Morgunblaðið - 14.10.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.10.1966, Blaðsíða 21
Föstudagur 14. okt. 1968 MORGUNHLADIÐ 2! Benedikt Benediktss. — Minningarorð — Þann 15. sept. s. 1. lézt á sjúkra húsinu í Neskaupstað Benedikt Benediktsson fiskmatsmaður og fyrrverandi skipsljóri. í sam- starfi við hann á ég margs að minnast og er mér ljúft að skrifa um hann kveðjuorð, þó eð of fátækleg verði þau til að vera verðug minning um starf hans og einlæga vináttu. Benedikt Benediktsson var fæddur á Borgareyri við Mjóa- fjörð 18. apríl 1889, sonur Bene- dikts Sveinssonar útvegsbónda þar og konu hans Jóhönnu Hjálmarsdóttur. Eru ættir þeirra hjóna þekktar, merkar og vel metnar, þó að ekki kunni ég að rekja þær langt fram. Benedikt ólst upp hjá foreldr um sínum í stórum systkinahóp .og lærði þar alla algenga vinnu en þó einkum störf við útgerð og fiskveiðar. Þó gerðist hann verzlunarmaður Um skeið, en hvarf brátt aftur að sjómennsku og fiskvinnu. Hann gerðist sjó- maður á togurum á þeim árum og var einnig formaðúr á vél- 'bátum bæði á sumrum og vetr- um. En kunnastur er Benedikt þó fyrir skipstjórnarstörf sín á v/b Drífu, við flutninga að og frá Hornafirði á árunum 1921- 1925, eða þar um kring. Við þau störf vakti hann á sér mikla athygli og hlaut hann þá einn- ig viðurkenningu allra sem til þekktu fyrir alúð og þá skyldu- rækni sem hann lag"ði í þetta etarf sitt við hin erfiðustu skil- yrði. Með honum og Þórhalli Daníelssyni tókst gagnkvæmur trúnaður og er mér enn í minni orð sem Þórhallur Daníelsson sagði við þann sem þetta ritar eitt sinn á Hornafirði 1924. Þá var von á Drífu úr mjög erfiðri ferð frá Siglufirði og beið skips- ins annað verkefni og ekki um annað að gera en að búa skipið strax til ferðar á ný, en or"ð hans voru á þessa leið: Þó að ég segi við hann Benedikt: Jæja Benedikt minn nú þarf ég að biðja þig að skreppa fyrir mig til Ameríku, þá mundi ég ekki sjá honum bregða og ekki mundi hann neita mér. Þó að þessi orð hins mæta athafnamanns ein- kennist fyrst og fremst af hinni alkunnu glaðværð hans, þá tala þau einnig skýru máli um þá til- trú sem Benedikt vann sér í starfi sínu. Benedikt var margt vel gefið. Hann var karlmenni mikið og góða átti hann líkams- og sálar- hreysti, en skapgerð hans var þó það sem prýddi manninn mest. Fyrstu kynni okkar Benedikts yoru þau að við tefldum saman manntafl í tómstundum einn vet- ur. Si'ðar urðum við nánir sam- starfsmenn og góðir vinir og hefi ég ávallt notið vináttu hans og metið hana sem míkinn á- vinning. Benedikt gerðist útgerðarmað- ur að vélbát, svo sem og hlaut að verða um jafn athafnasaman mann, hér í Neskaupstað. Hann rak útgerð sína með miklum myndarbrag, fyrst í félagi við aðra en síðan einn. Hann fylgd- ist vel með útgerðarmálum og að því starfi gekk hann heill og óskiptur, svo sem öðrum vi'ð- fangsefnum. Hann hætti útgerð 1947. En þegar hann hætti útgerð sinni gerðist hann fiskmatsmaður hér í Neskaupstað og við þau störf áttum við enn á ný sam- leið. Brátt hlóðust a hann fleiri trúnaðarstörf: ferskfiskeftirlit, skipaskoðun og fleira og ölium þessum störfum gegndi hánn til dauðadags og naut í starfi sínu virðingar og trausts. Það var gott að starfa með Benedikt, en þó enn betra að eiga hann að Sendisveinn Sendisveinn óskast frá kl. 9—12 til léttra sendiferða og til aöstoðar bilstjóra við útke/roiu á vörum. CuT m. Gu^mirndssofi & Co Hafnarstræti 19. — Simi 14130. vin, en allra mest þótti mér þó vert um trúmennsku hans og skyldurækni. Benedikt var ma'ður trúaður og skoðanir hans á trúarbrögð- um voru einlægar. Hann bar virðingu fyrir trú feðra sinna og hygmyndir hans um dauðann og annað líf voru byggðar á trúar- vissu hans. Stjórnmál lét Benedikt sig nokkru skipta en var þó aldrei ákafur í stjórnmálaskoðunum. Hann hafði opið auga fyrir því broslega í stjórnmálaþrasi sam- tíðarmanna sinna og svo sem að líkum lætur með jafn vandaðan mann, var honum auðvelt að setja stjórnmálabaráttuna til hliðar við skyldustörfin. Benedikt kvæntist 26. maí 1924 Helgu Hinriksdóttur útvegsbónda á Tröllanesi í Norðfir'ði. Þeim hjónum varð ekki barna auðið en kjördóttur eiga þau, Ingu Benediktsdóttur, sem gift er Garðari Sigurðssyni, rafvirkja- meistara, Þinghólsbraut, Kópa- vogi. Frú Helgu og öllum þeim sem við fráfall Benedikts eiga á bak að sjá einlægum ástvin sendi ég beztu samúðarkveðjur. Neskaupstað. 25. sept. 1966 Níels Ingvarsson. Guðiaug Ólufsdóttir — Minningurorð — Fædd 1. nóvember 1898 Dáin 10. október 1966. Þá eik í stormi hrynur háa, hamra því beltin skýra frá; en þegar fjólan fellur bláa, fallið það enginn heyra má, en ilmur horfinn innir fyrst, urtabyggðin hvers hefur misst. Þessi orð Bjarna Thorarensens koma mér í hug við andlát vin- konu minnar Guðlaugar Ólafs- dóttur, Flókagötu 23, því að hún dreifði ilmi góðmensku sinnar kringum sig, hvar sem hún fór. Mikils mega smáfuglarnir sakna, sem hún gaf á gaddinn í vetrar- harðindunum, og flækingskett- irnir, sem áttu sér víst athvarf hjá henni, því hún mátti ekkert aumt sjá. Wkfci buxur Nv sending danskar stretchbnxur. — Siæröir: 4—16 — nýjar gerðir. R. 0. búðin SkaftahlíÖ 28. — Simi 34025. Ver^laeSkkun Seljum næstu daga barna og unglinga- bækur á stórlækkuðu verði. Haustið er lestrartími. — Notið því tæki- færið og kaupið gott lesefni a lágu verði. Verðlækkun þessi stendur aðefns í nokkra daga. Bókabúð Æskunnar Kirkjuhvoli. Mikið mega allir þeir sakna, sem hún veitti aðstoð og hjálp al góðleik hjarta síns. Er ég ein á meðal þeirra, sem hún hefur lát- ið í té ómetanlega aðstoð í lang- vinnum veikindum móður minnar um nokkurra ára skeið og alltaf af glöðum og góðum huga, og var það mér ómetan- legur styrkur í þeim erfiðleik- um. En mestur hlvtur söknuðurinn þó að vera eiginmánni hennar og dætrum. Þá munu barna- börnin ekki hvað sízt vega sakna ástkærrar ömmu, sem lét sér sérstaklega ant um þeirra hag. Eg veit fyrir víst að allir, sem einhver kynni hafa haft af Guð laugu, munu sakna hennar. því hún var sérstæður persónuleiki. sem allstaðar vildi láta gott af sér leiða. Alltaf var hún upp- örfandi og hrókur alls fagnaðar, og var því gott að vera í návist hennar. Hún hafði yndi af söng og öllu, sem fagurt var. Hún var því sannarlega velgerð manneskja og á því von á góðri heimkomu. Blessuð sé minning hennar. U. E; • LOKSSIVS Híll Á IANDI LEKTKA kertín eru alger nýjung í bílaiðnaðinum. Mynda þau stjörnuneista, sem veitir mikið betri nýtingu eldneytis, meiri vélarorku og betri gangsetningu. LEKTRA kertin endast yfir TfiOOO km. Krlstinn Guðnsssn hi. Klapparstíg 27. — Laugavegi 168. Símar 12314 — 21965 — 22675. GENERAL0ELECTRIC eru stærstu og þekktustu raftækjaverksmiðjur heims. SJALFVIRkAR Þvottavélar Taka 14 lbs. af þurrþvotti. — Sérstök karfa í vélinni fyrir allan \iðkvæioan þvott t.d. nælonfatnað, ull o. fl. Tvær hraðastillingar við þvott. — Tvær hraðastillingar á þeytivindu. ~ Þrjár hita stillingar á þvottavatni. — Tvær hitastill ingar á skolvatni. — Sjálfvivk tímastilling. Hagstætt verð. .— Greiðs'uskilmálar. ELETRIC HF. Túngötu 6. — Símí 15355. G Æ D I N T R Y G G I R GENERAL ELECTRIC

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.