Morgunblaðið - 14.10.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.10.1966, Blaðsíða 14
14 MORCU N BLAÐID Fostudagm 14 okt. 1966 Glugginn snýr ut að heimshafinu EFTXRFARANDI viðtal birt- ist í „Kristeligt Dagblad“ 30. júlí sl. sumar, þar sem Paul P.M. Pedersen ræðir við fær- eyzka prófessorinn Chr. Matras, sem hefur kennt færeyska tungu og bókmenntir við Kaup- mannahafnarháskóla um 30 ára skeið. Matras er nú í orlofi og hefur setzt að í Færeyjum, þar sem hann er eini prófessorinn við hina nýstofnuðu akademíu í Thorshavn. Matras hefur reist sér hús í fjallshlíðinni NNV frá Thorshavn á milli skáldanna William Heinesen og Heðin Brus, og fyrir framan húsið er verið að ganga frá garði. Þess má geta, að Paul P.M. Pedersen er staddur hér á landi í heimsókn. — Hversvegna ákváðuð þér mannahafnar? — Þegar maður er jafn rót- fastur og ég og konan mín eru, kemur að þeim tíma, er maður vill snúa heim. Ég hef ekki yfirgefið Kaupmannahöfn, held ur aðeins komið hingað til að fylgjast með og taka þátt í brautryðjendastarfi og það veit ir mér mikla gleði. Okkur hef- ur liðið vel í Kaupmannahöfn og ég á bjartar endurminningar um samstarfið við Kaupmanna- hafnarháskóla. Fyrstu árin bjuggum við á Amager, en síð an á horninu á Vestbrogade og Pileallé, þar sem áður bjó klerkurinn frægi, Oskar Geis- mar, þar bjó einnig teiknarinn Axel Nygaard. Söndermarken var einnig stór þáttur í daglegu lífi okkar hjónanna og við átt- Þannig er útsýnið frá heimili Chr. MaUas. um sumarbústað í Troldskógi M. Pedersen ræðir við færeyska prófessorinn Chr. lifiafras að reisa húsið á þessum stað? ^ P. — Þannig var mál með vexti, að Heðin Bru vildi selja lóðina, og ég og konan mín urðum svo hrifin af útsýninu að við ákváð- um að kaupa. Hér fyrir neð- an okkur blasir Torshavn við í allri sinni dýrð, við sjáum yfir höfnina og beint út á N-Atlants hafið. — Og utan við höfnina ligg- ur Nolsöy eins og voldugur varnargarður? — Já, segir frú Matras, sem einnig er færeysk, sjáið þér ekki að hún líkist sofandi risa- sel. Ef maður horfir á hana úr annari átt, virðist, sem hún hafi flutt sig. Já, við höfum mikið yndi af útsýninu, og á vinstri hönd blasa fjöllin á norðureyjunum við. Ég lít út um gluggan til norð urs og sé fjall við fjall rísa fagurt og tignarlegt alveg út við hafsauga að því er virðist. — Ég sný mér nú að prófes- sornum og spyr hann. Hvað er færeyska akademían? Vilja Færeyingar eignast sinn eigin háskóla? — Það er of snemmt að segja til um það, en þetta er allt í áttina. Akademía Færeyja er eins og nafnið bendir til vísinda stofnun. Hér verða haldnir fyr- irlestrar um færeyska tungu og bókmenntir. Einnig um menningarsögu, og þar verður fjallað um rannsóknir á siðvenj um þjóðarinnar þ.e.a.s. lifnaðar háttum, búsýslu, húsa- og bátasmíðum, störfum og tóm- stundaiðkunum um aldaraðir. — Hvaðan koma nemendurn- ir? — Þeir eru bæði færeyskir og erlendir. Erlendir stúdentar hafa iðulega lagt leið sína til Færeyja, og það er einnig ein- læg von okkar að erlendir fræðimenn muni heimsækja okkur sem oftast, bæði til að stunda sín fræðistörf og miðla okkur af fróðleik sínum með fyrirlestrahaldi. Okkur er það mikil ánægja að hafa komið á góðu sambandi við norræna og brezka fræðimenn, og vonumst sérstaklega til að fá heimsóknir íslenzkra fræðimanna. — Áttuð þér frumkvæðið að stofnun Akademíu Færeyja? — Nei. Það ber að þakka fórnfúsu og óþreytandi starfi landlæknis okkar, dr. med. Debes Joensen og ríkisjarð- fræðingnum Johannes Rassmus sen. Ég hef að sjálfsögðu fylgzt með framvindu mála af lífi og sál, og ég er mjög glaður yfir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í uppbyggingarstarf- inu. — Saknið þér ekki Kaup- við Rörvig. Ég vil einnig geta þess, að dönsk yfirvöld sýndu starfi mínu hér í Thorshavn mikinn velvilja og skilning. Chr. Matrs varð stúdent frá menntaskólanum í Sorö árið 1920 og ég spyr hann, hvernig það hafi verið fyrir dreng úr nyrztu byggð Færeyja, að koma þangað. — Viðbrigðin voru ekki nærri eins mikil, eins og við hefði mátt búast. Hinir miklu skógar höfðu sín áhrif, en þó fannst mér ekki lengra heim, en þeg- ar ég gekk í gagnfræðaskóla í Thorshavn. Það var þá, er ég tók stóra stökkið að heiman. Ferðin til Thorshavn gat tekið allt að viku. Fyrst með báti og síðan eftir ganga yfir fjall, aft- ur bátsferð og önnur fjallganga. Allt var komið undir veðri, og það gátu liðið margir dagar, sem sjóleiðin var ófær. — Hvernig var að alast upp á Viderö í byrjun aldarinnar? — Það var gott, segir Matras af sannfæringu. Lífið var í föstum og trausturn skorðum. Hrikalegt landslagið markaði sín spor snemma, en því hef ég áður skýrt fr áþví í einu af bindunum í ritsafninu „Dönsk heimili um aldamótin". Náttúr- an var hættuleg og ógnvænleg, bæði fjöllin og hafið. Ég var kornungur þegar ég fyrst komst í kynni við hæð og dýpi. klettaveggi og hafið og óveðrin, sem ýfðu Norðursjóinn. Mann- skepnan varð svo óendanlega smá samborið við voldug nátt- úruöflin. En það má ekki gleyma logninu, kyrrðinni, birt unni, grasinu og blómunum. Það var sjaldan logn og þá í stuttan tíma hverju sinni, og þess vegna mótaðist það djúpt í meðvitundina. Andstæðan milli hamfara náttúrunnar og kyrðarinnar hafði varanleg á- hrif á mig, og í öll þau ár, sem ég hef dvalizt fjarri heimili mínu hafa þau áhrif geymst í huga mér. — Hvað var það, sem gerði yður að ljóðskáldi? — Það, sem ég nú hef skýrt frá, hefur ekki hvað sízt átt sinn þátt í því, að ég fór að yrkja Ijóð. Hafið var okkur ekki aðeins gjöfull og vingjarn- legur vinnustaður, sem veitti okkur lífsviðurværið, það var einnig fjandsamleg ófreskja, sem tók mörg mannslíf. Þess í milli var lognkyrrðin, er blár himininn hvelfdíst yfir lyngt hafið. Færeysk börn komast betur í snertingu við rúmið, sem umlykur okkur, en dönsk borgarbörn. — Hve mörg Ijóðasöfn hafið þér sent frá yður? — Þrjú. Hið fyrsta kom út árið 1926. Þegar ég varð 65 ára gamall í desember sl. ár, gaf Varðinsbókaforlagið hér út út heildarútgáfa af kvæðasafni mínu, vegna þess, að þá höfðu ljóðabækur mínar verið upp- seldar um langan tíma. Ég hef einnig þýtt töluvert af ljóðum af dönsku, m.a. nokkra sálma eftir Kmgo, sem hafa verið tekn Prófessor Chr. Matras ir upp í færeysku sálmabókina, ljóð eftir Jeppe Aakjær, Jens Vejmand og heilt bindi af ljóð- um eftir Robert Burns, þ.á.m. ljóðið um gamla vináttu, sem Jeppe Aakjær hefur þýtt svc frábærlega yfir á józku. — Hafið þér heimsótt æsku- stöðvarnar, síðan þér komuð til Færeyja? — Ekki enn. Við fluttumst ekki inn í húsið okkar, fyrr en um síðustu jól, og það hefur verið mikið að starfa í sam- bandi við Akademíuna. Svo var hér vikuráðstefna norrænna og brezkra fræðimanna. Þegar sumri fer að halla förum við þangað. — Haldið þér að takast megi að fá erlenda fræðimenn til að koma hingað til starfa og fyrirlestrahalds? — Það er enginn vafi á því. Slíkar heimsóknir hafa verið tíðar undanfarin ár, og nú, þeg- ar Akademían er orðin að veru- leika, batnar aðstaðan til mik- illa muna. M.a. gætu íslenzkir málamenn, bókmenntafrömuðir og þjóðminjafræðingar kennt okkur eitt og annað, sem að gagni mætti koma, og við gæt- um eins sagt þeim sitt af hverju. Við, sem störfum að þessum málum fyr irFæreyjar höfum sótt mikla uppörvun til Islands og ég á marga góða per- sóriulega vini á íslandi. Við höfum einnig mjög góð sam- bönd við danskar, norskar og sænskar menntastofnanir, og nýlega fengum við mikla boka- gjöf frá Noregi. Áður höfum við fengið fagra bókagjöf frá Svíum, og íslendingar hafa iðu lega sent okkur dýrmætar bæk- ur. Landsbókasafnshúsið hér hefur um árabil verið of líuð, en nú á að fara^að reisa bygg- ingu yfir vísindarit akademi- unnar. Það, sem helzt háir okk- ur er skortur á vinnuafli, en þó er allt útlit fyrir, að Aka- demíuhúsið verði tilbúið fyrir jól. — Hvernig eru samskiptin milli Færeyinga og annara þegna Danaveldis? — Þau gætu ekkj verið betri. Því má ekki gleyma, að saga Færeyja, lífsskilyrði þjóðarinn- ar og lega eyjanna mynda eins konar hlekk milli V-Noregs og íslands, en það hefur einmg mótað lunderni okkar verulega. Margir Færeyingar sækia menntun sína til Danmerkur og setjast þar að, og gagnkvæmar heimsóknir verða æ tíðari. Tími hinna miklu andstæðna er lið- inn, þær hafa í öllu falli breytzt. Fákunnáttu og mis- skilning er aldrei unnt að forð* ast, en Færeyingar hafa árt góða talsmenn meðal danskra stjórnmálamanna og yfirvaida. M.a. er ekki annað að sjá, en að meðlimir fjármálanefndannn ar hafi ánægju af að koma hing að. — Það veit ég, að þeir hafa, segi ég, því að ég tók einu sinni þátt í slíkri för. Dagskráin var erfið, en þeir kynntust bæði landinu og lifnaðarháttum fóiks ins, og þegar þeir lögðu úr höfn á heimleið, sungu þeir vin áttusöng Burns, og Færeyingarn ir á hafnarbakkanum sungu hann í færeyskri þýðingu yðar, það var ánægjuleg stund. Prófessor Matras, sem er heiðursdoktor við háskólanni í Reykjavík og Uppsölum, lítur brosandi á mig og segir eins og dálítið hikandi. „Já, það var ekki alveg til einskis, að maður hafði kjark til að þýða sönginn yfir á færeysku. Paul P. M. Pedersen. DOROTHY GRAY

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.