Morgunblaðið - 14.10.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.10.1966, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 14 okt. 1966 Horfur á allgóðri veiði í gærkvöldi ALLSÆMILEGUR afli var hjá síldveiðibátum fyrir austan í gærkveldi, er Mbl. hafði sam- band við Dalatanga. Voru þá bátarnir að byrja að koma inn, og höfðu 20 bátar tilkynnt um afla. Voru það frá 50 tonnum og upp í 270, en það var Jörund- ur III., sem hafði tilkynnt um þann afla. Bátarnir héldu sig aðallega á Norðfjarðar- og Reyð- arfjarðardýpi, og var verður á miðunum allsæmilegt, en fór kólnandi. Aðfaranótt fimmtudags var gott veður á síldarmiðunum og reitingsveiði eins og undanfarna daga. Samtals tilkynntu 51 skip um afla, alls 6.571 tonn. Dalatangi lestir Víðir II NK 130 Gullberg NS 120 Þorbjörn II GK 100 Þórkatla II GK 150 EUiði GK 230 Bjartur NK 180 Skarðsvík SH 190 Margrét SI 253 Reykjanes GK 130 Arnarnes GK 133 Óskar Halldórsson RE 70 Sæhrímir KF 115 Sig. Jónsson SU 110 Gissur hvíti SF 60 Gísli Árni RE 260 Þorgeir GK 50 Keflvíkingur KE 70 Jón á Stapa SH 50 Guðrún Jónsdóttir IS 130 Sigurey FA 330 Þorsteinn RE 140 Björgúlfut F,A 140 i Þórður Jónasson EA 180 Faxaborg GK 40 Sunnutindur SU 80 Jón Kjartansson SU 170 Hamravík KE 140 Þrymur BA 140 Halldór Jónsson SH 100 Höfrungur III AK 150 Arnar RE 200 Gjafar VE 210 Gunnar SU 110 Brimir KE 120 I Sóley IS 125 Þráinn NK 75 Akurey SF 60 Jón Eiríksson SF 65 , ! Viðey RE 170 Grótta RE 170 Súlan EA 130 Bjarmi SA 50 Ófeigur II VE 50 Björg NK 100 Ólafur Tryggvason SF 50 Sigurvon RE 130 Engey R5 100 Dagfari ÞH 140 Sigurborg SI 125 Árni Magnússon GK 100 Loftur Baldvinsson EA 130 IMýjar Ijóðabækur eftir Jóhannes úr Kötlum og Heiðrek Guðmundsson ÚT ER komin hjá bókaútgáfunni Mál og menning ný ljóðabók eftir Jóhannes úr Kötlum. Er bókin, sem er 64 bls., gefin út í fimm hundruðum eintókum, tölusett- um og árituðum af höfundi. 1 bókinni eru 15 ljóð og segir í formála höfundar að bókinni að þau séu 30 ára gömul. Segir höfundur þar einnig, „. . . . að á kreppuárunum sælu, þegar flest- Jóhannes úr Kötlum ar hugmyndir manna um jarð- neska tilveru lentu í deiglunni — þar á meðal hin hátíðlegu trúarviðhorf uppvaxtaráranna — þá tók ég upp á því að virða fyrir mér helgisöguna um tré. smiðssoninn frá Nazaret í alþýð- legra ljósi en áður. Var þetta til þess að ég rímaði saman lítinn flokk um fáein atvik henn- ar . . . .“ Nöfn ljóðanna eru talin hér á eftir: Sálmur heiðingjans, Smalavísur, f kofanum, Ferða- langur, Við Jórdan, Heimsríkið, Atvinnubylting, Æskustöðvar, Tólf hetjur, Nardus, Kletturinn, Blóðakur, Guðlastari, Þrír kross- ar og Móðirin. Þá er komin út hjá Bókaút- gáfunni Sindur h.f á Akureyri, ljóðabók eftir Heiðrek Guð- mundsson frá Sandi. Er það fjórða ljóðabók höfundar, en eftir hann hafa áður út komið Arfur öreigans 1947, Af heiðar- brún 1950 og Vordraumur og vetrarkvíði 1958. Bók Heiðreks, Mannheimar, er 96 blaðsíður og eru í henni 45 ljóð. Fió Lands- happdrættinu Meðlimir Sjálfstæðisfélaganna og aðrir, sem fengið hafa senda miða í happdrætti Sjálfstæðis- flokksins, eru vinsamlega beðnir , að gera skil við fyrsta tækifæri. Skrifstofa happdrættisins í Sjálfstæðishúsinu er opin til kl. 7 í dag, simi 17100. Vélritunarstulka Ritstjórn Morgunblaðsins vantar góða vélritunarstúlku. — Upplýsingar gefnar á ritstjórn blaðsins kl. 10—11 f h. þessa viku. mistókst í Moskvu Vel skipulagt ástarævintyri Reynt aftur í London næsla ár Moskvu, 13. okt. (AP). PANDA birnir eru einungis til villtir í Kína, og þykir dýragörðum mikill fengur að því að fá þessi sjaldgæfu dýr. Dýragarðurinn í London á birnu, sem nefnist Chi-Chi, og dýragarðurinn í Moskvu björn, sem ber nafnið An-An. Langt er síðan samvinna tókst milli forstöðumanna þessara tveggja dýragarða um að efna til ástaræfintýris milli Chi- Chi og An-An, og leiddi sú samvinna til þess að Chi-Chi var send til Moskvu í marz s.I. Þar fékk hún sérstakt búr við hliðina á búri An-An meðan skötuhjúin voru að kynnast. Vonuðust forstöðu- menn dýragarðanna til þess að ástir tækjust með hjúun um, sem leiddu til fæðingar fyrsta panda-björnsins utan Kína. Á morgun, föstudag, verður Chi-Chi send heim til London eftir sjö mánaða dvöl í Moskvu. Hún segði Njet“. Eftir að skötuhjúin höfðu fengið að kynnast var reynt að setja Chi-Chi inn í búrið til An-An öðru hvoru síðast- liðna viku. Chi-Chi leyfði An- An stundum að bíta sig í eyrun, en ef hann ætlaði eitt- hvað að færa sig upp á skaft- ið, rak hún honum löðrung. Þýddi ekkert að hafa þau sam an í búri, svo dr. Desmond Morris, forstöðumaður spen- 1 dýradeildar dýragarðsins í i London, ákvað að fá Chi-Chi heim. En dr. Igor Sosnovsky, forstjóri dýragarðsins í Moskvu, sagði aðeins: „Skyldu allar enskar konur vera jafn kaldlyndar og Chi-Chi.“ Talsmenn dýragarðsins í London segja, að reynt verði að fá An-An í heimsókn þangað næsta vor í von um að þá takist betur til. Þótt Chi-Chi hafi neitað að hjálpa til við fjölgun panda-stofnsins verður ekkert til sparað við heimflutning hennar frekar en þegar hún var send til Moskvu hinn 11. marz s.l. Fer hún með einkaflugvél, og hefur allt fyrsta farrýmið fyrir sig. Velrarstar>semi Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavíkur mun í vetur reka víðtækt tóm- stunda- og félagsstarf fyrir æsku fólk borgarirnai. Að Fríkirkjuvegi 11 mun verða „Opið hús“ fyrir unglinga 15 ára og eld'-i. fjögur kvöld í viku, þ.e. þriðjud., fóstud., laugard. og sunnudaga. í sambandi við opið hús verð- ur efnt til ýmiss konar skemmt- ana, sýninga og dansleikja. Á þriðiudagskvöldum verða kvikmyncasýmngar, kvöldvökur eða leiksýningar. Á föstudagskvöldum verða dansieikir, og einnig á sunnu- dögum kl. 4—7 e.h. Ýmiss féióg og klúbbar munu einnig staifa að Fríkirkjuvegi 11 og í Golfskálanum í samvinnu við Æskuiýðsráð. Námskeið í nobkrum greinum tómstundaiðju verða haldin að Fríkirkjuvegi 11, og að gefnu I smnu MUI Nýju Delhi, 13. okt. — NTB VERSTU þurrkar sögu \ ar hafa gengið yfir héraðið Utt- ar Pradesh í Norður Indlandi að undaníörnu. Er þetta ann að árið í röð sem staðvinda- regnið hefur brugðizt, og er óttast að úrkomuleysið eyði- leggi algjörlega vetrarupp- skeruna í liéraðinu. Þarna búa um 60 milljónir manna við matarskort tilefni er rétt að benda á það, að námskeiðin eru fyrir ungt fólk frá 14 ára og allt að 25 ára aldri. Sjóvinnunámskeið fyrir pilta verða haldin að Lindargötu 50 að venju, og hefjast þau í lok þessa mánaðar. í gagnfræðaskólum borgarinn- ar mun Æskulýðsráð í samvinnu við skólana standa fyrir ýmiss konar félags- og tómstundastarfi, sem kynnt mun verða í skólun- um hverjum fyrir sig. Allar nánari upplýsingar gefur skrifstofa Æskulýðsráðs, opin virka daga kl. 2—8 sími 15937. Honsen ú Bc?t,r inni í sjúkia- húsi ú Möltn HENRY Hansen, barþjónn á Hótel Borg veiktist hastarlega um borð í Baltica á leið til Suð- urlanda, en hann og kona hans voru með í för KARLAKÓRS BEYKJAVÍKUR. Var hann lagður inn á spítala á eyjunni Malta. Þegar sonur Hansens fékk skeyti um þetta, fór hann suður til Malta, til að aðstoða móður sína þar. Ekki fylgdi fréttinni hvað Hansen hefði orðið, en hann hefur áður fengið blóðtappa. hér á landi í gær. A Norður og Austurlandi var dálítil rigning en þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Hiti var 3-5 stig fyrir norð an en Sunnanlands hafði sums staðar verið næturfrost en síðdegis var þar 6-8 st. hiti Breytingar á veðurkortinu voru hægfara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.