Morgunblaðið - 13.10.1966, Page 3
i’immtudagm’ 13. oKt. íaeo
IRUKb UH 0 L AUIt/
O
Ásgrímssýning opnuö í Kaup-
mannahöfn á laugardag
Sýning á verkum Júlíönu Sveinsdóttur
hlýtur mjög lofsamlega dóma
Kaupmannahöfn, 12. október.
Einkaskeyti til MBL.
LISTAFÉLAGIÐ (Kunstforen-
ingen) í Kaupmannahöfn opnar
n.k. laugardag hinn 15. okt. minn
ingarsýningu um Ásgrím Jóns-
son. Á sýningunni verða sýndar
25 olíumálverk, 40 vatnslita-
myndir og 19 teikningar, en mesti
hluti þessara mynda er í eigu Ás-
gríms-safnsins í Reykjavík.
Nokkrar þeirra eru þó frá
Listasafni íslands.
Sýningin verður opnuð á laug-
ardaginn og stendur til sunnu-
dags 6. nóvembers. Gunnar Thor
oddsen verður viðstaddur opnun
sýningarinnar.
Annars íslenzks listamanns er
minnzt hér um þessar mundir í
Kaupmannahöfn. Það er Júliana
Sveinsdóttir, en minningarsýning
um hana er einn mikilvægasti
hluti árlegrar sýningar listasam-
bandsins hér í Kaupmannahöfn.
Samtímis þessari sýningu eru
sýnd bæði í Árósum og á öðrum
stað í Kaupmannahöfn frá 8—16.
okt. annars vegar, og frá 22.—30.
Kristilegt dagblad, Erk Clemm-
sen, skrifar m.a. „Bæði í vefnaði
og olíumálverkum tekst þessari
dansk-íslenzku listakonu að kalla
fram á skáldlegan hátt íslenzk-
an litaheim, þannig að enda þótt
maði § l'Áfi aldrei komið til
sögueyj arinnar fær maður ó-
gleymanlega innsýn í hreyfingar
litanna þar allt frá hinum dýpsta
j næstum svartbláa lit til hans
skærasta ljósbláa litar, og frá
hinum blíða hlýlega græna til
hins gullna.
Minningarsýning Júliönu sýn-
ir bæði formlegar andlitsmyndir,
þar sem það er næstum þannig,
að maður sér persónuleika manns
ins í gegnum óskyggða rúðu,
sem máir alla þýðingarlausa smá
muni, en lýsir persónuleika við-
komandi í heild þeim mun betur.
Þar næst eru myndir af hinu
Ásgrímur Jónsson.
víðáttumikla og þögla- landslagi
með fjöllum og ám. Náttúru, sem
hvílist í sjálfri sér, stórbrotin og
óbifandi".
Geta má þess, að skáldsagan
„Húsið“ eftir Guðmund Daníels-
son hefur verið gefin út af bóka
forlaginu „Fremad“ og er hún
í þýðingu Erik Sönderholms,
fyrrverandi lektors í dönsku við
Háskóla íslands.
Rytgárd.
Júlíana Sveinsdóttir.
okt. hins vegar, ofin listaverk
eftir Júlíönu.
Hinn kunni listgagnrýnandi
Ein aðalstofnun
fyrir fávita
Stjórnarfrv. um fdvitastofnanir
Góð síldveiði s.l. sólarhringa;
Löndunarstöövarnar
allar næstum fullar
GOTT veður var á síldarmiðun-
um í gær, og voru flestir bát-
anna að veiðum í Norðfjarðar-
og Reyðarfjarðardýpi. Höfðu
nokkrir bátar tilkynnt síldarleit-
inni á Dalatanga um góða veiði
snemma í gærkveldi.
Á Seyðisfirði eru næstum all-
ar þrær fullar, og var í gær unn-
ið að hreinsun og endurskipu-
lagningu á plönum ríkisverk-
smiðjanna. Söltunarstöðin Haf-
sild var að fyllast í gærkvöldi.
Á Reyðarfirði var einnig allt
fullt í gærkvöldi, og ekki búizt
við að stöðvarnar þar geti tekið
við meira en 100 tonnum í dag.
Allar þrær á Vopnafirði eru full-
ar og verða sennilega hlaðnar í
dag. Enn er rými fyrir um 600
tonn á Raufarhöfn, og fyllist það
trúlega einnig í dag.
Um það bil 140 mílna sigling
er frá miðunum á þær hafnir
sem enn geta tekið við síld. Á
Skagaströnd var í gærkvöldi
tekið á móti fyrstu sild, sem þar
hefur borizt á land síðan 1962.
Síldarflutningaskipið Haförn-
inn er á miðunum og vantaði í
gærkvöldi 800 tonn til að ná full-
fermi.
f fyrrinótt tilkynntu 56 skip
um afla, alls 6.587 lestir. Skiptist
afli bátanna þannig;
Náttfari ÞH 80
Guðbjörg IS 100
Garðar GK 120
Jörundur II, RE 240
Heimir SU 100
Pétur Sigurðsson RE 170
Sigurður Bjarnason EA 100
Helgi Flóventsson ÞH 110
Lómur KE 130
Þorlákur ÁR 70
Gunnar SU 75
Arnfirðingur RE 140
Dagfari ÞH 150
Sólrún ÍS 145
Ásþór RE 150
Guðmundur Péturs ÍS 120
Sæþór ÓF 120
Guðbjörg GK 40
Gullver NS 120
Fákur GK 90
Björgvin EA 110
Fagriklettur GK 70
Sveinbjörn Jakobsson SH 80
Eldborg GK 90
Oddgeir ÞH 110
Hugrún ÍS 160
Ásbjörn RE 130
Ögri RE 120
Huginn II VE 220
Ólafur Magnússon EA 180
Guðjón Sig. VE 75
Framnes ÍS 70
Freyfaxi KE 80
Örn RE 240
FRAM er komið á Alþingi stjórn
arfrumvarp um fávitastofnanir,
þar sem gert er ráð fyrir einu
ríkisreknu hæli, aðalfávitahæli
ríkisins, sem skal, vera í senn
hjúkrunarhæli, uppeldis- og
kennsluliæli, og vinnuhæli. Við
hæli þetta er ætlað að reka skóla
til að sérmennta fólk til fávita-
gæzlu. Samkvæmt frumvarpinu
er heimilt að koma upp útibúum
frá aðalhælinu, sem gegni til-
teknu hlutverki hvert um sig.
Þá er gert ráð fyrir að veita megi
bæjar- og sveitarfélögum svo og
einkaaðilum leyfi til að reka fá-
vitahæli og dagvistarheimili fyr-
ir fávita. Frumvarp þetta er
samið af nefnd, sem heilbrigðis-
málaráðherra skipaði í nóv. 1965.
Við samningu frumvarpsins var
höfð hliðsjón af greinargerð
dansks sérfræðings, sem hingað
kom 1962 og kynnti sér ástand
þessara mála hér á landi.
Nú eru starfandi hér á landi
fjórar stofnanir fyrir fávita,
Kópavogshæli með 111 rúm og
15 rúm í smíðum, Skálatún með
15 rúm og 30 í smíðum, Sólheim-
ar með 40 rúm og Tjaldanes með
10 rúm. Styrktarfélag vangef-
inna rekur dagheimili fyrir van-
gefin börn að Lyngási í Reykja-
vík.
Talið er, að um 1% manna
verði að teljast andlega van-
þroska, um 2 af hverju þúsundi
eru taldir þarfnast hælisvistar og
aðrir 2 af hverju þúsundi ein-
hverrar félagslegrar aðstoðar.
Samkvæmt þéssu er álitið að hér
á landi þurfi að vera hæli fyrir
allt áð 400 manns og auka þurfi
við 7—8 rúmum á ári til þess að
halda í við fólksfjölgun.
Reynsla undanfarinna áratuga
er talin hafa leitt í ljós, að þroska
möguleikar fávitá séu mun
meiri en áður var álitið, ef þeir
fá viðeigandi þjálfun og uppeldi.
í greinargerð frumvarpsins er
látin í ljós sú skoðun, að fávita-
heimilið í Kópavogi sé góður vís-
ir að aðalstofnun á þessu sviði og
beri að leggja megináherzlu á
það fyrst í stað, að stækka þessa
stofnun, svo áð hún geti gegnt
því hlutverki, sem aðalstofnun á
að gera.
Vísitala fram-
færslukosntað-
ar óbreytt
KAUPGJALDSNEFND hefur
reiknað vísitölu framfærslukostn
aðar í októberbyrjun 1966 og
reyndist hún vera 198 stig eða
hin sama og í septemberbyrjun.
Það skal tekið fram, að verð-
hækkun sú á búvörum, er átti
sér stað við ársverðlagningu
þeirra í síðastliðnum mánuði, var
greidd niður með fjárframlögum
úr ríkissjóði. Var á þennan hátt
komið í veg fyrir 3.7 stiga hækk-
un á vísitölunni 1. okt. 1966.
Haínarfjörðnr
LANDSMÁT.AFELAGIÐ Fram í
Hafnarfirði heldur fund í Sjálf-
stæðishúsinu í kvöld kl. 8.30. Til
umræðu veiða bæjarmál Hafn-
arfjarðar og framsögumenn
verða bæiarfulltrúar flokksins.
Allt Sjálfstæðisfoik er velkomið
á fundinn.
Jón Þórðarson BA
Krossanes SU
Árni Magnússon GK
Bjartur NK
Fróðaklettur GK
Keflvíkingur KE
Sig. Jónsson SU
Gullberg NS
Barði NK
Sólfari AK
Sigurborg SI
Haraldur AK
Akurey RE
Guðrún Þorkelsd. SU
Hannes Hafstein EA
Helga Björg HU
Auðunn GK
Bjarmi II EA
Arnar RE
Arnkell SH
Runólfur SH
Sigurfari AK
80
195
72
110
110
150
80
100
100
70
85
180
90
160
200
100
150
170
100
40
30
100
FYRIR nokkrum dögum átti
Fréttamaður Morgunblaðsins
leið um Rauðasand í Barða-
strandasýslu. Var þá þessi
mynd tekin af nýbyggðri brú
yfir Suður-Fossá á Rauða-
sandi. Brúin er 20 metra löng
og kostar um 800 þúsund
krónur. Er af henni mikil
samgöngubót fyrir byggðar-
lagið, en þó sérstaklega fyrir
bæinn Melanes, sem stendur
sunnanverðu við ána. Maðuv-
inn sem stendur við brúar-
sporðinn er Hafsteinn Davíðs-
son, rafveitústjóri á Patreks-
firði. Þegar myndin var tek-
in var ekki lokið við að fylla
að brúnni. En það mun hafa
verið gert og hún þar með
tekin í notkun.
8 TA K S T [ 1 \ A l>
Sami grautur í sömu
skál
í þeim miklu og víðtæku um-
brotum, sem staðið hafa í hinu
svonefnda Alþýðubandalagi und
anfarin ár, og farið hafa vax-"
andi með hverjum mánuði og
jakivel hverri viku og munu vafa
laust ná hámarki á fyrirhuguð-
um fundi Alþýðubandalagsins
síð'ar í þessum mánuði, hefur
verið lögð á það sérstök áherzla
að telja fólki trú um, að Alþýðu
bandalagið sé nýtt fyrirbrigði á
vettvangi íslenzkra stjórnmála.
Það sé ekki kommúnistaflokkur
heldur eitthvað allt annað. En
þegar farið er að skyggnast ofan
i kjölinn á Alþýðubandalaginu
nú, kemur í Ijós, að þar eru enn
í lykilstöðum gömlu andlitin,
sem boðað hafa íslendingum
kommúnisma á siðustu áratug-
um. Þannig hlýtur t.d. stefnu-
skrárnefnd Alþýðubandalagsins,
sem leggja á fram drög að nýrrl
stefnuskrá þess á landsfundinum,-
að gegna mjög þýðingarmiklu
hlutverki. En hver skyldi vera
formaður þeirrar stefnuskrár-
nefndar, og þar með áhrifamest*
maður um mótun nýrrar stefnu
Alþýðubandalagsins í framtíð-
inni? Enginn annar en Lúðvík
Jósepsson, alþm., varaformaður
Sósíalistaflokksins, sem hefur
lýst því yfir í útvarpi fyrir aÞ-
þjóð, að hann hafi í engu breytt
þeim hugsjónum, sem hann tók
ástfóstri við í æsku, þegar hann
gerðist meðlimur kommúnista-
flokks íslands. Formaður stefnu-
skrárnefndar Alþýðubandalags-
ins er því yfirlýstur kommúnisti,
sem í engu hefur breytt stjórn-
málaskoðunum sínum, jafnvel
þótt hann hafi verið meðlimur í
stjórnmálasamtökum með mis-
munandi nöfnum á undangengn-
um áratugum. Hver fæst svo til
þess að trúa því að hér sé eitt-
hvað nýtt á ferðinni?
Einkennileg afstaða
Þjóðviljinn hélt því fram fyrir
nokkrum dögum að Byggingarfé-
lagið Brú hefði ekki getað greitt
starfsfólki sínu laun vegna þess,
að Reykjavíkurborg skuldaði
fyrirtæki þessu gjaldfallnar
greiðslur vegna verkefna, sem
það hefur haft með höndum á
vegum borgarinnar. Morgunblað-
ið upplýsti strax daginn eftir að
hér var farið með algjörlega
rangt mál, og að Reykjavíkur-
borg stæði í engum vanskilum
við Byggingarfélagið Brú vegna
framkvæmda þess á vegum borg
arinnar. Nú bregður svo undar-
lega við síðastliðinn þriðjudag,
að Þjóðviljinn bregst hinn reið-*
asti við yfir því að borgin skuli
ekki skulda byggingarfélaginu
neitt og þykir það greininlega
hin verstu tíðindi. Slík afstaða
er í hæsta máta furðuleg, svo
ekúi sé meira sagt. Blaðið spyr
jafnframt hvort Morgunblaðið
vilji birta yfirlýsingu frá eig-
endum Byggingarfélagsins Brú-
ar, um að fyrirtækið eigi ekkert
inni hjá Reykjavíkurborg. Það er
ekki Mbl. að hafa frumkvæði um
slíkt, en kjarni málsins er hins-
vegar sá, að Reykjavíkurborg
stendur í engum vanskilum við
fyrrnefnt byggingarfélag, yfir
stendur uppgjör á viðskiptum
þess við borginá, og hvort bygg-
ingarfélagið telur sig hafa ein-
hverjar aðrar kröfur á hendur
borginni skal Mbl. ekki segja
um, en hjá þeirri staðreynd
kemst Þjóðviljinn ekki, að um
vanskil af hálfu borgarsjóðs er
ekki að ræða gagnvart bygging-
arfélaginu, og þar af leiðandi er
það ekki ástæðan fyrir því að
það hefur ekki getað staðið i
skilum með laun starfsmanna
ainna.