Morgunblaðið - 05.10.1966, Síða 18

Morgunblaðið - 05.10.1966, Síða 18
18 M O R G ll n 1 Anio ■?vr;*T,;Vurla;Erur 5 október 1966 Mínar innilegustu þakkir íæri eg öiium þeim sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á sjötugsafmæli mínu. EHn Jónsdottir, Eskifirði. Hjartanlega þakka ég öllum er mmntust mír> á 75 ára afmæli mínu. — Guð blessi ykkur. Carl Rydén. Ég þakka af hjarta öllum, bæði sóknarfólki og öðrum, sem sýndu mér vinsemd og hlýbug á sextugs afmæli mínu þann 8. sept síðastliðinn. Garðar Svavarsson. Beztu þakkir til vina og vandamanna nær og fjær, sem sýndu mér heiður og góðvild á 75 ára afmæli mínu, með gjöfum, blómum. heiliaskeytum og heimsóknum. Oddný Stefánsson Tómasarhaga 53. Vegna jarðarfarar Eggerts Krístjánssonar stórkaupmanns verða skrif- stofur vorar lokaðar í dag frá kl. li,—i e.h. Innflytjendasambaiidið Lokað vegna jarðarfarar frá kl. 1—4. Miðstöðin hf. t, Hjartkær faðir okkar EINAR BOGASON frá Hringsdal. andaðist þann 4. þessa mánaðar. Börnin. Eiginmaður minn ÓLAFUR l FJELDSTFD andaðist 3. okt. að heimili sínu Kársnesbraut 96. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna. Sæmunda J. Fjeldsted. Útför mannsins mins og föður FRIÐRIKS TEITSSONAR vélsmíðameistara, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. október kL 10,30 f.h. Athöfninni verður útvarpað. Blóm vinsamlega afbeðin. Karítas Bergsdóttir, Laufey Friðriksdóttir. I>ökkum innilega sýndan vinarhug við útför vin- konu okkar GUÐLAUGAR SIGURÐARDÓTTUR Láretta Tryggvadóttir, Jóhannes Oddsson. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför IIALLGRÍMS STEFÁNS GUÐMUNDSSONAR frá Grafargildi. Jóna G. Reinharðardóttir, börn. tengdabörn og barnaböm. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda san-úð og vináttu við andlát og útför fóstursystur minnar, GUÐRÚNAR RYDELSBORG Klapparstíg 25. Einnig vil ég b• ' ’ a sérstaklega þessum elskulegu hjónum Kristni Gv . r>i og konu hans fyrir sérstaka framkomu og umhu .sua í hennar garð. Guðrún Camp Crosiaer. Jóhanna Jónsdóttir Ásgeirsson - Minning SUNNUDAGINN 25. september lézt frú Jóhanna Ásgeirsson í Boston USA. Frú Jóhanna var fædd í janúar 1897 í Reykjavík, dóttir hjónanna Jóns Kristjáns- .sonar og Oddnýar Erlingsdóttur. Jón Kristjánsson faðir frú Jó- hönnu var Árnesingur að ætt, sonur Kristjáns Jónssonar, bónda í Hólmabúðum og Garðhúsum í Vogum, Ólafssonar formanns í Þorlákshöfn. Jón Ólafsson lang- afi frú Jóhönnu réði 46 vertíðir, sem formaður í Þorlákshöfn. Kona kristjáns i Hólmabúðum, amma frú Jóhönnu var Jóhanna Bjarnadóttir frá Hókoti í Njarð- víkum, Péturssonar á Galtastöð- um í Flóa, Grímssonar, I móðurætt var frú Jóhanna af bændaættum í uppsveitum Borgarf jarðar. Oddný móðir hennar var, sem fyrr greinir Erlingsdóttir, frá Kirkjubóli í Hvítársíðu, Árnasonar á Bjarna- stöðum Þórðarsonar. Erlingur var föðurbróðir hins kunna verk- fræðings og uppfinningamanns, Hjartar Þórðarsonar Chicago. Kona Erlings var Þórunn Magnús dóttir frá Fljótstungu í Hvítár- síðu. Eru þetta stórar og kunnar ættir í Borgarfirði. Frú Jóhanna ólst upp hjá for- eldrum sínum í Reykjavík í hópi 8 systkina. Fyrst að Laugalandi í Laugardal í nokkur ár, en lengst bjuggu þau Jón og Oddny inni í bænum. Fjögur þeirra systkina eru nú látin Kristján, vélstjóri (1893-1920) ókv. Þór- unn (1895-1961) var gift Jóni Alexanderssyni og Sigurlaug (1907-1957), Sigurlaug bjó einnig í Boston, gift Þorsteini Þórðar- syni sjómanni þar. Á lífi eru Erlingur, Sigriður, Guðrún og Jon Oddgeir. Öll gift í Reykjavík Árið 1927 giftist frú Jóhanna eftirlifandi manni sínum Kor- máki sjómanni í Boston, Ásgeirs syni Eyþórssonar kaupmanns í Kóranesi í Straumfirði, síðar í Reykjavík. Er Kormákur bróðir forseta íslands. Þau Jóhanna voru heitbundin, er Kormákur sigldi vestur um haf og hugðist upphaflega stunda flugnám, en varð frá að hverfa vegna sjóndepru. Jóhanna flutt- ist síðan vestur og þar giftu þau sig. Bjuggu þau fyrst í New York en fluttu síðan til Boston. Um þetta leyti var mikið um ferðir íslendinga til Ameríku. Gott ár- ferði var er þau settust að vestan hafs, en heimskreppan mikla skall yfir 1929. Þeim reiddi þó vel af. Jóhanna var lærð hatta- dama frá Hattabúð Reykjavíkur, en þar hafði hún unnið í 10 ár. Vann Jóhanna við saumaskap vestra fyrstu árin, en eftir að einkabarn þeirra hjóna, Ásgeir, fæddist 1933 helgaði hún heim- ilinu allan starfstíma sinn. Ásgeir sonur þeirra er efnaverkfræðiug ur í Boston og er kvæntur Ninu Thornton. Heimili þeirra Kormáks og Jó- hönnu var óvenju fagurt. Lengst af bjuggu þau í Birghton þar sem þau áttu tvílyft hús í glæsi- legu hverfi. Reglusemi og ráð- deild sat í öndvegi. Var.þar oft gestkvæmt. Sá sem þessar línur ritar eyddi jólaleyfi hjá þeim hjónum árið 1960, og mun ávalt minnast þeirra stunda af þakk- læti. Þótt frú Jóhanna og Kormákur kæmu til íslands á þeim 39 ár- um, sem liðin eru síðar, voru þau ávalt í góðu sambandi við ættingja og vini á siandi. Þótt þau hefðu ást á nýja föðurlandi sínu, var allt íslenzkt þeim kært, Á stríðsárunum, þegar troðnar námsleiðir íslendinga lokuðust um hríð, flykktust íslenzkir stúd entar vestur um haf. Buston einn stærsti háskólabær Banda- ríkjanna. Þar stunduðu margir íslendingar nám og gera enn. Sérstaklega þó í læknisfræði og verkfræði, en í Boston er einn frægasti verkfræðiskóli i heimi MIT. Voru íslenzkir námsmenn auðfúsugestir á heimili þeirra og munu margir mínnast gestrisni frú Jóhönnu og Kormaks. írú Jóhanna lét Sér einnig mjóg annt um sjúka íslendinga, sem Jeit.uðu sér lækninga á hinum fi ægu sjúkrahúsum í Boston. Oft var þetta fólk mállaust í ókunnu landi. Jóhanna heimsótti það, túlkaði fyrir það og veitti því margvíslega aðstoð. Hefur kona mín, sem dvaldist hjá þeim hjón um í 3 ár, sagt mér frá þessum líknarstörfum frú Jóhönnu. Til dæmis lá fátæk Reykjavíkur stúlka mánuðum saman í sjúk-a húsí í Boston, én stúlkan var með ólæknandi sjúkdóm. Jóhanna heimsótti stúlku þessa tvisv-ir í viku mánuð eftir mánuð. Fserð: henni gjafir, talaði við hana ug hughreysti. Alla tíð hélt hún óven)ulegri tryggð við fjölskyldu sína. Hún var óþreytandi að skrifa !>réf, systkinum sínum og börnum þeirra. Hún var ákaflega Vireiii- skilin manneskja og stundum sveið undan ádrepum. Hún hvatti og eggjaði unglingana til dáða og á tímum langferða auðnaðist henni að sjá marga þá ættingja sína er leið áttu um Bandaríkin. Bræður hennar, Erlingur og Jón Oddgeir, dvöldu á heimili hennar og hafði sá síðarnefndi einmitt verið þar í heimsókn ekki löngu fyrir andlát hennar. Frú Jóhanna gekk ekki heil til skógar síðustu árin. Mun henni hafa verið ljóst að hverju dró. Hjartasjúkdómur varð henni að bana. Þó lýsa viðbrögð hennar við veikindunum henni kanske bezt. Hún sagði ekki einu sinni nánustu ættingjum frá veikind- um sínum, heldur stóðu þeir í þeirri trú að ekkert væri að. Því kom andlát hennar öllum á óvart hér. Nokkru eftir að frú Jóhanna settist að í Bandaríkjunum flutt- ist Sigurlaug systir hennar til hennar. Bjó hún á heimili hennar þar til hún giftist manni sínum j Þorsteini Þórðarsyni. Þær syst- i ur voru ákaflega samrýmdar. Sigurlaug var barnlaus og Ivaidi oftast á heimili Jóhönnu, þegar maður hennar var á sjónum. Einnig var mikill samgangur milli heimila íslendinga í Boslon. Þar býr Árni Ásgeirsson, bróöir Kormáks og á glæsilega fjöl- skyldu. íslendingar í Boston eru marg- ir. Og þeir eru í miklu áliti, sem sjómenn. Þeir sófnuðust þangað vegna togaraflotans, sem geröur er þar út. Þetta fólk hefur brot- izt til manns og börn þess verða langlíf í landinu. Á því er ekki vafi, að íslendingar í Boston sakna þessarar dugmiklu, kiark- góðu konu, þegar hún nú ’ierur kvatt og heima á Islandi er þung- ur harmur kveðinn hjá sysóön- um og ekki sízt hjá unga folk- mu, sem lærði að elska hana og virða. Ameríkubréfin koma ekki lengur með hressandi anda og umbúðalausum skoðunum. En stærstur er þó harmur þeirra feðga Kormáks og Ásgeirs. As- geir er nýkvæntur og býr I Boston með brúði sinni, en Kor- mákur er nú einn eftir á heimili. Við hér sendum þeim samúðar- kveðjur og biðjum drottin . að styðja þá í harmi. Jónas Guðmundsson, stýrimaður. Vegna jaröarfarar Eggerts Kristjánssonar stórkaupmanns verða skrifstofur vorar lokaðar í dag frá kl. 12 — 3,30. HF. Ölgerðin Egill Skallagrímsson Laugavegi 172. Vegna jarðarfarar Eggerts Kristjánssonar, stórkaupmanns, verða skrifstofur vorar lokaðar kl. 13—15 i dag. * Verzlunarráð Islands Lokað í dag kl. 1—4 vegna jarðarfarar. Vegna jarðarfarar EGGERTS KRISTJÁNSSONAR stórkaupmanns vcrður skrifstofa okkar lokuð í dag. Desa hf. Garðastræti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.