Morgunblaðið - 05.10.1966, Page 17

Morgunblaðið - 05.10.1966, Page 17
Miðvikudagur 5. október 1968 17 MORGUNBLAÐIÐ Stálskipasmíiar á Islandi GREIN' um „Erfiðleika skipa- Bmíðaiðnaðarins“, sem ég undir- ritaður ritaði í síðasta hefti Tíma rits iðnaðarmanna og endur- prentuð var í dag-blaðinu Vísi 19. ágúst sl., hefur orðið Guðfinni Þorbjörnssyni tilefni til ýmissa faugleiðinga, sem birtust í Morg- unblaðinu 28. sept. sl. Þar sem Guðfinni hefur orðfð það á í grein sinni að rangtúlka íjónarmið mín talsvert, tel ég irétt að leiðrétta það, sem rangt er með farið. Guðfinnur hefur eftir mér að „sýnilega geti inn-lendur iðnað- iut ekki keppt við útlönd“ og ber mér á brýn svartsýni og sitthvað fleira, og lái honum hver sem — Reyðarfell Framhald af bls. 15. að, en það er undir skálanum, sem talinn er vera frá síð- asta skeiði byggðar þarna eða frá síðari hluta miðalda. Er gangurinn því eldri en skálinn. Meira þori ég ekki að fullyrða um aldur hans. — Eru til sagnir um byggð á Reyðarfelli? — Já, þar á að hafa numið land Svarthöfði Bjarnason, sonur Bjarnar á Gullberastöð um í Lundareykjadal. Svart- höfði var tengdasonur Tungu Odds goða á Breiðabólstöð- um í Reykholtsdal og bróðir Grímkels föður Harðar. Allt eru þetta þekktar persónur í sögunni. Er ekki óhugsandi að þarna muni vera fornald- arbærinn, þar sem komið er niður á göngin og bærinn þá undir skálanum. — Hvað væri gangurinn þá gamall? — Svarthöfði er 10. aldar- maður. En ekki er víst að hann sé þarna fyrsti ábú- andinn. Þó er ekki annað af Landnámu að sjá, svarar Þor- kell af varkárni. — Ætlið þið þá kannski að grafa næst niður úr skál- anum? — Ég veit ekki hvernig bezt verður að hafa það. Úr ýmsu er að velja. Þarna hafa verið reist bæjarhús, hvert upp af öðru, allt fram til 1503, en þó virðist byggð hafa lagzt niður eftir heimildum að dæma. — Varst þú einn við upp- gröftinn í sumar, Þorkell? — Mikinn hluta ágústmán- aðar vár ég einn, en annars vorum við tveir eða þrír saman. Auk þess sem gang- urinn fannst, komu í sumar upp einstakir munir, mest í haugnum fyrir framan bæ- inn. T.d. voru þar steinsleggj ur kljásteinar, járnkrókar og naglar. Og brot úr koparpotti var í skemmulofti. — Áður hafa fundizt merki legir hlutir þarna, var pað ekki? — Jú, þar má helzt telja baðstofu og járnofna sem fundust sumarið 1964. Þeir eru mjög fróðlegir. Ofnarn- ir hafa verið í smiðju. Var grafin skálalaga hola í smiðju gólfið og í henni eru leifarn- «r af rauðablæstrinum. Hol- urnar voru kúffullar af gjail leifum. Að lokum spyrjum við Þor kel hvort almenningi sé ieyft að koma að rústunum og hvort grafið sé aftur yfir þær jafnóðum. Hann segist ekki vita hvernig þetta verði í framtíðinni. En nú megi alveg sjá hvernig þetta verði í framtíðinni. En nú megi vel sjá öll byggingaratriði. Við veginn að Húsafelli »é vegvísir, sem Reyðarfells- rústir séu merktar á og marg ir hafa komið þar við í sum- ar tii að sjá þaer. vill. Þessa tilvitnuðu setningu er þó hvergi að finna í grein minni, en sennilega hefur hamn haft eftirfarandi setningu í huga, þeg ar hann vitnaði í grein mína: „ís- lenzkur fðnaður er ekki sam- keppnisfær við innflutning til lengdar, þegar allt kaupgjald og verðlag innanlands hækkar við- stöðulaust". Allir hljóta að sjá hver munur er á þessu tvemnu. Einhvers staðar les Guðfinnur í grein minni „óverðskuldað van- mat á íslenzkum járniðnarmönn- um“ og segir það koma „úr hörð- ustu átt, þegar fulltrúi þeirra (?) ilýsir þeim sem einhverjum van- metakindum, sem eiga tilveru undir skilningi og velvilja ráða- manna“. Ekki hefur mér tekizt að finna nein ummæli af þessari tegund í grein minni, hvað svo sem Guðfinni hefur tekizt í þeim efnum. Hins vegar sagði ég „að gæði þess vinnuafls, sem ís- lenzku skipasmfðastöðvunum stendur til boða, eru lakari en hjá erlendum keppinautum og afköstin minni“. Þessa fullyrðingu hafði ég rök- stutt í undanfarandi setningu, þar sem ég benti á að tíð starfs- mannaskipti hefðu það í för með sér, að stöðugt væri verið að þjálfa nýtt vinnuafl, sem hyrfi þó fljótt til annarra atvinnu- greina, sem gætu boðið betri kjör. Þar sem ég sjálfur fæst ekki við rekstur skipasmíða- stöðvar, varð ég að byggja á upp lýsingum kunnugra og ég tel mig ekki þurfa a’ð efast um upplýs- ingar heimildarmanns míns. Hins vegar dreg ég mjög í efa þá full- yrðingu Guðfinns, að þau fyrir- tæki, sem fást við nýsmíðar, hafi getað valið úr fólki og að það hafi engir erfiðleikar verið á að fá starfsmenn, enda sta-ngast hún algerlega á við það, sem ég hef fengið upplýsingar um, a.m.k. héðan úr nágrenni Reykjavíkur. Kjarni málsins er sá, áð skipa- smíðastöðvarnar hafa a.m.k. ekki til skamms tíma haft nægu fag- lær'ðu starfsliði á að skipa, eins og ég benti á í grein minni og það hefur valdið þeim erfiðleik- um. Það er íslenzkum iðnaði og framtíðarþróun hans áreiðanlega fyrir beztu, að við hann vinni sem bezt menntaðii" iðnaðar- menn með góða tæknilega þjálf- un og þekkingu. Fyrst og fremst með því móti verður samkeppnis aðstaða hans trygg'ð. Það þjónar hins vegar'engum tilgangi að loka augunum fyrir því að þessu atriði er því miður sums staðar ennþá ábótavant og þarf að fær- ast til betri vegar. Lofcs virðist það hafa verið Guðfinni nokkur þyrnir í augum, að ég ræddi um góðan vilja og skilning ráðamanna og hann spyr: „Hvaða ráðamenn á grein- arhöfundur við? Eru það banka- stjórar éða ríkisstjórn? Eða er hér aðeins átt við hina ógæfu- sömu áhugamenn sem með bjart- sýni hafa brotizt í því að koma þessum iðnaði á laggirnar . . .“ Dacca, A-Pakistan, 3. okt. NTB Fárviðrið, sem gekk yfir stór an hluta A-Pakistan nú um helg ina, mun hafa orðið 550 manns að fjörtjóni, að því er segir í fréttum frá Dacca í dag. Þá er margra saknað. Mikil hjálparstarfsemi hefur verið skipulögð. í borginni Chittagong urðu um 50,000 manns að ieita hælis utan borgarinnar. Washington, 3. október — NTB 15,000 manns úr hópi rafmagns iðnaðarmanna lögðu í dag niður vinnu, þrátt fyrir yfirlýsingu verkalýðssamtaka þeirra, að boð uðu verkfalli skyldi frestað enn um stund. Allir þeir, sem lagt hafa nfður vinnu, starfa við fyrirtækið „General Electric“. Fyrirtækið framleiðir m. a. þotu hreyfla fyrir herflugvélar. Að sjálfsögðu átti ég við þá menn, sem oftast eru nefndir ráðamenn í daglegu tali, þ.e. ríkisstjórnina, en ég tel að eng- um þeim, sem lítur með nokk- urri sanngirni á málin, geti bland ast hugur um, að hún hefur sýnt þessum málum bæði góðan vilja og skilning, a.m.k. rneiri en gerzt hefur um margra ára skeið hér á landi. En um hitt má aftur deila hvort skilningurinn og velvildin hefðu ef til vill ekki mátt vera meiri. Að lokum vil ég taka fram, að það algjöra vonleysi, sem Guð- finnur gerir mér upp í grein sinnþ er algjörlega hans hugar- fóstur, enda hafa samskipti mín við þá menn, sem mest og bezt hafa barizt við að koma fótunum undir skipasmíðaiðnaðinn á und- anförnum árum, sannfært mig um að fyrr heldur en seinna mun að því koma, að meginhluti is- lenzka skipaflotans verði byggð- ur af íslenzkum iðnaðarmönnum í íslenzkum skipasmíðastöðvum. En til að flýta fyrir þeirri þróun er nauðsynlegt, að menn geri sér grein fyrir öllum hliðum þessa máls og loki ekki augunum fyrir staðreyndum, sem máli skipta. Otto Schopka, ritstjóri Tímarits iðnaðarmanna. SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM Bæjarbíó. Vofan frá Soho. Þýzk kvikmynd. Byggð á skáldsögu Edgar Valiace. Líklega gegna fáar íslenzkar þjóðfélagsstéttir jafn taugaí- þyngjandi störfurr. og við kvik- myndagagnrýnendur. Það eru ekki fáar hrollvekjandi kvik- myndir sem við verðum að lifa okkur inn í á einni hringferð jarð ar um sólu, ef við eigum að gegna nokkurn veginn sómasamlega þjónustustörfum okkar við les- endur. Samt erum við aldrei öryggir um, hvort okkur tekst að leysa þessi störf nógu ve) af hendi, lifa okkur nógu vel inn í atburðarásina, fórna eigin sál arfriði svo tillitslaust á altari góðrar þjónustu, að við skilum áhrifum myndarinnar svo vel til lesenda að viðunandi megi kall ast. Og að öllu erfiðinu loknu, þeg ar við höfum látið hrollvekjandi Menntaskólinn all Laugarvatni settur IHENNTASKÓLINN að Laugar vatni var settur kl. 4,30 2. októ- ber sl. í skólanum verða í vetur 140 nemendur 8 fastir kennarar og 3 stundakennarar. 1 vetur verður tekinn í notkun að Laug arvatni fyrsti áfangi nýrrar heimavistar fyrir Menntaskói- ann, en ráð er fyrir því gert, að haustið 1968 verði í ML 200 nemendur og verður skólinn þá í áætlaðri stærð. Mbl. hafði samband við Jó- hann Hannesson skólameistara í gærdag og sagði hann, að í vet- ur yrðu nemendur skólans 20 fleiri en veturinn áður og væri þetta annar veturinn, sem tek- inn væri tvöfaldur 1. bekkur, en 1. bekkur á Laugarvatni sam- svarar 3. bekk í menntaskólum Reykjavíkur. Tveir nýir kennarar taka til starfa við skólann, Egill Sigurðs son,^ stærðfræðikennari, en Ingv ar Ásmundsson, sem kennt hef- ur stærðfræ’ði við skólann hóf í vetur kennslu sömu námsgrein ar í Menntaskólanum við Hamra hlíð. Þá mun Alfreð Árnason kenna náttúrufræði við skólann, en hann hefur kennt þar áður. Nemendur búa nú sem stendur í heimavistinni í sjálfu skóla- húsinu, eða í húsi nokkru fjær, sem nefnist „Björk“, og fáeinir leigja í einkahýbýlum á staðn- um. í gær hófst kennsla við ML, en í dag fara nemendur í fjall- göngu. Gengið verður á Blá- fell, en slíkar fjallgöngurferðir nemenda hafa verið tíðkaðar mörg undanfarin ár, einu sinni eða tvisvar á vetri hverjum. Penguin Books gef ur út Haralds sögu harðráöa I gær kom út hjá Penguin í Englandi „Kings Harald’s -saga“ þ.e.a.s. Haraldar saga harðráða Bókin er tileinkuð Sigurði Nor- dal prófessor áttræðum og er þýdd af þeim Magnúsi Magnús- syni og Hermanni Pálssyni. Bókin fjallar eins og kunnugt er um þrjá mestu höfðigja 11. aldar þá Harald Sigurðsson Noregskonung Harald Guðvins- son jarl á Englandi og Vilhjálm sigursæla og baráttu þeirra þ. á. m. innrásina í England 1066. Saga Haralds harðráða hefur áður verið þýdd á enska tungu m. a. af dr. Samuel Laing, sem gaf út alla Heimskringlu árið 1844, en sú þýðing hefur nýlega verið endurprentuð í Everyman's Library. Nýjasta þýðing Heims- kringlu á enska tungu er eftir Lee M. Hollander og var gefin út 1964. í formála þýðenda að Penguin útgáfunni segir, að útgáfa sé helguð aldursforseta íslenzkra lærdómsmanna prófessor Sigurði Nordal, sem einmitt eigi áttræðis afmæli um svipað leyti og liðin séu 900 ár frá tilraun Haralds til innrásar í England. Segjast þýðendur vera þakklátir prófes Penguinl-JjClassics KING HARALD’S SAGA ' ím 1 Forsíða Haralds sögu harðráða. sor Sigurði fyrir hans ómetan- legu störf og vilji með því helga honum þessa útgáfu og láta í ljós þakklæti sitt. Bókin er rúmar 180 blaðsíður og í bókarlok eru kort iesandan um til glöggvunar. Bókin er í vasabókarbroti. áhrif mynndanna seytla gegnum taugakerfi okkar á nýjan leik með því að skrifa um þær, þau skrif eru á þrykk út gengin og við teljum okkur sloppna úr mestu hættunni, þá kann það versta enn að vera eftir. Þá kann svo að fara að yfir- mátavandlátir ritstjórar annarra dagblaða noti það, sem afgangs verður af viti þeirra, er þeir hafa kippt helztu vandamálum þjóðarinnar í lag með nokkrum pennastrikum, til að sprokseija okkur fyrir óvandað orðbragð og önnur ritlýti. Þannig berjumst við að minnsta kosti á tvennum vígstöðvum, og má ^tundom ekki á milli sjá, hvorir valda okkur meiri hrolli: þeir sem berjast um með byssum og hníf um á vettvangi sjálfrar kvik- myndanna eða áðurnefndir skrib entar, sem setja sig ekki úr færi með að nota offramleiðslu sína af mannviti til að berja á am- bögum okkar og hugsanavillum. Já líf okkar fámennu stéttar er svo sannarlega ekki alltaf „happ né hrós“ fremur en ýmissa geistlegra forfeðra okkar fyrr á tímum. Líklega slær þó Vofan frá So- ho sem Bæjarbíó sýnir um þess- ar mundir, flestar aðrar út hvað hrollvekjandi áhrif snertir, hvort sem um er að ræða verur vopn- aðar skotvopnum, eggjárnum eða ritblýum. Vofa þessi notar ann- ars hníf og reikar um í skugga- hverfum Lundúnaborgar, er rökk va tekur og myrðir fólk. Einkum er það þó í nágrenni krár einnar sem- hún er mannskæðust. Eig- andi krárinnar er dularfull lcona í hjólastól, og lækpir henn ar sem oftast er fastur fylgi- nautur hennar, er einnig næsta dularfullur. Með hugvitsamlegum njósna- útbúnaði getur kona þessi haft góða útsýn yfir allt sem gerist í skemmtisal krárinnar, án þess að vera sjálf séð af gestum sín- um. Scotland Yard er í vandræð- um, eins og svo oft áður. Hún kemst lítt á sporið, þó að mörg morðanna séu framin svo að segja rétt við nefið á henni. Ekfci er hægt að sjá, að morðin séu framin í neinum ákveðnum tilgangi, nema þá ef væri, að morðinginn þyrfti að losa sig við peninga undan eignakönnun eða skattheimtu, því jafnan legg ur hann umslag með nokkurri fjárupphæð hjá líkinu. Sýnist þó sú skýring langsótt og hæpin. Foringi Scotland Yard manna er trúlofaður ungri og geðslegri stúlku, sem vinnur að því að skrifa sakamálasögur og hefur þegar gefið nokkrar slíkar út, sem náð hafa vinsældum. Hún fær áhuga á þessum morðmál- um vegna atvinnu sinnar og vill fá að taka þátt í að reyna að uPPgötva hver morðinginn er. Elskhugi hennar tekur því i fjarri, en fyrir þrábeiðni hennar fyrstu fjarri, en fyrir þrábeina hennar lætur hann þó undan að lokum. Og svo fer að lokum, að hún á drjúgan þátt í því ásamt öðru góðu fólkið, að leiða morð- ingjann fram í dagsljósið. Þetta er feiknaspennandi mynd en ég mundi ekki telja hana henta öllu fólki, þótt fullvaxið sé svo hrollvekjandi eru sumar sen ur hennar. Eins og í góðum leyni lögreglumyndum þá er endirinn mjög óvæntur, allra sízt hefði mann grunað, að þessi væri morð inginn. Ég hygg það væri að mörgu leyti góð verkstilhögun fyrir þá sem sækja kvikmyndasýningar í Hafnarfirði að staðaldri og I láta sér ekki allt fyrir brjóst brenna, að sjá þessa mynd fyrst og bregða sér síðan á tékkneska | köttinn í Hafnarfjarðarbíói til | afslöppunar. En komi þeir því ekki við að sjá báðar þessar myndir, þá mæli ég fremur með 1 kettinum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.