyrir fjöl- breytilegust gæði hlaut einn- ig hesturinn Funi, setinn af Feldmann yngri. Blaðið hefur haft tal af Gunnari Bjarnasyni og spurt hann frekar af þessu móti. Hann segir, að þetta hafi verið mjög skemmtilegt hesta mannamót. — En hvað segir þú Gunn- ar um hestamennsku Þjóð- verjanna? Finnst þér að þeir sé farn- ir að læra íslenzka hesta- mennsku? — Eins og þú manst frá Schlústern var blærinn yfir mótinu þar meira evrópskur, þ.e. meginlandshestamennska var þar ríkjandi, hindruncir- reið framkvæmd og fleira í þeim dúr. Það stórefnafólk, sem nú er hins vegar að koma inn i hestamennskuna á meginlandinu, hefir margt komið hingað til lands og sumir oftar en einu sinni og notið gestrisni Sig. Hannes- sonar og Co og SlS. Það vill fá íslenzku hestamennskuna hreina og ómengaða, eins og hún er, tölt og skeið í skóg- inum með allri fjölskyldunni, en enga sýningarstarfsemi. Þetta fólk vantar reiðskóia og Islendingar verða aö koma þar til og kenna fólkinu á tölt og skeið. — Áður en þú fórst utan sagðir þú í samtali við blað- ið, að dómnefndarstörf yrðu með nokkuð sérstæðum hætti. Hvernig fóru þau fram? — Það mótti margt læra af framkvæmd þessa móts. Dóm nefndarstörf voru talsvert ólík því, sem við eigum að venjast hér. Við vorum 5 dómarar og var nokkuð rað að við skeiðvallarendann með 10 m. millibili. Síðan kom sá er sýndi hestinn ríð- andi eftir mjúkri asfaltaðri götu, svo að hófatakturinn heyrðist. Við dómnefndar- menn stóðum með spjöld, sem á stóð tölur allt frá 1 og upp í 10 og lyftum við upp því spjaldi, sem bar þá einkunn er við gáfum í það og það skiptið. Fólkið gat sjálft fylgst með og dæmt um leið. Þannig var hver dómari sjálf stæður og óháður. Ennfrem- ur var einnig framkvæmd sú regla að hæsta og lægsta ein- kunn var felld burtu og var þetta gert til að útiloka að hlutdrægni dómara gæti ráð- ið, ef einhver vildi sérstak- lega hækka einn hestinn, eða draga hann niður. — Hvað hefir helzt komið til umræðu í sambandi við að kenna Þjóðverjum íslenzka hestamennsku? — Það hefir verið rætt um að senda íslenzkan kenn- ara utan með tvo ágæta gæð inga, sem sýna mætti á allan gang. Yrðu þá haldin nám- skeið og ferðast um landið. A námskeiðum þessum sæi fólkið hvernig hesturinn á að ganga og það gæti jaínframt lært á sína hesta. Ekki vant- ar áhugann. Ég get sagt þér dæmi um Walter Feldmann, sem er stórríkur blaðaútgef- andi. Hann á 5 reiðhesta af arabisku kyni. Hann eignað- ist fyrsta íslenzka hestirm í fyrra, en í dag á tiann 13 íslenzka, og stóru Arabarnir fá að hvíla sig. Þeir höfðu ekki verið snertir nema hvað okkur hjónunum var boðið að koma á bak þeim, hvað við þáðum. — Hvernig gekk Þjóðverj- unum við skeiðið? — Hér er mynd af Feld- mann á Goða frá Álftagerði og ég get ekki betur séð en hann hafi náð tökum á gang- tegundinni, en hann þyrfti að komast til Péturs í Álfta- gerði í vikutíma og læra að slengja honum af stökki á skeið með einum selbita. — Hvað segir þú svo um útflutninginn? — Þjóðverjar eru afar ó- ánægðir með framkvæmd út flutningsins. Stjorn Pony- klúbbsins telur að markaður sé öruggur fyrir 4-500 hesta á ári og hann er stöðugt vax- andi. Auk þess er talið að markaður sé fyrir 100 úrvals gæðinga árlega. Fólkið í Þýzkalandi skilur ekki hvern ig stendur á því að íslend- ingar skuli ekki hafa meiri áhuga á því að koma hestuiri sínum á markað, en það strandar á útflutningshindr- unum % hluta ársins en skipaskorti á sumrin. Það eru tiltölulega fáir, sem vilja borga flugfargjöldin fyrir hesta. — Hvað telur þú að heppi legast kunni að vera í þessu efni? — Við eigum að mynda samband þeirra manna, sem vilja framleiða hesta lil ut- flutnings. Við eigum að velja folöldin úr á haustin. sem flytja á út, svo kaupendur viti að úrval sé gert. Síð- an .eigum við að kynna ís- lenzku stóðbændurna í er- lendum tímaritum, með frá- sögnum af þeim og stóðinu, sem þeir rækta. Svo þarf að breyta lögunum þanmg að flytja út hestá alla mánuði ársins í vel búnum skipum. Skip þarf að búa þannig að í því sé hesthús miðskips, sem tekur 40-50 hesta, og þetta skip fari reglulega á megin- landshafnir sem næst rnán- aðarlega. Ef við skipuleggjum þessa verziun vel og manneskju- lega, þá hef ég ekki tru á pví að Þjóðverjar hafi mikinn áhuga á því fyrst um sinn að hefja ræktun isienzka reið hestsins sjálfir. Gunnar sýndi okkur 4 bæk ur, sem nýlega eru komnar út í Þýzkalandi um íslenzka hestinn. Hver bók kostar 30- 40 mörk eða sem næst 300- 400 krónur íslenzkar. Þetta eru fallegar myndskreyttar bækur og þeira á meðal er ljóðabók um íslenzka best- inn eftir þýzkan barnalækni. Gunnar sagði er hann sýndi okkur bæurnar: — Þessar bækur um ís- lenzka hestinn gefa bókaút- gefendum og höfundum margfalt meiri tekjur, en hesturinn sjálfur gefur ís- lenzkum stóðbændum. Við værum ekki í neinum vanda staddir ef sama gilti um lambakjötið rX.kar, sagði Gunnar að lokum. Feldmann yngii. leggur Goða frá Álftagerði á skeið. ☆ STAKSTEIIMAR Útvarp, sjónvarp og landsbyggðin „íslendingur" segir 25. sept. sl. „ Þessa dagana er íslenzka sjónvarpið að hefja útsendingar. Það mun opna nýjan heim fyrir landsmenn og valda álíka straum hvörfum og útvarpið gerði á sin um tíma. Skilja má af fréttum frá und- irbúningi sjónvarpsstarfseminn- ar, að ferskt efni jafnt frá höfuð borgarsvæðinu, landsbyggðinni og útlöndum muni jafnan verða á takteinum. Er það vel, ef rétt reynist. Þetta rifjar upp margítrekaða gagnrýni á íslenzka sjónvarpið, sem óspart hefur dunið á því, en jafnan fyrir daufum eyrum. Efnissöfnun þess utan af landi hefur verið skelfing fátækleg. Helzt er það fréttaefni, sem hingað hefur verið sótt, en með afar tilviljanakenndum hætti að því er virðist. Síðustu mán- uðina hefur dálítið ræzt úr þessu með því, að aukin hafa „ verið símaviðtöl í fréttaaukum, en e. t. v. má rekja þá breytingu til væntanlegrar samkeppni við sjónvarpið. Gleggsta dæmið um mismun- un milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar í efnis- söfnun útvarpsins og efnisflutn- ingi er varðandi guðsþjónustur þjóðkirkjupresta. Útvarp frá guðsþjónustum úti á landi er álíka sjaldgjæft fyrirbrigði og sólmyrkvi. Þarf ekki minna en biskupsvígslu, til þess að breytt sé út af þeirri reglu, að útvarpa frá messum í kirkjum höfuð- borgarsvæðisins. Undantekningar, svo og stöku útvarpssendingar frá knattspyrnuleikjum, sanna, að tæknilega er hægt að útvarpa víða að frá landsbyggðinni. Það er því krafa strjálbýlisbúa, að hér verði úr bætt og á öðrum sviðum varðandi söfnun og flutning efnis í Ríkisútvarpinu“, A puttanum „hina leiðina" f forystugrein sama dag segir fslendingur: „Kannski Eyjólfur sé nú loks að hressast, hugsuðu menn, þeg ar Tíminn sagði frá því með flennistórM fyrirsögn, að „hin leiðin“ væri í Hagráði. Eins og kunnugt er, hafa Framsóknar- menn verið í þeirri úlfakreppu undanfarin ár, að kunna engin skil á stefnu flokks síns í efna- hagsmálum, utan nafnið eitt, sem af hreinustu tilviljun hraut af vörum formanns þeirra á dög unum. Og menn héldu sem sagt, að nú væri komið undir kúna. Gamanið kárnaði þó fljótt við « lestur Tímagreinarinnar. Þar er „hin leiðin“ lögð inn í Hagráð í gegn um skýrslu Efnahágsstofn unarinnar, þar sem segir, að „eigi að ná viðunandi hagvexti í framtíðinni, verði í (hér bætir Tíminn við ,,æ“) ríkara mæli en verið hefur hingað til, að marka þá stefnu í málefnum hinna ein stöku atvinnugreina, er grípí til róta þeirra meginvandamála, sem þær standa frammi fyrir, jafnframt því, sem fyrirtæki jafnt sem opinberir aðilar leiti með markvissum hætti þeirra tækifaara, tækni og skipulags, sem bezt eru til hagnýtingar. Margvíslegra athugana og að- gerða er þörf, til þess að þetta , megi verða“. Þetta segir Tíminn, að sé samhljóðá „meginþætti hinnar nýju stefnu" Framsókn- arflokksins. Þannig virðist hinn „mikli spekingur“ sem Framsóknar- menn gerðu nýlega út af örk- inni, til að leita að „hinni leið- inni“, hafa staðið á gatnamót- um með þumalfingurinn á lofti og verið svo stálheppinn að fá far einmitt á þá leið, sem hann leitaði að. Ódýr lausn það!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.