Morgunblaðið - 19.10.1966, Page 2

Morgunblaðið - 19.10.1966, Page 2
2 MORGUNBUkBID 1 Miðvikudagiir 19. okt. 1966 2 þyrlur til björgunar- og heilbrigðisþjónustu Tiilaga þingmanna Sjáifstæðisfiokksins í GÆR var lögð fram á Alþingi þingsálykt anartillag frá 6 þing- mönnum Sjálfstseðisflokksins þess efnis að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því, að Landhelgisgæzl an fái hið fyrsta tvær nýjar þyrl ur og verði þær notaðar til strand gæzlu, björgunar- og heilbrigðis þjónustu við Breiðafjörð, á Vest- fjörðum og við Húnaflóa, en hin á Norðausturlandi og Austfjörð- um. Verði.stefnt að því, að þær verði jafnan staðsettar í þessum landshlutum. Flutningsmenn eru: Sigurður Bjarnason. Sigurður Ágústsson, Jónas Pétursson, Þorvaldur Garð ar Kristjánsson, Matthías Bjarna son og Jónas G. Rafnar. í greinargerð segir að þyrla Landhelgisgæzlunnar hafi reynzt mjög vel og að það sé skoðun for stöðumanna Landheigisgæzlunn- ar að þyrlur muni í framtíðinni gegna þýðingarmiklu hlutverki við strandgæzlu og björgunar- störf. Þær geti bætt úr þeim vanda, sem læknaskortur í strjálbýlum héruðum skapar. — Ennfremur ré hægt að nota þær til margvíslegra flutninga t.d. þegar snjóþyngsli hafa lokað sam gönguleiðum á landi. Skattarannsóknar- nefnd með 142 mál f FJÁRLAG ARÆÐU sinni í gær kvöld skýrði f jármálaráðherra, Magnús JónssoH frá störfum 12 slökkviliðsmenn fórust í bruna í N.Y. New York 18. okt. AP-NTB. STÓRBRUNI varð í New York í dag, og er óttast að 12 slökkviliðsmenn hafi farizt í eldinum, sem geisaði í þrem verzlunarbyggingum á Manhatt- an. Tveir fórust, er veggur féll yfir þá, en óttast er að hinir 10 hafi farizt er sprenging varð í efnageymslu í einni bygging- unni og kastaði þrýstingurinn þeim inn í eldhafið. 200 hundruð slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfinu, svo og 8 læknar og margar hjúkrun- arkonur. Slys þetta er hið mesta sem slökkvilið New Yorkborgar hef- ur orðið fyrir, síðan það var stofnað fyrir 101 ári. UM nónbilið var NA-átt um lendi, við frostmark á Kili. allt land, léttskýjað sunnan Lægðin fyrir norðaustan lands, en skýjað fyrir norðan Nýfundnaland er á austurleið og sums staðar súld á Aust- og var ekki gert ráð fyrir fjörðum. í Grímsey var verulegum áhrifum frá henni snjóél. Hiti var 2-8 stig á lág- á veður hérlendis. Sjónvarpið Miðvikudagur 19. okt. 20:00 „Frá liðinni viku“ Fréttakvikmyndir utan úr heimi, sem teknar voru í síðustu viku. 20:20 ,,Steinaldarmennirnir‘' Teiknimynd gerð af Hanna og Barbera. Þessi þáttur nefnist: „Sundlaugin". ís- lenzkan texta gerði Pétur H. Snæland. Elizabeth Arden lálin New York, 18. október AP-NTB. HIN heimsfrægi bandaríski snyrtivöruframleiðandi Elizabeth Arden lézt í sjúkrahúsi í New York í dag. Hún var 84 ára að aldri. Hún var einkaeigandi fyrirtækisins sem bar nafn henn ar og eru snyrtivöruverksmiðjur þess dreifðar um öll Bandaríkin S-Ameríku, Evrópu og mörg önnur lönd. skattarannsóknarnefndar. Sagði hann að frá því að nefndin hóf starfsemi sína hefði hún skilað til meðferðar hjá rikisskatta- nefnd alls 142 málum. Af þessum málum hefðu 84 verið rannsókn- armál, en 58 hefðu verið svoköll uð hliðarmál þeirra, m.ö.o. hefðu leitt til skattbreytinga hjá 58 að ilum, vegna upplýsinga, sem fram hefðu kornið við rannsókn hjá öðrum, og væri þá yfirleitt um launþega að ræða. Þar að auki hefði deildin svo haft til rannsóknar 31 mál, þar sem ekki hefði þótt ástæða til skattbreytinga, og nú væru til viðbótar 20 —30 rannsóknarmál er yrðu til afgreiðslu hjá ríkis- skattanefnd á næstunni. Ríkisskattanefnd hefði lokið á- kvörðun skatta í þeim 152 mál- um er fyrir hana hefðu komið og hefðu þær leitt til hækkunar tekjuskatts hjá 136 gjaldendum samtals að upphæð 9,6 millj. kr., eignaskatts hjá 43 gjaldendum, samtals 4,3 millj. kr., dráttar- vaxta af scluskatti hjá sömu gjaldendum. samtals 1,6 millj. kr. og aðstöðugialdi hjá 75 gjaldend um samtals rúmlega 1 millj. kr. Þá hefði skattsektanefnd kveð ið upp úrskurð í 80 málum og hefðu úrskurðir hennar leitt til sektarákvö’-ðunar hjá 56 gjald- endum, að heildarupphæð rúm- lega 5,3 millj. kr. í GÆRDAG varð maður fyrir vörulyftara í Tollvörugeymsl- unni, og mun hann hafa fótbrotn að. Var hann fluttur í Slysavarð stofuna og þaðan í sjúkrahús. LAUST EFTIR kl. 12 í gær varð minniháttar slys á gatna mótum Laugavegar og Lauga nesvegar. Þar var bifreið ekið eftir Laugaveginum, þegar að bar slökkviliðsbifreið með sír enu á. Beygði slökkviliðsbif- reiðin öfugu megin niður Laugarnesveg, en ökumaður- inn á hmni bifreiðinni taldi að hún ætlaði fram úr sér. Leit hann því við, en bifreiðin rann þá skáhalt nður Laugarnesveg inn vestanverðan og lenti þar á símastaur. Við það fékk mað urinn höfuðhögg, og var hann fluttur í slyzavarðstofuna. — Bifreiðin skemmdist nokkuð. Jarðskjáifti í Perú Lima, Perú, 18. október. AP - NTP. SNARPUR jarðskjálfti varð í Perú síðdegis á mánudag. Er jarðskjálftinn sagður sá versti sem um getur í Perú og hafa að minnsta kosti 100 manns látið líf- ið og 1000 særzt af völdum hans. Höfuðborgin Lima varð illa úti, en upptök jarðskjálftans voru í um 150 km fjarlægð frá borg- inni. Verst urðu úti þorp og borgir um 100 km frá Lima, en allt samband þangað rofnaði. Pan Ameríkan þjóðvegurinn eyði lagðist gersamlega á nokkurra km svæði, þar sem hann bugð- I aðist meðfram sjónum. 35 manns I biðu bana er kirkjuþak hrundi í miðri guðsþjónustu. Ríkisstjórnin í Perú hefur heitið íbúum héraðanna, sem verst urðu úti, allri hugsanlegri aðstoð. Björgunar og sjúkralið vinna nú dag og nótt að björg- unarstörfum, en samgönguleysi háir björgunarmönnum. Óttast er að dánartalan eigi eftir að hækka mikið, og er áætl- að að tjónið af völdum jarð- skjálftans nemi um 3% milljarði ísl. króna. London.— Ding-dong-ding og síðan heyrð ist ekki meira í Big Ben. Er viðgerðarmenn komu á staðinn kom í ljós, að róf hafði brotnað í klukkuverkinu. Viðgerðin tók tvær stundir. FLÖTTAMANNAHJÁLP JLASIDSiB.llNiaíISIANDS^SEpiíABaWKIM'M^ *£ KRONUyv •fr LÖOUM NR.*í.*f J<jlH it*T 24.0KT 1966 SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA 20:50 „Æskan spyr“: Reynir Karlsson, fram- kvæmdastjóri Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur, svarar spurningum. Spyrjendur Anna Kristjánsdóttir, Ólaf ur Proppé og Ólafur Tynes. Umræðum stjórnar Bald- ur Guðlaugsson. 21:25 „Helena og karlmennirn- ir“: Frönsk kvikmynd frá árinu 1956. Handrit og leikstjórn: Jean Renoir. Leikendur: Ingrid Berg- man, Mel Ferrer, Jean Marais, Juliette Greco o.fl. íslenzkan texta gerði Dóra Hafsteinsdóttir. 23:00 Dagskrárlok. Haag. Júlíana Hollandsdrottning fól í dag W. K. N. Schmelzer for- ingja Kaþólska flokksins að gera Schmelzer, sem talinn er ábyrgur ' fyrir falli stjórnarinnar í síðustu 1 viku, bað um frest til að kanna I málið. „Verð örugglega með kompás og betur búin í næstu ferð“ Rætt við Valgeir Guðmundsson rjúpnaskyttuna sem villtist skammt frá Kópaskeri MBL. átti í gær símtal við Val geir Guðmundsson á Húsavík, rjúpnaskyttuna, sem villtist sl. sunnudag skammt frá Kópa skeri, og bað hann lýsa þessu ævintýri sínu. — Það var síðari hluta dags á sunnudag, sagði Valgeir, að ég kom auga á góðan rjúpna- hóp. Hailð’ ég elt hópinn nokkra stund, þegar hríðar- hraglandi skal) á, sem olli því að ég tapaði áttunum. — Ég tók þa það til bragðs að ganga í þá átt, sem ég taldi vera hina réttu, niður að bænum. Het ég sennilega geng ið í sjö tíma. Var þá komið myrkur, svo að ég sá að til- gangslaust var að halda ferð inni áfram lengur. Fann ég hellisskú+a, þar sem ég lagðist fyrir og sofnaði nokkra stund. Ekki svaf ég þó mikið, því að kulda setti að mér, enda var ég illa búinn. — Strax við birtingu á mánudag lagði ég aftur af stað og hélt ferðinni áfram í sömu átt, þar til ég eiginlega gekk fram á einn leitarflokk- inn ski’mmu fyrir hádegið. Ég hafði fyvr um morguninn ver ið tekinn að þreytast á göng unni, enda þá búinn að ganga milli 20 og 30 kílómetra, svo að ég settist að í hellis- skúta, sem er undir rafstrengn um milli Raufarhafnar og Kópaskeis og er í Blakalóns- dal á Sléttuheiði. Þar sofnaði ég nokkra stund, en á meðan ók leitarflokkurinn þar fram hjá á leið austur. Sá ég svo til til þeirra þegar þeir komu aft ur til baka, og gat gert þeim viðvart. — Nei, ég hafði engan komp ás með mér, en hann verður áreiðanlega með næst þegar ég fer á rjúpnaveiðar. Þá er ég líka ákveðm í að vera bet ur klæddur heidur en ég var núna, sagði Valgeir að lok- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.